Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 44
30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað 44 Menning Þ að var sannarlega gaman að fá að koma aftur í Hafnarfjarðar- leikhúsið nú í síðustu viku. Leikhúsið hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem eitt af helstu leikhúsum höfuðborgarsvæðisins, þar hafa komið fram ýmsar eftir- minnilegar sýningar, settar upp á fjölbreyttan hátt í rými sem er rúmgott, en býr um leið yfir hlýleik og nánd. Lítil starfsemi hefur þó farið þar fram að undanförnu, eða frá því ríki og Hafnarfjarðarbær slitu samningi sínum við Her- móðu og Háðvöru eftir heldur dapran lokasprett hjá þeim síðasttöldu. Nýr hópur, sem nefnir sig Gaflaraleikhúsið, hefur nú tekið yfir reksturinn með samningi við bæjarfélagið, en af einhverjum fullkom- lega óskiljanlegum ástæðum hefur leiklistarráð ekki séð ástæðu til að styðja við bakið á honum. Þó er þarna á ferð vandað fagfólk, sem hefur fyrir löngu hlotið viðurkenningu og á allt að baki farsælan feril, auk þess sem það er í sam- vinnu við Leikfélag Hafnar- fjarðar, um langan aldur eitt af öflugustu áhugamanna- félögum landsins. Slík tengsl eru afar dýrmæt í því lands- lagi sem leiklistin okkar býr í. Er þess óskandi að ráð þetta sjái að sér hið fyrsta og tryggi að hafnfirsk leiklist geti gengið í þá endurnýjun lífdaga sem Hafnfirðingar og við öll eigum skilið. Hreyft við ímyndunaraflinu Gaflaraleikhús kýs að halda af stað með leiksýningu sem er samin upp úr ævintýrum Münchhausens baróns. Leik- gerð er eftir Sævar Sigurgeirs- son. Þessar kannski frægustu lygisögur allra tíma komu hér út fyrir rúmum sextíu árum og nefndust þá, í þýðingu Ingvars Brynjólfssonar, Svaðilfarir á sjó og landi: herferðir og kát- leg ævintýri Münchhausens baróns eins og hann sagði þau við skál í hópi vina sinna. Þetta eru sögur sem hreyfa við ímyndunaraflinu; mig minnir að ég hafi kynnst þeim fyrst sem myndasögum í Æskunni. Alltént man ég eins og trúlega flestir eftir Múnkhásen, eins og Gaflarar stafsetja nafnið, á fallbyssukúlunni, en sérstak- lega minnist ég þó hestsins sem Múnkhásen batt við lítinn staur áður en hann lagðist til svefns á snjóbreiðunni; þegar hann vaknaði næsta morgun var snjórinn bráðnaður, hann sat sjálfur í miðju sveitaþorpi og hesturinn hékk niður úr kirkjuspírunni. Svona er allur Múnkhásen meira og minna. Sjálfur var hann þýskur barón sem uppi var á átjándu öld, tók þátt í hernaði Rússa gegn hinum heiðna Hundtyrkja, eins og það var kallað þá, og munu sögurnar flestar sóttar í þá reynslu. Besta fjölskyldusýningin Sagan af hestinum fær að vísu ekki inni í sýningu Gaflaranna, enda yfrið efni í sagnabrunni barónsins, sjálfsagt í margar leiksýningar. Þetta er sýning í stíl þess trúða- og mímu- leiks sem leikstjórinn, Ágústa Skúladóttir, kann flestum ef ekki öllum íslenskum leik- stjórum betur. Leikflokkurinn er blanda af lærðum leikurum og reyndum áhugamönnum sem Ágústa stillir saman af leikni. Persónu Múnkhásens er skipt á milli tveggja leikara, Gunnars Helgasonar, sem leik- ur hann gamlan, og Magnúsar Jónssonar, sem leikur hann ungan; þeir eru báðir afar flinkir, ekki síst Magnús sem vekur sérstaka athygli fyrir fal- legar líkamshreyfingar, liprar og þokkafullar. Á móti honum er svo Ágústa Eva Erlends- dóttir (sem flestir muna víst eftir sem Silvíu Nótt); Ágústa leikur prinsessuna sem verður að vera þarna (ég man reyndar ekki eftir henni úr sögunum) og gerir það prýðilega; ég fæ ekki betur séð en Ágústa sé fæddur trúður og full ástæða fyrir hana að leggja rækt við þá gáfu sem er sannarlega engu ómerkari en aðrar gáfur. Mér fannst að sýningin mætti stundum renna ívið betur, hún átti til að vera dálít- ið höktandi í tempói einkum framan af. En það getur slíp- ast af með fleiri sýningum. Kannski má að nokkru kenna leiksviðinu um. Það er sem sé mjög breitt og farið vítt yfir, þó að mest væri leikið á vinstri hluta þess og miðhluta; hægri hlutinn varð svolítið dauður, eins og leikstjórinn hefði ekki almennilega vitað hvað ætti að gera með hann. Bak- sviðið var hins vegar nýtt vel, þar gerðust