Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Qupperneq 30
30 Umræða 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Andrés Fjeldsted Hver eru þín viðbrögð við því sem kom fram í Kastljósi?  Friðrik J. Arngrímsson Góðan daginn. Ef þú ert að vísa til umfjöll- unar um vinnslu Samherja hf. á karfa í Þýskalandi og innrás í fyrirtækið vegna hennar þá finnst mér þar vera um aðgerð að ræða sem er í engu samræmi við tilefnið. Yfirvöld hafa aðgang að öllum upplýsingum hjá fyrirtækinu og þar er engu að leyna. Arnar Guðmundsson Hvaða leið telur LÍÚ heppilegasta til að meta þá auðlindarentu (umframarð) sem sérleyfi til nýtingar sjávarút- vegsauðlindarinnar skapa og hvernig á að skipta henni milli eiganda auðlindar og leyfishafa?  Friðrik J. Arngrímsson Við teljum að það sé mikilvægt að hafa fyrir- komulag við stjórn fiskveiða sem gefur færi á að skapa auðlinda- rentu (umframarð). Síðan er það verkefni að skipta henni. Reyndar fer langstærstur hluti þess sem við gerum til ríkisins og það er mikil- vægt að hafa í huga að með því að taka fjármuni út úr fyrirtækjunum minnkar fjárfesting og þar með það sem ríkið fær í sinn hlut. Guðmundur Franklín Jónsson Ertu hlynntur því að útlendingar geti átt meira en 50% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum?  Friðrik J. Arngrímsson Nei, ég tel að vegna mikilvægis sjávarútvegs- ins fyrir íslenskt efnahagslíf þá sé rétt að takamarka eign útlendinga við minnihlutaeign eins og nú er. Arnar Guðmundsson Ég er sammála þér með að við viljum að greinin skapi sem mestan arð. En á ég að skilja svar þitt sem svo að þú teljir að ekki eigi að skipta auðlindarentunni milli eiganda auðlindar og leyfishafa?  Friðrik J. Arngrímsson Ég tel best að arðurinn verði hjá einstakling- unum og fyrirtækjunum sem fjárfesta og kaupa vörur og þjónustu sem síðan skilar sér til ríkisins. Það átti hins vegar að vera sáttin þegar auðlinda- nefndin skilaði af sér 2000 að taka upp hóflegt veiðigjald gegn tryggum afnotarétti. Því miður þá er það frumvarp sem nú er til umfjöllunar afar óhóflegt í þessu samhengi. Andrés Fjeldsted Telur þú eðlilegt að útgerðir stýri verðmyndun á afla sem selst í fiskvinnslu og jafnframt því verði sem erlend fyrirtæki í þeirra eigu greiða fyrir aflann?  Friðrik J. Arngrímsson Þú ert væntanlega að tala um það þegar veiðar og vinnsla fer fram innan sama fyrirtækis. Þá er það verkefni útvegsmanna og sjómanna að semja um hlut sjómanna. Aflinn er ekki seldur í því tilviki fyrr en hann hefur verið unninn. Varðandi vinnslu í dótturfyrirtækjum í út- löndum er sama uppi á teningnum hvað launaþáttinn varðar. Vésteinn Gauti Hauksson Sæll, Friðrik – Hvað eru útgerðarfélög á Íslandi að skila miklum tekjum í þjóðarbúið gegnum tekjuskatt og svo framvegis?  Friðrik J. Arngrímsson Blessaður. Ég hef töluna ekki á hreinu, hvað þetta er beint og óbeint, en við vorum með 251 milljarð í útflutn- ingstekjur í fyrra. Stærstur hluti útgjalda útgerðarinnar er laun og síðan ýmis kostnaður sem fellur til innanlands. Ágúst Jóhannesson Nú hefur núverandi kvótakerfi leitt af sér mikið brottkast. Hvað telur þú að best sé að gera til að koma í veg fyrir það og hver er þín almenna skoðun á því?  Friðrik J. Arngrímsson Bless- aður. Ég er ekki sammála því að kvótakerfið hafi leitt af sér mikið brottkast. Ég var til sjós þegar ekkert kvótakerfi var og einnig í sóknarkerfi. Brottkastið er sem betur fer mun minna en áður var. Atli Fanndal Hvað finnst þér um hugmyndir þess efnis að allan fisk verði skylt að selja á markaði? Sérstaklega í ljósi ásakanna á hendur Samherja, sem orðið hafa til húsleitar í fyrirtækinu?  