Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 62
Vill Þóru á Bessastaði n „Þetta er svona Vigdís í nýjum búningi“ H ún er búin að standa sig svo rosalega vel, hún Þóra, og ég veit að hún mun gera margt fyrir þessa íslensku þjóð,“ segir götusöngvarinn Jójó. Hann segist vera einn helsti stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur í forsetaembættið en hún hefur verið sterklega orðuð við embættið. Hann vill sjá Þóru á Bessastöðum en hann íhugaði sjálfur að bjóða sig fram til forseta. „Hann er alltof gamall þessi gæi sem er þarna upp frá og kominn tími til að hann fari úr embætti,“ segir hann um sitjandi forseta, Ólaf Ragnar Grímsson. „Gamlir monthanar verða að þekkja sinn tíma,“ segir hann og heldur áfram að dásama Þóru sem hann segist styðja í gegnum súrt og sætt. „Þóra er manneskja sem er milli eldri tímans og þess sem er. Hún er mjög sterk manneskja og flottur kvenkostur. Þetta er svona Vigdís í nýjum búningi. Í rauninni hefur hún fleiri kosti en Vigdís, hún er svo ótrúlega klár.“ Jójó segir það bara vera betra fyrir ímynd landsins að Þóra sé fjölskyldumanneskja með mörg börn. „Er þetta ekki fjölskylduvænt samfélag sem við búum í? Það er bara frábært að fá forseta með mörg börn. Þetta sendir bara góðan boðskap út í samfélagið og nógu stórt er túnið þarna á Bessastöðum þannig að börnin geti leikið sér. Hún er frábær kostur hvort sem hún á þúsund börn eða ekkert.“ 62 Fólk 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Einvígi við ólympíumeistara Í viðtali við Monitor segir Magnús Scheving íþróttaálfur frá áhugaverðum spjallþætti sem hann fór í í Rúmeníu. Þar skildi hann ekki orð og átti síðan fara í eins konar fimleikaeinvígi við sjálfan ólympíumeistarann frá árinu 2008. „Voðalega er þetta góður maður, þessi Sportacus. Hann svaraði spurningunum öllum svo vel og leyfði síðan stráknum að vinna í þokkabót!“ segir Magnús að rúmensk kona hafi sagt um frammistöðu hans. „Ég slapp þarna naumlega fyrir horn. Síðan þá hefur þessi strákur, ólympíumeistarinn, sent mér bréf þar sem hann spyr hvort hann megi leika Íþróttaálfinn þar í landi,“ segir Magnús Scheving. Sonur Patreks bítboxar Flaggskip Skjás eins næstu vikurn- ar verður raunveruleika þátturinn Hæfileikakeppni Íslands, sem hefst í kvöld, föstudag. Þangað inn hafa verið valdir hæfileikaríkustu keppendurnir af þeim hundruð- um sem sendu inn áheyrnarprufu í gegnum mbl.is. Einn þeirra sem keppir í sjónvarpinu er hinn ellefu ára gamli Jóhannes Patreksson. Jóhannes er taktkjaftur og ætlar að bítboxa fyrir dómarana og þjóð- ina. Faðir Jóhannesar er hand- boltahetjan Patrekur Jóhannesson sem lék lengi sem atvinnumaður í Þýskalandi sem og með íslenska landsliðinu. Ásdís í FHM Glamúrdrottningin Ásdís Rán er í nýjasta tölublaði norska karlatímaritsins FHM. Þar situr hún fyrir fáklædd sem Ungfrú apríl á myndum eftir íslenska ljósmyndarann Arnold Björnsson. Það er nóg um að vera hjá Ásdísi sem er væntanleg til Íslands á næstu dögum. FHM 7 6 FHM Fo to : A rn o ld B jo rn ss o n Asdis er den barm­fagreste, blond este blond inen vi har sett komme fra den lille, vulkanøya hvor alle er så blakke. Følgelig kommer det ikke som noen over­ rask else at frøken Ran, om ­ talt som Isdron ningen i sitt hjem land, for lengst har forlatt den synk ende skuta – og dratt til… Bulgaria? «Jeg kom hit i 2008 med mannen min etter at han skrev kontrakt med fotball­ laget CSKA Sofia. Så endte jeg opp med å bli – og der­ etter å skille meg», forteller Asdis til FHM. Skilsmissen var nylig en stor sak i Island, i og med at de begge er kjendiser der på øya. Men hva kan vi si? Trist for ham, helt greit for oss nordmenn. «Ja, kanskje jeg skulle forsøkt meg på en nord­ mann. Det er faktisk ingen dårlig idé! Greit, da sier vi at jeg nå offisielt leter etter en kjekk nordmann, helst en fotball spiller, siden jeg er stor fan av muskuløse