Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 14
högnuðust á stöðu- töku gegn heimilum 14 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað F járfestingarfélagið Teton ehf., sem er í eigu Vilhjálms Þor- steinssonar, Arnar Karlsson- ar og Gunnlaugs Sigmunds- sonar, fjárfesti í íbúðabréfum og ríkisskuldabréfum fyrir hrunið 2008, samkvæmt heimildum DV. Slík bréf eru með ríkisábyrgð og því afar traust fjárfesting. Bréfin hafa sama trausta matið, Aa1, hjá matsfyrirtæk- inu Moodys. Viðskiptin áttu sér stað í gegnum Kaupþing í Lúxemborg í svokölluðum heildarskiptasamning- um (e. total return swaps). DV hefur upp á síðkastið fjallað talsvert um málefni Teton en hlut- hafar tóku sér 600 milljóna króna arð út úr fjárfestingarfélaginu árið 2009 vegna rekstrarársins 2008. Arðurinn var greiddur til þriggja eignarhalds- félaga þeirra í Lúxemborg. Teton hagnaðist um nærri 1.150 milljón- ir króna á hrunárinu 2008 og byggði arðgreiðslan á því. Allir hluthafar félagsins neituðu að ræða við DV um hvernig þessi hagnaður félagsins væri tilkominn. „Við kjósum að aug- lýsa ekki í hverju við erum að fjár- festa hverju sinni,“ sagði Örn við DV. Rætt um Teton í skýrslunni DV hefur hins vegar nú fengið stað- festingu á því að Teton hafi fjárfest í ríkisskuldabréfum og íbúðabréfum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er sömuleiðis að finna umfjöllun um Teton þar sem fram kemur að Kaup- þing hafi fjármagnað Teton í gegnum Kaupþing í Lúxemborg með svoköll- uðum heildarskiptasamningum. Í skýrslunni kemur fram að Teton hafi verið einn helsti lánþegi Kaupþings í gegnum slíka samninga en í ársbyrjun 2008 námu skuldir félagsins við bank- ann 28 milljónum evra, um þremur milljörðum króna, vegna þeirra. Í skýrslunni kemur fram að ís- lensku bankarnir hafi gert slíka heild- arskiptasamninga við nokkra erlenda banka og að þeim felist að tvær fjár- málastofnanir „koma sér saman um að skiptast á reglulegum tekjum af safni af fjármálaafurðum annars veg- ar og reglulegum greiðslum hins veg- ar (sem yfirleitt eru millibankavext- ir (LIBOR) að viðbættu álagi)“. Þar kemur fram að algengast sé að und- irliggjandi í viðskiptunum sé safn af lánum eða skuldabréfum fyrirtækja. Sérfræðingur á fjármálamarkaði sem DV ræddi við segir að hægt sé að gera slíka heildarskiptasamninga með rík- istryggð verðbréf eins og ríkisskulda- bréf eða íbúðabréf. Óbein stöðutaka Sérfræðingurinn segir að aðili sem gert hefði slíkan heildarskiptasamn- ing með ríkistryggð verðbréf hefði getað grætt á vaxtamuninum sem var afleiðing af hækkun stýrivaxta Seðla- banka Íslands vegna gengislækkunar krónunnar á árunum fyrir hrunið. Krónan hrundi í verði árið 2007 og fram að hruninu 2008 og voru stýri- vextir Seðlabanka Íslands lækkaðir í kjölfarið. Ef Teton hefur stundað slík við- skipti með þessi ríkistryggðu bréf í gegnum Kaupþing í Lúxemborg þá var slíkt ekki stöðutaka gegn krón- unni, samkvæmt orðum sérfræð- ingsins. Hann segir hins vegar að um óbeina stöðutöku hafi verið að ræða þar sem viðskiptin hafi byggt á því að gengi krónunnar myndi lækka og að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir í kjölfarið og að