Friðrik J. Arngrímsson Illa. Það er mikilvægt að geta skipulagt veiðar, vinnslu og markaðsstarf til að hámarka það sem fæst fyrir það aflamagn sem við veiðum. Andri Valur Góðan dag. Hefur LÍÚ, með beinum eða óbeinum fjárframlögum, styrkt AMX, Evrópuvaktina eða aðra vefi í eigu Vefmiðlunar ehf. eins og stundum hefur verið haldið fram?  Friðrik J. Arngrímsson Nei. Barði Barðason Vill LÍÚ engar breytingar á fiskveiðikerfinu eða aðrar breytingar? Ef aðrar, hverjar eru þær í aðalatriðum?  Friðrik J. Arngrímsson Við viljum breytingar sem eru til bóta. Til sátta þá að fara í tímabundin afnot með samningum við ríkið. Þá þarf ekki að deila um „eignarhald á auðlindinni“. Ingólfur Þorleifsson Telur þú að notkun flottrolls innan landhelginnar, allt upp í fjöru, hafi áhrif á afkomu stofna eins og sandsílis o.fl.?  Friðrik J. Arngrímsson Nei – það þarf hins vegar að gæta að því að veiðar hafi ekki skaðleg áhrif og stýra veiðum m.t.t. þess. Ef t.d. seiði eða smáfiskur er á slóðinni þá þarf að takmarka veiðar m.t.t. þess. Ragnar Tómasson Mörgum sárnar að sjá hvernig útgerðarmenn hafa farið með þá kvóta sem þeim var úthlutað á sinum tíma. Hvað finnst þér hafa farið úrskeiðis (ef e-ð)?  Friðrik J. Arngrímsson Það var nauðsynlegt að sameina afla- heimildir á færri skip og því þurftu margir að selja til að við næðum fram þeirri hagræðingu við erum nú að uppskera með betri afkomu. Egill Sigurþórsson Styrkir LÍÚ stjórnmálaflokka eða stjórnmálamenn með beinum eða óbeinum hætti?  Friðrik J. Arngrímsson Nei. Pétur Jónsson Ertu vinstri maður sem trúir á höft eða ertu hægri maður sem trúir á samkeppni?  Friðrik J. Arngrímsson Ég trúi á samkeppni. Í sjávarútvegi hafa þeir sem eiga aflaheimildir að langstærstum hluta keypt þær í samkeppni eða unnið sér þær inn í samkeppni. Daði Ingólfsson Að þínu persónulega mati – hver á fiskinn í sjónum í fiskveiðilögsögu Íslands?  Friðrik J. Arngrímsson Auðlindin tilheyrir okkur öllum en þeir sem nýta fiskimiðin eiga einnig stjórnarskrárvarinn rétt. Það er mikilvægt að þeir umgangist miðin og stofnana eins og þeir eigi þá og hugsi til langs tíma um viðgang þeirra. Kristinn Örn Jóhannesson Fengist ekki eðlilegasta virðið fyrir alla aðila ef veiðiheimildirnar yrðu boðnar upp og þannig mesta hagræðingin innan greinarinnar?  Friðrik J. Arngrímsson Nei. Það væri mjög slæm leið vegna þess að þá myndu aðilar kreista sig í tilboðum sem kæmi niður á rekstr- inum. Það myndi líka þýða óvissu og óstöðugleika. Andrés Fjeldsted Sjómenn hafa haldið því fram að samningsstaða þeirra sé mjög slæm þegar samið erum hlut þeirra, auk þess sem verðin séu lág í samanburði við það sem gerist, t.d. á Norðurlöndunum. Er þetta rétt?  Friðrik J. Arngrímsson Samnings- staða sjómanna er ekki veik en það þarf að ná niðurstöðu og þá þurfa báðir að taka tillit. Það hefur mikið verið fjallað um verð á uppsjávar- fiski t.d. í Noregi. Þar er hráefnis- verð hærra hlutfall af afurðaverði en hér. Það þarf þó einnig að taka tillit til fleiri þátta, eins og hvað stór hluti verðmætanna kemur til skipta. En það er munur. Andrés Fjeldsted Í Evrópu er beinlínis kveðið á um það að fyrstu viðskipti með fisk skuli fara fram á frjálsum og opnum markaði til að sem hæst verð fáist. Hámarkar það ekki arðinn sem skapast innanlands?  