Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 Sagði vinkonum frá ofbeldinu n Faðir dæmdur fyrir að misnota tíu ára dóttur sína D ómsuppkvaðning í máli Hann esar Sigmarssonar, fyrr­ verandi yfirlæknis Heilbrigð­ isstofnunar Austurlands, hefur tafist töluvert í Héraðsdómi Austurlands vegna anna dómara. Málið þykir mjög umfangsmikið. Hannes stefndi stofnuninni fyr­ ir ólögmæta uppsögn og vill fá 26,7 milljónir króna í skaðabætur. Þá vill hann 5 milljónir króna í miskabætur frá bæði stofnuninni og Einari Rafni Haraldssyni, forstjóra hennar, vegna „ólögmætrar meingerðar gegn pers­ ónu hans og æru“ eins og það er orð­ að í stefnunni. Til stóð að dómur yrði kveðinn upp um miðjan mars. Guðjón Ármannsson, lögmaður Hannesar, segir að vegna tafanna þurfi að endurflytja málið fyrir Hér­ aðsdómi Austurlands. „Ég myndi halda að strax eftir páska verði mál­ ið endurflutt og dómur verði þá til­ búinn um miðjan apríl.“ Hann segir málið verða endurflutt óbreytt. Hannesi var vikið tímabundið úr starfi yfirlæknis árið 2009 vegna meints fjárdráttar og misræmis í reikningum. Sýslumannsembættið á Eskifirði rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökununum. Hannes fékk þó ekki að snúa aftur til starfa og var sagt upp endanlega í desember sama ár. Þegar hann sótti um stöðu læknis við stofnunina árið 2010 var honum hafnað þrátt fyrir að vera eini um­ sækjandinn. Hannes þykir mjög vinsæll læknir í sinni heimabyggð, Eskifirði, og þegar honum var vikið úr starfi á sín­ um tíma var víða flaggað í hálfa stöng í bænum honum til stuðnings. „Ég geri ráð fyrir því að réttlætið vinni,“ segir hann í samtali við DV. „Geri ráð fyrir því að réttlætið vinni“ n Hannes bíður dómsuppkvaðningar sem hefur tafist Bíður átekta Hannes er bjartsýnn á að niðurstaðan verði sér í hag. Milljarðatap hjá Skiptum Tap Skipta, móðurfélags Símans, nam á síðasta ári 10,6 milljörðum króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 6 milljörðum króna. Í tilkynningu frá Skiptum kemur fram að hækk­ un EBITDA, sem er hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta, afskriftir fastafjármuna og viðskiptavild­ ar, úr 14,9 prósentum árið 2010 í 21,5% árið 2011, skýrist af hagræð­ ingaraðgerðum sem félagið greip til á árinu. Í tilkynningunni segir að tap fyrirtækisins skýrist einkum af því að það hafi afskrifað kröfur upp á 4,5 milljarða króna. Félagið kallar það „varúðarniðurfærslu“ en Skipti á kröfur á banka sem eru í slitameðferð. Þá hafi eignir félagsins rýrnað um 2,7 milljarða króna. Í tilkynningunni segir líka að eiginfjárhlutfall Skipta sé 14,5% og eigið fé nemi 11,5 milljörðum króna. Þá hafi Skipti gert samkomu­ lag við lánveitendur í apríl 2011 sem hafi meðal annars falið í sér 7,4 milljarða fyrirframgreiðslu lána. Alls hafi Skipti greitt 22,4 milljarða í afborganir og vexti árið 2011. Bálreiður í ráðuneyti Lögregla var kölluð til í velferðar­ ráðuneytið upp úr hádegi á fimmtudag. Þar reiddist maður mjög þegar honum var synjað um einstaklingsviðtal við starfsmann ráðuneytisins. Vitni sem var á staðnum sagði blaðamanni DV að maðurinn hafi beðið um að fá að ræða sín mál í einrúmi við starfs­ mann ráðuneytisins, en hafi reiðst og barið í borð þegar honum var neitað um það. Allnokkur fjöldi lögreglumanna var á staðnum þegar blaðamann bar að garði. Maðurinn var leiddur út í lögreglubíl eftir að lögreglu­ menn höfðu rætt við hann í and­ dyri húsnæðis ráðuneytisins við Tryggvagötu. Hann virtist rólegur og samvinnuþýður. Lögreglumenn á staðnum vildu ekki gefa frekari upplýsingar um málið þegar eftir þeim var leitað. 18 hefðu lifað Rannsóknarnefnd umferðar­ slysa telur að átján einstakling­ ar sem létust í umferðarslysum árin 2005 til 2010 hefðu lifað af ef þeir hefðu verið í bílbelti. Um er að ræða átta ökumenn, fjóra farþega í framsæti og sex farþega í aftursæti. Þetta kemur fram í orðsend­ ingu frá Umferðarstofu. Þar segir að ástæða sé til að hafa í huga að það sé hættulegt, bæði fyrir farþega í aftursæti og þá sem sitja í framsætum, ef farþegar í aftursæti eru ekki í bílbelti þegar árekstur á sér stað, og svo öfugt. Fram kemur að fjörutíu prósent ökumanna og farþega í fólksbílum, sem létust hér á landi í umferðarslysum árið 2010, hafi ekki verið í bílbelti. „Auk þess komu beltin í veg fyrir að fólk slasaðist alvarlega í mjög mörgum tilvikum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.