Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 38
38 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Stórafmæli Berglind Brynjarsdóttir skólaliði 40 ára 1. apríl 32 ára 31. mars Norah Jones, hin íðilfagra söngkona sem nýlega frestaði tónleikum vegna taugaáfalls. 63 ára 30. mars Al Gore, fyrrverandi varaforseti í tíð Bill Clinton og nóbelsverðlaunahafi. 50 ára 1. apríl Skoska söngkonan Susan Boyle sem sigraði heiminn eftir þátttöku í breskri hæfileikakeppni. Framandi brauðtertur n Marokkósk og ítölsk brauðterta B rauðtertur hafa lengi verið vinsælar á Íslandi eins og í Norðurlöndum almennt. Á Íslandi er hefðin að laga brauðtertur með majónesi, rækjum og gúrku eða með aspas og skinku. Meginuppistaðan í brauðtertum getur hins vegar verið afar fjölbreytt og gaman að breyta einnig um lögun og laga brauðterturnar í hring fremur en ferning. Hér eru nokkrar góðar hug- myndir að öðruvísi brauð- tertum til þess að laga yfir páskana eða í komandi veislum og mannfögnuðum. Marokkósk brauðterta: Innihald Brauðtertubrauð Hummusblanda: safi úr ½ sítrónu 3 dl niðursoðnar kjúklingabaunir 1–2 marðir hvítlauksgeirar 1 msk. tahini 2–3 msk. ólífuolía 1–1 ½ dl grísk jógúrt Kjúklingafylling: 1 grillaður kjúklingur 2 ½ dl grísk jógúrt ½–1 msk. harissa, norðurafrískt krydd 2 dl fínt rifin söltuð gúrka Til skrauts: 4 dl sýrður rjómi 1 marinn hvítlauksgeiri salt og piparklettasalat, mynta, ólífur og sítróna Ítölsk brauðterta Innihald 9 lengjur af hvítu brauðtertu- brauði 150 gr gráðostur eða gorgonzola- ostur 10 sólþurrkaðir tómatar í olíu 1 dl steinlausar svartar ólífur 250 gr rjómaostur 2 dl sýrður rjómi 1 marinn hvítlauksgeiri 1 dl gróft skorin basilíka 1 dl gróft skorið klettasalat Til skrauts: 1 dl rjómaostur klettasalat kirsuberjatómatar svartar ólífur parmaskinka eða önnur fínt skorin ítölsk skinka „Alltaf reynt að plata mig“ É g er stolt af því að vera fædd á Sólvangi og því Gaflari í gegn. Það verður enginn Gaflari nema vera fæddur í Firð- inum.“ segir Berglind sinni björtu röddu. Hafnarfjörðurinn var heillandi fyrir börn að alast upp í og margt skemmti- legt þar að gera. Ég byrjaði ung að vinna mér inn pen- inga þar með því að bera út DV. Það var mjög skemmti- legt, á þeim árum kom blaðið út um hádegi á virkum dög- um en á laugardögum vakn- aði ég klukkan sex til að koma blaðinu til áskrifenda. Þess vegna þótti mér vænt um það þegar hringt var í mig út af þessu viðtali í blaðið mitt.“ Sem barn var Berglind al- veg viss um að hún ætlaði að setjast að í sveit þegar hún yrði stór og njóta nándar við nátt- úruna. „Ég og frænka mín ætl- uðum að verða bóndakonur og vera með fullt af dýrum. Það áttu að vera allar tegundir úr dýraflórunni hjá okkur og við ætluðum líka að eiga eina stelpu hvor. Það var aldrei inni í þessari sýn okkar að vera með neina karla nálægt okkur,“ segir hún gamansöm og nýtur þess að skoða æsku- myndir hugans. „Þegar fram liðu stundir fór ég að vinna við ýmislegt en ekkert af því tengdist sveitinni eða dýrunum sem heilluðu í æsku. Ég fór til Þýskalands sem au pair og ætlaði að vera þar í eitt ár en var í tvö og hálft ár. Nú er ég skólaliði í Smáraskóla og það er frábært, það er svo gam- an að vinna með börnunum.“ Þegar Berglind er spurð um einhvern eftirminnilegan dag eða viðburð færist glettið bros yfir andlit hennar. „Það var kannski ekki alveg hlægi- legt þegar það gerðist en við erum búin að hlæja mikið að því síðan. Við erum stundum aðeins að glettast hvort við annað – ég og minn elsku- legur. Þegar ég fór í óléttu- tékk kom í ljós að ég var með tvíbura. Auðvitað hringdi ég í minn mann, hann var upp- tekinn í vinnunni og ég spurði hvort hann væri sitjandi en hann sagðist standa. Ég bað hann um að draga djúpt and- ann og sagði honum svo að ég væri ólétt og það væru tví- burar. Hann þagði smá stund en spurði svo hvað ég hefði sagt. Ég endurtók það allt og við tók drykklöng stund án orða. Svo var eins og hann áttaði sig og sagði: „Ég tala við þig seinna“ og skellti á mig. Þegar ég svo náði í hann í vinnuna um kvöldið kom hann brosmildur út, snaraði sér inn í bílinn og sagði að ég hefði nærri náð sér í dag. Það var sætur á honum svipurinn þegar ég sagði honum að ég hefði ekki náð honum, við ættum von á tvíburum. Hann hafði bara skellti á mig,“ seg- ir þessi glaða kona skellihlæj- andi og slær sér á lær. Aðspurð hvernig sé að eiga afmæli á þessum