Friðrik J. Arngrímsson Nei. Það sem skiptir máli er hvað við fáum fyrir fiskinn þegar hann er seldur til útlanda. Hjalti Þorkelsson Sæll, Friðrik. Má ekki hafa hærra veiðigjald á makrílinn sem er í raun hrein viðbót við annan uppsjávarafla og skilar gríðarlegum tekjum til útgerðanna? Og mætti ekki hugsa sér þrepaskipt veiðigjald?  Friðrik J. Arngrímsson Ég tel að það fari best á því að um hann gildi sömu lögmál og um annan fisk. Til að nýta makrílinn þurfum við skip, mannskap, vinnslur og þekkingu eins og við aðrar veiðar. Veiðarnar hafa skapað þá stöðu sem við Ís- lendingar höfum gagnvart öðrum þjóðum ásamt því auðvitað að makríllinn gekk í lögsöguna. Sara Hrund Hvað finnst þér um að meðalaldur sjómanna sé nú yfir 40 ár, er ekki kominn tími á nýliðun?  Friðrik J. Arngrímsson Það hefur kosti og galla í för með sér. Við þurfum að skapa störf sem eru eftirsóknarverð fyrir ungt fólk en á sama hátt er mikilvægt að nýta reynsluna og að þeir sem það kjósa geti varið starfsævinni til sjós. Það gerist líka með góðum launum þannig að t.d. sé unnt sé að hafa góð frí. Sindri Jónsson Sæll, Friðrik, það kom fram á DV að þér þætti of mikið að 70% af rekstrarhagnaði fyrirtækja í sjávarútvegi rynni til ríkissjóðs. Hvað er hæfileg prósentutala að þínu mati?  Friðrik J. Arngrímsson Ég sé hlutina þannig að nánast allur arðurinn skili sér á endanum í ríkissjóð með beinum og óbeinum hætti. Til sátta þarf að finna sanngjarna tölu þarna og við erum að bíða eftir að fá viðtal við stjórnarliðana. Verð því að biðja þig að bíða eftir svarinu. Stefán Helgason Hvort telur þú að sóknarmark eða aflamark myndi skila meiri þjóðhagslegum ábata?  Friðrik J. Arngrímsson Aflamark – engin spurning. Sóknarmarkið er slæmt vegna þess að þá fer hugs- unin meira á magn en verðmæti. Það er líka vont í blönduðum veiðum því sóknin beinist þá í þá fisktegund sem gefur mest og leiðir til ofveiði á henni. Jenný Jensdóttir Hvað er hóflegt veiðigjald sem hlutfall af EBITDA að þínu mati?  Friðrik J. Arngrímsson Þegar veiðigjaldinu var komið á var það ákveðið sem 9,5% af reiknaðri framlegð útgerðarinnar. Ég sá ekki ástæðu til að hækka það. Dagbjört Hákonardóttir Sæll, Friðrik. Hvers vegna gera flest stærstu sjávarút- vegsfyrirtækin upp í erlendri mynt?  Friðrik J. Arngrímsson Blessuð. Það er vegna þess að tekjurnar og skuldirnar hjá þessum fyrir- tækjum eru í erlendum myntum. Þetta jafnar sveiflur en skilar ekki auknum tekjum til þeirra eins og stundum er látið liggja að. Aðalsteinn Hjelm Nú er alþekkt að fiskverkendur sitji ekki við sama borð og risar eins Samherji (sem veiða fiskinn og selja sjálfum sér til áframvinnslu á lægra verði). Stendur til að laga þetta?  Friðrik J. Arngrímsson Samherji vinnur nánast allan fisk sem fyrir- tækið veiðir á Íslandi eða um borð í íslenskum skipum sínum. Þannig verður það vonandi um mjög langa framtíð. Ingólfur Þorleifsson Hvers vegna vilja útgerðarmenn frystiskipa ekki koma með afskurð, hausa og hryggi til hafnar eins og flökin? Það eru sennilega milljarðar sem fara í sjóinn aftur ef tekið er mið af veltu þurrkfyrir- tækja.  Friðrik J. Arngrímsson Þeir hafa lengi komið með afskurðinn og eftir því sem verð á hausum hefur hækkað þá hefur það aukist að komið sé með þá. Í grunninn snýst þetta um að tekjur séu meiri en gjöld en síðan er aðstaðan mis- munandi á milli skipa. Níels Ársælsson Ertu tilbúinn að standa og falla með yfirlýsingu þinni um að Samherji hf. hafi ekki brotið gjaldeyrislögin?  