Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 49
Innhverfir eru vanmetnir einstaklingar n Þeir sem tala mest fá ekki endilega bestu hugmyndirnar S amkvæmt nýrri bók eru inn- hverfir einstaklingar (e.intro- verts) jafn líklegir til að ná langt í lífinu og þeir mann- blendnu og opinskáu. Susan Cain, sem skrifaði bókina Quiet: The Po- wer of Introverts In a World That Can’t Stop Talking, heldur því fram að innhverfir einstaklingar séu ekki endilega feimnir eða ófélagslynd- ir heldur velji þeir frekar rólegt um- hverfi þar sem þeir geta hugsað í næði. Á hinn bóginn, segir Cain, þurfa úthverfir einstaklingar að vera í kringum annað fólk til að hlaða raf- hlöðurnar. Að sögn Cain gerir samfélagið út- hverfum einstaklingum mun hærra undir höfði en þeim innhverfu þrátt fyrir að einn þriðji hluti mannkyns sé innhverfur. „Dulir og ómannblendn- ir einstaklingar eru oft vanmetnir og misskildir,“ segir Cain sem segir at- vinnuauglýsingar gjarnan keyra á orðum á borð við „samskiptahæfni“ og „hressileiki“. „Hæfileikinn til að láta í þér heyra er oft mest metinn. Hins vegar sýna engar rannsóknir fram á að þeir sem tali mest fái bestu hugmyndirnar,“ segir Cain sem segir sama kerfi í skólum með áherslu á fyrirlestra- og samvinnuhæfni. Bók Cain hefur vakið upp miklar rökræður. Blaðamaður Wired, Clive Thompson, telur að hún eigi eftir að bæta mannorð innhverfra einstak- linga. En innhverfi pistlahöfund- urinn Judith Warner, sem skrifar í New York Times, telur að „lágvær- ari umræða“ hefði verið árangurs- ríkari. Sem dæmi um þekkta innhverfa einstaklinga nefnir Cain Barack Obama Bandaríkjaforseta. „Hann er ekki feiminn en hann er inn- hverfur og það persónueinkenni vinnur með honum,“ segir Cain sem segir breska rithöfundinn J.K. Rowl- ing einnig gott dæmi um innhverf- an einstakling sem hefur náð langt. Lífsstíll 49Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 Sigrún Daníelsdóttir Líkams- virðing Í mörg ár hef ég talað um líkams- virðingu og hvatt til þess að fólk friðmælist við líkama sinn. Mér til undrunar hefur þetta sjónarmið oft verið túlkað sem einhvers konar uppgjöf. Eins og þetta þýði að mað- ur leggi árar í bát og játi sig sigraðan gagnvart hvers kyns ólifnaði. E n ég er búin að átta mig á því hvað liggur þarna að baki. Í hugum margra er óánægja og jafnvel ógeð á eigin líkama eina mögulega ástæðan fyrir því að nenna að lifa heilbrigðu lífi. Algengt er til dæmis að fólk hendi sér í átak þegar það sér óviðunandi tölu á vigtinni eða mynd af sér í slæmu ljósi. Drifkrafturinn að baki hegð- unarbreytingunni er óánægja og andúð á sjálfum sér. Hver færi í ræktina ef hann væri bara sáttur? Þá myndi maður bara flatmaga á melt- unni og sturta í sig drasli allan dag- inn, ekki satt? Þ essi hugsunarháttur opinberar fjandsamlegt samband margra við líkama sinn, þar sem tog- streitan milli þess hvernig maður er og hvernig maður vildi vera (eða óttast að verða) er drif- fjöður hollra lífshátta. Ef við borð- um hollt og hreyfum okkur fyrst og fremst af því við viljum verða grönn eða óttumst að verða feit þá er ekk- ert skrýtið að við skulum halda að sátt við eigin líkama þýði endalok heilbrigðra lífsvenja. En þetta held- ur fólk af því það veit ekki hvernig það er að elska líkama sinn og vilja honum vel. A ð taka upp friðsamlegra samband við líkama sinn felur ekki í sér vanrækslu eða sinnuleysi heldur að koma fram við líkama sinn eins og aðrar lifandi verur sem manni þykir vænt um. Eins og börnin sín, gæludýr eða ástvini sem maður vill sjá dafna og líða vel. Í gamla daga var gengið út frá því að harka væri nauðsynleg í upp- eldi barna því óttinn við refsingu væri það eina sem héldi þeim á réttri braut. Hugmyndir okkar um gildi óttans við að fitna eru af svip- uðum toga. Svo kemur á daginn að börnin spillast ekki af því að sleppa