Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 24
24 Erlent 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað n Engar tölur til um fjölda dauðarefsinga í Kína n 20 ríki dæma til dauða Þúsundir teknar af lífi árið 2011 A ð minnsta kosti 676 fang- ar voru líflátnir á síðasta ári samkvæmt tölum sem mannréttindasamtök- in Amnesty International birtu í vikunni. Talið er að þessi fjöldi sé hins vegar mun meiri þar sem engar tölur liggja fyrir um fjölda líflátinna fanga í Kína, fjöl- mennasta ríki heims. Amnesty gerir ráð fyrir því að fleiri þúsund fang- ar hafi verið líflátnir þar á síðasta ári. Þá er einnig talið að fjöldi líflát- inna fanga í íran sé ónákvæmur en samkvæmt skýrslu Amnesty voru staðfestar aftökur þar í landi 360 á síðasta ári. Hvíta-Rússland var eina Evrópuríkið sem tók fanga af lífi á síðasta ári. Árið 2009 voru að minnsta kosti 714 fangar teknir af lífi og 527 árið 2010. Teknir af lífi í 20 ríkjum Dauðarefsingar voru framkvæmdar í 20 ríkjum heimsins af 198 á síðasta ári. „Mikill meirihluti ríkja hefur horfið frá dauðarefsingum,“ segir Salil Shetty, aðalritari Amnesty International. „Okkar skilaboð til leiðtoga þessa einangraða minnihluta eru þessi: þið eruð skrefi á eftir öðrum ríkjum,“ segir hún. Dauðarefsingum í Mið-Austur- löndum fjölgaði mikið árið 2011 frá árinu 2010, eða um 50 prósent. Í Írak voru að minnsta kosti 64 fang- ar teknir af lífi, 360 í Íran, 82 í Sádi- Arabíu og 41 í Jemen. Að minnsta kosti þrír voru teknir af lífi í Íran fyrir glæpi sem þeir frömdu áður en þeir náðu átján ára aldri. Í skýrslu Am- nesty International er tekið fram að slíkt sé brot á alþjóðalögum. Slæmur félagsskapur Í Bandaríkjunum voru 43 fangar líf- látnir en Bandaríkin eru eina ríkið sem tilheyrir G8, samtökum stærstu efnahagsvelda heims, sem leyfir af- tökur. 46 aftökur voru framkvæmdar í Bandaríkjunum árið 2010. Amnesty fagnar því að einhver árangur virðist vera að nást í baráttunni gegn dauða- refsingum en 34 ríki Bandaríkjanna leyfa aftökur. „Þetta er ekki félags- skapur sem við viljum vera í: Kína, Sádi-Arabía, Íran og Írak,“ segir Suz- anne Nossel, framkvæmdastjóri Am- nesty í Bandaríkjunum, í samtali við AP-fréttastofuna. Engar dauðarefs- ingar voru framkvæmdar í Evrópu að Hvíta-Rússlandi undanskildu. Þar voru tveir teknir af lífi árið 2011. „Við sjáum smávægilegan árangur í þessari baráttu. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu en við erum sannfærð um það að dag einn munu dauðarefsingar heyra sögunni til,“ segir Salil Shetty. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Við erum sannfærð um það að dag einn munu dauðarefsingar heyra sögunni til. Lítil skref í einu Salil Shetty er aðalritari Amnesty International. Hann segist sannfærður um að dag einn muni dauðarefsingar heyra sögunni til. Dauðarefsingar árið 2011 Ameríka Bandaríkin voru eina ríki Ameríku sem fram- kvæmdi dauðarefsingar árið 2011. 43 aftökur fóru fram í 13 ríkjum. Af- tökum í Bandaríkjunum hefur fækkað nokkuð frá árinu 2001 þegar 78 voru teknir af lífi. Afríka sunnan Sahara Amnesty tekur fram að tals- verður árangur hafi náðst í Afríku á undanförnum árum. Yfirvöld í Benín undirbúa nú bann við dauðarefsingum auk þess sem engar aftökur voru framkvæmdar í Nígeríu og Síerra Leóne. Stjórnlaga- nefnd í Gana hefur lagt til að dauðarefsingar verði bannaðar í stjórnarskrá. Samkvæmt tölum Amnesty voru 22 teknir af lífi í þremur Afríkuríkjum sunnan Sahara: Sómalíu, Súdan og Suður- Súdan. Aðeins 14 Afríkuríki af 49 leyfa dauðarefsingar. 