Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 19
að það skuli vera eitthvert atriði. Þú getur rætt ýmislegt út frá ákveðn- um upplýsingum. Ég sé ekki betur en að það hafi verið gerð kynning á frumvarpinu og við fengum þá kynningu,“ segir Friðrik. „Við áttum fund með sjávarút- vegsráðherra eins og kom fram, á sunnudagskvöldið. Það var trún- aðarfundur. Um slíkan fund ræð- ir maður ekkert. Þar er ýmislegt sem var rætt.“ Friðrik vildi ekki tjá sig um hvort frumvarpið hafi verið fengið eftir óhefðbundnum leiðum. Hann bar fyrir sig trúnaði um hvað fór fram á fundinum og skipti engu þótt LÍÚ, Steingrímur, Jóhanna og aðrir hagsmunaaðil- ar hafi víða tjáð sig um efni sem kynnt var á fundinum. Starfsmenn og almanna- tengslafyrirtæki Á Beinni línu DV á miðvikudag- inn kom fram í svari Friðriks að umsögnin sem birtist á mánu- dag hafi verið unnin af starfsfólki LÍÚ og almannatengslafyrirtæki. Þegar DV spurði hvernig vinnu við umfjallanir og umsagnir væri háttað hjá landssamtökunum sagði Friðrik það gert með lestri frumvarpa og gagna. Þá leiti LÍÚ til endurskoðenda, lögfræðinga og hagfræðinga í tilfelli frum- varpa um breytingar á fiskveiði- stjórnun. „Deloitte er að vinna fyrir okkur úttekt á afleiðingum og áhrifum frumvarpsins. Bæði á sjávarútveg í heild og einstaka fyrirtæki.“ Fréttir 19Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 n Björgvin G. ætlar að beita sér fyrir einstæða móður É g er alveg ótrúlega þakklát fyrir öll þau viðbrögð sem ég hef fengið. Ég bjóst ekki við þeim og það var alls ekki ætl- unin með bréfinu. En ég er alveg ótrúleg þakklát og ég ætla að svara þeim öllum persónulega,“ segir Aníta, ung einstæð móðir sem DV sagði frá í vikunni. Aníta hafði átt erfitt uppdráttar fjárhags- lega, var atvinnulaus, tekjulaus og var að bíða eftir því að komast á at- vinnuleysisbætur, en þannig fengi hún aðstoð frá sveitarfélaginu sínu, sem hún annars fengi ekki. Þrátt fyrir að Aníta hefði sér- staklega tekið það fram að hún væri ekki að leita eftir aðstoð al- mennings, heldur vildi benda á þennan galla í kerfinu settu fjöl- margir sig í samband við blaða- mann DV og voru allir boðnir og búnir til þess að aðstoða Anítu, hvort sem það væri fjárhagslega eða á annan máta. Meðal þess sem Anítu bauðst var að flytja út á land. Ein þeirra sem setti sig í samband benti Anítu á að í bæjarfélagi henn- ar væru engir biðlistar eftir leik- skólaplássi og hún vissi um tvö störf sem Aníta gæti gengið í. „Ef konan sem um ræðir vill má hún heyra í mér, ég gæti hjálpað henni að fá vinnu, hjálpað henni að fá inni á leikskóla og finna húsnæði,“ skrifaði hún. Tvær ábendingar um íbúð bárust og að minnsta kosti tvær um störf. Einn aðili áfram- sendi bréf Anítu til þingmanna og fékk viðbrögð Björgvins G. Sig- urðssonar þingmanns. Björgvin skrifaði: „Mun senda bréfið áfram og spyrja um viðbrögð við þeirri stöðu sem þú ert í, sérstaklega er varðar félagslegt húsnæði hjá sveitarfélaginu, sem er mikilvæg- asta málið sýnist mér gagnvart þér og þinni stöðu.“ Þá buðu tveir sjómenn fram fisk fyrir Anítu og aðrir kjöt. Forsvars- maður matsölustaðar hafði sam- band og óskaði eftir því að njóta nafnleyndar en gaf Anítu inn- eign hjá staðnum. Þá hafði hóp- ur starfsmanna á vinnustað einn- ig samband og óskaði eftir því að fá að aðstoða konuna á einhvern hátt. Þá vildi ein setja sig í sam- band við Anítu og veita henni að- stoð til að koma undir sig fótunum með góðum ráðum og aðstoð. Af þessum viðbrögðum að dæma er augljóst að margir eru tilbúnir að gefa af sér til sam- félagsins og leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða þá sem minna mega sín. Mikil viðbrögð við neyðarkalli Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Boðnir og búnir Á fjórða tug vildi aðstoða ungu konuna í vanda. n „Ég sýndi mönnum frumvarpið á skjá,“ segir Steingrímur n LÍÚ segir frumvarpið afhent þeim á sunnudagskvöldið LÍÚ fordæmdi óbirt frumvarp Tímalína yfir birtingu frumvarpsins Föstudagur 23.03 n Frumvarp sjávarútvegsráðherra afgreitt á ríkisstjórnarfundi Sunnudagur 25.03 Kl: 20.00 n Sjávarútvegsráðherra og fulltrúar ráðu- neytisins kynna innihald frumvarpsins fyrir fulltrúum LÍÚ. Kynning á frumvarpinu var í formi glærukynningar. Trúnaður gildir um efni fundarins til fjögur næsta dag þegar kynna á frumvarpið fyrir almenningi. Ráðherra segir frumvarpið ekki hafa verið afhent til vörslu aðeins kynnt lauslega á fundinum. Fulltrúar LÍÚ segja frumvarpið hafa verið afhent með trúnaði fram á næsta dag. Mánudagur 25.03 Kl: 09.00 n Frumvarp kynnt fyrir hagsmunaaðilum í greininni. Kynningu háttað með sama hætti og á fundi LÍÚ. Frumvarpið var ekki afhent til vörslu. Kl: 13.00 n Frumvarp kynnt fyrir þingmönnum stjórnarflokka og tekið við athugasemdum og því dreift til þingmanna. Skjaladeild Alþingis fékk frumvarpið afhent að loknum þingflokksfundum stjórnarflokka til að undirbúa birtingu þess á vef Alþingis og dreifingu til þingmanna. Kl: 15.43 n „Ríkið tekur yfir 70% af hagnaði útgerðar og fiskvinnslu.“ Umfjöllun LÍÚ birtist á vef landssambandsins. Kl: 16.00 n Blaðamannafundur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt forsætisráð- herra hefst. Þar eru helstu markmið frum- varpsins kynnt. Frumvarpið er þó ekki birt fjölmiðlum heldur tilkynning ráðuneytisins þar sem stiklað er á stóru. Tilkynningin er birt á vef ráðuneytisins að fundi loknum. Kl: 22.33 n Skjal nr. 1053 - mál 658: veiðigjöld (heildarlög) birtist á vef Alþingis. Heildarlög um stjórn fiskveiða er birt stuttu áður á vef þingsins. „Þú verður að at- huga að það hef- ur verið fréttaleki og leki á frumvarpinu. Adolf Guðmundsson Kynning frumvarpsins Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon á blaðamannafundi þar sem innihald frumvarps- ins var kynnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.