Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 33
Viðtal 33Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 Hún segist hafa verið orðin sér- fræðingur í egglosi og öðru sem við- kemur frjósemi. „Ég vissi því að það væri eitthvað ekki eins og það átti að vera. Þar sem ég var orðin þrítug vildi ég ekki sóa tímanum og dreif mig á Art Medica. Ég er mjög óþolinmóð manneskja og vildi komast að því strax ef eitthvað væri að. Þegar búið var að útiloka að eitthvað væri að Völla fór ég í speglun þar sem kom í ljós að ég er með sjúkdóm sem heit- ir legslímuflakk. Mér fannst í raun frábært að vita hvað væri að því þá var hægt að tækla vandamálið,“ seg- ir hún en bætir við að samt hafi hún ekki búist við að fyrsta meðferðin myndi takast.  Algjört kraftaverkabarn Baldvin var tveggja ára þegar Þóra varð óvænt ófrísk aftur. „Ég gekk með hann í 42 vikur og var með hann á brjósti til 14 mánaða aldurs. Fyrir vikið var frjósemin allt í einu húrr- andi fín. Móey er algjört kraftaverka- barn,“ segir hún og bætir við að hún hafi átt erfitt með að trúa að hún væri orðin ófrísk. „Líkaminn var samt að reyna að láta mig vita. Ég var til dæmis kom- in með brjóstsviða – það fær eng- inn brjóstsviða á sjöttu viku. Ég var líka alltaf þreytt og grenjaði yfir öllu. Völli spurði mig hvort ég væri ekki bara ófrísk en það var það fáránleg- asta sem ég hafði heyrt. Ég beið eftir að ég byrjaði á túr og, eins heimsku- lega og það hljómar, ákvað ég að nota gamla trixið – kaupa prufu. Það hafði aldrei klikkað þegar við reyndum að eignast Baldvin og ég ákvað að reyna á það. Kvöld eitt hafði ég sett Baldvin í bað og pissaði á meðan á kvikindið. Greyið Baldvin sat svo lengi í baðinu að vatnið var orðið ískalt því mamm- an sat bara í sjokki á klósettinu,“ seg- ir hún og brosir að minningunni. „Ég hafði verið með yfirlýsingar um að hann yrði einkabarn því hann svaf svo illa. En auðvitað vorum við glöð.“  Móðurhlutverkið breytti öllu Aðspurð segist hún þó ekki búast við því að börnin verði fleiri. „Ég held að tvisturinn sé mín tala. Þetta passar svo vel svona, annað á hægri hönd- ina og hitt á vinstri. Sumir eru ótrú- lega góðir í því að eignast mörg börn en ég held að ég sé góð í því að eiga tvö börn. Ef þriðja barnið kæmi væri það hjartanlega velkomið en það er ekki á teikniborðinu.“  Þóra var orðin 32 ára þegar hún varð mamma og hún segir móður- hlutverkið hafa breytt öllu. „Fókus- inn í lífinu breyttist algjörlega þegar börnin komu. Við tókum þetta með trompi og urðum strax mikið fjöl- skyldufólk. Við lifum fyrir þessi börn okkar og það er aðallega þeirra vegna sem við erum komin heim. Við vilj- um að þau alist upp í íslensku sam- félagi og í nálægð við ömmu sína og afa. Í hjartans einlægni tókum við þessa ákvörðun af því að við teljum það best fyrir þau,“ segir hún og bæt- ir við að hún hafi brennandi áhuga á öllu sem viðkomi börnum og barna- uppeldi.  Dellan kemur frá mömmu „Ég held að það sé mömmu að kenna. Hún er mesta dellumanneskja sem ég hef hitt, ég hlýt að hafa þetta frá henni. Mér finnst börn svo áhuga- verð og það hvað við getum gert til að aðstoða þau í gegnum lífið og hvern- ig við getum orðið bestu mögulegu foreldrarnir,“ segir Þóra sem ætlaði sér alltaf að verða mamma. „Það var alltaf á stefnuskránni en ég var með það á hreinu að það þyrfti rétt- an kandídat í verkið. Hann fann ég þegar ég hitti Völla,“ segir Þóra sem er alin upp í Reykjavík. Faðir hennar heitir Sigurður Pét- ursson og er kennari en mamma hennar er Ólöf Kristjánsdóttir líf- efnafræðingur. Hún á eina systur, Örnu, sem er viðskiptafræðingur og er ófrísk að sínu þriðja barni. „Fjölskyldan er lítil en ofboðslega náin og þannig viljum við hafa það. Pabbi vildi alltaf hafa okkur öll ná- lægt sér og ég eyðilagði það plan þeg- ar ég fór á flandur. En hann er sáttur í dag,“ segir hún brosandi. Hún seg- ir það afar jákvætt fyrir börn að um- gangast fleiri kynslóðir. „Pabbi er líka svo mikill kennari og það er fyndið hvað orðfæri hans smitast yfir á börn- in. Það er algjörlega ómetanlegt.