Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 28
Sandkorn H ann hefur afhjúpað nýtt sam­ særi. Björn Bjarnason var einn af lykilmönnunum í því að móta íslenskt samfélag. Áhrif hans fólust meðal annars í því að skipa dómara og vera yfirmaður útvarps­ stjóra, sem stýrir stofnuninni sem fær niðurgreiðslur frá ríkinu til að veita almenningi viðeigandi upplýsingar. Björn smitast niður. Björn varð fyrir því óláni á dögun­ um að vera dæmdur til að borga Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fáránlegar fé­ bætur fyrir klaufaleg mistök í bók, sem hann skrifaði um fjandvini sína í Baugi, jafnvel þótt hann hefði leið­ rétt mistökin kyrfilega. Í mörg ár hafa athafnamenn leitað eftir smávægi­ legum mistökum fjölmiðlamanna til að stefna þeim og fá frá þeim fébætur, vegna refsigleði dómaranna í meið­ yrðamálum, oft sömu dómara og Björn kom fyrir í embætti. Miskabæt­ ur vegna meiðyrða hafa jafnvel verið hærri en miskabætur til fórnarlamba hópnauðgana. Þarna varð Björn fórn­ arlamb eigin arfleifðar. Þótt Björn sé hættur í atvinnu­ stjórnmálum hefur hann ennþá áhrif á þjóðmálaumræðuna og heldur lífi í orðræðu sinni, sem mótaði íslenska umræðuhefð á valdatíma hans. Aðferð Björns er að klína stimpli á fólk til að vega að trúverðugleika þess. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var gagnrýndur í góðærinu var ein al­ gengasta vörn Björns að klína Baugs­ stimpli á gagnrýnendur. Þeir voru „ Baugsmiðlar“ og „baugspennar“, viljalaus verkfæri Baugs í samsærinu gegn Sjálfstæðisflokknum. Nýlega klíndi hann til dæmis Samfylkingar­ stimpli á Þóru Arnórsdóttur, mögu­ legan forsetaframbjóðanda. Nýi stimpillinn hans Björns er Evrópusambandsstimpillinn. Í vik­ unni stimplaði hann Gísla Einars­ son, stjórnanda þáttarins Landans á RÚV, og ýjaði að því að hann þæði fé frá ESB. Staðreyndin er auðvitað sú að Gísli þiggur ekkert fé frá ESB. Ekkert bendir til annars en að Gísli sé heiðar­ legur. Björn fór þá fram á það, í um­ mælum við blogg Teits Atlasonar, að allir sjónvarpsþættir, sem fengju ekki styrki frá ESB, ættu að vera merktir sérstaklega. „Hvað er athugavert við að tekið sé fram í þáttum með efni á borð við það sem borið var á borð í Landanum að það sé ekki kostað af ESB? Það kæmi í veg fyrir misskilning,“ sagði Björn. Rökfræðilega má setja orðræðu Björns svona fram: Allir eru á styrkjum frá Evrópusambandinu. Þeir sem eru ekki á styrkjum frá Evrópusambandinu gefi sig fram. Þegar nánar er að gáð talar Björn út frá eigin reynslu. Björn skrifaði ávirðingar sínar á vefinn Evrópuvaktina. Eins og blogg­ arinn Teitur Atlason og fleiri hafa bent á, er Evrópuvaktin meðal annars rekin fyrir peningastyrk frá ESB. Hræsni Björns virðist vera alger. Hræsni fyrrverandi ráðherra skiptir líklega ekki miklu máli ein og sér. Hún er hins vegar hluti af umræðu­ hefð sem varð til í landinu á valdatíma Björns og félaga hans. Störf Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófess­ ors við að mæra Sjálfstæðisflokkinn og velunnara hans, voru niðurgreidd af þeim sem hann mærði – oft með peningum almennings – á sama tíma og kjarninn í stjórnmálaspeki Hann­ esar var gagnrýni á fólk sem lifði á ríkisstyrkjum. Störf Davíðs Oddssonar á Morgunblaðinu eru niðurgreidd af útgerðarmönnum. Davíð Odds­ son lagði opinberlega fæð á fjölmiðla í eigu Baugs, en taldi það síðan vera dyggð að vera fjölmiðlamaður í stjórn­ málaflokki. Því aðrir fjölmiðlamenn væru svo óheiðarlegir að leyna flokks­ tengslum sínum. „Mér finnst miklu heiðarlegra að vera með flokksskír­ teinið heldur en vera í hjarta sínu hlynntur flokki...,“ útskýrði hann. Rök­ legan boðskap hans má setja svona fram: Allir fjölmiðlamenn eru á vegum stjórnmálaflokks. Þeir sem eru heiðar­ legir sýni flokksskírteini. Þetta er heimssýn þeirra: Samfé­ lagið er undirlagt af samsærum valda­ blokka sem nota viljalaus verkfæri í baráttu um áhrif. Kannski byggir þetta á þeim heiðarleika þeirra, að þetta er veruleikinn sem þeir