Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 36
36 Viðtal 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað eru fyrir er svo lítið. Vandinn er sá að eftir hrunið var kosið alltof snemma þannig það varð aldrei almennileg hreingerning. Það er svolítið seint í rassinn gripið að það fari fram stór- hreingerning núna því þá verða liðin fjögur og hálft ár frá hruni. Við erum með ofsalega mikið af fólki alls staðar í þinginu og ráð- herraembættum sem var með í öllu „bixinu“ hér áður. Það hefði kannski verið sniðugra að hafa kosningarn- ar aðeins seinna og ganga hreinna til verks. Ég held að hættan við þessi nýju framboð sé að þau leysist upp í svona innbyrðis hjaðningavígum en þau hljóta að eiga þarna ansi góða möguleika. Ég myndi samt veðja á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn og kannski Fram- sóknarflokkurinn líka. Miðað við það ástand sem er núna.“ Ólafur hetja í útlöndum Egill segir vera ákveðið tómarúm í stjórnmálasenunni um þessar mundir. „Það er gat á þessari frjáls- lyndu miðju. Það verður áhugavert að sjá hvað flokkurinn hennar Lilju gerir. Ég er ekki að sjá að flokknum hans Guðmundar Steingríms og Heiðu eigi eftir að ganga vel, hann vantar einhvern þunga og höfðar ekki til kjósenda. Þetta er eins og endurrómur af Besta flokknum en samt eins og slappari útgáfa af Besta.“ Aðrar kosningar eru framundan. Forsetakosningar í júní. Egill hefur ákveðnar skoðanir á því. „Ólafur Ragnar Grímsson er hrikalega óvin- sæll hjá ákveðnum hópi fólks. Það er kannski aðallega þessi framganga hans á útrásartímanum og hins vegar Icesave sem hann sagði tvisvar nei við. Nú eru held ég æ fleiri að komast að þeirri niðurstöðu að þessi synjun hans hafi nú verið ansi fín. Menn eru að tala um að Ólafur sé eitthvað að- hlátursefni í útlöndum, það er ekki satt, hann er hetja í útlöndum. Al- veg sama hvaða fólk ég tala við í út- löndum það talar um forsetann sem sagði nei við fjármálavaldið. Hann kom ansi sterkt út úr því.“ Synjun Icesave merkileg Írar fóru rétta leið í þessum málum að mati Egils. „Í Írlandi gerðu þeir þetta mjög vel. Fengu karl á áttræðis- aldri sem er heimspekingur og skáld og lítur alls ekkert út eins og for- seti. Hann er gamall og hann verður aldrei mjög lengi, það er eitthvað fal- legt við þetta. Hann stendur þá fyrir eitthvað annað en það sem var fyrir. Svo er annað, það er svo margt sem brennur á þessari þjóð, ég vona að við förum ekki að eyða alltof löngum tíma í þetta forsetakjör sem á end- anum skiptir kannski ekkert ofsa- lega miklu máli. Menn verða samt að gera sér grein fyrir því að Ólafur er búinn að breyta forsetaembætt- inu þannig að því verður ekki breytt aftur í gamla farið, og að hann gerði hluti sem í rauninni eru ansi merki- legir. Þessar Icesave-synjanir hans held ég að séu ansi merkilegir hlut- ir. Hann bakaði sér ofsalega óvild hjá fólki sem styður ríkisstjórnina, ég held að það sé að mörgu leyti blint á það hvað þetta var í raun merkilegur atburður. Við sögðum þó nei við því að setja peninga í fallinn banka. Við höfum öðlast mikla virðingu að utan fyrir vikið.