Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 48
Tíu leiðir að innri frið á 10 mínútum n Að koma ró á sálarlífið getur kostað mikla vinnu Fáðu þér göngutúr Tíu mínútna göngutúr er góð leið til að hlaða sig af orku fyrir daginn. Farðu út, ferska loftið gerir krafta­ verk. Teygðu á Hvort sem þú situr við borð eða ert á þönum allan daginn getur stress leitt til stífra vöðva. Taktu tíu mínútur til að teygja á og legðu áherslu á háls og bak. Taktu frá tíma fyrir þig Notaðu tíu mínúturnar til að panta þér nudd, hringja í barnapíuna til að geta farið í búðaráp á laugardaginn eða skipuleggðu heimsókn á völlinn með vinunum. Að vita um skemmt­ un fram undan hefur undraverð áhrif. Leggðu þig Fáðu þér tíu mínútna orkulúr. Farðu frá skrifborðinu ef þú getur. Hlæðu Taktu tíu mínútur á hverjum degi til að skoða fyndna vefsíðu, hringdu í skemmtilegan vin eða farðu í kaffi með skemmtilegasta vinnufélaganum. Skrifaðu dagbók Með því að skrifa í tíu mínútur meltir þú hugsanir þínar. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn – ekkert er óviðeigandi. Þakkaðu fyrir Ef einhver verður til þess að líf þitt er betra, auðveldara eða ánægju­ legra skaltu taka tíu mínútur til að þakka viðkomandi fyrir. Karma verður til þess að þú sjáir ekki eftir því. Andaðu Taktu þér tíu mínútur til að ein­ beita þér að önduninni til að minnka stress. Skipuleggðu Er skrifborðið þitt yfirfullt af pappírum og matarleifum? Lag­ aðu til í kringum þig og minnkaðu þannig stress og bættu einbeit­ inguna. Finndu þér sálfræðing Notaðu tíu mínúturnar til að finna góðan sálfræðing til að tala við um það sem liggur þér á hjarta. Þú ert þess virði. 48 Lífsstíll 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað F yrir utan allar þær syndir sem ég leyfi mér að drýgja þá eru bandarískir ung­ lingadramaþættir minn helsti veikleiki. Það er eigin­ lega frekar vandræða­ legt að ég, næstum þrítug konan, hlakki til strax að morgni dags þegar ég veit að nýjasti þátturinn minn er dottinn inn á vefinn og ég geti horft á hann um kvöldið. Við erum að tala um for­ réttindakrakkana á Manhattan í Gossip Girl, kollega þeirra í Beverly Hills í 90210, þjáðu stúlkurnar í Rosewood sem leita morðingja vinkonu sinnar og síðast en ekki síst fimleika­ skvísurnar í Make It or Break It sem stefna ótrauðar á Ólympíu­ leikana í London í ár. Eins sturl­ að og það kann að hljóma þá er ég farin að líta á sögupersónur þessara þátta sem hálfgerða vini mína. Og læt mig því ástir þeirra og örlög mikið varða. Eins og sannur vinur. É g á góða vinkonu (sem er til í raun og veru) og er með mér í þessu. Oft horfum við „saman“ á þætti og ræðum þá á meðan. Þá á ég við að horfum báðar á sama þáttinn á sama tíma en ekkert endilega á sama stað. Svo notum við hin ýmsu undrasamskiptafor­ rit internetsins til rökræðna og spáum fyrir um örlög sögupers­ ónanna. Þegar okkar eigið líf dettur niður á það plan að verða til­ breytingasnautt og viðburðalítið og slúðrið þrýtur, þá er gott að geta spjallað um hina sameigin­ legu „vinina.“ Hjá þeim er aldrei dauð stund. A ð fylgjast með dramatík­ inni í óraunverulegu lífi annarra er dásamleg leið til að flýja eigin raunveru­ leika. Það er fátt betra en að kúpla sig aðeins út úr eigin lífi eftir erfiðan dag, þegar allt er á fleygiferð í hausnum á manni, og detta inn í góðan þátt. Nú eða þegar lífið er fullt af tómarúmi, þá geta til dæmis krakkarnir í Gossip Girl, með öll sín vanda­ mál, glætt það einhverri spennu í skamma stund. Að sama skapi þá setja svokölluð þáttahlé allt úr skorðum. Þessi hlé geta varað allt frá mánuði upp í næstum ár. Sem er skelfilegt því yfirleitt endar síðasti þáttur fyrir hlé með ein­ hverju magnþrungnu spennu­ atriði sem fær mann bara til að langa að horfa meira og meira. Fáránlega illa gert hjá þátta­ gerðafólkinu sem gerir mér og mínum líkum (sem ég veit að eru margir þarna úti) mikinn óleik. A nnars þá bað vinkona mín, sem er til í raun og veru og deilir þessum veik­ leika með mér, mig um að ígrunda það vel hvort ég vildi