Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 34
34 Viðtal 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Þ að hefur alltaf verið mikill mótþrói í mér. Ég hef alltaf rekist mjög illa í hópi og ver- ið að því leyti svolítill einfari. Ég hef ekki tilheyrt neinum flokkum eða hreyfingum og mér er aldrei boðið í rótarí eða frímúrarana eða svoleiðis samtök,“ segir Egill Helgason í léttum tón. Allir svo litlir Egill er borinn og barnfæddur í Vest- urbænum þar sem hann sleit barns- skónum í nágrenni við kirkjugarðinn á Suðurgötu og Melavöllinn sáluga. KR- ingur í húð og hár en það er reyndar eina félagið sem hann hef- ur tilheyrt. „Vestan við læk, rétt fyr- ir ofan kirkjugarðinn,“ segir hann og bætir við: „Á besta stað á bæn- um, í yndislegu hverfi, átti góða for- eldra og hamingjusama bernsku.“ Skólagöngu sína hóf hann í Vestur- bæjarskólanum. „Ég byrjaði í gamla Öldugötuskólanum, sem er Vestur- bæjarskóli. Hann var í gömlu húsi þar sem Stýrimannaskólinn var áður. Þetta var dásamlega lítill og fallegur skóli þar sem voru bara tveir bekkir í hverjum árgangi. Allir voru svo litlir, meira að segja kennararnir voru líka litlir í minningunni,“ segir hann bros- andi. „Þetta var algjör paradís. Svo þurftum við að fara í Melaskóla, það var dálítið erfitt, okkur var eiginlega bara hent þarna í þennan stóra skóla, við vorum svo vön að vera í svona litlum skóla en vöndumst fljótt.“ Ætlaði að verða rithöfundur Egill fór hina hefðbundnu vestur- bæjarleið. Næst lá leiðin í Hagaskóla og þaðan í MR þar sem hann flosnaði fljótlega upp úr námi og fór svo í MH en kláraði ekki heldur þar. Seinna lærði hann blaðamennsku í París. „Ég er svona „drop-out.“ Ég hef allt- af haft ákveðinn mótþróa gagnvart yfirvaldi og því að fara svona hefð- bundnar leiðir í lífinu. Ég datt út úr skóla, ætlaði að verða rithöfundur á þessum tíma. Það átti nú ekki að verða,“ segir hann kíminn. „Kannski skorti mig einbeitinguna, kannski skorti mig bara hæfileikana. Síðan var ég mikið svona í slarki og dálít- ið mikið fullur að rífa kjaft og svona. Einhvern veginn dálítið öfugsnúinn bara,“ segir Egill einlægur. Gerði hluti af rangri ástæðu Hann segist ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og lengi framan af hafi hann gert í því að synda á móti straumnum. Sem dæmi um mót- þróann nefnir hann fyrstu kosning- arnar sem hann kaus í. „Það voru forsetakosningarnar 1980 þegar Vig- dís Finnbogadóttir var kosin. Ég kaus mann sem hét Pétur Thorsteinsson því að kvöldið fyrir kosningarnar var hann í sjónvarpinu og það var svona bert á milli buxna og sokkana,“ segir Egill hlæjandi og tekur upp bux- urnar og sýnir bert á milli buxna og sokka. „Mér fannst ég verða að kjósa hann bara af því að mér fannst þetta svo frábært. Ég gerði marga hluti af svona rangri ástæðu. Ég held að mér hafi alltaf leiðst stjórnmálaflokkar og svona yfirdrepsskapur og hræsni. Það fór alltaf svolítið mikið í mínar fínustu.“ Hafði ekki áhuga á stjórnmálum Reyndar fóru stjórnmál svo mikið í taugarnar á Agli að hann sýndi þeim engan áhuga fyrr en eftir þrítugt. „Ég hafði engan áhuga á stjórnmálum mjög lengi. Ég hafði reyndar svo- lítinn áhuga sem barn. Þá bjó ég til svona þingkosningar með myndum af þingmönnum sem ég setti í kattar- tungupakka,“ segir hann og skell- ir upp úr. „Þá var ég bara lítill strák- ur. Svo hafði ég bara engan áhuga á stjórnmálum fyrr en eftir þrítugt. Ég var eiginlega bara í bókmenntun- um. Þegar ég fór að sjá um Kiljuna þá var það svona svolítil heimkoma. Ég hafði mikinn áhuga á bókmenntum, listum og menningu og því öllu. Ég fór að lesa einhverjar bækur um stjórnmál og eitthvað kviknaði. Þá einhvern veginn varð það mitt lífsviðurværi að fjalla um stjórn- mál. Það komu og fóru ríkisstjórnir á Íslandi meðan ég var ungur mað- ur en ég tók ekkert eftir því. Eina sem ég hafði kannski einhvern áhuga á var Vilmundur Gylfason á sínum tíma. Af því að hann var svona „re- bel“ gegn þessu kerfi. Ísland var svo hryllilega staðnað á þessum tíma, spillt og leiðinlegt land.