Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Side 42
42 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað
„Ef þessi mynd snertir þig
ekki, þá ertu frá Kapítol“
„Vel sungið á of
stóru sviði“Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g The Hunger Games La Bohéme í Hörpu
B
yrjum bara án Jóa,“ segir
Bergur Ebbi þegar allir eru
mættir nema Jóhann Alfreð.
„Við höfum verið að kæla Jóa
svolítið. Hann á að vera að
skrifa ritgerðina í Háskólanum þannig
að stundum leyfum við honum ekkert
að vera með,“ segir Bergur hugulsam-
ur og Dóri hlær. Jóhann er þó bara á
ágætum tíma þannig viðtalið getur
hafist. Þeir eru fyrst spurðir hvernig
viðtökurnar hafi verið við fyrsta þætt-
inum.
J (Jóhann Alfreð): Tja, nú er bara
einn þáttur búinn.
B (Bergur Ebbi): Við höfum eigin-
lega fengið alls konar viðtökur. Bæði
frá fólki sem hefur fundist þetta of
gróft og svo öðrum sem bjuggust við
súrara efni frá okkur. Það er ótrúlega
erfitt að höfða til allra en mér sýnist
flestir vera að fíla þetta.
D (Dóri DNA): Og Barnalandshatr-
ið, við fengum það.
A (Ari Eldjárn): Æi, nei, ekki fara að
tala um það.
J: Það var eitthvað verið að spyrja
þar af hverju þetta væri ekki bannað
börnum.
B: Já, flott, Jói. Þarna ertu kominn
með fyrirsögnina fyrir manninn og
núna munum við ekkert gera annað
en að grafa okkar eigin gröf það sem
eftir lifir viðtalsins.
A: Takk fyrir það, Jói.
J: Við skulum bara segja þetta
Barnalandsdæmi hafi þá bara verið
„off the record.“
Allir skellihlæja.
B: Ég hef heyrt fólk segja að þetta
grín sé sniðið fyrir aldurshópinn 15–
25 ára, eins og við séum að stefna sér-
staklega að því. Í fyrsta lagi þá er það
ekkert rétt. Í fyrsta þættinum vorum
við að vísa í myndir eins og Scarface,
Dirty Harry og Lethal Weapon sem
komu allar út áður en þeir sem eru
25 ára í dag voru fæddir. Seinna í
seríunni munum við fara að skoða ís-
lenskar þjóðernishugmyndir og erum
til dæmis með karakter sem er 20.
aldar stjórnmálamaður sem er meðal
annars byggður á Jónasi frá Hriflu.
Aðalmálið er að það þýðir ekki að
reyna að höfða of mikið til ákveðins
markhóps. Vinsælustu fréttirnar á net-
inu eru alltaf um „celebrities“ að raka
sig undir handarkrikunum. Við meg-
um ekki hlusta of mikið á það sem er
vinsælt eða í umræðunni. Í þáttunum
okkar er engin tilvísun í Hildi Líf, Ívar
Guðmunds, Gillzenegger, Eið Smára,
femínista eða fréttakonur. Það eru
engin „celebrities“, ekkert klám og
ekkert dægurþras. Við eyddum ekki
sex mánuðum í að skrifa þetta til þess
að gefa fólki eitthvað sem er fyndið í
dag og búið á morgun. Við erum ekki
að þessu til að fá „like“ og broskalla.
Við ætluðum okkur að búa til nýjan
heim með eigin lögmálum, og við
þurfum að standa við það.
Stefnan óvænt tekin í leikhúsið
Hlógu þið sjálfir þegar þið sáuð þátt-
inn?
B: Ég hló ekki þegar ég sá þetta al-
veg fyrst þá var ég alveg stúmp. Þá var
maður bara að horfa á myndatökuna
og svona hluti sem aðrir pæla ekkert í.
A: Ég held að það finnist öllum
mjög skrítið að sjá sjálfa sig á mynd
yfirhöfuð.
D: Ég hló þegar ég sá endursýn-
inguna. Við förum samt ekkert að
hlusta á neinar viðtökur fyrr en við
erum allavega hálfnaðir.
A: Íslendingar gera það reyndar.
Það er náttúrulega hlé í bíó. Það er oft
talað um að myndir hafi misst marks
eftir hlé.
B: Eins og leikstjórinn hafi hugsað
bara „vá hvað ég ætla að keyra þetta í
gang eftir hlé í Háskólabíói á Íslandi“.
A: Hvað kemur þá fyrir þegar það
er ekki hlé og myndin er vond „fyrir
hlé“? Er myndin þá bara vond?