ben og stramme fotball­ rumper. Men slapp av, alle vil bli vurdert!» under­ streker hun. FHM tror kanskje at den gode Ran tøyser litt med oss, men vi spiller jo alltid ball. Selv om vi også tror hun kødder med oss når hun svarer på hvilke kvali­ teter en mann bør ha i soverommet. «Han må ha selvtillit, han må være sterk, ha en klar ambisjon om å tilfreds­ stille en kvinne og føle en liden skap som vil smelte Isdronningens hjerte.» Det høres mer ut som en mytisk isbjørn i våre øyne, men la gå. Isdronningen lover nemlig at det vil gå varmt for seg på soverom­ met med den utkårede. «Selv om jeg har et kjølig kallenavn, kan jeg være ganske heit på soverommet. Jeg liker å være helt naken, kun iført et par pelssko, og så leke med is og ild. Kan­ skje en heldig nord mann får opp leve det en gang…» Kanskje det, kanskje... Miss April Asdis Ran er Islands egen isdronning. På soverommet skrur hun derimot opp temperaturen… 08 TIDENES STASJONSVOGN Vi tror Audi RS4 Avant stikker av med den tittelen. 12 Is-tapper? Å klatre i en frossen isfoss høres VELDIG dumt ut. 14 KAMILLA, DA! Månedens babe er av det villere slaget. Vi blir nesten litt redde... IS TID 5 Ötull stuðningsmaður Jójó styður Þóru heils hugar til forseta. Einlæg Sirrý Sirrý segir óhrædd hrakfallasögur og gefur góð ráð. „Við erum manneskjur, ekki vélmenni“ n Sirrý þakkar fyrir 11 tær n Óhrædd við að deila mistökum og göllum S igríður Arnardóttir, betur þekkt sem Sirrý, hefur gefið út bókina Laðaðu til þín það góða, sem inniheldur hvetjandi speki sem á að nýtast í daglegu lífi. Í bókinni sem er lipurlega skrifuð er hún óhrædd við að segja hrakfarasögur af sjálfri sér og segja af göllum sínum í hvetjandi tilgangi. „Við erum manneskjur en ekki vélmenni, þegar við látum grímuna falla þá verðum við meira gefandi og hvers vegna að rembast við að vera fullkomin? Hver vill umgangast lýtalausa, fullkomna manneskju,“ segir Sirrý í samtali við blaðamann þar sem hún er stödd á Akureyri í tilefni útgáfu bókarinnar. Í bókinni segir hún meðal annars frá því þegar hún flaug á hausinn á námskeiði svo kjóllinn flettist upp um hana. „Ég var fengin til að halda námskeið hjá stórum hópi glæsilegra kvenna í Skagafirði fyrir skömmu. Þennan morgun var ég kannski ekki nógu vel vöknuð eða allavega eitthvað kraftminni en venjulega, því þarna fyrir fullum hátíðarsal prúðbúinna kvenna datt ég beint á hausinn. Hendurnar báru mig ekki, kjóllinn flettist upp um mig og ég hrundi í gólfið eins og klessa. Það hefði verið auðvelt að fara í klessu út af þessari misheppnuðu handstöðu en ég trúi því að fólk vilji umgangast manneskjur en ekki vélmenni. Mistök og veikleikar geta verið til góðs,“ vill Sirrý meina. Hún nefnir annað dæmi þar sem hún grét við fyrstu kynni í faðmi leikskólastjóra. „Ég brast í grát! Ástæðan var sú að fimmtán mínútum fyrir fundinn hafði ég fengið slæmar fréttir af mjög veikum ættingja. Leikskólastjórinn var svo gefandi og hlýlegur að ég missti allar varnir og hágrét við okkar fyrstu kynni.“ Þakkar fyrir ljótar tær Mörg góð ráð eru í bókinni sem varða það að horfa jákvæðum augum á lífið. Eitt af þeim er að þakka fyrir sig. Sirrý fer í þakklætisgöngur og hugleiðir þá í leiðinni um allt það sem hún er þakklát fyrir. Þegar tíminn er naumur en sjálfstraustið laskað hefur hún prófað stutt þakklætisverkefni þar sem hugurinn fer yfir líkamann frá toppi til táar og finnur eitthvað að þakka fyrir. Hún segir frá því að hún hafi fæðst með ellefu tær og þrjár þeirra fastar saman og eins og Sirrý er tamt þakkar hún fyrir. „Ég þakka fyrir að læknir sagði mér að þetta væri einkenni þess að ég væri byrjun á tvíburum. það finnst mér sérstakt og ég þakka fyrir það. Svo þakka ég fyrir að þetta furðulega táfyrirbæri tengir mig við Marilyn Monroe. Skælbrosandi horfi ég á ljótar tær,“ segir Sirrý alsæl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.