Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 29
Dómstóll götunnar Ég er alveg ótrú- lega þakklát Hér er verið að vinna heiðarlega Fjöldi fólks hefur boðið einstæðri móður fjárhagslega hjálp. – DVGuðjón Már Guðjónsson segist ekki hafa fengið sérmeðferð hjá Arion banka. – DV Núna er botninum náð „Já, ég veit samt ekki hvernig.“ Eiríkur Orri Agnarsson 15 ára nemi „Ég ætla að fá mér Sambó-fót- boltaegg. Það er 900 grömm.“ Eva Rún Agnarsdóttir 15 ára nemi „Nei, ég borða ekki súkkulaði.“ Alex Guðlaugsdóttir 15 ára nemi „Já, ég ætla að fá mér Nóa Síríus Súkkulaðiperluegg.“ Emilía Jóhannsdóttir 16 ára Vinnur hjá Sambíóum „Já, ég ætla að fá mér svona hrísegg.“ Þórunn Inga Ólafsdóttir 15 ára nemi Ætlarðu að fá þér páskaegg? Sjónvarpsforsetinn N ú þegar þjóðin er að leita sér að nýjum forseta er augljóst hvert hún lítur: Á sjónvarpsskjáinn. Hver Íslendingur horfir á sjónvarpið í tvo til þrjá klukkutíma á dag. Einn allra vinsælasti sjónvarps- þáttur landsins hefur lengi verið Út- svar. Og þáttarstjórnandinn er Þóra Arnórsdóttir. Voila! Við höfum forseta. Þóra hefur líka verið í Kastljós- inu, sem sýnt er á besta tíma, næstum á hverjum degi. Hún er umfram allt þekkt fyrir að vera góður sjónvarps- maður. Fyrir blómadaga sjónvarpsins var leikhúsið meira áberandi í skemmt- anaiðnaðinum. Þegar leikhúsið var sterkara var leikhúsforseti. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst og fremst leikhúsmanneskja. Hún hafði verið blaðafulltrúi Þjóðleikhússins og síðar leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í átta ár. Fólk sem ætlar að verða forseti þarf að vita hvernig sýningin virkar. Starfslýsing forseta er mjög óljós. Fólk virðist almennt ekki vera sam- mála um neitt, nema eitt; að forset- inn er tákn. Flestir sem nú biðja um nýjan forseta virðast vera að biðja um forseta sem gerir sem minnst. Hann á ekki að peppa upp þjóðina í því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni, eins og þegar Ólafur Ragnar æsti upp útrásareðlið. Hann á ekki að stoppa lög og senda þau í þjóðar- atkvæði, eins og Ólafur gerði með Icesave. Fólkið sem vill nýjan valkost á Bessastaði er að biðja um einhvern sem er til friðs og er tært tákn. Fólkið vill forseta sem er „sameiningartákn“ þjóðarinnar. Ef manneskja ætlar að vera tákn þarf hún að setja upp sýningu. For- setinn er því dæmdur til ákveðinnar sýndarmennsku. Og þar liggur hund- urinn grafinn. Þess vegna varð leik- hússtjóri forseti árið 1980. Og þess vegna stefnir allt í að árið 2012 komi forsetinn úr kassanum sem fólk horfir á í tvo til þrjá tíma á dag. Forseta- embættið er sjónvarpsembætti. Í tvö ár í röð hefur Þóra Arnórsdóttir verið valin sjónvarpsmaður ársins á Eddu- verðlaununum. Besti sjónvarpsmað- urinn er besti forsetinn. The show must go on. Svarthöfði Á gætur pottverji tjáði mér nýverið að hann hefði verið að rýna á sjónvarpsþátt, en þar voru víst forkólfar stjórnarandstöðunnar ásamt einhverjum stjórnarliðum. Og þessi ágæti maður nefndi það í mín eyru að af því fólki sem í þættinum tjáði sig, hefði Álfheiður Ingadóttir borið af. Og ég hváði, einsog nærri má geta og síðan stundi ég: -Já, núna er botninum náð. Núna eigum við Ís- lendingar það eitt eftir að spyrna í botninn og allt er upp á við. Fyrir nokkrum misserum vældu talsmenn helmingaskiptaklíkunnar og sökuðu ríkisstjórnina um að gera ekkert. En í dag grenja þeir hver um annan þveran og segja ríkisstjórnina gera of margt. Og grátkórinn nær á forsíðu LÍÚ-tíðinda og neitar að borga gjöld af kvótasukkinu, jafnvel þótt þessi athafnasama ríkisstjórn ætli að leyfa óheft kvótasukk næstu tuttugu