Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 10
E fnahagslegur jöfnuður hefur aldrei verið meiri hér á landi síðan mælingar hófust árið 2004. Slíkt hefur margvíslegar afleiðingar og bendir margt til þess að jöfnuður í samfélaginu hafi jákvæð áhrif á aðra þætti þess. Sem dæmi má nefna heilsu, traust á milli samborgara og glæpatíðni. Samkvæmt Gini-stuðlinum raðast Ísland á meðal þeirra landa þar sem hvað mestur efnahagslegur jöfnuður ríkir. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru ekki langt undan en flestar eru þær þó með lægri Gini-stuðul en Íslendingar. Það er þó skýrt að meiri efnahagsleg- ur jöfnuður ríkir á Norðurlöndunum en víða annars staðar í heiminum. Mestur ójöfnuður samkvæmt nýleg- um tölum á meðal vestrænna ríkja er í Bandaríkjunum og Bretlandi. Tekjur þeirra sem þénuðu mest hækkuðu mest fyrir hrun Efnahagslegur jöfnuður er mæld- ur með Gini-stuðlinum. Stuðullinn mælir efnahagslegan jöfnuð í einni tölu frá 0 til 100 með því hvernig sam- anlagðar ráðstöfunartekjur á neyslu- einingu allra einstaklinga í landinu dreifast. Eftir því sem stuðullinn er hærri því ójafnari er tekjudreifing- in. Þannig myndi sami einstaklingur hafa allar tekjurnar ef stuðullinn væri 100 en allir hefðu jafnar tekjur ef stuð- ullinn væri núll. Ekki eru nema átta ár frá því að Hagstofa Íslands fór að taka saman opinberar tölur um Gini-stuðulinn og efnahagslegan jöfnuð hér á landi. Miklar breytingar hafa þó átt sér stað hér á landi hvað slíkan jöfnuð varðar og jókst ójöfnuður gríðarlega á með- an bankarnir uxu sem mest. Á þeim tíma hækkuðu tekjur þeirra sem höfðu hæstar tekjur margfalt á við það sem tekjur tekjulægri hópa gerðu. Jákvætt fyrir samfélagið að tekjurnar jafnist Richard Wilkinson hefur gert ítarleg- ar rannsóknir á áhrifum ójafnaðar og árið 2009 gaf hann út bókina The Spi- rit Level: Why More Equal Societies Almost Always Do Better ásamt Kate Pickett. Bókin er byggð á samanburð- arrannsóknum yfir áratugalangt tíma- bil og koma þar fram skýr dæmi þess að tekjujöfnuður í samfélögum hefur jákvæð áhrif. Jafnaðarmenn víða um heim hafa notað bókina málstað sín- um til stuðnings og hefur Samfylking- in meðal annars fengið Wilkinson til landsins til að halda erindi. Bandaríkin hafa oft verið tekin sem samanburðardæmi í umræðu um efnahagslegan jöfnuð en mikill efnahagslegur ójöfnuður er í landinu. Gini-stuðull Bandaríkjanna árið 2007 var 45 stig sem er eitt það mesta sem gerist í heiminum. Wilkinson tekur einmitt dæmi um Bandaríkin í bók- inni og bendir á að þó Bandaríkja- menn eyði hærri upphæðum miðað við höfðatölu í heilbrigðisþjónustu en nokkur önnur þjóð og séu talsvert auðugri en Grikkland sé barnadauði lægri og lífslíkur betri í Grikklandi en Bandaríkjunum. Tekjuskerðing forsenda jafnaðarins Tekjujöfnuðurinn sem nú ríkir á Ís- landi útskýrist einna helst af mikilli tekjuskerðingu þeirra sem mestar hafa tekjurnar. Laun þeirra sem störf- uðu í bönkunum og stórfyrirtækjum, sem fyrir hrun höfðu margfalt þær tekjur sem meðal launamaður hafði á sama tíma, hafa lækkað umtals- vert. Breytingar á skattkerfinu hafa hins vegar vissulega einhver áhrif en skattkerfið er notað til að endurdreifa tekjum í samfélaginu. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna setti á þrepaskiptan hátekjuskatt og auðlegðarskatt. Gera má ráð fyrir því að einhver hluti tekju- jafnaðarins sé tilkominn vegna þess- ara aðgerða en líklega hafa lægri launagreiðslur til tekjuhæsta hluta þjóðarinnar talsvert meiri áhrif á stöðuna. 10 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Páskaeggið hækkar í verði n Bónus oftast með lægsta verðið V erð á flestum páskaeggj- um í ár er í nær öllum tilfell- um hærra en fyrir ári. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á páskaeggjum í sjö matvöru- verslunum víða um land síðastlið- inn mánudag. Kannað var verð á 28 algengum páskaeggjum. Mesta hækkunin á milli ára er hjá Sam- kaupum-Úrvali en þar hækkaði verð á Síríus Konsum páskeggi um 27 pró- sent. Sama egg hækkaði í Nettó um 21 prósent, Krónunni og Bónus um fjögur prósent og hjá Fjarðarkaupum um eitt prósent. Verðið stóð í stað hjá Hagkaupi. Sem fyrr segir hefur verð á páska- eggjum hækkað í flestum tilfellum hjá öllum verslunum nema á Nóa Síríus gulleggi – sex stykki í pakka – sem hefur lækkað á milli ára. Mesta lækkunin var hjá Fjarðarkaupum, Samkaupum-Úrvali og Hagkaupi um 55 prósent, hjá Nettó um 54 prósent og hjá Bónus um 53 prósent. Bónus var oftast með lægsta verð- ið á 16 páskaeggjum af 28, næst oftast voru Fjarðarkaup með lægsta verðið eða á níu páskaeggjum og Krónan á þremur. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið á 21 páskaeggjum af 28, en Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða á sjö páskaeggjum. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg í Fjarðarkaupum en þar voru til öll páskaeggin sem voru skoðuð. Krónan átti til 27 af 28 og Nettó og Hagkaup 26. Fæst eggjanna voru fáanleg í Nóatúni eða 18 talsins og Bónus var með 21. Kostur og Víðir neituðu þátttöku í könnuninni. Dýrara en í fyrra Verð á páskaeggjum hefur hækkað talsvert á milli ára. Úrval páskaeggja er mest í Fjarðarkaupum. MynD SigTryggur Ari Lækkandi tekjur skapa jöfnuðinn n Jöfnuður góður fyrir samfélagið n Launaháir borga meiri skatt Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Samkvæmt Gini- stuðlinum rað- ast Ísland á meðal þeirra landa þar sem hvað mestur efnahagslegur jöfnuður ríkir. Meiri jöfnuði náð Meiri jöfnuður er í íslensku samfélagi nú en þegar mælingar hófust. Mikill ójöfnuður var á árunum fyrir hrun. Ólögmætt verkfall Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag að boðað verkfall flugliða hjá Iceland Ex- press, sem hefjast átti á miðnætti á fimmtudag, væri ólögmætt. Ekki hafi því komið til vinnustöðvunar flugliða og engin röskun verður á flugi Iceland Express á föstudag af þeim sökum. Þetta kom fram í til- kynningu frá Iceland Express. 0 100 2004 ÞúS. krónA Launaháir lækka mest 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 200 300 400 500 600 700 800 Á myndinni sést hvernig laun þeirra sem eru í hæsta tekjuhópn- um hafa dregist verulega saman og færst nær því sem gerist í lægsta hópnum og miðhópnum. n Hæstu 20 prósentin n Mið 20 prósentin n Lægstu 20 prósentin Aldrei fór ég suður: Á fjórða tug hljómsveita Þrjátíu og tvær hljómsveit- ir leika á ísfirsku tónlistar- hátíðinni Aldrei fór ég suður í ár. Hátíðin fer fram á Græna- garði á Ísafirði föstudag- inn langa og laugardag fyrir páskadag. Boðað var til blaða- mannafundar á Ísafjarðarflug- velli á fimmtudag þar sem listinn var kynntur en á meðal þeirra sem leika á hátíðinni eru hljómsveitirnar Retro Stefson, Ham, Páll Óskar og Vestfirð- ingur ársins Örn Elías Guð- mundsson, betur þekktur sem Mugison. Forsvarsmenn hátíðarinn- ar greindu frá því á fundinum að þeim hefðu borist ítrekaðar fyrirspurnir um hvar hægt væri á kaupa miða á hátíðina en ekki þarf að örvænta því líkt og áður kostar ekkert inn á hana. Inspired by Iceland verður með beina útsendingu frá há- tíðinni en hana má meðal ann- ars sjá á vef vestfirska frétta- miðilsins Bæjarins besta. Útsendingin er í samstarfi við skipuleggjendur Aldrei fór ég suður, Ísafjarðarbæ, Mark- aðsstofu Vestfjarða, Útflutn- ingsskrifstofu íslenskrar tón- listar, og RÚV. Þá mun Inspired by Iceland og ÚTÓN bjóða fimm erlendum blaðamönn- um frá virtum tónlistartímarit- um að heimsækja Ísafjörð um páskana og kynna sér íslenska tónlist. Þá verður boðið upp á ýms- an varning til styrktar hátíð- inni en þar verða meðal annars til sölu bolir með áletruninni „Maður gerir ekki rassgat einn“, en þau orð lét Mugison eftir- minnilega falla fyrir skemmstu og eru þau notuð til að minna á að fjölmargir aðilar leika á hátíðinni ásamt því að koma að skipulagningu hennar. Listann yfir hljómsveitir má sjá á DV.is og heimasíðu hátíðar- n Áttavilltir n Cutaways n Gang Related n Gógó píur n Hótel Rotterdam n Jón Jónsson n Legend n Mugison n Orphic oxtra n Páll Óskar og Sunnukórinn n Skálmöld n Skúli Þórðar n Svavar Knútur n Sykur n Vintage caravan n 701 n Biggibix n Dúkkulísur n Gísli Pálmi n Gudrid Hansdottir n HAM n Ketura n Klysja n Lori Kelley n Muck n Nolo n Pollapönk n Postularnir n Retro Stefson n Reykjavík! n Snorri Helgason n Þórunn Antonía Þessir spila HEiMiLD HAgSTOFAn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.