Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 10
E
fnahagslegur jöfnuður hefur
aldrei verið meiri hér á landi
síðan mælingar hófust árið
2004. Slíkt hefur margvíslegar
afleiðingar og bendir margt til
þess að jöfnuður í samfélaginu hafi
jákvæð áhrif á aðra þætti þess. Sem
dæmi má nefna heilsu, traust á milli
samborgara og glæpatíðni.
Samkvæmt Gini-stuðlinum raðast
Ísland á meðal þeirra landa þar sem
hvað mestur efnahagslegur jöfnuður
ríkir. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru
ekki langt undan en flestar eru þær þó
með lægri Gini-stuðul en Íslendingar.
Það er þó skýrt að meiri efnahagsleg-
ur jöfnuður ríkir á Norðurlöndunum
en víða annars staðar í heiminum.
Mestur ójöfnuður samkvæmt nýleg-
um tölum á meðal vestrænna ríkja er í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
Tekjur þeirra sem þénuðu mest
hækkuðu mest fyrir hrun
Efnahagslegur jöfnuður er mæld-
ur með Gini-stuðlinum. Stuðullinn
mælir efnahagslegan jöfnuð í einni
tölu frá 0 til 100 með því hvernig sam-
anlagðar ráðstöfunartekjur á neyslu-
einingu allra einstaklinga í landinu
dreifast. Eftir því sem stuðullinn er
hærri því ójafnari er tekjudreifing-
in. Þannig myndi sami einstaklingur
hafa allar tekjurnar ef stuðullinn væri
100 en allir hefðu jafnar tekjur ef stuð-
ullinn væri núll.
Ekki eru nema átta ár frá því að
Hagstofa Íslands fór að taka saman
opinberar tölur um Gini-stuðulinn
og efnahagslegan jöfnuð hér á landi.
Miklar breytingar hafa þó átt sér stað
hér á landi hvað slíkan jöfnuð varðar
og jókst ójöfnuður gríðarlega á með-
an bankarnir uxu sem mest. Á þeim
tíma hækkuðu tekjur þeirra sem
höfðu hæstar tekjur margfalt á við það
sem tekjur tekjulægri hópa gerðu.
Jákvætt fyrir samfélagið að
tekjurnar jafnist
Richard Wilkinson hefur gert ítarleg-
ar rannsóknir á áhrifum ójafnaðar og
árið 2009 gaf hann út bókina The Spi-
rit Level: Why More Equal Societies
Almost Always Do Better ásamt Kate
Pickett. Bókin er byggð á samanburð-
arrannsóknum yfir áratugalangt tíma-
bil og koma þar fram skýr dæmi þess
að tekjujöfnuður í samfélögum hefur
jákvæð áhrif. Jafnaðarmenn víða um
heim hafa notað bókina málstað sín-
um til stuðnings og hefur Samfylking-
in meðal annars fengið Wilkinson til
landsins til að halda erindi.
Bandaríkin hafa oft verið tekin
sem samanburðardæmi í umræðu
um efnahagslegan jöfnuð en mikill
efnahagslegur ójöfnuður er í landinu.
Gini-stuðull Bandaríkjanna árið 2007
var 45 stig sem er eitt það mesta sem
gerist í heiminum. Wilkinson tekur
einmitt dæmi um Bandaríkin í bók-
inni og bendir á að þó Bandaríkja-
menn eyði hærri upphæðum miðað
við höfðatölu í heilbrigðisþjónustu
en nokkur önnur þjóð og séu talsvert
auðugri en Grikkland sé barnadauði
lægri og lífslíkur betri í Grikklandi en
Bandaríkjunum.
Tekjuskerðing
forsenda jafnaðarins
Tekjujöfnuðurinn sem nú ríkir á Ís-
landi útskýrist einna helst af mikilli
tekjuskerðingu þeirra sem mestar
hafa tekjurnar. Laun þeirra sem störf-
uðu í bönkunum og stórfyrirtækjum,
sem fyrir hrun höfðu margfalt þær
tekjur sem meðal launamaður hafði
á sama tíma, hafa lækkað umtals-
vert. Breytingar á skattkerfinu hafa
hins vegar vissulega einhver áhrif en
skattkerfið er notað til að endurdreifa
tekjum í samfélaginu.
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna setti á þrepaskiptan
hátekjuskatt og auðlegðarskatt. Gera
má ráð fyrir því að einhver hluti tekju-
jafnaðarins sé tilkominn vegna þess-
ara aðgerða en líklega hafa lægri
launagreiðslur til tekjuhæsta hluta
þjóðarinnar talsvert meiri áhrif á
stöðuna.
10 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað
Páskaeggið hækkar í verði
n Bónus oftast með lægsta verðið
V
erð á flestum páskaeggj-
um í ár er í nær öllum tilfell-
um hærra en fyrir ári. Þetta
kemur fram í niðurstöðum
könnunar sem verðlagseftirlit ASÍ
gerði á páskaeggjum í sjö matvöru-
verslunum víða um land síðastlið-
inn mánudag. Kannað var verð á
28 algengum páskaeggjum. Mesta
hækkunin á milli ára er hjá Sam-
kaupum-Úrvali en þar hækkaði verð
á Síríus Konsum páskeggi um 27 pró-
sent. Sama egg hækkaði í Nettó um
21 prósent, Krónunni og Bónus um
fjögur prósent og hjá Fjarðarkaupum
um eitt prósent. Verðið stóð í stað hjá
Hagkaupi.
