Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 64
Ég er borgar- stjórinn á DV! Nýr borgarstjóri í ráðhúsinu n Eftir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar varð Jón Gnarr borgarstjóri og fékk hann skrifstofu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það er því ekki úr vegi að gera ráð fyrir að hann sé borgar- stjóri í Ráðhúsinu. Sú er þó ekki raunin ef marka má samfélagssíð- una Foursquare. Samkvæmt þeirri síðu er það Heiða Kristín Helgadóttir, fyrrverandi aðstoðarkona Jóns og annar leiðtoga Bjartrar framtíðar, sem er titluð „mayor“ eða borgar- stjóri í Ráðhúsinu. Þá stöðu fékk hún með því að skrá sig oftast inn í Ráðhúsið í gegnum snjallsímaforrit Foursquare-síðunn- ar. Í því netsam- félagi virkar það þannig að tíðasti gesturinn á hverj- um stað er titl- aður borgarstjóri staðarins. Dómarar með punginn í lagi n „Þegar kemur að stórum ákvörð- unum hjá knattspyrnudómurum inni á vellinum þá er betra að hafa punginn í lagi og því fögnum við því að geta lagt ykkur lið með þessari upphæð,“ sagði Sigurður Óli Þórleifs- son, einn dómaranna sem afhentu styrk frá íslenskum knattspyrnu- dómurum til Mottumars, í frétta- tilkynningu. Dómararnir söfn- uðu peningunum, alls 600 þúsund krónum, með dómgæslu í knatt- spyrnuleikjum í mars og gáfu þá til Krabbameinsfélagsins. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri félagsins, tók við þessum myndarlega styrk frá dómurunum. Ástþór býður öllum í afmæli n Ástþór Magnússon forsetafram- bjóðandi er ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóðir í baráttu sinni fyrir hinum ýmsu málefnum. Nú hefur hann tekið upp á þeirri ný- breytni að lofa að bjóða öllum Ís- lendingum í afmælið sitt 4. ágúst næstkomandi nái hann kjöri í embætti forseta. Þetta sagði hann í aðsendri grein í Fréttablaðinu sem birtist á fimmtudag. Afmælið verður haldið á Bessastöðum, nái hann kjöri, og skorar hann á fólk að merkja við dag- inn í daga- talinu með setningunni: „Forsetinn á afmæli – Mér er boðið til veislu á Bessa- stöðum.“ Á sdís Halla Bragadóttir, fyrrver- andi bæjarstóri í Garðabæ, hef- ur síðustu mánuði haldið nám- skeið um viðskiptalíkan fyrir Nu skin-snyrtivörur. Þar útskýrir hún meðal annars hvernig má hagnast á dreifingu og sölu varanna og jafn- framt hvernig hægt er að vinna sig upp innan fyrirtækisins. Um er að ræða námskeið fyrir mis- munandi stóra hópa, allt frá tuttugu og upp í sjötíu manns, jafnvel fleiri. Þeir sem eru öflugir innan Nu skin, hvort sem þeir eru stjórnendur eða dreifingaraðilar, geta hagnast hratt og mikið ef marka má heima- síðu fyrirtækisins. Nu skin var stofn- að árið 1984 og er kynnt sem hnatt- rænt viðskiptatækifæri. Samkvæmt heimildamönnum DV, sem hafa sótt kynningar Ásdísar, segist hún hafa slegist í hópinn með Nu skin í lok janúar á þessu ári og að í mars hún hafi hagnast um rúmlega 830 þúsund krónur. Ásdís segist í samtali við DV ekki starfa fyrir fyrirtækið Nu skin held- ur haldi hún námskeiðin á eigin vegum fyrir Nu skin-teymi sem leiti til hennar. „Síðastliðin tólf ár hef ég haldið námskeið fyrir 7.000 manns þar sem ég kenni fólki að setja sér markmið og ná markmiðum sínum. Þessi markmið núna eru framhald af því og Nu skin-verkfærið hentar sumum til að ná markmiðum sínum. Ég er með námskeið núna fyrir fólk sem langar að læra á þetta tækifæri, langar að nota þessar vörur eða við- skiptamódel til að ná markmiðum sínum, hvort sem þau felast í því að fólk búi sér til auka frítíma, kynnist öðru fólki, auki tekjur eða hvað ann- að. Það er það sem ég geri.“ Ásdís tekur þó fram að slíkt námskeiðahald sé ekki hennar að- alstarf, hún geri þetta meira sér til gamans. Það sé því ekki hægt að hringja beint í hana og panta pláss á námskeiði. solrun@dv.is Ásdís heldur námskeið um Nu skin n Hefur hagnast um 800 þúsund krónur síðan í janúar Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 30. MaRS–1. apRíl 2012 38. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Kynnir viðskiptalíkan Ásdís gekk til liðs við Nu skin í janúar. KJÓSUM BETRI HVERFI kjosa.betrireykjavik.is Kjósa Rafrænar kosningar um framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur. 29. mars – 3. apríl betrireykjavik.is SVONA EINFALT ER AÐ KJÓSA 2 1 3 4 5 Ágæti Reykvíkingur Nú gefst öllum Reykvíkingum, sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót, tækifæri til þess að kjósa um framkvæmdir í hverfinu sínu. Kosningarnar eru rafrænar og afar einfalt að greiða atkvæði. Verkefnin sem fá mest fylgi verða framkvæmd á næstu mánuðum. Ef þú hefur ekki aðgang að tölvu er hægt að kjósa á næstu þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. Rafrænar kosningar um framkvæmdir í hverfum Reykjavíkur 29. maRs – 3. apRíl Smelltu á KJÓSA. Staðfesting birtist um að atkvæði þitt hafi verið móttekið. Auðkenning Ísland.is er notuð. Þú notar kenni­ tölu og veflykil ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki á debetkorti. Þú ferð inn á síðuna kjosa.betrireykjavik.is Veldu verkefni af báðum listunum. Veldu hverfið sem þú vilt kjósa í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.