Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Qupperneq 35
Viðtal 35Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 sprengja. Það vildu svo margir tjá sig, það var svo auðvelt, fólk labbaði eiginlega bara inn af götunni í þátt- inn. Svo kemur þessi tími núna og að mörgu leyti hefur mér fundist þessi tími núna erfiðasti tíminn til þess að halda þessu úti, nú er komin einhver svona deyfð yfir mannskapinn. Fólki finnst það hafa heyrt allt áður. Þessi spenna og neistaflug sem var hérna rétt eftir hrunið er einhvern veginn alveg farið. Fólk er meira bara að hugsa um sig og að komast af sjálft.“ Hann segir áhugann á þjóðfélags- málum hafa dvínað. „Það er enginn að mótmæla lengur, það eru engir borgarafundir. Þetta er eins og að vera í einhverju millibilsástandi. Mér finnst stemmingin í samfélaginu al- veg skelfing leiðinleg. Það var svo mikill eldmóður þarna eftir hrunið. Löngun til að gera betur. Einhvern veginn var slökkt í því. Það urðu svo mikil vonbrigði. Stjórnmálin voru al- gjörlega ófær um að verða við óskum fólksins. Eftir Icesave og misheppn- aðar tilraunir til þess að laga stöðu heimilanna varð til gjá milli fólksins og stjórnmálanna. Fólk bara hætti að nenna þessu. Nú reyndar gæti stefnt í kosningar á næsta ári þar sem verður fullt af framboðum. Það er kannski einhver von í því. Þá förum við aft- ur að tala um einhverjar hugmyndir, endurnýjun,“ segir hann. Æpandi innihaldsleysi Egill er ekkert sérstaklega bjartsýnn á ástandið. „Ég er ekkert sérstaklega vonglaður þessa dagana, ég verð að viðurkenna það. Það voru kannski mistök hjá mér en ég var vonglaður þarna misserin eftir hrunið. Mér fannst svo margir vera að tala og margir vera að segja skynsamlega hluti en núna er þetta allt dottið ofan í eitthvað pólitískt „geim.“ Svona æpandi innihaldsleysi. Menn eru að tala um forsetakosningar. Það er að- allega bara verið að tala um að finna einhvern á móti Ólafi Ragnari Gríms- syni. Það er ekkert verið að tala um hvað hann eigi að standa fyrir. Ekki verið að tala um að finna einhvern sem hefur sett fram einhverjar hug- myndir heldur bara einhvern sem hugsanlega gæti fellt hann. Ólafur tók embættið og endur- mótaði það og við verðum að fá eitt- hvað sem er svar við því. Sem er vits- munalegt svar við því. Ekki bara einhverja veislustjóra. Mér finnst eins og þeir sem eru á hinum póli- tíska vettvangi séu að leita að ein- hverjum sem er leiðitamari en Ólaf- ur er, en ég er ekki viss um að þjóðin vilji það. Að sumu leyti held ég að við höfum gott af forseta sem tekur sér stöðu á móti pólitíkinni, sem er ör- yggisventill,“ segir hann. Ótrúlegt að að horfa á landsdóm Deyfð ríkir yfir stjórnmálunum að mati Egils. „Þetta er ekkert sérstak- lega spennandi. Horfum á stjórnar- skrárbreytingar sem dæmi, það er búið að leysast upp í nánast pólitískt karp. Menn bara vönduðu sig ekki. Það eru svo mörg dæmi um fúsk. Ice- save var fúsk, hvernig var reynt að leysa úr skuldamálum heimilanna var fúsk, kvótamálið kemur alltof seint – fúsk, stjórnarskrármálið, allt saman. Það er kannski ágætur vilji fyrir hendi en þetta er bara svo illa gert og fólk er bara búið að missa trúna. Það þrasa allir og enginn ber ábyrgð á neinu. Kannast enginn við að hafa gert neitt. Það var ótrúlegt að horfa á landsdóm sem dæmi, þar kannast enginn við að hafa gert nokkurn skapaðan hlut. Mann setur svolítið hljóðan yfir því,“ segir Egill. Hann segist hafa reynt að leggja sitt af mörkum til umræðunnar. „Mér finnst ég hafa skilað ágætu starfi. Ég hef verið að taka lengri viðtöl við fullt af fólki. Ég hef meðal annars verið með Noam Chomsky og Paul Krug- man og fullt af erlendu fólki, ef þú skoðar listann af erlenda fólkinu þá gæti hvaða þáttur í útlöndum verið afskaplega stoltur af þessum hópi. Þannig að ég hef alltaf verið að reyna að skila hugmyndum líka. Ákveðinn hluti er pólitískt karp en svo er hinn hlutinn ekkert veigaminni.“ Vill hafa sem flestar konur Gagnrýnisraddir hafa stundum heyrst og beinst að því að Egill velji frekar karla en konur sem gesti og álitsgjafa í Silfrið. Hann gefur lítið út á þá gagnrýni. „Ég held að það hafi nú bara verið á einhverju tímabili. Ég vel bara þá viðmælendur sem ég held að komi best út hverju sinni. Ég vil bara endilega hafa sem flestar konur.