Sem fyrr segir hefur verð á páska-
eggjum hækkað í flestum tilfellum
hjá öllum verslunum nema á Nóa
Síríus gulleggi – sex stykki í pakka –
sem hefur lækkað á milli ára. Mesta
lækkunin var hjá Fjarðarkaupum,
Samkaupum-Úrvali og Hagkaupi um
55 prósent, hjá Nettó um 54 prósent
og hjá Bónus um 53 prósent.
Bónus var oftast með lægsta verð-
ið á 16 páskaeggjum af 28, næst oftast
voru Fjarðarkaup með lægsta verðið
eða á níu páskaeggjum og Krónan
á þremur. Samkaup-Úrval var með
hæsta verðið á 21 páskaeggjum af
28, en Hagkaup var næst oftast með
hæsta verðið eða á sjö páskaeggjum.
Flest páskaeggin í könnuninni voru
fáanleg í Fjarðarkaupum en þar voru
til öll páskaeggin sem voru skoðuð.
Krónan átti til 27 af 28 og Nettó og
Hagkaup 26. Fæst eggjanna voru
fáanleg í Nóatúni eða 18 talsins og
Bónus var með 21. Kostur og Víðir
neituðu þátttöku í könnuninni.
Dýrara en í fyrra Verð á páskaeggjum hefur hækkað talsvert á milli ára. Úrval páskaeggja
er mest í Fjarðarkaupum. MynD SigTryggur Ari
Lækkandi tekjur
skapa jöfnuðinn
n Jöfnuður góður fyrir samfélagið n Launaháir borga meiri skatt
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Samkvæmt Gini-
stuðlinum rað-
ast Ísland á meðal þeirra
landa þar sem hvað
mestur efnahagslegur
jöfnuður ríkir.
Meiri jöfnuði náð Meiri
jöfnuður er í íslensku samfélagi nú
en þegar mælingar hófust. Mikill
ójöfnuður var á árunum fyrir hrun.
Ólögmætt verkfall
Félagsdómur komst að þeirri
niðurstöðu á fimmtudag að boðað
verkfall flugliða hjá Iceland Ex-
press, sem hefjast átti á miðnætti
á fimmtudag, væri ólögmætt. Ekki
hafi því komið til vinnustöðvunar
flugliða og engin röskun verður á
flugi Iceland Express á föstudag af
þeim sökum. Þetta kom fram í til-
kynningu frá Iceland Express.
0
100
2004
ÞúS. krónA
Launaháir lækka mest
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
200
300
400
500
600
700
800
Á myndinni sést hvernig laun
þeirra sem eru í hæsta tekjuhópn-
um hafa dregist verulega saman
og færst nær því sem gerist í
lægsta hópnum og miðhópnum.
n Hæstu 20 prósentin
n Mið 20 prósentin
n Lægstu 20 prósentin
Aldrei fór ég suður:
Á fjórða tug
hljómsveita
Þrjátíu og tvær hljómsveit-
ir leika á ísfirsku tónlistar-
hátíðinni Aldrei fór ég suður í
ár. Hátíðin fer fram á Græna-
garði á Ísafirði föstudag-
inn langa og laugardag fyrir
páskadag. Boðað var til blaða-
mannafundar á Ísafjarðarflug-
velli á fimmtudag þar sem
listinn var kynntur en á meðal
þeirra sem leika á hátíðinni eru
hljómsveitirnar Retro Stefson,
Ham, Páll Óskar og Vestfirð-
ingur ársins Örn Elías Guð-
mundsson, betur þekktur sem
Mugison.
Forsvarsmenn hátíðarinn-
ar greindu frá því á fundinum
að þeim hefðu borist ítrekaðar
fyrirspurnir um hvar hægt væri
á kaupa miða á hátíðina en
ekki þarf að örvænta því líkt og
áður kostar ekkert inn á hana.
Inspired by Iceland verður
með beina útsendingu frá há-
tíðinni en hana má meðal ann-
ars sjá á vef vestfirska frétta-
miðilsins Bæjarins besta.
Útsendingin er í samstarfi
við skipuleggjendur Aldrei fór
ég suður, Ísafjarðarbæ, Mark-
aðsstofu Vestfjarða, Útflutn-
ingsskrifstofu íslenskrar tón-
listar, og RÚV. Þá mun Inspired
by Iceland og ÚTÓN bjóða
fimm erlendum blaðamönn-
um frá virtum tónlistartímarit-
um að heimsækja Ísafjörð um
páskana og kynna sér íslenska
tónlist.
Þá verður boðið upp á ýms-
an varning til styrktar hátíð-
inni en þar verða meðal annars
til sölu bolir með áletruninni
„Maður gerir ekki rassgat einn“,
en þau orð lét Mugison eftir-
minnilega falla fyrir skemmstu
og eru þau notuð til að minna
á að fjölmargir aðilar leika á
hátíðinni ásamt því að koma
að skipulagningu hennar.
Listann yfir hljómsveitir má sjá
á DV.is og heimasíðu hátíðar-
n Áttavilltir
n Cutaways
n Gang Related
n Gógó píur
n Hótel
Rotterdam
n Jón Jónsson
n Legend
n Mugison
n Orphic oxtra
n Páll Óskar og
Sunnukórinn
n Skálmöld
n Skúli Þórðar
n Svavar Knútur
n Sykur
n Vintage
caravan
n 701
n Biggibix
n Dúkkulísur
n Gísli Pálmi
n Gudrid
Hansdottir
n HAM
n Ketura
n Klysja
n Lori Kelley
n Muck
n Nolo
n Pollapönk
n Postularnir
n Retro Stefson
n Reykjavík!
n Snorri
Helgason
n Þórunn
Antonía
Þessir spila
HEiMiLD HAgSTOFAn