“ Þegnskylda að stíga fram? Egill segist ekkert vera sérlega bjart- sýnn á ástandið eins og það er í dag. „Stundum hef ég spurt mig að því hvort það væri einhver þegnskylda hjá manni að stíga fram á svið stjórn- málanna og reyna að tala einhverri annarri röddu. Svo óttast maður að maður myndi bara sökkva ofan í hænsnahópinn. Ég hef til dæmis velt því fyrir mér hver hefðu orðið ör- lög mín ef ég hefði farið á þing síð- ast. Það er auðveldara að vera frekar vinsæll fjölmiðlamaður en óvinsæll alþingismaður. Að sumu leyti hefur maður meiri áhrif líka.“ En býst hann við að fara í fram- boð einhvern daginn? Nei, ég held ég ekki. Það yrði þá að vera á einhverj- um forsendum þar sem maður væri að skapa eitthvað. Ekki á forsendum þrassins. Ekki að ganga inn í ein- hverjar rullur sem er búið að búa til.“ Lélegasti samkvæmis- maður á jörðinni Þrátt fyrir að Egill sé mikið inni í um- ræðunni og þekki eðlilega þar af leið- andi mikið af fólki þá segist hann þó yfirleitt kjósa einsemdina og hann sé ekki vinmargur. „Ég er einfari að eðlis fari. Ég á ekkert mikið af fólki sem ég umgengst. Eina fólkið sem ég umgengst náið er fjölskylda mín, annað fólk hitti ég bara svona ein- staka sinnum í kaffi.“ Aðspurður af hverju það sé segir hann hlæjandi: „Æ, bara. Maður er orðinn gamall og það verður alltaf erfiðara að halda uppi samræðum. Ég komst að því að blóð er þykkara en vatn.“ Að eigin sögn er Egill ekki mikið fyrir samkvæmislífið. „Ég er löngu hættur að drekka áfengi og reykja sígarettur. Ég hef eiginlega ekki drukkið áfengi neitt að ráði í meira en áratug. Ég hætti bara. Ég var ekki leiðinlegur með víni, held ég hafi reyndar verið frekar skemmtilegur með víni svona framan af. En þetta var mér mikill þunglyndisvaldur. Ég varð þunglyndur af þessu. Það er vanmetið hvað fólk sem telur sig vera þunglynt, hversu mikið af því má rekja til áfengisneyslu,“ segir hann með áherslu. Það er ekki vandmál hjá honum að sneiða hjá áfenginu. „Ég hef enga þörf fyrir að drekka áfengi, langar ekki til þess. Þetta er ekki mikill kross í lífi mínu. Ég hugsa ekkert út í þetta. Ef ég á að fara út á kvöldin þá fæ ég kvíðakast, það er helst að ég fari á tónleika en ég sæki þá mikið, en ef ég á að fara út á kvöldin á veitingahús þá er ég bara með kvíðahnút í mag- anum. Ég er svo lélegur samkvæmis- maður – ég er örugglega lélegasti samkvæmismaður á jörðinni,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég held að sumt fólk sem þekkir mig hafi orð- ið fyrir vonbrigðum, það er kannski að bjóða mér í veislur og svona en ég kem aldrei. Ég hef farið á eina árs- hátíð síðan 2000.“ Elskar að ferðast Frítímanum eyðir hann frekar í lestur og ferðalög en partístand. „Ég ferðast mikið. Það er mitt líf og yndi að ferðast. Fyrir utan bækurnar og tónlistina þá eru ferðalögin mjög mikilvæg. Það er partur af lífi mínu sem ég get ekki verið án. Mér finnst hræðilegt að ég sé orðinn 52 ára og eigi eftir að sjá svona ofboðslega mikið af veröldinni. Ég er að fara til Kanada núna í vor, ferð um Íslend- ingaslóðirnar, ég á flytja fyrirlestra í leiðinni og hlakka rosalega mikið til. Ég á Asíu alveg eftir, sem er algjör skömm. Ég hef ferðast dálítið mikið um Bandaríkin síðustu árin,“ segir Egill dreyminn. „Ég eyði þeim peningum sem ég afla mér mikið til í ferðalög. Ég bý í frekar lítilli íbúð, 110 fermetra íbúð hérna í miðbænum. Við erum nýbúin að henda gamla Benzinum okkar og erum á gömlum Skoda. Ég eyði rosalega litlum peningum í svona veraldlega hluti. Ég er ekki einn af þeim sem skuldsetti mig fyrir hrun til að kaupa húsnæði eða sófa- sett eða eitthvað svoleiðis. Ég eyði peningum í ferðalög og þannig vil ég hafa það.