Magnús Geir Eyjólfsson, leikhús-
stjóri Borgarleikhússins, er staddur á
sama stað og viðtalið er tekið. Hann
röltir til strákanna og fer langleið-
ina með að bjóða þeim að skrifa fyrir
Borgarleikhúsið. Stórtíðindi í beinni.
D: Við erum í montviðtali við Dag-
blaðið.
Magnús: Nú er það? Til hamingju
með þáttinn strákar.
Allir: Takk fyrir það.
Magnús: Ætlið þið svo ekki að fara
að skrifa fyrir leikhús, strákar? Það væri
nú gaman að byrja eitthvað að pæla.
D: Jú, það væri gaman. Sér í lagi
ef við myndum skrifa það allir fjórir
saman. Það væri nú ekki leiðinlegt að
skella í einn farsa.
Ari: Já, með hurðarskellum og öllu
tilheyrandi.
Eftir að Magnús Geir hefur rætt við
strákana um nýjasta verk Jóns Gnarr,
Hótel Volkswagen, og Bergur Ebbi
segir honum frá bloggfærslu sinni um
verkið, kveður Magnús og segir: „Við
verðum í bandi, strákar. Tökum spjall-
ið yfir bjór eða eða kaffi eða eitthvað.“
Viðtalið heldur áfram eftir að
Magnús Geir kveður. Strákarnir tóku
sér hálft ár í að skrifa þáttinn en kom
hann svo út eins og þeir hugsuðu sér?
A: Já, en það er svo mikill tími lið-
inn síðan við skrifuðum þetta að mað-
ur er sjálfur farinn að hugsa svo marga
leiki fram í tímann.
D: Þetta er líka rosalega mikið sýn
Ragga sem kemur þarna fram sem
leikstjóri. Kvikmyndafílingurinn yfir
þessu hefur komið mér svolítið á
óvart.
Enginn í fötum
Hvernig var aðkoma Ragnars Hans-
sonar að þessum þáttum?
A: Hann skrifaði þetta með okkur
og hélt utan um handritsgerðina. Svo
leikstýrði hann líka en það er allt ann-
ar maður sem birtist þar. Við vorum
saman á skrifstofu í marga mánuði en
svo var hann orðinn leikstjóri og þá
var hann allt annar maður. Þetta voru
eiginlega tveir Raggar sem við unnum
með.
J: Maður varð nefnilega svolítið
skotinn í Ragga upp á nýtt þegar hann
mætti á settið. Hann var virkilega
flottur.
A: Hann var að stýra stærra verk-
efni en hann hefur gert áður en það
var ekki að sjá á honum. Allir í tökulið-
inu voru gríðarlega hrifnir af honum
og gáfu honum einhvern gullstól til
að sitja í.
En hvernig gengur það fyrir sig þegar
fimm karlmenn eru lokaðir inni sam-
an í hálft ár að skrifa gamanefni?
B: Það er náttúrulega enginn í föt-
um sko! Svo er líka stundum svolítill
athyglisbrestur.
A: Hann gat reyndar verið mjög
mikill. Þegar maður er að reyna að
byrja eitthvað alveg frá grunni vill það
gerast.
B: Við prófuðum á tímabili að
skipta okkur upp í hópa og það virk-
aði vel. Við hefðum átt að gera meira
af því.
D: Þetta var mjög lærdómsríkt ferli.
Við tókum alveg hálft ár í þetta og
erum stoltir af því en eftir á að hyggja
þá hefðum við alveg getað gert þetta á
skemmri tíma.
A: Við vorum með skrifstofutíma,
náttúrulega, og það var rosalega mis-
munandi hvort maður var í stuði
klukkan tíu eða klukkan tvö. Svo
komu oft bestu hlutirnir upp utan
skrifstofutímans.
B: Það var ágætis skipulag á þessu.
Ég held að á endanum hafi nú besta
dótið komist inn í þáttinn og það
versta verið drepið en auðvitað gæti
eitthvað gott efni hafa verið drepið.
Hver var fyrstur til að gera eitthvað
annað en að skrifa?
B: Dóri heldur athyglinni minnst.
D: Af hverju segirðu það?
J: Dóri er samt góður að því leyti
að hann mætir stundvíslega og skilar
alltaf sínu.
D: Já, og skila alltaf inn góðum
vinnudegi.
J: Bandaríska leiðin í þessu hjá
okkur var svolítið að vera með þenn-
an stóra glugga á skrifstofunni sem
snéri út á Laugaveg.
D: (Hlær) Já, stundum vorum við
bara farnir að hrópa út um gluggann
á fólk sem við þekktum. Við vorum
líka orðnir svo montnir að vera með
kontór á Laugaveginum.