“  Heltekin af börnum Hún segir aldrei að vita nema ný bók líti dagsins ljós en í dag vinnur hún að vefsíðunni foreldrahandbokin. is. „Bókin var rifin úr höndunum á mér þegar ég var komin upp í 300 blaðsíður en ég hefði getað skrifað svo miklu meira. Þess vegna hélt ég áfram með síðuna. Ég veit ekki hvað gerðist þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Ég varð bara alveg heltekin af áhuga á öllu sem við kemur börnum og ekki síst eftir að barnið er komið í heiminn. Sjálf fékk ég algjört áfall þegar ég varð mamma. Ég vissi ekki neitt, kunni ekki neitt og var í tómu rugli. Þess vegna fór ég út í þessi skrif. Ég trúi því að vel vopnuð af upplýsing- um séum við betur í stakk búin til að takast á við verkefnin. Ég vildi líka benda á að það er engin ein rétt leið og með því að tala við 120 konur fékk ég mismunandi reynslusögur. Kon- ur hafa rétt á að upplifa hlutina eins og þær upplifa þá hverju sinni,“ segir Þóra sem hefur nú startað mömmu- bloggi á síðunni þar sem mæður deila sinni daglegu reynslu. „Mömmubloggið hefur fengið frábærar viðtökur en þar eru konur að tjá sig um allt milli himins og jarð- ar; allt frá því hvernig það er að eign- ast alvarlega veikt barn og hvernig sé best að velja barnalækni. Ég er líka að reyna að byrja með pabbablogg en það hefur fengið dræmar viðtök- ur. En verandi femínisti vil ég að allir aðilar hafi sínar málpípur. Ég vil búa til verkfæri þar sem fólk getur tjáð sig, því þessi þöggun, að það megi ekki tala um það þegar illa gengur, hefur slæm áhrif. Ég held að við gætum sparað milljónir í heilbrigðiskerfinu ef fólk gæti fengið að tjá sig, sagt hvernig því líður og viðurkennt vanmátt sinn. Slíkt hefur ótvírætt meðferðargildi,“ segir Þóra og bætir við að hópur fólks hafi beina aðkomu að síðunni for- eldrahandbokin.is. „Þetta er eigin- lega orðið að skrímsli í höndunum á mér. Ég vinn alfarið við þetta og það er mikill lúxus að vera sinn eigin herra. En ég er harður húsbóndi.“ Hætt að plana Þau Völundur hafa nú keypt sér gam- alt sögufrægt hús í miðbæ Reykja- víkur. „Þetta er gamla húsið hans Jóns Leifs og stendur við hliðina á Menntaskólanum í Reykjavík. Hvað við endanlega gerum við húsið á eft- ir að koma í ljós. Við ætlum að búa þarna en svo höfum við þennan stóra kjallara sem við klórum okkur í hausnum út af. Húsið býður upp á spennandi möguleika en það hefur ekkert verið meitlað í stein ennþá. Við skiptum líklega um skoðun þrisvar á dag,“ segir hún brosandi og bætir við að næst á dagskrá sé að leggja land undir fót.  „Við ætlum að reka veitingastað á Húsavík í sumar. Völli er frá Aðal- dal og við höfum gengið með það í maganum í nokkur ár að dvelja fyr- ir norðan. Þetta er algjör draumur og við gátum ekki neitað þegar þetta tækifæri kom upp í hendurnar á okk- ur,“ segir hún og bætir við að þau hafi ekki enn ákveðið hvar þau muni hafa aðsetur. „Það er ekki okkar stíll að ákveða hlutina til hlítar. Við erum ekkert að stressa okkur á hlutunum. Allt í heiminum er hverfult og tekur mið af breytingum. Við þekkjum masterpl- anið en erum hætt að plana smáat- riðin. Ef við erum dugleg skilar það einhverju góðu. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast,“ segir hún og bætir við að eitt besta ráðið sem hún hafi feng- ið þegar hún varð mamma hafi verið að hætta að bíða eftir næsta spenn- andi tímabili. „Ég lifi í núinu og er svo þakklát fyrir fjölskylduna og að geta dregið að mér andann nokkurn veginn áhyggjulaus. Ég er bara svo hamingjusöm.“ „Ég held að við gætum sparað milljónir í heilbrigðiskerf- inu ef fólk gæti fengið að tjá sig, sagt hvernig því líður og viðurkennt van- mátt sinn. Komin heim Þóra naut áranna á Bahamaeyjum. Sér í lagi þegar þau Völundur voru nýgift og barnlaus. Hún mælir ekki með að fjölskyldufólk flytji til eyjanna enda sé heilbrigðis- kerfið í molum. MynD Sigtryggur Ari Paradís Þóra ásamt Baldvin Snæ á ströndinni á Bahamaeyjum. Varðhundar Mikið er um ofbeldi og þjófnað á e yjunum en Þóra og Völundur voru með nokkra hunda sem vörð u húsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.