merka degi þegar allt er leyfilegt – að plata og hrekkja, segir hún það vera skemmtilegt en kosti varðstöðu. „Alltaf þegar ég segi frá því að ég eigi af- mæli 1. apríl fer fólk að hlæja eða heldur að ég sé bara að plata það. Stundum er líka sagt við mig að það sé ekkert að marka mig, ég hafi fæðst 1. apríl, þannig að það er öðru- vísi að eiga afmæli þennan dag. Ég er sérlega vör um mig á afmælisdaginn enda hefur fólk alltaf reynt að plata mig á þessum degi. Ótrúlega marg- ir sem hafa reynt að spila með mig en ég hef alltaf verið vel á verði og reynt að passa mig. Enda man ég ekki eft- ir að tekist hafi að ginna mig á afmælisdaginn þó það geti svo sem vel verið þó mig reki ekki minni til þess. En núna verður væntanlega breyting á, dæturnar hafa tilkynnt mér að nú verði ég plötuð. Þetta sé löglegur „hrekkidagur“ og þær muni nota hann,“ segir hún full tilhlökkunar að sjá hvernig stelpunum tekst til. Skemmtilegt en kostar varðstöðu „Ég er sérlega vör um mig á afmælisdaginn enda hefur fólk alltaf verið að reyna að plata mig á þessum degi.“ Foreldrar: n Erna Ágústsdóttir húsmóðir f. 1944 n Brynjar Sigurðsson, sjómaður og bifvélavirki, f. 1945 Maki: n Benedikt Einarsson tæknifræðingur f. 1963 Börn: n Erna Guðríður Benediktsdóttir f. 1985 n Anna Margrét Benediktsdóttir f. 1997 n Brynja Dögg Benediktsdóttir f. 2005 n Emma Dís Benediktsdóttir f. 2005 n Ísabella Ósk Benediktsdóttir f. 2009 Systkin: n Steinunn Dagbjört Brynjarsdóttir viðskiptafræðingur f. 1965 n Brynja Rut Brynjarsdóttir viðskiptafræðingur f. 1969 n Erna Dögg Brynjarsdóttir bókari f. 1980 30. mars 1802 Bólusetning við kúabólu var lögboðin á Íslandi og var það með fyrstu löndum til slíkrar lagasetningar. 1816 Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað. Það gefur út Skírni, sem er elsta tímarit á Norðurlöndum. 1858 Hymen Lipman fékk skráð einkaleyfi á blýanti með áföstu strokleðri. 1867 Bandaríkin keyptu Alaska af Rússum fyrir 7,2 milljónir dollara. 1934 Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli og olli hlaupi í Skeiðará. 1945 Síðari heimsstyrjöldin: Sovétmenn réðust inn í Austurríki og hertóku Vínarborg. 1949 Alþingi Íslendinga samþykkti aðild landsins að NATO, en við það brutust út óeirðir á Austurvelli. 1981 Ronald Reagan var skotinn í brjóstið fyrir utan hótel í Washington. 1985 Mótefni gegn eyðniveiru fundust í fyrsta sinn í blóði Íslendings. 2006 Sinueldar kviknuðu í Hraunhreppi í Mýrasýslu og brunnu í yfir tvo sólarhringa. Þetta eru mestu sinueldar sem um er vitað á Íslandi og brunnu um 67 ferkílómetrar lands. 31. mars 1863 Kona kaus í fyrsta sinn í bæjarstjórnarkosningum á Íslandi og var það maddama Vilhelmina Lever á Akureyri. 1889 Eiffelturninn var vígður. 1917 Bandaríkin keyptu Dönsku Vestur-Indíur af Dönum og borguðu 25 milljónir dollara fyrir. Síðan hafa eyjarnar heitið Bandarísku Jómfrúaeyjar. 1931 Jarðskjálfti lagði Managva í Níkaragva í rúst og 2.000 manns létu lífið. 1955 Togarinn Jón Baldvinsson strandaði við Reykjanes. Allri áhöfninni, 42 mönnum, var bjargað. 1966 Sovétríkin skutu upp geimfarinu Luna 10 og komu því á sporbaug um tunglið. 1967 Á Raufarhöfn mældist 205 sentimetra snjódýpt og þykir það með fádæmum í þéttbýli á Íslandi. 1979 Steingrímur Hermannsson tók við af Ólafi Jóhannessyni sem formaður Framsóknarflokksins. 1991 Varsjárbandalagið var leyst upp. 1. apríl 1807 Trampe stiftamtmaður setti reglugerð um brunavarnir í Reykjavík. Bannað var að reykja pípu innanhúss og nálægt eldfimum efnum. 1855 Einkaréttur Dana til verslunar á Íslandi var aflagður og máttu Íslendingar eftir það versla við allar þjóðir. 1873 Hilmar Finsen varð fyrsti landshöfðingi Íslands. Hann var áður stiftamtmaður en síðar borgarstjóri í Kaupmannahöfn. 1896 Álafoss hóf ullarvinnslu. 1924 Adolf Hitler var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátttöku sína í valdaránstilraun í München árið 1923. Hann sat þó aðeins inni í níu mánuði. 1936 Alþýðutryggingalög gengu í gildi á Íslandi. 1955 Aprílgabb birtist í Tímanum um væntanlegan fund æðstu ráðamanna heims í Reykjavík. Slíkur fundur varð ekki á dagskrá fyrr en 31 og hálfu ári síðar, 10. október 1986. 1976 Tölvufyrirtækið Apple var stofnað af Steve Jobs, Steve Wozniak og Mike Markkula. 1984 Marvin Gaye, söngvari, var skotinn til bana af föður sínum. Merkis- atburðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.