25 15 30 40 20 35 45 Sífellt færri ríki dæma til dauða 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Fjöldi ríkja sem framfylgdi dauðadómum árin 1991–2011 Á r HeimiLd: AmneSTy inTernATionAL Vann launalaust í sautján ár: Þræll fær bætur Kasuma Nandina, 57 ára konu frá Sri Lanka, hafa verið dæmar bæt- ur eftir að hafa starfað sem þræll vellauðugrar fjölskyldu í Sádi- Arabíu í sautján ár. Nandina yfirgaf heimaland sitt árið 1994 eftir að hún fékk tilboð um að starfa sem vinnukona hjá fjölskyldu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Öll loforð um laun voru svikin og var Nandinu haldið innilokaðri á heimilinu í sautján ár. Hún fékk ekki að hafa samband við fjölskyldu sína á Sri Lanka og var varla hleypt út fyrir hússins dyr. Það var svo fyrir tveimur árum þegar dóttir konunnar fór að grennslast fyrir um afdrif móður sinnar að hjólin fóru að snúast. Utanríkisráðuneyti Sri Lanka fór í málið og fóru fulltrúar á vegum þess til Sádi-Arabíu til að finna hana. Svo fór að Nandina fannst á heimili umræddrar fjölskyldu í Riyadh og fékk hún þá loks að fara aftur til Sri Lanka. Konan höfðaði mál og hefur nú fengið greiddar 2,4 milljónir króna í bætur. Talið er að um 600 þúsund farandverkamenn séu við störf í Sádi-Arabíu en talsverður fjöldi þeirra kemur einmitt frá Sri Lanka. Fékk nýtt andlit: Á góðum batavegi Richard Lee Norris, 37 ára Bandaríkjamaður, sem gekkst undir andlitságræðslu á dögunum er á góðum batavegi að sögn lækna. Richard fékk byssukúlu í andlitið fyrir fimmtán árum með þeim afleiðingum að andlit hans afmyndaðist eins og sést á meðfylgjandi mynd. Þurftu læknar að taka nef hans og varir af í kjölfar slyssins. Richard gekkst undir ágræðsluna í síðustu viku á háskólasjúkrahúsinu í Maryland í Bandaríkjunum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir læknum að bati hans hafi verið stórkostlegur. Hann sé þegar kominn með tilfinningu í andlitið og farinn að bursta tennur og raka sig. Þá finnur hann lykt. Aðgerðin sem um ræðir er ein sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á þessu sviði í sögu læknavísindanna. Aðgerðin sjálf tók 36 klukkustundir en notast var við líffæri úr líffæragjafa. Fékk hann meðal annars tennur, nef, tungu og kjálka. Fyrsta andlitságræðslan var framkvæmd í Frakklandi árið 2005 en þá var nýtt andlit grætt á konu sem varð fyrir árás hunds. Evrópa og Mið-Asía Tveir karlmenn voru teknir af lífi í Hvíta-Rússlandi og er það eina Evr- ópuríkið þar sem aftökur fóru fram. Engar aftökur fóru fram í Mið-Asíu samkvæmt upplýsingum Amnesty. Asía-Kyrra- hafssvæði Engar tölur eru til um aftökur í Kína árið 2011. 51 aftaka fór fram í sjö ríkjum Asíu sem eiga strendur að Kyrrahafinu og 833 nýir dauðadómar voru kveðnir upp í 18 ríkjum. Engum dauðadómum var fram- fylgt í Singapúr og ekki heldur í Japan sem hefur ekki gerst undanfarin 18 ár. Mið-Austurlönd og Norður-Afríka 558 dauðadómum var fram- fylgt í átta ríkjum í Mið-Aust- urlöndum og Norður-Afríku. Staðfestir nýir dauðadómar árið 2011 voru 750 í fimmtán ríkjum. Erfitt reyndist að fá tölur frá Líbíu, Sýrlandi og Jemen vegna átaka á síðasta ári. Þannig fengust engar tölur frá Líbíu en ekki er vitað til þess að nokkrir dauðadómar hafi verið kveðnir upp eða þeim framfylgt. Langflestir dauðadómarnir voru kveðnir upp í Írak, Íran, Sádi-Arabíu og Jemen. Karabíska hafið Engar aftökur fóru fram á svæðinu á síðasta ári. Þó voru sex aftökudómar kveðnir upp í þremur ríkjum: Gvæjana, St. Lúsíu og Trínidad og Tóbagó. Dauðadómum hefur fækkað mikið á undanförnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.