þekkja. Þetta getur verið nauðhyggja þess sem trúir því að allt stýrist af vilja valds og pen­ inga. Ef svo er, verður að draga í land með að Björn sýni hræsni. Það þýðir að Björn er fyllilega samkvæmur eigin heimsmynd. Hann skipar sér í lið og tekur þátt í stríði þess gegn mögulegri ógn. Hann notar þau vopn sem hann hefur, stimplar fólk og ræðst gegn trúverðugleika þess. Hann er þá ekki hræsnari. Hann er eitthvað annað. Á endanum kom í ljós að ósköp fáir fá styrki frá ESB til að halda úti um­ ræðu í landinu. Ásamt tveimur öðrum er það Björn sjálfur, sem ásamt Styrmi Gunnarssyni fékk 4,5 milljónir króna til að ferðast um Evrópu, svo hann gæti tekið þátt í upplýstri umræðu um ESB. Hann stendur eftir, sem einn af örfáum mönnum sem hann getur fyr­ irlitið með réttu fyrir að bera út áróður á launum frá ESB. Fórnarlömb verðbólgu n Már Guðmundsson seðla­ bankastjóri hefur stefnt Seðlabankanum til að ná fram hækkun á launum. Launin eru 1,3 millj­ ónir króna á mánuði en Már hefur orðið fyrir því óláni að verðbólgan lækk­ aði raunlaun hans um 13 þúsund um síðustu mánaða­ mót. Með 6,4% verðbólgu á ársgrundvelli, eins og nú er, gerir þetta hátt í hundrað þúsund króna raunlækkun á launum á ári. Þetta er óvænt, því Seðlabankinn ætlaði að halda verðbólgunni í 2,5%. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, varð fyrir því að raunlaun hans lækkuðu um 10 til 11 þúsund krónur. En hann stendur sig svo vel að Landsbankinn græðir 8,3 milljarða á viðskiptavinum sínum á ári – bara í gegnum verðbólguna. Smánarleg laun n Landsbankinn skilaði langmestum hagnaði allra bankanna í fyrra, eða um 17 milljörðum. Það þykir skjóta skökku við að Stein- þór Pálsson bankastjóri hafi einungis smánarlega milljón á mánuði, plús ein­ hvern hundrað þúsund kall, sérstaklega þar sem því er gjarnan haldið fram að það sé lykillinn að gróða fyrir­ tækja að borga æðstu stjórn­ endum há laun. Höskuldur Ólafsson í Arion banka fær til dæmis 3,6 milljónir, en græddi bara 11 milljarða. Nú vilja bankaráðsmenn gefa Steinþóri samkeppnis­ hæf laun. Og svo vilja þeir tryggja að bankinn haldi í þá sjálfa. Því leggja þeir til að þeir fái 100 þúsund krónur aukalega á mánuði héðan í frá, og að formaðurinn fái 175 þúsund meira, til að forðast eigin atgervisflótta. Blaðamaður hraunar yfir AMX n Magnús Halldórsson, við­ skiptaritstjóri Vísis og Stöðvar 2, var sakaður um það í „fugla­ hvísli“ á hægrivefnum AMX. is að leyna tengslum við Steingrím J. Sigfússon, þar sem hann skrifaði grein um lítil áhrif auðlinda­ gjalds á hagnað sjávarútvegs­ fyrirtækja. Tengsl hans fólust í því að bróðir hans, Valdimar Halldórsson, er aðstoðarmaður Steingríms J. Magnús sendi AMX athugasemd, þar sem hann ítrekaði að hann hefði ekki sömu skoðanir og Stein­ grímur J., þótt bróðir hans vinni hjá honum. „Ég geri ekki ráð fyrir að þið hafið heilasell­ ur til þess að taka ákvörð­ un um að birta þetta,“ sagði Magnús um athugasemdina. En hún var birt. Ég fór að ráðum hans Heimurinn er ekki svarthvítur Bubba Morthens var ráðlagt að taka ekki hlutabréflán. – DV Sölvi segir hæpið að líkja ástandinu á Haíti saman við kreppuna hér. – DV Hræsni Björns Bjarnasonar Þ að er kunnara en frá þurfi að segja, að óheftur aðgangur að almenningsauðlindum leiðir til ofnotkunar og jafnvel fullrar eyðingar. Það tók nokkurn tíma fyrir Ís­ lendinga að átta sig á þessu. Á ótrúlega stuttum tíma óx fiskiskipaflotinn fram úr því sem hæfilegt var til að nýta fiski­ miðin. Margir áttu erfitt með að átta sig á, að fiskveiðitæknin var komin á það stig, að nú þurfti að koma í veg fyrir að of mikið væri veitt af fiski. Þetta hefur nú flestum skilizt. Það skapast engin verðmæti við að „skapa atvinnu“ handa tvisvar eða þrisvar sinnum fleiri sjó­ mönnum en þörf er á, eða vera með tvisvar eða þrisvar sinnum fleiri báta í veiðunum en á þarf að halda. Framseljanlegir aflakvótar takmarka aðganginn að sjávarútveginum í sam­ ræmi við þörf. Þeir, sem geta borgað mest