Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 27
Fréttir 27Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 Egill Helgason „Niðurstaðan er ekkert sérlega glæsileg“ Egill Helgason, fjölmiðlamaður og álitsgjafi, segir ríkisstjórnina líða fyrir óvenju metnaðarfulla stefnuskrá sem hún lagði upp með. „Ríkisstjórnin setti sér ótrúlega metnaðarfull markmið og það var kannski aldrei von að það væri hægt að koma þessu öllu í kring sem hún ætlaði að gera. Þetta er líklega metnaðarfyllsti stjórnarsáttmáli allra tíma. Hann er ansi margar blaðsíður og þarna er verið að tala um breytingar á kvótakerfinu, breytingar á stjórnsýslunni, stjórnarskrá og inngöngu í ESB og fleira. Þetta var svo metnaðar- fullt að það var kannski aldrei von að það væri hægt að koma þessu öllu í gegn meðfram því að endurreisa íslenska hagkerfið og með hagsmunaöflin jafn sterk og þau eru á Íslandi. Það er við mjög ramman reip að draga en það verður að segja þessari ríkisstjórn til afsökunar að hún hefur gert ýmis mistök en hún er líka að glíma við mjög grimma andstöðu frá þessum hagsmuna- öflum,“ segir Egill. „Í sjálfu sér hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bent á að þeim hefur gengið nokkuð vel að verja, þrátt fyrir niðurskurð, velferðarkerfið, miðað við það sem hefði mátt búast við eftir þetta mikla hrun. Þau fá kredit fyrir það.“ Það eru hins vegar stóru málin sem hafa gert ríkisstjórninni erfitt fyrir. Egill segir að stjórnin hafi orðið eins konar fangi þeirra. Hann nefnir til að mynda Evrópusambands- málin, breytingar á kvótakerfinu og stjórnarskrármálið. „Icesave er nokkuð sem kom upp og eftir á að hyggja verður það talið vera stærsta glappaskot stjórnarinnar. Svo er það skjaldborg um heimilin það er önnur stór yfirlýsing sem er mjög erfið fyrir þessa stjórn. Það átti að setja skjaldborg um heimilin en það er ekki víst að það hafi tekist.“ Sem fyrr segir er það hins vegar metnaðarfulli stjórnarsáttmálinn sem er að reynast ríkisstjórninni erfiður. „Hún setti sér markmið sem voru svo stór að það var ekki hægt að standa við þau. Það fer alveg ofboðslegur tími í að vinda ofan af Icesave-ruglinu. Þar fer tíminn sem hún hefði þurft til að gera eitthvað annað og svo þetta endalausa ströggl um hvað er hægt að gera við heimilin, það er alltaf verið að efna til samráðs og gefa fyrirheit og niðurstaðan er ekkert sérlega glæsileg“ Birgir Guðmundsson Togstreita og tortryggni í ríkisstjórninni „Auðvitað hefur það þvælst fyrir þessari ríkisstjórn að hún er tiltölulega ósamstíga og það hefur farið mikil orka hjá stjórninni í að ná saman um einfalda hluti. Þrátt fyrir allan metnaðinn verður minna úr verki en ella hefði orðið. Menn voru ekki að ganga í takt,“ segir Birgir Guðmundsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir það hafa komið niður á skilvirkni ríkisstjórnarinnar að menn hafi leyft sér of mikið svigrúm fyrir sérskoðanir. „Óeiningin lamar ríkis- stjórnina. Það er allt gott um það að segja að leyfa þúsund röddum að hljóma en kannski ekki inni í ríkisstjórninni,“ segir Birgir. „Það er reyndar mjög margt sem þeir hafa náð í gegn sem þeir byrjuðu á að lýsa yfir, eins og verkáætlun AGS og ýmislegt slíkt sem er frá og skiptir miklu máli. Hins vegar eru þeir ennþá með sum af þessum stóru málum ókláruð. Það er fiskveiðifrumvarpið og maður veit ekki alveg, miðað við viðtökurnar á því, hvernig það verður, en það er vissulega í samræmi við grunnstefið í þeirra stefnu.“ Birgir nefnir einnig að stjórnin hafi komið stjórnarskrármálinu í vinnslu en það sem hafi ekki miðað nægilega vel séu skuldir heimilanna og og efnahags- málin. „Það gengur rosalega hægt með efnahagsmálin ef frá er talin áætlun sem unnin var í samráði við AGS og ríkisfjármálin. Það hefur ekki verið mikið að gerast í efnahags- málunum og þeim hefur ekki tekist að búa til umhverfi sem laðar að sér fjárfestingu.