Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Sagði vinkonum frá ofbeldinu n Faðir dæmdur fyrir að misnota tíu ára dóttur sína H éraðsdómur Vesturlands hef­ ur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðis­ brot gegn dóttur sinni. Þá var honum gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Brot mannsins voru svívirðileg og í niður­ stöðu dómsins segir að hann eigi sér engar málsbætur. Brotin voru framin á tímabilinu frá maí til júlí árið 2011 þegar stúlkan var tíu ára. Samkvæmt ákæru neyddi maðurinn stúlkuna meðal annars til munnmaka, þuklaði á henni og reyndi að hafa við hana endaþarms­ mök. Brotin voru afar gróf og endur­ tekin og hefur stúlkan sýnt einkenni áfallastreituröskunar og kvíða. Mað­ urinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 1. desember síðastliðnum vegna málsins en hann var meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald á þeim forsendum að það myndi særa rétt­ arvitund almennings og valda al­ mennri hneykslan í samfélaginu að hann gengi laus meðan máli hans væri ólokið. Í dómnum kemur fram að stúlkan hafi sagt vinkonum frá atvikun­ um, sem greint er frá að framan, í nóvember síðastliðnum. Hún hefði sagt þeim „leyndarmál um að pabbi hennar hefði verið ógeðslegur við hana“ og sagðist hafa gert það í von um að þær myndu hjálpa henni. Svo fór að skólayfirvöld fréttu af málinu og hófst þá rannsókn málsins hjá lögreglu. Maðurinn neitaði staðfast­ lega sök fyrir dómi en framburður stúlkunnar þótti skýr og trúverðugur. Þótti þannig vera komin fram full­ nægjandi sönnun þess að faðir stúlk­ unnar hefði gerst brotlegur gagn­ vart stúlkunni svo sem greint var frá í ákæru. Auk þess að sæta fangelsi í fjögur ár og til greiðslu miskabóta til dóttur sinnar var manninum einn­ ig gert að greiða allan sakarkostn­ að, samtals að fjárhæð um þrjár milljónir króna. D ómur í einu óhugnanlegasta sakamáli síðari tíma á Ís­ landi var kveðinn upp í Hér­ aðsdómi Reykjavíkur síðast­ liðinn miðvikudag. Þar hlaut Agné Krataviciuté tveggja ára óskil­ orðsbundinn fangelsisdóm fyrir að deyða barn sitt og koma því fyrir í ruslageymslu. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist sem Agné sætti eftir að málið kom upp. Henni var einnig gert að greiða barnsföður sín­ um 600.000 krónur í miskabætur. Fangelsisrefsing komi að gagni Það var niðurstaða dómsins að Agné hafi deytt barnið undir eins og það var fætt í veikluðu eða rugl­ uðu hugar ástandi sem hún komst í við fæðinguna og að brot hennar varðaði við 212. gr. almennra hegn­ ingarlaga, en ekki við 211. grein eins og saksóknari fór fram á. Dómurinn mat það sem svo að ekki geti komið til þess að skilorðsbinda dóminn þar sem brotið sé mjög alvarlegt, en þeir töldu einnig að fangelsisrefsing gæti komið Agné að gagni við að takast á við afleiðingar verknaðarins. Í málinu voru tveir sérfróðir með­ dómendur, geðlæknir og kvensjúk­ dómalæknir, kvaddir til. Að þeirra mati getur það staðist að Agné hafi ekki fundið merki þess að hún væri barnshafandi. Það sé vel þekkt að konur fæði börn án þess að hafa gert sér grein fyrir að þær gengju með barn. Fæddi barnið sennilega ofan í klósett Dómurinn taldi að framburður Agné og fyrrverandi tengdamóður hennar, sem hún bjó hjá þegar at­ burðurinn átti sér stað, bendi til þess að Agné hafi haft hríðir nótt­ ina áður en barnið fannst látið. Einnig sé mjög líklegt að hún hafi misst legvatn þá sömu nótt, en í herbergi hennar fannst blautt og illa lyktandi koddaver en líklegt sé að lyktin hafi stafað af legvatninu. Samkvæmt framburði Agné var hún ein í stutta stund inni á hótel­ herbergi á Hótel Fróni þar sem hún vann og bar að hún hefði þá fund­ ið fyrir miklum svima. Hún kvaðst hafa sest á klósettið og eitthvað hafi runnið úr henni. Hún hefði séð að það var blóð. Það er álit meðdóm­ enda að það hafi verið þá sem Agné fæddi barnið. Fæðingin