fyrir aflakvóta, eru þau fyrirtæki og einstaklingar sem geta skapað mest verðmæti í sjávarútveginum. Framselj­ anlegir aflakvótar verða þannig til þess, að þeir sem stunda sjávarútveg eru þeir sem kunna bezt til verka. Þetta er að sjálfsögðu lykill að að hagsæld og vel­ megun þjóðarinnar allrar. Fiskimið Íslendinga er löngu fullnýtt. Sjávarútvegurinn getur þess vegna ekki staðið undir bættum lífskjörum hjá vax­ andi þjóð, sem vill vera sambærileg við nágrannaþjóðirnar. Ég hef tekið eftir því að ýmsir stjórnmálamenn á Íslandi tala um norrænt velferðarríki. Ég vona að þeir hafi gert sér grein fyrir hvað heldur þeirri velferðarbyggingu uppi. Helm­ ingurinn af úflutningstekjum Noregs kemur frá olíu og gasi. Svíar voru meðal þeirra, sem fyrst byggðu upp velferðar­ ríki. Á þeim árum var sænskur iðnaður í fararbroddi á heimsmælikvarða. Eftir þvi sem sænskum iðnaði hrakaði í sam­ anburði við aðrar þjóðir, þurftu Svíar að skera niður útgjöld velferðarríkisins, ekki sízt eftirlaun. Ef Íslendingum á að takast að bæta lífskjörin, verða þeir að finna fleiri út­ flutningsatvinnuvegi en sjávarútveg. Þannig má segja, að þýðingarmesta markmið í fiskveiðistjórninni sé að koma í veg fyrir fjölgun sjómanna og fiskiskipa og beina bæði vinnuafli og fjármunum í aðrar áttir. Sem betur fer hafa nýir útflutningsatvinnuvegir þróazt; orkufrekur iðnaður hefur vaxið og þarf að vaxa frekar, og ýmis fram­ leiðsla sem byggist fyrst og fremst á mannauði hefur sprottið upp. Margir sáu bankaútrás Íslendinga í því ljósi, en það reyndust hillingar einar. Össur, Marel og Actavis hjara enn, og það þurfa að koma fleiri slík fyrirtæki. Nú­ verandi gjaldeyrishöft eru því ekki til framdráttar. Mestu deilurnar um fiskveiðistefn­ una á Íslandi hafa verið um auðlinda­ rentuna, eins og hún endurspeglast í kvótaverðinu. Þegar kvótakerfinu var komið á legg 1983, var kvótinn svo að segja verðlaus, og áætlanir um gjald fyrir kvóta hefðu örugglega orðið til þess að kefið hefði drepizt i fæðingunni. Kvótar urðu verðmætir fyrr en flestir áttu von á, og margir högnuðust veru­ lega á gjafakvótum. Við skulum samt átta okkur á því, að þau verðmæti voru ekki tekin frá neinum; þau sköpuðust af þeirri hagræðingu, sem kvótakerfið kom til leiðar. Það ætti að leggja ein­ hverjar hömlur á hve mikið er hægt að æsa sig upp út af þessum kvótagróða. Nú eru svo margir búnir að selja gjafa­ kvótann sinn, að vonlaust er að reyna að gera gjafakvótagróðann upptækan. Engu að síður ættu útgerðarmenn að ígrunda hvort ekki sé rétt að sættast á umtalsverðan auðlindaskatt til að draga úr deilunum um fiskveiðistjórnina. Út­ gerðarmenn eiga ekki fiskimiðin, þau eru eign þjóðarinnar allrar. Það er hagur hennar að þeir stundi útgerð sem bezt kunna til verka, en á ekki þjóðin í heild tilkall til þess arðs sem fiskimiðin gefa af sér, umfram það sem útgerðarmenn þurfa til að standa straum af eigin til­ kostnaði? Skattur á auðlindarentu er bezti skattur sem völ er á, og án skatta getur ekkert siðmenntað þjóðfélag ver­ ið. Kvótakerfið stendur og fellur með því að þjóðin hafi skilning á því að kerfið sé í þágu þjóðarinnar í heild. Skattlegging auðlindarentu má framkvæma meðal annars með því að bjóða upp ákveðinn hundraðs­ hluta af kvótum á hverju ári. Það er allt önnur lausn en sú hugmynd að setja einhverja hlutdeild af kvótanum í hina og þess „potta“ og úthluta úr pottunum til samherja í pólitík eða til byggðarlaga sem ekki eiga sér við­ reisnar von. Það er uppskrift á spill­ ingu og fátækt. Hagsæld og fiskveiðistjórn „Útgerðar- menn eiga ekki fiskimiðin, þau eru eign þjóð- arinnar allrar Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 28 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað „Hann stendur eftir, sem einn af örfáum mönnum sem hann getur fyrirlitið með réttu. Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Kjallari Rögnvaldur Hannesson prófessor í auðlindahagfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.