“ Að mati Birgis hefur stefna ríkisstjórnarflokkanna í umhverfismálum lagt á stjórnina kvaðir. „Það er vísvitandi að menn eru ekki að stökkva á þá valkosti sem virðast augljósir í fyrstu. Þau hafa ekki náð saman um valkosti sem taldir voru nokkuð borðliggjandi. Samfylkingin hefur verið tilbúnari til að fara út í framkvæmdir á meðan VG hafa verið skeptískir. Það skýrist meðal annars af innri togstreitu í ríkisstjórninni og tortryggni sem gerir það að verkum að erfitt hefur verið að taka ákvarðanir.“ Hann segir stjórnina hafa lagt af stað með háleit markmið. „Þetta var vinstri norræn stjórn og það hleypir mönnum kapp í kinn en það er kannski spurning hvort hægt sé að ætlast til að öll markmiðin verði uppfyllt. Stjórnin hefur unnið í anda stjórnarsáttmálans á flestum sviðum, þau mega eiga það.“ Gunnar Helgi Kristinsson Óvissa um stóru málin Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að ekki sé hægt að saka stjórnina um athafnaleysi – frekar hið gagnstæða að hún sé að reyna að færast of mikið í fang. „Á vissum sviðum hefur ríkisstjórnin náð árangri í samræmi við stjórnarsáttmálann. Í fyrsta lagi stjórnkerfisbreytingar, það hafa verið gerðar töluverðar breytingar á ýmsu í stjórnsýslunni sem er í samræmi við það sem boðað var. Á sviði ríkisfjármála hefur ríkisstjórnin líka náð þeirri stefnu sem hún stefndi að sem var að ná jafnvægi í ríkisfjár- málum. Hún hefur náð að draga verulega úr útgjöldum ríkisins frá því sem var fyrir hrunið. Þá hefur henni tekist að auka jöfnuð og viðhalda félagsþjónustu að mestu leyti.“ Gunnar bendir á að ekki sé útséð með stór mál sem stjórnin er með í vinnslu. Hann nefnir stjórnarskrármálið og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Væntanlega hefur stjórnin tiltölu- lega góðar aðstæður til að koma því í gegn en það er búið að ganga á ýmsu með það,“ segir hann. „Síðan eru svið þar sem stjórnin er í meiri óvissu og meiri spurningarmerki við árangur hennar. Það eru skuldmál heimila og fyrirtækja sem er ennþá mjög veruleg óvissa um og erfitt að spá fyrir um hver áhrifin verða af því. Þau gætu orðið allt frá því að verða léttvæg yfir í að verða mjög alvarleg. Almennt er viðreisn efnahagslífsins í járnum, hagvöxtur er eitthvað að taka við sér og atvinnuleysi er aðeins í rénum, en afnám gjaldeyrishafta er ekki í augsýn.“ samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Forsendur fyrir veiðum og nýtingu sjávarspendýra, sela og hvala, verði endurmetnar frá grunni með tilliti til sjálfbærni og efnahagslegrar þýðingar fyrir þjóðarbúið í heild sem og alþjóðlegra skuldbindinga og ímyndar Íslands.“ Að hluta staðist: Ísland er enn hvalveiði- þjóð en ekki liggur fyrir úttektin um heildræn áhrif sem boðuð var. „Friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað og friðun þess lokið hið fyrsta.“ Ekki staðist „Ný náttúruverndaráætlun til 2013 verði afgreidd á vorþingi.“ Staðist: Náttúruverndaráætl- unin var afgreidd „Vatnatilskipun ESB verði innleidd og aðlöguð íslenskum aðstæðum með því að lokið verði við frumvarp til nýrra vatnalaga, sem tryggi verndun og sjálfbæra nýtingu ferskvatns og skilgreini aðgang að vatni sem grundvallarmannréttindi.“ Staðist: Ný vatnalög voru samþykkt á Alþingi. „Lokið verði við aðgerðaáætl- un um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda um 50–75% til 2050, með tímasettum og tölulegum markmiðum, eigi síðar en vorið 2010. Í áætluninni verði lögð sérstök áhersla á samdrátt í losun frá samgöngum og fiskiskipum.“ Að hluta staðist: Ný aðgerðaáætlun felur í sér að dregið verði úr nettólosun gróður- húsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020. Verðleggja losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda og gera viðskipti með þær möguleg. Ekki staðist: Hugmyndir um slíkt hafa verið uppi á borðinu en þær hafa ekki verið leiddar í lög frá Alþingi. „Ný skipulags- og mannvirkja- lög verði lögð fram á Alþingi að höfðu samráði við sveitarfélög. Þar verði kveðið á um landsskipulagsstefnu, sem mótuð verður í samstarfi ríkis og sveitarfélaga, þar sem litið verði til landsins sem einnar heildar.