Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 8
K röfuhafar Eignarhaldsfélags- ins Sævarhöfða og Fast- eignafélagsins Sævarhöfða þurfa að afskrifa samtals um níu milljarða króna af kröf- um sínum í gjaldþrota bú eignar- haldsfélaganna tveggja. Skiptastjóri félaganna var Magnús Guðlaugsson. Magnús segir að Íslandsbanki og Glitnir hafi verið langstærstu kröfu- hafar þeirra. Afskriftirnar lenda því að mestu á þessum tveimur aðilum. Félögin voru í eigu Gunnþórunn- ar Jónsdóttur, eftirlifandi eiginkonu Óla Kr. Sigurðssonar í Olís, sonar hennar Jóns Kristjánssonar, Páls Þór Magnússonar og Kristins Þórs Geirssonar. Þau áttu og ráku fjár- festingarfélag sem kallað var Sund á árunum fyrir hrunið 2008. Félög sem tengdust Sundi voru afar stór- tæk í fjárfestingum á Íslandi á ár- unum fyrir hrun og skulduðu fleiri tugi milljarða króna í íslensku bönk- unum. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að frá því í janúar 2007 og fram að bankahruni hafi hluta- bréfakaup Sunds og tengdra félaga í íslensku bönkunum þremur numið tæplega 32 milljörðum króna á því tímabili. Félagið fjárfesti einnig í  FL Group,  Straumi,  Bakkavör, Byr  og fleiri félögum. Heildarskuldir Sunds og tengdra félaga námu 64 millj- örðum króna við bankahrunið sam- kvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Áttu B&L og Ingvar Helgason Umrædd tvö eignarhaldsfélög tengdust meðal annars kaupum Sunds á bifreiðaumboðinu B&L af Gísla Guðmundssyni og fjölskyldu hans árið 2007. Kaupverðið á B&L var ekki gefið upp en talið var að það næmi tveimur til þremur millj- örðum króna. Í fréttum frá árinu 2007 var sagt að fjárfestingarbank- inn VBS hefði séð um kaupin fyrir hönd Sunds. Þegar þetta gerðist átti Sund fyrir bifreiðaumboðið Ingvar Helgason. Eignarhaldsfélag Íslandsbanka, Steinvirki, leysti bifreiðaumboðin tvö hins vegar til sín í upphafi árs 2011 eftir að hafa stýrt eignarhalds- félögunum tveimur formlega frá því árið 2009 vegna skuldsetningar þeirra. Magnús segir að gjaldþrot þeirra hafi því legið fyrir lengi. „Mitt hlutverk var eiginlega bara að setja líkið í kistuna og grafa. Þetta var súrrandi gjaldþrota eins og þú sérð á tölunum,“ segir Magnús. Í lok síðasta árs seldi Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka, bifreiða- umboðin tvö til Ernu Gísladóttur, dóttur Gísla Guðmundssonar, fyrr- verandi eiganda B&L. Kaupverðið var ekki gefið upp en ætla má að það nemi einungis litlum hluta af sölu- verði þeirra fyrir hrun. Greiddu ekki kaupverð Harley Davidson Magnús segir að meðal þeirra sem lýstu kröfum í bú Eignarhalds- félagsins Sævarhöfða hafi verið tvö gjaldþrota bú tveggja eignarhalds- félaga sem seldu Ingvari Helgasyni umboðið fyrir Harley Davidson- mótorhjól í júní 2007. Eignar- haldsfélögin heita H-D húsið ehf. og Klingenberg og Cochran ehf. Samtals lýstu félögin tvö kröfum í búið upp á meira en fjögur hundr- uð milljónir króna. Þetta þýðir að kaupverðið á Harley-umboðinu var aldrei greitt, að það sé ennþá ógreitt og fáist aldrei greitt sökum þess að ekkert fékkst upp í kröf- urnar hjá Eignarhaldsfélaginu Sævarhöfða. Afskrifa 9 milljarða hjá Sundurunum „Mitt hlutverk var eiginlega bara að setja líkið í kistuna og grafa. n Greiddu ekki kaupverðið á Harley Davidson-umboðinu árið 2007 Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Rúmar 400 milljónir útistandandi Rúmar 400 milljónir króna eru útistandandi hjá eignarhaldsfélagi Sundaranna út af kaupunum á Harley Davidson-umboðinu árið 2007. Tvö félög þeirra skilja eftir sig um 9 milljarða skuldir. Jón Kristjánsson og Páll Þór Magnússon voru tveir af eigendum Sunds. 