Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 46
46 Úttekt 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað n Fjögurra manna dómnefnd valdi besta páskaeggið n 13 egg voru smökkuð og metin Fjöreggið frá Freyju best F jöregg frá Freyju þykir besta páskaeggið í ár samkvæmt niðurstöðu dómnefndar í ár- legri páskaeggjasmökkun DV. Eggið, sem er mjólkurlaust, fékk 3,75 stjörnur að meðaltali af fimm stjörnum mögulegum. Kara- mellukurlið frá Nóa Síríus er næst í röðinni en þriðja sætið verma Súkk- ulaðiperlur og Lakkrísegg, bæði frá Nóa Síríus. Dómnefnd að þessu sinni skipuðu þau Nanna Rögnvaldsdóttir ritstjóri, Axel Þorsteinsson, bakari og kondi- tori, Ágúst Valves Jóhannesson mat- reiðslumaður og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir útvarpskona. Þrettán egg smökkuð DV hafði samband við þrjá helstu framleiðendur páskaeggja á Íslandi; Góu, Freyju og Nóa Síríus og fékk send þau páskaegg sem fyrirtækin framleiða. Framleiðendurnir tóku allir vel í það og fékk DV þrjú egg frá Góu, sjö frá Nóa Síríusi og þrjú frá Freyju. Könnunin var þannig framkvæmd að eggin voru hvert af öðru brotin í númeraðar skálar sem síðan voru bornar í herbergi þar sem dómararn- ir höfðu komið sér fyrir. Þeir fengu ekki að vita frá hvaða framleiðanda hvert og eitt egg var komið, né heldur fengu þeir að sjá skraut, sælgæti eða annað það sem eggjunum fylgdi. Dómararnir voru beðnir að gefa eggjunum stjörnur frá 0 til 5 auk þess sem þeir voru hvattir til að gefa hverju eggi stutta umsögn. Kaffi- og chili-egg Dómnefndin varð að einhverju leyti fyrir vonbrigðum með páskaeggin í ár og sumum fannst þau of sæt á meðan aðrir voru ánægðir með að hafa sælgæti í súkkulaðinu. Þau voru þó sammála um að sum eggjanna myndu höfða betur til barna og önn- ur til fullorðinna. Þá séu fullorðnir yfirleitt hrifnari af dökku súkkulaði. Aðspurð hvernig hið fullkomna páskaegg eigi að vera sagði Ágúst að hann vilji mjólkursúkkulaði sem sé með fullt af nammi í en hann vilji síð- ur það dökka. Sigurlaug sagðist búa sjálf til páskaegg fyrir fjölskylduna en hún kaupi þó egg fyrir börnin. Hún nefndi einnig að hún mundi vilja sjá fyllta botna á eggjunum eins og var í gamla daga og hinir tóku undir það. Þar sem dómnefndin ræddi sam- an um draumapáskaegg komu fram þær hugmyndir að framleiða ætti kaffipáskaegg og egg úr dökku súkk- ulaði með chili-bragði. Þau sögðu að það mundi örugglega vekja lukku og er því hér með komið á framfæri til framleiðenda. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Dómnefndin varð að einhverju leyti fyrir vonbrigðum með páskaeggin í ár og sum- um fannst þau of sæt á meðan aðrir voru ánægð- ir með að hafa sælgæti í súkkulaðinu. Fjöregg án mjólkur frá Freyju Axel: Ágætis dökkt súkkulaði, væri til í að hafa það dekkra. Nanna: Suðusúkkulaði, sem er bara allt í lagi. Sigurlaug: Hér er súkkulaðibragð, væri allt í lagi að læðast í það, sér í lagi ef það er geymt í ísskáp. Besta dökka súkkulaðið. Ágúst: Dökkt en milt. Gott með kaffinu. 1 Karamellukurl frá Nóa Axel: Karamellusúkkulaði sem kom á óvart. Nanna: Karamellan bætir aðeins upp bragðleysi súkkulaðisins. Sigurlaug: Góð karamella. Ágúst: Karamellusúkkulaði með karamellusprengjum, ekkert smá gott! 2 Nóa lakkrísegg Axel: Besta lakkríspáskaeggið. Nanna: Bragðlítið – eða þangað til að lakkrísinn kikkar inn. Mætti vera meiri lakkrís. Sigurlaug: Aðeins bragðlaust súkku­ laði, vantar karakter en lakkrísinn góður. Ágúst: Langbesta lakkríspáskaeggið. Súkkulaðiperlur frá Nóa Axel: Alvöru páskaegg fyrir krakkana. Nanna: Barnvænt. Sigurlaug: Væmið, litlir munnar eflaust kátir með bragðið. Ágúst: Smartísegg fyrir krakkana. Nóa Síríus páskaegg Axel: Sætt mjólkursúkkulaði. Nanna: Svolítið nostalgískt bragð. Sigurlaug: Klassískt bragð, eitthvað sem minnir á æsku mína, vantar þó að hafa fylltan fót. Ágúst: Sætt en gott. Einkunnagjöf: Páskaegg Axel Nanna Sigurlaug Ágúst Meðaltal Hraunegg frá Góu 1,5 1,5 1,5 3,0 1,88 Draumaegg frá Freyju 2,5 2,0 2,0 1,0 1,88 Nóa Siríus páskaegg 2,5 3,0 4,0 2,5 3,00 Fjöregg án mjólkur frá Freyju 3,5 4,0 4,0 3,5 3,75 Karamellukurl frá Nóa 3,5 2,5 2,5 4,5 3,25 Lakkríspáskaegg frá Góu 2,0 1,5 2,0 1,5 1,75 Nóa Kropp egg 2,0 2,5 2,0 2,5 2,25 Lakkrísegg frá Nóa 3,5 2,0 3,0 4,0 3,13 Konsum frá Nóa 1,5 3,0 2,0 2,0 2,13 Mjólkurlaust frá Nóa 1,0 2,0 2,0 1,5 1,63 Súkkulaðiperlur frá Nóa 3,5 3,5 2,5 3,0 3,13 Rísegg frá Freyju 1,5 2,0 2,0 2,0 1,88 Góu páskaegg 0,5 0,5 0,5 0,5 0,50 3-4 3-4 5 Dómnefndin Sigurlaug, Axel, Ágúst og Nanna völdu páskaegg ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.