árin, þvert á gefin loforð. Stundum er það þannig, þegar fólk snýr við blaði og breytir um stíl, að nýjar staðreyndir blasa við. Núna, þegar ríkisstjórnin lætur hendur standa fram úr ermum og verið er að reyna að uppræta spillinguna, þá koma menn úr reykmettuðum bak- herbergjum og segja að of harkalega sé gengið fram. Núna má ekki fram- kvæma of margt og íhaldið vill ekki fá nýja stjórnarskrá. Reyndar verð ég að segja, að ég vorkenni þeim ágætu stjórnmálaflokkum; Framsókn og Sjálfstæðisflokki, að þurfa að drösl- ast með formenn sem virðast hafa svo mikið óhreint mjöl að bera að það hálfa hefði verið helmingi meira en nóg. Þegar þeir snúa við blaði og játa á sig glæpi sína, verður það aðeins of seint; þá verða þeir búnir að eyði- leggja allt það ágæta orðspor sem flokkar þeirra eiga í dag. Og allt þetta fólk sem leyfði Álf- heiði að skáka sér, þarna í sjónvarps- þættinum, var meðal annars að karpa um það hvort einhver fjölmiðlastjarn- an gæti hugsanlega bolað Ólafi kon- ungi úr básnum á Bessastöðum. En umræðan um forsetakjörið er eitt það steingeldasta karp sem þjóðin hefur orðið vitni að og sýnir, svo ekki verður um villst, að versti löstur fólks á Vest- urlöndum er blessað hugsunarleysið. Það eina sem við þurfum að hugsa um, er að efna þau loforð sem við gáfum okkur eftir búsáhaldabylt- inguna. Stjórnlaus þjóð er veikburða, hugsunarlaus þjóð er ekki líkleg til góðra verka og þjóð sem býr við ónýta stjórnarskrá er afar illa stödd. Loforðið um nýja stjórnarskrá, verðum við að efna. Karp síðustu daga minnir mig á sögu sem ég heyrði fyrir nokkru. En þannig var, að þegar Ronald Regan hafði verið bolað úr embætti forseta Bandaríkjanna, ætlaði hann einu sinni sem oftar út að aka með henni Nancy. Þau vippuðu sér inní eðal- vagninn, settust bæði í aftursæti (eins- og þau höfðu vanist í forsetatíðinni), en áttuðu sig síðan á því að enginn var bílstjórinn. Er visku flestir þegnar þrá þá þykir afar skrýtið ef hafa þeir þann háttinn á að hugsa alltof lítið. Segjast saklausir Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson mættu loks fyrir dómara á fimmtudaginn þegar ákæra sérstaks saksóknara í al-Thani málinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Áður höfðu þeir nefnilega skrópað. Þeir sögðust saklausir af öllum ákæruliðum, eins og venjan er. mynd Sigtryggur AriMyndin Umræða 29Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 1 Sagði vinkonum sínum leyndarmál – „Ógeðslegt um pabba sinn“ Héraðsdómur Vestur- lands dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir gróft kynferðisofbeldi gegn ellefu ára dóttur sinni. 2 Hjónin Randver og Gunnar Leikarinn Gunnar Hansen gerði grín að mistökum Fréttablaðsins sem sagði hann og leikarann Randver Þorláksson vera hjón. 3 „Heróínlúkk“ í myndaþætti Gallerí 17 harðlega gagnrýnt Sálfræðingur gagnrýnir auglýsinga- herferð Gallerí 17 4 Mágkona Guðrúnar Ebbu trúir henni ekki Sigríður Björk Guðjóns- dóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, trúir ekki ásökunum biskupsdóttur. 5 Ótrúlegar hremmingar ungra hjóna: „Alveg með ólíkindum“ DV greindi frá hremm- ingum hjóna sem bíl var stolið frá. 6 Reiður maður í velferðarráðu-neytinu Manninum var synjað um einstaklingsviðtal við starfsmann ráðuneytisins. 7 Fórnarlamb hrottafenginnar hópnauðgunar látið Oksana Makar, átján ára úkraínsk stúlka sem þrír menn nauðguðu, lést á sjúkrahúsi á miðvikudag. Mest lesið á DV.is Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Öfgalaus og „no bullshit“ gella Helgi Seljan ber Þóru Arnórsdóttur vel söguna. – DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.