Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Qupperneq 54
L okaspretturinn í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram um helgina en nú eru aðeins átta um- ferðir eftir. Titilbarátt- an stendur á milli Manches- ter-liðanna United og City en þeir rauðu náðu þriggja stiga forskoti á mánudaginn þegar liðið lagði Fulham afar ósann- færandi, 1–0. City tekur á móti Sunderland á heimavelli um helgina sem ætti að gera þrjú tiltölulega auðveld stig enda hefur City unnið alla heima- leiki sína í deildinni í vetur. Manchester United spilar aftur á móti ekki fyrr en á mánu- daginn, þá gegn Blackburn úti en fallkandídatar Blackburn unnu óvæntan sigur á United á gamlársdag. Í norðrinu ríkir mikið gleði og hefur gert allt tímabilið. Newcastle-bólan er ekki enn sprungin eins og margir höfðu spáð að myndi gerast fyrir löngu. Alan Pardew er þar að gera frábæra hluti og er liðið tiltölulega öruggt með sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili og Meistaradeildar- sæti er ekkert úr sögunni. Newcastle mætir Liverpool á sunnudaginn í leik liðanna í 6. og 7. sæti. Magnaður árangur Fyrir tímabilið var Newcastle ekki spáð neitt svakalega góðu gengi enda liðið búið að missa sinn helsta markaskorara þó hann hafi vissulega farið í janú- ar. Það varð þó að einhverjum bestu viðskiptum sögunnar því fyrir Carroll-peninginn fékk Newcastle tvær markamaskín- ur, Demba Ba og Demba Cisse, og gat sett afganginn í spari- baukinn. Liðið var á miklu flugi fram- an af tímabili en tók síðan mikla dýfu í nóvember og des- ember þar sem liðið vann ekki í sex leikjum í röð. Héldu þá margir að þunnskipaður hópur Newcastle væri að niður lotum kominn og miðjumoð biði liðsins. Svo var þó aldeilis ekki því menn bitu í skjaldarrendur og innkoma Cisse hefur skipt sköpum. Það er þó hæfni Par- dews til að kreista það besta út úr öllum leikmönnum sínum sem hefur skrifað sögu tíma- bilsins til þessa. Það er sama hvort mennirnir heita Mike Williamson, James Perch, Danny Guthrie eða Danny Simpson. Allir eru að standa sig eins og hetjur. Þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu sjá Newcastle-menn Meist- aradeildarsæti í hillingum en niður staðan verður þó líklega Evrópudeildin. Coloccini frá í mánuð Argentínumaðurinn Fabricio Coloccini þurfti smátíma til að aðlagast enska boltanum. Mið- vörðurinn kom frá Spáni sem algjör hetja en gat nákvæmlega ekki neitt tímabilið sem New- castle féll úr deildinni. Hann ákvað þó að vera áfram og spila með liðinu í næstefstu deild og fór þar að spila betur og betur. Á þessu tímabili hefur hann spilað eins og höfðingi og sýnt þá takta sem hann var þekktur fyrir á Spáni og með argent- ínska landsliðinu. Það var því mikið áfall þegar hann tognaði aftan í læri í sigri Newcastle á WBA um síðustu helgi. Hann verður frá í mánuð. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur. Colo hefur staðið sig frá- bærlega,“ segir varnarmaðurinn Mike William- son á heimasíðu Newcastle en Williamson hef- ur einnig spilað vel á leiktíð- inni. „Hann er ekki bara fyrir- liðinn okkar heldur er hann frábær leikmaður. Við sýndum það samt í seinni hálfleiknum gegn WBA að liðið okkar er nægilega gott til þess að kom- ast af án hans. Perch kom inn á miðju þarna í seinni hálf- leik en hann er búinn að vera einn af okkar bestu mönnum undanfarnar vikur. Hann sýndi það enn og aftur að hann getur leyst hvern sem er af. Hvort sem það er í vinstri bakverði, miðverði eða bara hvar sem er. Hann stendur sig alltaf vel,“ segir Williamson. Hræðast ekki Liverpool Newcastle mætir Liverpool á sunnu- daginn en liðin eru sem stendur í 6. og 7. sæti ensku úrvals- deildarinn- ar. New- castle er með átta stigum meira en Liverpool og mun sigur þeirra svörtu og hvítu endanlega tryggja það að Liverpool endar ekki ofar en í sjöunda sæti. Liverpool hefur átt hörmulegu gengi að fagna að undanförnu og aðeins unn- ið einn af síðustu sex leikjum og tapað hinum fimm. Þá hefur liðið aðeins sankað að sér átta stigum í leikjunum ellefu á árinu 2012 og væri í fallsæti ef talið væri aðeins eftir áramót. Þrátt fyrir það vanmetur Williamson Liverpool-liðið ekki. „Liverpool er með frá- bært lið sem getur alltaf dott- ið í gang. Það er með frábæra leikmenn eins og Suarez, Car- rol og Downing sem geta held- ur betur gert þér lífið leitt. Þetta verður erfiður leikur en vonandi getum við spilað jafn vel og um síðustu helgi. Þá ætti þetta að vera frábær leikur. Við komum inn í leikinn gegn Liverpool með mikið sjálfs- traust og það iðar allt af lífi hér í Newcastle. Það er uppselt á leikinn þannig að við erum að fá fólkið með okkur aftur eftir nokkur erfið ár hér í borg,“ segir Williamson. 54 Sport 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Leikir helgarinnar Enska úrvalsdeildin Laugardagur 31. mars 14.00 Aston Villa - Chelsea 14.00 Everton - WBA 14.00 Fulham - Norwich 14.00 Man. City - Sunderland 14.00 QPR - Arsenal 14.00 Wigan - Stoke 14.00 Úlfarnir - Bolton Sunnudagur 1. apríl 12.30 Newcastle - Liverpool 15.00 Tottenham - Swansea Staðan 1 Man. City 30 22 4 4 72:22 70 2 Man. Utd 29 22 4 3 73:27 70 3 Arsenal 30 18 4 8 61:39 58 4 Tottenham 30 16 7 7 53:35 55 5 Chelsea 30 14 8 8 49:34 50 6 Newcastle 30 14 8 8 44:42 50 7 Liverpool 30 11 9 10 36:31 42 8 Sunderland 30 11 7 12 39:34 40 9 Everton 30 11 7 12 30:32 40 10 Swansea 30 10 9 11 34:36 39 11 Norwich 30 10 9 11 41:47 39 12 Stoke 30 10 8 12 29:41 38 13 Fulham 29 9 9 11 37:40 36 14 WBA 30 10 6 14 36:41 36 15 Aston Villa 29 7 12 10 31:38 33 16 Blackburn 30 7 7 16 43:62 28 17 Bolton 29 8 2 19 33:58 26 18 QPR 30 6 7 17 33:53 25 19 Wigan 30 5 10 15 27:55 25 20 Wolves 30 5 7 18 31:65 22 Markahæstir Leikmaður Lið Mörk 1. Robin van Persie Arsenal 26 2. Wayne Rooney Man. United 21 3. Sergio Agüero Man. City 17 4. Demba Ba Newcastle 16 5. Yakubu Blackburn 14 6. Edin Dzeko Man. City 13 7.-8. Grant Holt Norwich 12 7.-8. Clint Dempsey Fulham 12 9.-10. E. Adebayor Tottenham 11 9.-10. Mario Balotelli Man. City 11 Flestar stoðsendingar Leikmaður Lið Stoðsendingar 1. David Silva Man. City 12 2.-3. E Adebayor Tottenham 11 2.-3. Antonio Valencia Man. United 11 4. Juan Mata Chelsea 10 5. Robin van Persie Arsenal 9 6.-10. Ryan Giggs Man. United 8 6.-10. Alex Song Arsenal 8 6.-10. Theo Walcott Arsenal 8 6.-10. Nani Man. United 8 6.-10. Gareth Bale Tottenham 8 n Newcastle-bólan ekki sprungin enn n Pardew að gera frábæra hluti Áfram siglir Newcastle Lykilmaður Tim Krul hefur verið magnaður í markinu. Mynd ReuteRS Gaman í norðrinu Tímabilið hefur verið gott hjá Newcastle.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.