“ Eldar alltof góðan mat Egill og eiginkona hans, Sigurveig Káradóttir, ferðast mikið og oftast er 10 ára sonur þeirra, Kári, með í för. „Mér finnst maður verða bara svo óendanlega mikið ríkari og ég vona vitrari, af því að ferðast. Strákurinn minn er mikið alinn upp á ferðalög- um og ég held hann hafi haft mjög gott af því. Hann hefur kynnst fólki af öðrum kynþáttum, fólki sem er öðruvísi en hann. Ég held að það hafi gert hann að betri manni og svo hefur hann lært tungumál á ferða- lögunum.“ Egill og Sigurveig hafa verið sam- an í rúmlega áratug. „Við byrjuðum saman áramótin 2000–2001. Ég bauð henni á nýársball á borginni, ég var aðeins félagslyndari þá,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Og við höfum eiginlega verið saman síðan þá.“ Sigurveig er listakokkur og sýslar ýmislegt tengt matseld. Árið 2008 stofnaði hún fyrirtækið Matark- istuna sem meðal annars framleiðir hafrakökur og makkarónur sem fást víða. En er ekki erfitt að vera giftur svona góðum kokki? „Hrikalegt!“ segir Egill skellihlæjandi og bendir á sig. „Þú sérð það nú á mér. Nei, ég segi svona. Ég má ekki tala illa um hana en hún eldar náttúrulega alltof góðan mat. Þessi kona gæti verið með frábærasta veitingahús á Íslandi. En hún býr til sín eigin mat- væli samkvæmt sinni eigin línu sem er eiginlega betra því veitingarekstur er svo stressandi og lýjandi. Hún er með svona hafrakökur sem eru seld- ar úti um allt land og makkarónur í öllum litum. Svo er hún svona alltaf að prófa sig áfram með eitthvað nýtt, ótrúlega hugmyndarík. Hún er líka búin að skrifa tvær bækur og er að blogga og fylgist rosalega vel með.“ Þarf að töfra fram granna hlauparann Á planinu hjá Agli er að koma sér í form. „Ég sagði frá því í Kiljunni um daginn þegar Jónína Leósdóttir kom til mín að ég ætlaði að fara megra mig. Það hefur ekki alveg gengið, fyrst fékk ég flensu og svo bólgnaði önnur stóra táin á mér upp vegna gamalla íþróttameiðsla og ég er ennþá haltrandi um með bólgna stóru tá. En þegar bólgan sjatnar þá ætla ég að fara að hjóla og í ræktina.“ Einhverjum kann að koma spánskt fyrir sjónir að Egill tali um gömul íþróttameiðsl enda er hann kannski þekktur fyrir margt annað en íþróttatakta. Á yngri árum var hann hins vegar á fullu í sportinu og hefur enn gaman af því að hreyfa sig. „Mér finnst reyndar gaman að hreyfa mig, „believe it or not.“ Ég var mikið í íþróttum þegar ég var yngri. Ég var bara í öllu. Alltaf í fót- bolta og svo var ég borðtennissnill- ingur, ég var mjög góður í badmin- ton. Ég bý reyndar enn að þessu. Ég er ágætlega hraustur að mörgu leyti, þó ég sé alltof þungur þá býr inni í mér nokkuð hraustur íþróttamaður. Ég þarf bara að kalla hann fram. Ég er með gott þrek og slíkt en ég fór að blása út þegar ég var 26–27 ára,“ segir Egill og segist tvisvar hafa náð að grenna sig almennilega síðan þá. „Eitt skiptið þegar ég náði að megra mig þá hljóp ég hálfmaraþon á al- veg fáránlega góðum tíma, 1.35. Eins og ég segi, inni í mér býr grannur hlaupari, það þarf bara