B: „Æi, við erum að skrifa grín
hérna plís ekki trufla.“ Við vorum
mikið að láta vita að við værum
þarna.
A: Nú talar hver fyrir sig. Ég vildi
ekki að neinn vissi að ég væri á skrif-
stofunni.
D: Ari montar sig á annan hátt
en við. Hann er meira í raunmonti
en „cyber“-monti. Hann er meira í
montnum svipum og dýrum fötum.
A: Já, svo skrifa ég liggaliggalái á
miða og fel þá úti um allt.
(Allir hlæja)
Sömdu söngleiki í verkavinnu
Nú þegar Mið-Ísland-lestin er komin
á fulla ferð er ekki úr vegi að spóla
aðeins til baka og fara yfir hvernig
þetta allt byrjaði. Strákarnir fjórir eru
eins konar tvö tveggja manna teymi.
Það er að segja Dóri og Bergur kynnt-
ust í MH á meðan Ari og Jóhann voru
saman í MR. Sama aldursbil er á milli
strákanna úr MH og þeirra sem voru
í MR. Ari og Bergur kynntust vel í
sumarvinnu árið 2002. Vinnu sem Ari
fékk sér í raun og veru eingöngu til að
kynnast Bergi.
A: Ég kynntist Bergi í gegnum
sameiginlega vini í menntaskóla og
svo fór ég að vinna verkamannavinnu
árið 2002 eiginlega bara vegna þess
að hann var að vinna þar. Ég ákvað að
kynnast þessum manni og fór og fékk
vinnuna. Við grínuðumst allt sumar
og það var æði.
B: Við vorum að vinna frá hálf átta
til hálf sex. Ari mætti reyndar alltaf
svona hálf ellefu.
A: Já, já, já. Bergur mætti miklu
betur en ég. Ég fékk aftur á móti að
keyra sendibílinn. Ég var vinnusta-
ðagrínistinn og var á sérsamningi. En
svo vorum við að bera gifsplötur og
við sigtuðum alla múrhúðina sem er
utan á nýju viðbyggingunni á Þjóð-
leikhúsinu.
D: Þið voruð 21 árs þarna og þú ert
að lýsa verkefnum sem unglingar taka
að sér. Synir verkstjórans og svona.
B: Já, ég var líka í því að nagl-
hreinsa. Ég hef aldrei smíðað neitt á
ævinni.
A: Við sömdum söngleik þetta
sumar sem fjallar um verktaka og
fylgir verkinu frá upphafi til enda. Allt
frá útboði til dagsekta. Þar voru lög
eins og „Dokaðu við“ sem fjallaði um
dokavið. Þetta var ömurlegt drasl.
Dóri á heiðurinn
Fyrsta uppistand Mið-Íslands var
haldið á Prikinu áður en hópurinn
fékk nafn. Aðspurðir hver hafi átt hug-
myndina að því er Dóri DNA fljótur að
svara. Umræðurnar fara þó á villigötur
þegar minkur kemur til sögunnar.
D: Ég á það skuldlaust og Bergur
var með. Við fórum einu sinni á uppi-
stand og sáum Jón Mýrdal og Úlfar
Linnet með eitthvað dæmi á Nasa. Við
vorum svo spenntir eftir það að við
fórum beint heim til Bergs og skrif-
uðum uppistand. Síðan pældum við
ekki í því í tvö ár.
A: Það stóð lengi til að Dóri myndi
hita upp fyrir Sprengjuhöllina sem
Bergur var í.
D: Ég gerði það og var ömurlegur.
B: Samt, bara pungurinn sem það
tók að mæta þarna.
D: Ég fór beint heim úr vinnunni,
prentaði uppistandið sem ég hafði
skrifað hjá Bergi tveimur árum
áður og bara flutti efnið. Þetta voru
geggjaðir brandarar eins og að
Smáralindar bæklingurinn væri ekki
Grínhópurinn Mið-Ísland, sem samanstendur af
þeim Ara Eldjárn, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra
DNA og Jóhanni Alfreð Kristinssyni, frumsýndi í
síðustu viku grínþátt sinn á Stöð 2. Þeir segjast hafa
fengið alls konar viðbrögð við frumburðinum. Mið-
Ísland hefur tekið uppistand á Íslandi með trompi
og er ávallt kjaftfullt á sýningum þeirra. Tómas Þór
Þórðarson hitti strákana í vikunni þar sem rætt var
meðal annars um grín, minka og athyglisbrest.
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Viðtal
Sö du söngleiki í verkavinnu
„Svo bjuggum við
til karakter sem
var geðveikur og hélt að
spýtur væru börnin sín.
Jóhann AlfreðAri Eldjárn