“ Fékk lestrareitrun í jólabókaflóðinu Bækur hafa átt hug Egils síðan hann var barn. „Ég las ógeðslega mikið alveg frá bernsku – og ég geri það reyndar enn. Ég les alveg hrikalega mikið, margar bækur á viku,“ seg- ir Egill sem segist þó ekki vera neitt sérstaklega hraðlæs. „Ég er bara sí- lesandi. Sumt þekkir maður það vel að maður skautar yfir. Sérstaklega eins og núna fyrir jólin þegar það kom út svona mikið af góðum bók- um sem við vorum að fjalla um í Kilj- unni, þá var ég kominn með lestrar- eitrun. Ég reyni að lesa það sem ég er að fjalla um.“ Egill hefur sankað að sér „borgara- legri“ menntun, eins og hann orðar það. „Ég er ágætlega vel lesinn. Ég er með góðan grunn, ég hef lesið rúss- neskar, þýskar, franskar, enskar og klassískar bókmenntir. Þó ég hafi ekki farið í háskóla þá er ég ágæt- lega menntaður á þessu sviði. Ég er líka vel að mér í tónlist og myndlist. Ég sóttist eftir því þegar ég var ungur maður að mennta mig á dálítið fjöl- breyttan hátt. Þegar ég var að ferðast í útlöndum þá plægði ég í gegnum heilu söfnin. Ég fór á leiksýningar og lagði mikla áherslu á að ná mér í svona góða borgaralega menntun á þessu sviði.“ Hann talar einnig sjö tungumál. „Ég á dálítið gott með að læra tungumál. Sumt hef ég bara pikkað upp. Mikið í gegnum lestur og svo þegar maður er að ferðast. Ég tala norsku, dönsku, sænsku, frönsku, þýsku, ensku og svo er ég slarkfær í grískunni.“ Anarkismi og pönk Egill er þekktastur fyrir þætti sína Silfur Egils sem hafa verið á skján- um núna í rúman áratug, á tveimur sjónvarpsstöðvum. Auk Silfursins er hann með bókmenntaþáttinn Kiljuna. Fjölmiðlaferill Egils hófst snemma. „Ég byrjaði 21 árs, í maí 1981 á Helgartímanum. Við Illugi Jökulsson vorum rúmlega tvítugir með helgarblað Tímans. Við vor- um að skrifa um alls konar skrýtna hluti, anarkisma og pönk. Andinn á þessum tíma var svona frekar að vera á móti heldur en að vera með,“ segir Egill og er þakklátur fyrir reynsluna. „Þetta var svona þessi alvöru skóli blaðamennsku. Maður þurfti að standa vaktina, standa sína plikt og fylla síðurnar. Krafan var mikil um bæði að það væri svolítið krass- andi efni og skemmtilegt líka. Manni var bara hent út í djúpu laugina og maður synti. Ég tel að það sé miklu betra að byrja sem skrifandi blaða- maður. Ég er mikið á móti því að fólk byrji í sjónvarpi eða bara með míkrófóninn. Hitt er svo miklu betri skóli. Þú þarft að aga hugsunina og læra vinnubrögðin.“ Meira stuð hjá Agli Leið Egils lá svo í sjónvarpið eftir reynslurík ár í blaðamennskunni. „Ég gerði fyrst þætti fyrir sjónvarpið 1988 sem fjölluðu um þjóðarkarakter Íslendinga. Ég var að vinna á frétta- stofu Sjónvarps og svo fréttastofu Stöðvar 2. Ég held ég hafi nú aldrei fundið mig í því, það átti ekkert sér- staklega vel við mig.“ Þegar Skjárinn fór í loftið í kring- um aldamótin síðustu var leitað til Egils „Þar voru menn sem voru með einhverja hugmynd um að það væri hægt að byggja upp einhvern þjóð- málaþátt í kringum mig sem byrjaði fyrir kosningarnar 1999. Fólki fannst að það væri meira stuð hjá mér en hinum. Svo er þetta búið að ganga í gegnum svo margt,“ segir Egill og tekur fram að það sé ekki alltaf auð- velt að halda úti svona þætti. Áhugi á þjóðfélags- málum hefur dvínað „Það er ekki einfalt að halda svona úti eins og hlutirnir eru. Fyrstu árin var þetta voðalega mikið stjórnmála- menn og stjórnmálakarp, svo ein- hvern veginn hætti það að vera vin- sælt. Þá fór ég meira út í svona dýpri og þyngri viðtöl og pælingar. Svo kom hrunið, þá varð þessi ofboðslega Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segist vera einfari sem fái kvíðakast sé honum boðið út á kvöldin enda hafi hann sagt skilið við áfengi fyrir um áratug. Hann segist vera minnsti samkvæmismaður á jörðinni og kann best við sig með bók í hönd. Hann er ekki bjartsýnn á ástandið hér á landi og sér grísku eyjuna Folegandros í hill- ingum. Þar vill hann eyða ellinni en fyrst ætlar hann að koma sér í form enda býr í honum, að eigin sögn, nokkuð hraustur íþróttamaður. „Kannski mistök, en ég var vonglaður“ Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal „Mér var boðið öruggt sæti í síð- ustu kosningum. En kon- an mín bannaði mér það. Leiðinleg stemming Egill segir stemminguna í þjóðfélaginu vera skelfing leiðinlega. Hann sér draumaeyj- una Folegrandos í hillingum en þar á hann sér draum um að eyða elliárunum. Myndir eyþór ÁrnAson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.