ævintýrin og þar réð fantasían ríkjum. Sérstök ástæða er til að nefna góða ljósabeitingu og notkun á varpmyndum; ég nefni bara býflugur Tyrkjasoldáns sem Múnkhásen var látin smala og þeyttust um sviðs- og salar- veggi af miklum móði. Það er óhætt að hvetja bæði Hafnfirðinga og nær- sveitamenn til að fjölmenna á ævintýri Múnkhásens. Þetta er sannkölluð fjölskyldusýn- ing, sú besta sem nú er í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu. Daufleg hótelvist Það var ekki eins gaman í Borgarleikhúsinu á laugar- dagskvöldið var, þegar Leik- félag Reykjavíkur frumsýndi hið nýja leikrit Jóns Gnarr, Hótel Volkswagen. Ég skal að vísu játa að mér var ekki fyllilega ljóst við hverju mátti búast. Jón hefur skrifað dálítið fyrir svið áður, en þetta er fyrsta leikrit hans í fullri lengd, ef frá er talið Naglinn, sem var sýndur á Litla sviðinu fyrir nokkrum árum (er af einverj- um sökum ekki nefndur í ítar- legu yfirliti yfir feril höfundar í leikskrá). Mér þótti Nagl- inn frekar skemmtilegur að öðru leyti en því að verkið var helmingi of langt; sem leik- skáld á Jón greinilega í erfið- leikum með að halda aftur af sér og strika út. Í leikhúsinu ætti hann þó að hafa ýmsa hjálparkokka sem gætu verið honum innan handar við það. Hótel Volkswagen líður ekki síst fyrir óhóflega lengd; sú hugmynd eða þær hugmyndir, sem þarna er unnið með, standa einfaldlega ekki undir leiksýningu sem er hátt í þrjár klukkustundir að lengd. Fáar hugmyndir Um hvað fjallar þetta verk svo? Aðallega um gamlan nas- ista á flótta undan réttvísinni. Á meðan hann bíður fars til Argentínu hefur hann komið sér fyrir á Hótel Volkswagen þar sem fyrir er sérstætt par, afar borgarlegt og dannað, nema hvað báðir eru karlkyns, og eiga í einhverju basli með börn sín fjarstödd. Þá kemur aðvífandi maður á ferðalagi með son sinn, en sonurinn reynist vera kvenmaður í dular- gervi, og það enginn venjuleg- ur kvenmaður, þegar til kemur. Ég les í handritinu, sem leik- húsið var svo vinsamlegt að senda mér, að áhorfendum eigi að vera þetta ljóst frá upphafi, en mér var það engan veginn ljóst, skildi þetta bara sem eina af fjölmörgum uppáfyndingum leikstjórans að láta hana Dóru Jóhannsdóttur leika drenginn. Faðir hans er leikinn af Bergi Þór Ingólfssyni, parið leika Halldór Gylfason og Jörundur Ragnarsson. Hallgrímur Ólafs- son er hótelstjórinn, Svenni, Þorsteinn Gunnarsson er gamli nasistinn sem gengur um með tvo hunda í bandi. Leikritið mun vera samið upp úr tuttugu ára gömlum út- varpsþáttum sem mér skilst að hafi notið vinsælda hjá ungling- um. Líklega hefði verið betra að búa það til strax, á meðan húmorinn var sæmilega fersk- ur. Mun ekki síst vaka fyrir höf- undi að ganga fram af fólki með fyndni um alls kyns tabú, sem yfirleitt er ekki talið viðeigandi að gantast með. Kaldhæðnis- legur húmor af þessu tagi er reyndar ekkert nýmæli; mér dettur nú bara í hug fræg mynd Chaplins, Shoulder Arms, um lífið í skotgröfum fyrri heims- styrjaldarinnar, mynd sem varð – mörgum að óvörum – mjög vinsæl meðal einmitt hermanna. Í leikskránni vísar Benedikt Erlingsson leikstjóri meðal annars til Simpsons í þessu sambandi, en munurinn á höfundum Simpsons og höf- undi þessa verks er nokkur; þó ekki sé nema það að á meðan þeim dettur sífellt eitthvað nýtt í hug hefur Gnarr á takteinum örfáar hugmyndir, sem hann teygir lopann endalaust um. Gat hann virkilega ekki fundið fleiri krassandi tabú að brjóta en þau örfáu sem þarna koma við sögu, svo að kvöldið yrði manni eilítið bærilegra? Hló að leikskránni Öðrum þræði sýnist höf- undur vilja skírskota til þess siðferðisvanda, sem við horf- um upp á daglega í íslensku samfélagi um þessar mundir, ráðaleysi okkar við að koma lögum yfir það hyski sem rústaði íslensku efnahagslífi. En er ekki heldur langsótt að bera það saman við reynslu Þjóðverja á dögum Hitlers- Þýskalands og eftir hrun þess? Ætli þau mál séu ekki öllu flóknari og torráðnari en hér er látið að liggja? Og hvaða erindi hallærislegir fangabúða- eða perrabrand- arar og annað í þeim dúr á inn í slík samanburðarfræði, það er best að þeir útskýri