við vöndinn heldur verður uppeldi þeirra farsælla ef þau njóta ástar og hlýju til jafns við aga. Það er nefni- lega ekki sama á hvaða forsendum við gerum hlutina og væntum- þykjan er svo margfalt gæfulegri en vonskan. Friður sé með yður É g vona að stofnfrumumeð- ferð verði í boði innan fimm ára,“ segir Hrönn Huld Bald- ursdóttir, móðir Guðrún- ar Nönnu Egilsdóttur, sem er haldin taugasjúkdómnum SMA. Sjúkdómurinn orsakast af genagalla sem veldur vaxandi máttleysi. Eng- in meðferð er til en Hrönn bindur vonir við að stofnfrumumeðferð nái að stöðva framgang sjúkdómsins og leiða til styrktaraukningar. Slík með- ferð mun að öllum líkindum verða dýr og því hafa Hrönn og móðir hennar, Nanna, gripið til þess ráðs að framleiða og selja ýmiss konar smá- hluti með það markmið að safna í sjóð sem grípa megi til þegar með- ferðin verður að veruleika. Guðrún Nanna, sem er 17 ára, greindist með sjúkdóminn tæp- lega tveggja ára en Guðrún er bund- in við hjólastól í dag. Móðir hennar og amma hófu fyrst að safna pen- ingum til styrktar rannsóknum á sjúkdómnum. „Við hugsuðum um heildina og sendum peningana sem við söfnuð- um út til Bandaríkjanna til samtaka sem kallast FSMA. Frá árinu 2009 ákváðum við svo að líta okkur nær. Síðan höfum við tekið þátt í ýmsum mörkuðum og reynum að grípa öll tækifæri til að selja vörurnar okkar. Í fyrrasumar vorum við örugglega á 15 mörkuðum,“ segir Hrönn en þær mæðgur framleiða til að mynda snið- ug bókamerki, glasaskraut og jóladót. „Bókamerkin hafa verið mjög vinsæl en svo hefur mamma líka prjónað Barbie-föt og eitthvað af Baby Born- fötum, handstúkur og vettlinga. Guð- rún Nanna tekur líka þátt í þessu með okkur og hefur verið að sauma fallega jólapoka. Hún er dugleg í höndunum og handavinnan veitir góða þjálfun fyrir fínhreyfingarnar,“ segir Hrönn og bætir við að þær stundir sem þær mæðgur eyði saman við handavinn- una séu ómetanlegar. „Við reynum að vera sem mest saman og erum þakklátar fyrir að geta unnið að þessu saman. Frítími okkar fer í þetta. Ég er heimavinnandi og sinni heimili og þremur börnum ásamt því að koma vörunum okkar á framfæri og svo er mamma hér í næsta húsi og hún er okkur mikil hjálp. Þó hún sé orðin áttræð situr hún ekki iðjulaus. Hún er alltaf að finna upp á einhverju nýju og hjálpar okkur Guðrúnu mikið,“ segir Hrönn og bætir við að Guðrún Nanna hafi það ágætt. „Hún er bara farin að bíða eftir að eitthvað gerist – að hún geti komist í einhvers konar meðferð sem geti að minnsta kosti styrkt hana. Von- andi verður það fljótlega. Við höld- um í þá von,“ segir hún og bætir við að meðferðin verði að vera viður- kennd. „Þótt við viljum gera allt sem við getum fyrir Guðrúnu Nönnu þá hlaupum við ekki út í neina vit- leysu, sem gæti þess vegna gert hana enn veikari. Við viljum vera viss um að meðferðin sem hún fari í gefi árangur.“ Þeir sem vilja kaupa smádót af þeim mæðgum og styrkja þannig Guðrúnu Nönnu er bent á síðuna Styrktarsjóður Guðrúnar Nönnu – Skref fyrir Skref á Facebook. Eins er hægt að styrkja beint en bankareikningur sjóðsins er: 0315-13-300200 og kennitala ábyrgðarmanns 300967-3889. indiana@dv.is Safna fyrir veika dóttur n Hrönn Huld og mamma hennar hanna ýmislegt smádót Mæðgur Guðrún Nanna er haldin taugasjúkdómnum SMA. Mæðgurnar eru að safna í sjóð til að grípa í þegar stofnfrumumeðferð verður að veruleika. Barbie-föt Amma Guðrúnar Nönnu hannar til dæmis þessi fallegu föt á Barbie-dúkkur. Bókamerki Þær mæðgur búa til falleg og frumleg bókamerki en hægt er að skoða úrvalið á Facabook-síðunni Skref fyrir Skref. Forseti Bandaríkjanna Að sögn Susan Cain er Barack Obama dæmi um innhverfan einstakling sem hefur náð langt í lífinu. Skapari Harry Potter Susan Cain segir breska rithöfundinn J.K. Rowling vera innhverfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.