“ Hann segist hugsa út í kynja- skiptinguna þegar hann velur gesti í þáttinn. „Ég pæli í því, auðvitað. Það er búið að skilyrða mann algjörlega að því leytinu,“ segir hann og heldur svo áfram: „Það er dálítill skortur á konum í hópnum sem ég myndi kalla álitsgjafa. Fólkið sem maður sækir dálítið mikið inn á fjölmiðlana, stjórnmálafræðingar, hagfræðingar, þar eru konur færri en karlar. Það er búið að ná dálítið góðu jafnvægi í þinginu og í pólitíkinni sjálfri. Þær þurfa að vera duglegri að koma fram. Á ritstjórnarskrifstofum fjöl- miðlanna, sem dæmi, hallar mikið á konurnar. Það vantar konur í stjórn- unarstöður í fjölmiðlum, þær eru fáar þar.“ Í litlu sambandi við stjórnmálamenn Egill segist taka gagnrýni sem þessa inn á sig. „Já, ég velti allri gagnrýni fyrir mér. Ég er alls ekki ónæmur fyrir gagnrýni og stundum tek ég hana nærri mér líka.“ Finnst honum hann fá ósanngjarna gagnrýni? „Já, mér finnst ég stundum fá ósanngjarna gagnrýni. Stundum er verið að reyna að klína manni utan í einhver stjórn- málaöfl sem ég á enga sérstaka sam- leið með. Ég reyni að vera minn eigin herra, hef alltaf verið það og fer mín- ar eigin leiðir. Fólk myndi ekki trúa því hvað ég er í litlu sambandi við stjórnmálamenn. Hvað þeir eiga lítið í mér. Og eins og fyrir hrunið, þá held ég að margir hafi farið illa út úr því að hafa verið bara í partíum með út- rásarvíkingum. Þá var ég löngu hætt- ur að vera í partíum þannig ég þekkti enga af þessum mönnum persónu- lega. Ég hafði aldrei hitt Jón Ásgeir, Björgúlf eða Sigurjón Árnason. Þekkti þessa menn bara ekki neitt. Og ég þekki mjög lítið af stjórnmála- mönnum persónulega. Og það er staða sem hentar mér mjög vel. Það er mjög gott að hafa fjarlægðina. Stundum er svo mikill dilkadráttur á Íslandi og reynt að halda því fram að maður gangi erindi einhverra og það er yfirleitt alveg rangt. Ég hef til dæmis verið kenndur við Samfylk- inguna. Ég á ekkert í Samfylkingunni og hún á ekkert í mér. Mér finnst það skylda mín í þáttunum að sem flest sjónarmið fái að koma fram,“ segir Egill. Boðið öruggt sæti fyrir Framsókn Egill segist stundum hafa leitt hug- ann að því hvort hann ætti heima einhvers staðar annars staðar en í fjölmiðlum. „Stundum velti ég því fyrir mér hvort það sé of seint að fara að gera eitthvað annað. Ég hef stundum verið spurður hvort ég ætli að fara í stjórnmál. Mér var boðið öruggt sæti í síðustu kosningum. En konan mín bannaði mér það,“ segir hann og skellir upp úr en dregur svo úr. „Nei, við ákváðum það í samein- ingu. Fyrst bannaði hún mér það en svo ákváðum við það í sameiningu,“ segir hann og hlær enn hærra en áður en segir svo í fullri alvöru: „Ég er rosalega feginn að hafa ekki gert það því ég er viss um að ég væri tauga- hrúga ef ég hefði ákveðið að láta slag standa.“ Þingsætið sem honum var boð- ið var sætið sem Vigdís Hauksdóttir tók fyrir Framsóknarflokkinn. Egill viður kennir að hafa íhugað að fara út í stjórnmálin. „Það hefur verið ágæt- is vinátta milli mín og Sigmundar Davíðs, hann kemur úr sjónvarpinu og svona. Ég byrjaði hjá Framsóknar- flokknum á Tímanum. Þá var mér var boðið í flokkinn, hefði ég þegið boðið þá hefði ég getað orðið annar Finnur Ingólfsson eða eitthvað. Ég hefði kannski getað orðið ráðherra eða eitthvað álíka,“ segir hann hlæjandi. „Ég deili ekkert endilega fordómum fólks gagnvart Framsóknarflokknum vegna þess að hann stendur alveg fyrir ákveðin gildi á Íslandi. Þó að ein- hverjir svona „wise guys“ á mölinni séu alltaf að gera grín að honum. Sjálfur er ég svakalegur miðjukarl í pólitíkinni, ætli ég myndi ekki teljast frjálslyndur demókrati. Mér leiðast öfgar og öfgafull orðræða.“ Veðjar á Sjálfstæðis- flokk og Framsókn Þingkosningar eru á næsta ári og Egill segir það geta orðið áhugaverðar kosningar. „Það hlýtur að verða ákveðið bakslag vegna þess hvað þessi ríkisstjórn hefur valdið mörg- um kjósendum sínum vonbrigðum. Þetta gæti orðið mjög forvitnilegt ef það koma til dæmis fjögur ný fram- boð sem stíma á gömlu flokkanna.“ Heldur þú að þau eigi möguleika? „Já, ég held það. Álitið á þeim sem „Kannski mistök, en ég var vonglaður“ „Mér finnst stemmingin í samfélaginu alveg skelfing leiðinleg „Og eins og fyrir hrunið, þá held ég að margir hafi farið illa út úr því að hafa verið bara í partíum með út- rásarvíkingum. Með fjölskyldunni „Eina fólkið sem ég umgengst náið er fjölskylda mín, annað fólk hitti ég bara svona einstaka sinnum í kaffi,“ segir Egill. Hér er hann með Sigurveigu eiginkonu sinni og Kára syni þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.