sem hlógu hvað hæst á frum- sýningunni. Reyndar skilst mér að þurfi alveg sérstaka náðargáfu til þess að með- taka húmor höfundar, trúlega er ég bara án hennar og verð að vera það. Það sem ég hló langmest að þetta kvöld var leikskráin sem er full af há- stemmdum lofgreinum um höfund – þangað til það rann upp fyrir mér að þær myndu skrifaðar í fúlustu alvöru. Ekki getur skáldið kvart- að undan því að leikhúsið geri illa við verk þess. Bene- dikt finnur upp á alls kyns sviðsetningar kúnstum og leik- brellum til þess að draga at- hyglina frá tómahljóði verks- ins; snýr við sviðsbúnaði milli þátta, er með lifandi hunda á sviðinu, lætur einn leikarann striplast um og fleira í þeim dúr sem lítið kemur verkinu sjálfu við, að því er frekast verður séð. Er það allt gert af þeirri kunnáttu og smekkvísi sem jafnan setur svip á svið- setningarvinnu Benedikts nú orðið. Af leikendum, sem allir standa sig mjög vel, bar Þor- steinn Gunnarsson af í hlut- verki gamla nasistans; það er eins og leikarinn hafi sérstakt yndi af að túlka svona „bor- der-line“ karaktera og mætti um það nefna ýmis dæmi úr hlutverkasafni hans. Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Ævintýri Múnkhásens Handrit: Sævar Sigurgeirsson Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Gunnar Helgasson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Magnús Guð- mundsson, Huld Óskarsdóttir, Gríma Kristjánsdóttir og Sara Blandon. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Tónlist: Ármann Guðmundsson, Eggert Hilmarsson, Þorgeir Tryggvason og leikhópurinn Ljós: Súni Joensen Sýnt í Gaflaraleikhúsinu Hótel Volkswagen Höfundur: Jón Gnarr. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Leikarar: Hallgrímur Ólafsson, Bergur Þór Ingólfsson, Dóra Jóhannesdóttir, Halldór Gylfason og Jörundur Ragnars- son. Leikmynd: Halla Gunnarsdóttir. Búningar: Eva Vala Guðjónsdóttir. Tónlist: Davíð Þór Jónsson. Ljós: Þórður Orri Pétursson. Sýnt í Borgarleikhúsinu Múnkhásen og Gnarr Besta sýningin á stór- höfuðborgarsvæðinu Það er óhætt að hvetja bæði Hafnfirðinga og nær- sveitamenn til að fjölmenna á ævintýri Múnkhásens. Hótel Volkswagen líður fyrir óhóflega lengd Sú hugmynd eða þær hugmyndir, sem þarna er unnið með, standa einfaldlega ekki undir leiksýningu sem er hátt í þrjár klukkustundir að lengd. „Það sem ég hló langmest að þetta kvöld var leikskráin sem er full af hástemmdum lof- greinum um höfund. Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 31 mar 30 mar 01 apr Lögin úr leikhúsinu Þeir Jóhann Sigurðarson og Pálmi Sigurhjartarson flytja þekkt lög úr leikhúsinu. Á efnisskránni eru lög úr Fiðlaranum á þakinu, Vesalingunum, My fair lady, Gæjum og píum, Carusel og fleiri söng- leikjum. Einnig lög úr íslenskum söngleikjum, leikritum og revíum. Auk þess verða frumflutt lög úr söngleik eftir Guðmund Jónsson og Kristján Hreinsson. Tónleikarnir eru í Salnum í Kópavogi og hefjast klukkan 20. RFF á Kaffibarnum RFF live party hefst á Kaffibarnum klukkan 22 og er haldið í tengslum við Reykjavík Fashion Festival sem fram fer um helgina. Fram koma: Futuregrapher og Þórunn Antonía ásamt plötusnúðinum Alfons X. Blúshátíð hefst Blúshátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur til 5. apríl. John Primer, Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveitin, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri koma fram en hátíðin hefst með blúsdegi í miðbænum í dag, laugardag. Blústónleikar verða víða um bæinn. Airwaves-upphitun Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves býður upp á fría tónleika á Nasa, laugardagskvöldið 31. mars. Fram koma Sóley, Agent Fresco og breska gítarrokksveitin All the Young. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Jón Leifs í Hörpu Kvartett Kammersveitar Reykja- víkur flytur meistaraverk Jóns Leifs í Kaldalóni í Hörpu. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15. Kvartettinn skipa: Rut Ingólfsdóttir, Sigur- laug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Hrafnkell Orri Egilsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.