þeir myndu græða á vaxtamuninum í viðskiptunum í kjölfarið. Þetta þýðir að sá sem græð- ir á slíkum viðskiptum hefur talið líklegt að gengi krónunnar myndi lækka á árinu 2008. Þessi mynd af hagnaði Teton árið 2008 er hins vegar einungis hugsan- leg, þó vitað sé að Teton hafi fjárfest í íbúðabréfum og ríkisskuldabréfum og gert heildarskiptasamning við Kaupþing, þá er ekki gefið að við- skiptin hafi farið fram með þessum hætti. Þessi mynd af viðskiptunum rímar hins vegar ágætlega við orð Arnar Karlssonar um eðli fjárfest- ingastefnu Teton, sem hann lét falla í samtali við DV. „Nei, við höfum bara haft þá reglu að vera ekkert að ræða mikið um okkar viðskipti. Þeir sem þekkja okkur úr viðskiptum vita hins vegar að við höfum verið mjög íhaldssamir; við erum áhyggjufull- ir að eðlisfari og ekki miklir „high- flyerar“,“ sagði Örn. n Keyptu ríkisskulda- og íbúðabréf n Gerðu samning við Kaupþing í Lúx Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Keyptu traust bréf Fjárfestingar- félagið Teton keypti ríkistryggð verðbréf fyrir hrunið og gerði heildarskiptasamning við Kaupþing í Lúxemborg. Gunnlaugur Sigmundsson og Vilhjálmur Þorsteinsson eru tveir af eigendum félagsins. „Ófyrirleitin“ frelsissvipting Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag tveggja og hálfs árs dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir Kristmundi Sigurðssyni fyrir rán, frelsissvipt- ingu, líkamsmeiðingu og fíkniefna- brot, er hann í slagtogi við tvo aðra menn svipti hálfsextugan mann frelsi sínu. Kristmundur fór ásamt tveimur öðrum að heimili manns á Hring- braut í lok desember 2010. Beittu mennirnir fórnarlambið ofbeldi í því skyni að ná af honum verðmæt- um. Þeir slógu manninn í andlitið, tóku hann hálstaki, fjötruðu hendur hans og tróðu tusku upp í munn hans og kefluðu. Neyddu þeir síðan manninn til að millifæra af reikn- ingi sínum 110 þúsund krónur yfir á reikning eins árásarmannanna. Létu mennirnir að auki greipar sópa í íbúð mannsins og tóku 80 þúsund krónur í reiðufé. Maðurinn hlaut talsverða áverka í árásinni. Segir í dómi Hæstaréttar að frelsissvipting- in hafi verið ófyrirleitin og alvarleg. Sakaferill Kristmundar nær aftur til ársins 1976. Hann hefur verið margsinnis verið dæmdur, meðal annars fyrir þjófnaðarbrot, brennu, hylmingu, umferðarlagabrot, nytj- astuld, skjalafals og ávana- og fíkni- efnalagabrot. Hann hlaut 12 ára fangelsisdóm með dómi Hæstarétt- ar í mars 1978 fyrir manndráp. Hannes vill for- setaembættið Sauðkrækingurinn Hannes Bjarnason hefur lýst yfir forseta- framboði. Hannes lýsir yfir fram- boðinu á heimasíðunni jaforseti. is en þar greinir hann frá því að hann hefur búið í Noregi síðast- liðin 14 ár. Hann fluttist til Noregs árið 1998 og hefur dvalið þar síð- an. Hann segir dvölina hafa opnað augu sín fyrir öllum þeim kostum og möguleikum sem Ísland og ís- lenskt samfélag hefur upp á að bjóða. „Eftir hrun hefur brunn- ið í mér einhvers konar þrá til að vinna að uppbyggingu,“ sagði Hannes í samtali við DV.is. Hann segir forsetaembættið vera vett- vang til að láta gott af sér leiða. 21., 23. og 26. mars sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.