8 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Ósáttur við Bæjarins besta n Eyþór Jóvinsson rekur vestur.is og fær ekki að birta fréttir af bb.is É g skil þá eiginlega ekki. Flestir fagna því að fá aukna umferð,“ segir Eyþór Jóvinsson, eigandi tenglamiðilsins vestur.is. Hann er ósáttur við að fá ekki að birta tengla á fréttir af ísfirska vefnum bb.is, eða Bæjarins besta. Hann segir að eigend- ur vefjarins hafi hótað honum því að fara fram á lögbann á hendur síðunni ef hann birti tengla á fréttir þeirra. Sigurjón J. Sigurðsson, eigandi og ritstjóri Bæjarins besta, vísar því alfarið á bug að hafa hótað lögbanni en segist hafa sagt að hann myndi kanna lagalega stöðu sína ef fréttirnar birtist á vestur.is. Vefsíðan vestur.is var tekin í gagnið í febrúar. Hún er þannig úr garði gerð að fyrirsögn og fyrstu setningar frétta af vefmiðlum á Vestfjörðum birtast á síðunni. Einstaka fréttir af öðrum miðlum birtast þar einnig. Ef smellt er á fréttina opnast hún á þeim miðli sem vann fréttina. „Mitt markmið var að dæla meiri umferð á þessa miðla. Ég vildi draga saman allar vestfirsku frétt- irnar af netinu á einn stað,“ segir hann. Hann segist hafa reynt að semja við forsvarsmenn Bæjarins besta en það hafi ekki borið árangur. Sigurjón sagði í samtali við DV að ástæðan fyrir því að þeir vilji ekki að fréttir þeirra birtist að hluta á öðrum vefsíðum sé sú að það séu þeir sem borgi blaðamönnunum laun. Blaða- mennirnir væru á launum við að skrifa fyrir Bæjarins besta en ekki aðra. Spurður hvers vegna fréttir þeirra birtust á sumum öðrum tenglasíðum, svo sem Fréttagáttinni, segir hann að um það hafi verið samið. Enginn birti fréttir þeirra án leyfis. Eyþór segir í samtali við DV að hann undirbúi nú að frumvinna sjálfur fréttir. „Fyrst þeir vilja ekki samvinnu þá fer ég kannski bara í samkeppni,“ segir hann. baldur@dv.is Ekki af baki dottinn Eyþór íhugar að byrja að frumvinna fréttir sjálfur. Einelti grass- erar í slökkvi- liðinu Milljónum hefur verið varið í sál- fræðikostnað slökkviliðsmanna á Akureyri vegna eineltisvanda sem þar grasserar. Ófullnægjandi starfsandi bitnar á liðsmönnum slökkviliðsins og hefur því verið leitað til sálfræðinga til þess að leysa deilur. Þetta kemur fram í blaðinu Akureyri Vikublað sem kom út á fimmtudag, en þar segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjar- stjóri á Akureyri, að lausna sé leitað og að vandamálið sé búið að vera til staðar í fjölmörg ár. Þor- björn Guðrúnarson, slökkviliðs- stjóri, tók við starfi sínu árið 2006 og nær vandinn lengra aftur en það. Hann vildi ekki tjá sig um málið. Innbrot í Dans- rækt JSB Brotist var inn í Dansrækt JSB í Lágmúla rétt fyrir klukkan tvö að- fararnótt fimmtudags. Þar hafði rúða verið brotin með grjóti og innbrotsþjófurinn farið inn um gluggann. Hafði hann skipti- mynt úr sjóðsvél upp úr krafsinu og komst undan. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Bára Magnús dóttir, eigandi Dansræktar JSB í Lágmúla, segir í samtali við mbl.is að þetta sé fjórða innbrotið í dansræktina. Hún segist vera að skoða hvort þörf sé á öryggis- myndavél en hún segir að mjög öflugt viðvörunarkerfi sé í húsinu. Ferðamenn fengu mynd- irnar sínar Samskiptasíðan Facebook hefur sína kosti því með henni tókst að finna eigendur stafrænnar ljós- myndavélar sem fannst á Reykja- víkurflugvelli fyrir skemmstu. Sú sem fann myndavélina ákvað að hlaða myndum úr henni inn á Facebook og auglýsa eftir mögu- legum eigendum hennar. Og viti menn, eigandinn fannst á mið- vikudag. Hundruð íslenskra Fa- cebook-notenda deildu auglýs- ingunni og lét árangurinn svo sannarlega ekki á sér standa. Harley Davidson Kaupverðið á Harley-umboðinu var aldrei greitt og verður líklega aldrei greitt því ekkert fékkst upp í kröfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.