Friðrik J. Arngrímsson Ég er sannfærður um að Samherji hefur engin lög brotið af ásetningi. Magnús Kristinsson Sæll, Friðrik og takk fyrir góð svör. Hvað eru útgerðir að borga háa upphæð í formi veiðigjalds til ríkissjóðs árlega?  Friðrik J. Arngrímsson Um 4,5 milljarða á þessu fiskveiðiári. Sindri Jónsson Sæll, Friðrik. Finnst þér að sjómannaaf- slátturinn eigi rétt á sér? Á íslenska ríkið að niðurgreiða laun sjómanna eða eiga launamál sjómanna að vera eingöngu samkomulag útvegsmanna og sjómanna?  Friðrik J. Arngrímsson Mér finnst að sambærilegar reglur eigi að gilda um sjómenn og aðra sem sækja vinnu fjarri heimilum. Þeir ættu að fá dagpeninga eins og aðrir. Aðalsteinn Hjelm Styrkir LÍÚ með einhverjum beinum hætti íslenska fjölmiðla, eða samtök sem berjast gegn inngöngu Íslands í ESB?  Friðrik J. Arngrímsson Nei. Við höfum styrkt starfsemi Heims- sýnar. Nafn: Friðrik Jón Arngrímsson Aldur: 53 ára Starf: Framkvæmdastjóri LÍÚ Tíund í veiðigjald Framkvæmdastjóri LÍU segir að 9,5% veiðigjald sé hæfilegt. Hann var á Beinni línu á DV.is á miðvikudag. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni „Ég held þau ættu að harma það að vera nógu ánægð með myndina til að birta hana í nafni fyrirtækisins – ekki harma við- brögðin við henni – voðalega er þetta bjánaleg yfirlýsing.“ Íris Margrét Valdimars- dóttir um yfirlýsingu Gallerís 17 vegna fréttar um umdeildan myndaþátt verslunarinnar á Facebook. „Mig langar að bjóða henni í mat! Erum í sama hverfi, svipað gamlar og dætur okkar líka. Ef hún sér þetta má hún hafa samband við mig.“ Dagný Ósk Vestmann er ein fjölmargra sem boðið hafa einstæðri móður sem glímir við fjárhagserfiðleika hjálp sína. „Geir Jón hættur í lögg- unni og Einar Boom í englunum. Nú vantar bara að Davíð Oddsson hætti í Sjálfstæðisflokknum svo hægt sé að lýsa yfir fullkomnu kaosi.“ Eva Hauksdóttir um frétt þess efnis að Einar Boom hafi verið rekinn úr Hells Angels. „Ég er afar áhyggju- full eftir að hafa lesið hluta viðtals við Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglu- stjóra á Suðurnesjum. Eru þetta yfirmenn lögreglunnar á Íslandi sem eiga að vernda börn okkar og aðra gegn kynferðisofbeldismönnum? Ég vona að innanríkisráðherra yfirmaður Sigríðar lesi þetta viðtal, ég mun að minnsta kosti benda honum á það.“ Elín Hirst um frétt þess efnis að mágkona Guðrúnar Ebbu Ólafs- dóttur trúi henni ekki. „Kæra, einstæða móðir, hefur þér dottið í hug að finna þér meðleigjanda með barn á svipuðu reki – á meðan þú bíður eftir minna og ódýrara húsnæði í félagslega kerfinu? Það og sameiginleg innkaup til heimilisins gætu gert þér kleift að veita ykkur mæðgunum meira. […] Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ekki fram- tíðarlausn, en gæti hugsan- lega hjálpað þér að koma undir ykkur fótunum á meðan við bíðum eftir að stjórnvöld átti sig á því að almenningur lifir ekki á loftinu.“ Linda María Magnúsdóttir um frétt um einstæðu móðurina sem veit ekki hvort hún getur fætt sig og dóttur sína vegna fátæktar. „Mér finnst þetta bara heiðarlegt hjá Bubba. Hvað eru margir sem sluppu fyrir horn, svona „óvart“ og halda því fram blákalt upp í opið geðið á fólki, að um hreina tilviljun hafi verið að ræða. Bjarni Ben. kvótadrottningin í Eyjum ofl. ofl.“ Jónas Snorrason um frétt þess efnis að starfsmaður Glitnis hafi ráðið honum frá því að taka 100 milljónir að láni fyrir hlutabréfum. 185 23 158 85 6 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.