olli skelfingarviðbrögðum Niðurstaða dómsins er sú að Agné hafi kyrkt barnið mjög skömmu eftir fæðinguna, enda komi eng­ inn annar til greina sem gæti hafa framið verknaðinn. Varðandi skurð áverkana tvo telja meðdóm­ endur að langlíklegast sé að Agné hafi skorið í munnvik barnsins þeg­ ar hún skar í sundur naflastreng­ inn, en hann bar þess merki að hafa verið skorinn í sundur. Þeir kom­ ust einnig að þeirri niðurstöðu að Agné hafi verið algjörlega ómeðvit­ uð um þungunina og nær öruggt að fæðingin hafi komið henni í opna skjöldu. Fæðingin, sem var óund­ irbúin og án aðstoðar, hefur að öllum líkindum valdið skelfingar­ viðbrögðum með tímabundnu minnisleysi eða hugrofi eins þekkt er úr áfallasálfræði en hvort slíkt minnis leysi hafi verið algert eða staðið meðan Agné kom líkinu fyrir sé ómögulegt að meta. Fangelsi komi agné að gagni „Þeir töldu einnig að fangelsisrefs- ing gæti komið Agné að gagni við að takast á við afleiðingar verknaðarins. n Agné Krataviciuté dæmd í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Niðurstaða dómsins Það var niðurstaða dómsins að Agné Krataviciuté hafi deytt barnið strax eftir fæðingu í veikluðu eða rugluðu hugarástandi sem hún komst í við fæðinguna. Skýr framburður Framburður stúlkunnar þótti mjög trúverðugur en faðir hennar neitaði staðfastlega sök. Myndin er sviðsett. Al-Thani málið í héraðsdómi: „Ég lýsi mig saklausan“ „Ég lýsi mig saklausan af öllum ákæruliðum,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þegar ákæra sérstaks saksóknara í al­Thani málinu svokallaða á hendur honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík­ ur í gær. Einnig voru þingfestar ákærur yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrr­ verandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi aðaleiganda bank­ ans. Þeir lýstu einnig yfir sakleysi sínu. Þremenningarnir mættu ekki þegar þingfesting í málinu átti að fara fram þann 16. mars en þá lýsti Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, yfir sakleysi sínu. Borgarbúar slökkvi ljósin Reykjavíkurborg hvetur borgar­ búa, fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í alþjóðlegum viðburði næsta laugardagskvöld með því að kveikja ekki rafmagnsljósin og slökkva þau sem kveikt voru. Hjá Reykjavíkurborg verður ekki kveikt á götuljósum í miðborg­ inni og hvetur borgin fyrirtæki og stofnanir á svæðinu til að draga úr lýsingu. Fer þessi við­ burður fram frá klukkan 20.30 á laugardagskvöld til klukkan 21.30 sama kvöld. Í tilkynningu frá Reykjavík­ urborg kemur fram að borgir í 135 löndum taki þátt í þessum viðburði og slökkva milljónir manna ljósin þennan klukku­ tíma. „Hér er um magnaða stund að ræða þar sem byggðir heims sýna einstaka samstöðu í verki. Kjörið er að kveikja á kertum á heimilum og ræða við börnin um að margar hendur geti unnið létt verk í umhverfis­ málum. Jarðarstundin er sögð eitt fjölmennasta samstillta einstaklingsframtak í umhverf­ ismálum sem á sér stað árlega. Meðal þess sem einstaklingur­ inn getur gert til að hafa áhrif er að spara vatnsnotkun, halda orkuneyslu í lágmarki, endur­ nýta umbúðir, hvíla bílinn, henda ekki rusli á götum úti og flokka sorp svo eitthvað sé nefnt. Einnig er kjörið að hugsa um samhengið í umhverfis­ málum, því sóun á öllum svið­ um hefur slæm áhrif,“ segir í til­ kynningunni. Undirskrifta- söfnun hafin Nokkur hundruð einstakling­ ar hafa skrifað undir áskorun á hendur Herdísi Þorgeirsdóttur lögfræðingi að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Herdís hefur verið á meðal þeirra sem helst hafa verið orðaðir við fram­ boð til embættisins. Hún hefur ekki þvertekið fyrir framboð og hefur sagt að hún sé að meta hvort hún hafi nægan stuðning í emb­ ættið. Margir hafa skorað á Herdísi að bjóða sig fram til embættisins á samskiptasíðunni Facebook.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.