að töfra hann fram,“ segir hann skellihlæjandi. Langar í geit í garðinn Eins og áður sagði er Egill alinn upp í Vesturbænum. Hann býr enn á sömu slóðum enda kann hann best við sig þar. „Ég er enn á þessu svæði. Það er alltaf verið að tala illa um fólk sem býr í 101 en þetta er langblandaðasti bæjarhlutinn. Hér býr fjölbreyttasti hópur af fólki á Ís- landi. Hér eru útlendingar, rónar, skrifstofufólk og útrásarvíkingar. Hér eru þeir snauðustu og þeir ríkustu. Þetta er langáhugaverðasta hverfið að því leytinu,“ segir hann og upp- lýsir að hann hafi þó hugleitt að flytja úr miðbænum. „Við vorum að pæla í húsi úti á Álftanesi, ég á mér pínu- lítinn draum um að vera með geit í garðinum, en þá hugsaði ég með mér hvað ég hefði að gera þarna. Ég hefði þurft að keyra tíu kílómetra til þess að komast í bæinn. Ég reyndar bý í húsi með stórum garði og gæti því faktískt verið með geitina í garð- inum, ég þyrfti reyndar einhver leyfi en það er fræðilega hægt. Það er meira að segja skúr á bak við,“ seg- ir hann kíminn en þó vottar fyrir al- vöru. „Þetta er eitthvað frá Grikk- landi, það er svo mikið af geitum þar.“ Draumastaðurinn á Grikklandi Grikkland á einmitt stóran sess í hjarta Egils og fjölskyldu hans. Þau heimsækja eyjuna Folegandros á hverju sumri. „Það er minn drauma- staður. Þrátt fyrir að allt sé í „messi“ í Grikklandi þá er það svona fyrir- heitna landið fyrir mér. Mér þykir af- skaplega vænt um Grikki og er mjög sorgmæddur yfir því hvað þeir eru í miklum erfiðleikum. Við förum alltaf á sömu eyjuna og erum þar í svona mánuð en viljum alltaf vera lengur. Þetta er svona eins og skjól á bak við heiminn. Það er enginn að hugsa um pólitík eða ástandið í heiminum. Þetta er eiginlega svo- lítið óraunverulegt. Þetta er eins og að hverfa aftur til einfaldari tíma. Maður kveikir aldrei á sjónvarpinu og við lifum bara svona frekar fá- brotnu og góðu lífi.“ Egill fór fyrst til Grikklands fyrir um 15 árum. „Það var eiginlega fyrir tilviljun. Og svo æxlaðist það þann- ig að ég hef farið þangað á hverju ári síðan og núna eiginlega bara á þessa eyju. Hún veitir mér allt sem ég þarf. Þetta er ákveðið samfélag þarna. Sonur minn er mjög vinsæll þarna, það er búið að bjóða honum vinnu þegar hann verður unglingur. Ég myndi frekar vilja hafa hann þarna sem ungling en á Íslandi. Þarna er miklu meira flæði milli kynslóð- anna. Það eru allir saman. Ég myndi miklu frekar vilja hafa hann þarna 15 ára gamlan en að hafa hann hérna í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Egill á sér draum um að eyða elliárunum á draumaeyjunni góðu. „Fólk verður yfirleitt mjög gamalt þarna, það er náttúrulega svo gott mataræði, ég verð ábyggilega ekki eins gamall og heimamenn en mig langar að vera þarna í ellinni sem gamall maður og sitja þarna með gamla fólkinu og horfa yfir fallegu torgin sem eru þarna.“ n „Ég hef til dæmis velt því fyrir mér hver hefðu orðið örlög mín ef ég hefði farið á þing síðast. Það er auð- veldara að vera frekar vin- sæll fjölmiðlamaður en óvinsæll alþingismaður. Eigin herra „Ég reyni að vera minn eigin herra, hef alltaf verið það og fer mínar eigin leiðir,“ segir Egill og neitar að hann sé tengdur einhverjum stjórnmálaöflum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.