uppljóstra þessu leyndarmáli okkar. Sem ég gerði. En ákvað að koma bara til dyranna eins og ég er klædd. Ég hef ekkert að fela og skammast mín ekkert fyrir að bíða í þessum rituðu orðum spennt eftir nýjasta þættinum af 90210. Að flýja raunveruleikann Líf mitt í hnotskurn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir F lestir sem stunda líkamsrækt hafa á einhverjum tímapunkti tekið hlé frá æfingum. Það getur hins vegar virst óyfirstíganleg hindrun að koma sér í gang aftur. Á dr.dk má finna ráðleggingar um hvernig maður kemur sér í æfingagírinn aftur án vandkvæða. Byrjaðu á byrjuninni Þetta hljómar kannski ekki mjög upplífgandi en til þess að fá áhugann og hvatninguna aftur þá er mikilvægt að byrja frá byrjun. Það má líkja þessu við þegar þú ekur af stað í bíl þá getur þú ekki ekið af stað í fimmta gír heldur verður að byrja á þeim fyrsta. Þú verður því að finna þinn upphafsgír í líkamsræktinni og halda af stað þaðan. Með því að byrja á lægra æfingaplani verður það auðveldara fyrir þig að klára æfinguna og það mun veita þér smá sigurtilfinningu. Á þennan hátt kemstu líka hjá því að einblína á það að þú sért ekki í alveg jafn góðu formi og áður. Fyrri æfingar voru ekki til einskis Það jákvæða er að þú ert fljótari að skipta upp í hærri gír en áður og það er góð tilfinning. Líkaminn er nefnilega ekki búinn að gleyma að þú æfðir áður og er fljótur að aðlaga sig að æfingunum, um leið og þú byrjar aftur að æfa. Farðu rólega af stað Jafnvel þótt líkaminn sé ekki búinn að gleyma þá er mikilvægt að sætta sig við að vera ekki á nákvæmlega sama stað og þegar þú hættir að æfa. Þú þarft að leyfa líkamanum að venja sig við æfingar. Auk þess sem þú getur slasað þig, ef þú ferð of geyst af stað, þá getur hvatningin verið fljót að hverfa ef þetta er erfiðara en þú bjóst við. Settu þér markmið og einblíndu á það Finndu út hvað markmið þitt er með því að byrja að æfa aftur. Viltu ná aftur því formi sem þú varst í eða ertu jafnvel kominn með nýtt markmið og nýjar æfingar? Hvort sem þú velur þá er það afar mikilvægt að einblína á markmiðið. Ekki halda áfram að stefna á að hlaupa maraþon, eins og þú stefndir á áður, ef núverandi markmið er að hlaupa 5 kílómetra þrisvar sinnum í viku. Segðu vinum og vandamönnum frá áformum þínum Annað gott ráð er að segja fólki frá áætlunum þínum um að byrja að æfa aftur. Þannig færðu stuðning frá þeim og þau fá einnig vitneskju um æfingaplan þitt. Með þessu færðu enn meiri hvatningu til að halda þig við efnið. Þú stjórnar æfingatímanum Mikilvægt er að þú ákveðir fyrirfram á hvaða tímum þú ætlar að æfa. Margir gera þau þau mistök að ætla að æfa þegar þeir finna tíma til þess. Það gæti hljómað skynsamlega en í rauninni finnur maður sjaldan tíma til að æfa. Það skiptir því meginmáli að koma sér upp ákveðnum æfingatímum. Merktu þá inn á dagatal og láttu þetta komast upp í vana. Ekki bíða með að byrja að æfa aftur, byrjaðu í dag og stefndu á að halda þig við efnið í 30 daga. Gerðu æfinguna að vana Gott er að velja sama tíma dags til að æfa en morgnarnir, hádegið eða eftir vinnu eru góðir tímar til að æfa. Reyndu að halda þig við að æfa á sama tíma dags og þá mun æfingin fljótt komast upp í vana. Á endanum verður æfingin eitt af daglegum verkefnum þínum og jafnvel án þess að þú hugsir út í það. Lærðu af mistökunum Nú þegar æfingar eru hafnar að nýju þá er mikilvægt að læra af mistökum. Mundu hver var ástæða þess að þú hættir að æfa. Ef þú veist ástæðuna þá getur þú reynt að koma í veg fyrir að það gerist aftur. Lítil æfing er betri en engin Var nauðsynlegt að hætta að æfa? Hefðir þú geta minnkað æfingar um kannski helming um tíma? Það er ekki alltaf hægt að finna lausn á þessu, til að mynda ef um veikindi var að ræða. Mundu þó að smá æfing er alltaf betri en engin. Hlaup Það er mikilvægt að setja sér markmið þegar maður byrjar að æfa aftur. n Það er erfitt að byrja í líkamsrækt eftir hlé n Hér eru nokkur góð ráð Aftur í líkamsrækt 1 2 3 4 5 6 7 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.