“ Staðist: Alþingi samþykkti mannvirkjalögin árið 2010. „Innleiðingu Árósasamningsins í íslenskan rétt verði hraðað og nauðsynlegar lagabreytingar kynntar á haustþingi 2009.“ Staðist: Samningurinn var fullgiltur á Alþingi síðasta haust en hann fjallar um aðgang almennings að upplýsingum, þátttöku hans í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri máls- meðferð í umhverfismálum. Tryggja að erfðabreytt matvæli séu merkt þannig að neytendum sé ljóst innihald matvæla við innkaup. Ekki staðist: Sérmerking um erfðabreytt matvæli hefur ekki tekið gildi hér á landi en matvörumerkingin Skráargatið hefur verið innleidd hér á landi. Treysta má því að vörur merktar Skráargatinu séu mjög hollar . „Lögð er rík áhersla á að ljúka gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem allra fyrst og hún verði lögð fyrir Alþingi á vetri komanda og fái lögformlega stöðu í stjórnkerfinu. Engar frekari ákvarðanir tengdar virkjun neðrihluta Þjórsár verði teknar þar til rammaáætlun liggur fyrir.“ Staðist: Rammaáætlunin var lögð fyrir á síðasta ári. „Stuðlað verði að gagnsæi í orkusölusamningum og leitað leiða til að aflétta leynd af orkuverði til erlendra stóriðjufyrir- tækja. Stefnt verði að jafnræði í verðlagningu raforku í ólíkum atvinnugreinum.“ Ekki staðist: Orkusölusamningar hafa ekki verið gagnsæir og garðyrkjubændur hafa kvartað sáran yfir því að þeir þurfi að kaupa rafmagn hærra verði en aðrir stórnotendur. „Ríkisstjórnin grípi til aðgerða til að útrýma kynbundnu ofbeldi, m.a. með lögfestingu austurrísku leiðarinnar þannig að ofbeldismenn verði fjarlægðir af heimilum sínum og banni við nektardansi. Aðgerða- áætlun gegn mansali, kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi verður fylgt eftir.“ Staðist: Austurríska leiðin var samþykkt á Alþingi sumarið 2011. Nektardans hefur einnig verið bannaður. „Ein hjúskaparlög verði lögfest. Hugað verði að réttarbótum í málefnum trans-gender fólks í samræmi við ábendingar Umboðsmanns Alþingis.“ Staðist: Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir gengu í hjónaband af því tilefni. „Rík áhersla verður lögð á að tryggja rétt og þátttöku fólks af erlendum uppruna og lög um hælisleitendur verði endur- skoðuð. Ný lög sett um málefni innflytjenda. Að hluta staðist: Aðbúnaður hælisleitenda er slæmur og afar fáir þeirra sem sækja um fá hæli. Innanríkisráðherra hefur hins vegar sagt að til standi að hverfa frá strangri lagahyggju og opna faðminn á grundvelli mannúðar og félagslegra sjónarmiða. „Ríkisstjórnin leggur áherslu á baráttu fyrir mannréttindum og kvenfrelsi, friði og afvopnun og gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu og hungursneyð, m.a. með markvissri þróunaraðstoð.“ Staðist: Íslendingar leggja um 1,4 milljarða króna árlega til þróunarsamvinnu í ríkjum Afríku. Framlag Íslendinga hefur hins vegar verið skorið niður um nærri 300 milljónir króna. „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að nýr alþjóðlegur loftslagssamningur verði samþykktur í Kaupmannahöfn og leggi sitt af mörkum með því að flytja út þekkingu sína og reynslu af endurnýjanlegum orkugjöfum.“ Að hluta staðist: Ríkisstjórnin beitti sér vissulega fyrir nýjum alþjóðlegum loftslags- samningi eins og lofað var, en ráðstefnan skilaði engu. „Áhersla verði lögð á að byggja upp pólitísk tengsl við heimastjórn Palestínu og að Íslendingar styðji sjálfsákvörð- unarrétt og sjálfstætt ríki þeirra og styðji áfram Friðarráð palestínskra og ísraelskra kvenna.“ Staðist: Utanríkisráðherra hefur farið í opinbera heimsókn til Palestínu og talað máli þeirra opinberlega. „Ísland verði boðið fram sem vettvangur fyrir friðarumræðu, þar á meðal fyrir alþjóðlegar ráðstefnur og fundi fræðimanna og stjórnmálaleiðtoga um þau efni.“ Ekki staðist: Engar fréttir hafa borist af efndum þessa háleita loforðs. „Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarum- sókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna.“ Í vinnslu „Óeiningin lamar ríkisstjórnina“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.