Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Síða 13
Fréttir 13Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 Sagði vinkonum frá ofbeldinu n Faðir dæmdur fyrir að misnota tíu ára dóttur sína D ómsuppkvaðning í máli Hann esar Sigmarssonar, fyrr­ verandi yfirlæknis Heilbrigð­ isstofnunar Austurlands, hefur tafist töluvert í Héraðsdómi Austurlands vegna anna dómara. Málið þykir mjög umfangsmikið. Hannes stefndi stofnuninni fyr­ ir ólögmæta uppsögn og vill fá 26,7 milljónir króna í skaðabætur. Þá vill hann 5 milljónir króna í miskabætur frá bæði stofnuninni og Einari Rafni Haraldssyni, forstjóra hennar, vegna „ólögmætrar meingerðar gegn pers­ ónu hans og æru“ eins og það er orð­ að í stefnunni. Til stóð að dómur yrði kveðinn upp um miðjan mars. Guðjón Ármannsson, lögmaður Hannesar, segir að vegna tafanna þurfi að endurflytja málið fyrir Hér­ aðsdómi Austurlands. „Ég myndi halda að strax eftir páska verði mál­ ið endurflutt og dómur verði þá til­ búinn um miðjan apríl.“ Hann segir málið verða endurflutt óbreytt. Hannesi var vikið tímabundið úr starfi yfirlæknis árið 2009 vegna meints fjárdráttar og misræmis í reikningum. Sýslumannsembættið á Eskifirði rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökununum. Hannes fékk þó ekki að snúa aftur til starfa og var sagt upp endanlega í desember sama ár. Þegar hann sótti um stöðu læknis við stofnunina árið 2010 var honum hafnað þrátt fyrir að vera eini um­ sækjandinn. Hannes þykir mjög vinsæll læknir í sinni heimabyggð, Eskifirði, og þegar honum var vikið úr starfi á sín­ um tíma var víða flaggað í hálfa stöng í bænum honum til stuðnings. „Ég geri ráð fyrir því að réttlætið vinni,“ segir hann í samtali við DV. „Geri ráð fyrir því að réttlætið vinni“ n Hannes bíður dómsuppkvaðningar sem hefur tafist Bíður átekta Hannes er bjartsýnn á að niðurstaðan verði sér í hag. Milljarðatap hjá Skiptum Tap Skipta, móðurfélags Símans, nam á síðasta ári 10,6 milljörðum króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 6 milljörðum króna. Í tilkynningu frá Skiptum kemur fram að hækk­ un EBITDA, sem er hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta, afskriftir fastafjármuna og viðskiptavild­ ar, úr 14,9 prósentum árið 2010 í 21,5% árið 2011, skýrist af hagræð­ ingaraðgerðum sem félagið greip til á árinu. Í tilkynningunni segir að tap fyrirtækisins skýrist einkum af því að það hafi afskrifað kröfur upp á 4,5 milljarða króna. Félagið kallar það „varúðarniðurfærslu“ en Skipti á kröfur á banka sem eru í slitameðferð. Þá hafi eignir félagsins rýrnað um 2,7 milljarða króna. Í tilkynningunni segir líka að eiginfjárhlutfall Skipta sé 14,5% og eigið fé nemi 11,5 milljörðum króna. Þá hafi Skipti gert samkomu­ lag við lánveitendur í apríl 2011 sem hafi meðal annars falið í sér 7,4 milljarða fyrirframgreiðslu lána. Alls hafi Skipti greitt 22,4 milljarða í afborganir og vexti árið 2011. Bálreiður í ráðuneyti Lögregla var kölluð til í velferðar­ ráðuneytið upp úr hádegi á fimmtudag. Þar reiddist maður mjög þegar honum var synjað um einstaklingsviðtal við starfsmann ráðuneytisins. Vitni sem var á staðnum sagði blaðamanni DV að maðurinn hafi beðið um að fá að ræða sín mál í einrúmi við starfs­ mann ráðuneytisins, en hafi reiðst og barið í borð þegar honum var neitað um það. Allnokkur fjöldi lögreglumanna var á staðnum þegar blaðamann bar að garði. Maðurinn var leiddur út í lögreglubíl eftir að lögreglu­ menn höfðu rætt við hann í and­ dyri húsnæðis ráðuneytisins við Tryggvagötu. Hann virtist rólegur og samvinnuþýður. Lögreglumenn á staðnum vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið þegar eftir þeim var leitað. 18 hefðu lifað Rannsóknarnefnd umferðar­ slysa telur að átján einstakling­ ar sem létust í umferðarslysum árin 2005 til 2010 hefðu lifað af ef þeir hefðu verið í bílbelti. Um er að ræða átta ökumenn, fjóra farþega í framsæti og sex farþega í aftursæti. Þetta kemur fram í orðsend­ ingu frá Umferðarstofu. Þar segir að ástæða sé til að hafa í huga að það sé hættulegt, bæði fyrir farþega í aftursæti og þá sem sitja í framsætum, ef farþegar í aftursæti eru ekki í bílbelti þegar árekstur á sér stað, og svo öfugt. Fram kemur að fjörutíu prósent ökumanna og farþega í fólksbílum, sem létust hér á landi í umferðarslysum árið 2010, hafi ekki verið í bílbelti. „Auk þess komu beltin í veg fyrir að fólk slasaðist alvarlega í mjög mörgum tilvikum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.