Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Page 43
43Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 „Nútímaleg glæpasaga“ „Banvænar brekkur, flottur leikur“ Konurnar á ströndinni SSX Uppáhalds löglega niðurhalssíðan „Besta síðan er archive.org. Á síðunni er magnað úrval af sígildum kvikmyndum. Mæli sterklega með henni.“ Rut Hermannsdóttir, blaðamaður á Nýju Lífi, kvikmyndagerðarkona og lögfræðinemi klám heldur barnaklám. Svo eitthvað um Andrés önd – að það væri eitthvert dýraverndunarlið. Líka eitthvað um að við ættum einmitt eitthvað að vera að bjarga minknum, það er svo yndis- legt dýr. B: Síðan hvenær höfum við átt að slá skjaldborg um minkinn. Ég hélt að það væri klárt að þeir væru réttdræpir. D: Ég ólst upp rétt hjá minkabúi og eina sem ég ég hugsaði þegar ég sá þá var huggulegur pels. Þetta eru ömur- legar skepnur. A: Það kemur alltaf einn og einn minkur út í Viðey. Þá eru jólin hjá staðarhaldaranum maður. Þá nær hann í gömlu byssuna og fer að freta á varginn sem ógnar vistkerfinu. En aftur að efninu. Á fyrsta uppi- standinu á Prikinu árið 2009 var Bergur Ebbi kynnir og Dóri hélt uppi- stand í 54 mínútur. Ari og Jóhann voru þá á meðal gesta en þeir tóku ekki þátt fyrr en á næsta uppistandskvöldi sem haldið var á Karamba. En hvað hugsuðu MR-ingarnir tveir þegar þeir horfðu á Dóra flytja sitt efni? J: Ég hugsaði bara: „Djöfull eru þeir klikkaðir, en djöfull eru þeir sval- ir.“ Við vorum með mjög blendnar til- finningar eftir kvöldið því við vorum rosalega hrifnir en vorum tvístígandi hvort við ættum að fara út í þetta sjálfir. A: Sjálfir vorum við á milljón þarna að skrifa handrit að mynd sem verður aldrei gerð. Þegar við sáum Dóra ákváðum við að troða Árna Vil- hjálmssyni úr FM Belfast inn í þetta með þeim því okkur fannst hann svo rosalega fyndinn. Svo ákváðum við bara að vera með líka. Jói var nú ekki alveg að fara að gera þetta og Bergur hringdi í hann og spurði hvort hann vildi ekki bara vera kynnir. Jói hringdi þá í mig og sagði mér frá því en ég lét hann þá vita að ég ætlaði að vera með. Þá ákvað Jói að vera sjálfur með uppistand. J: Þetta var svona „ég stekk ef þú stekkur“-dæmi. A: Við eigum til myndband af okkur klukkustund áður en við fórum upp á svið á Karamba. Þar er Bergur að hella sér yfir Jóa og segja honum að hann verði að fara á undan okkur og ná fólkinu. D: Jói átti þetta kvöld einmitt þessa gullnu setningu þegar allir biðu eftir okkur: „Ég fer að skella mér á sviðið og ásýnd mín mun gera fólk þess áskynja að þetta fer að bresta á.“ (Allir hlæja) Best að byrja á eigin kvöldum Fyrir nokkrum vikum héldu nýir grínistar uppistandskvöld á skemmti- staðnum Faktorý þar sem Ari Eldjárn kom einnig fram. Mið-Ísland-strák- arnir hvetja einmitt alla þá sem langar til að prófa að halda sín eigin kvöld. B: Í Versló er búin að vera uppi- standskeppni í tvö ár og þessi strákur sem hélt sitt eigið kvöld um daginn kemur úr því. A: Ég kynntist þessum stráki í fyrra. Hann heitir Fannar Ingi. Hann var eitthvað að spá í hvar væri góður vett- vangur væri til að byrja og við vorum sammála um að það væri bara best að halda sitt eigið kvöld. Svo fékk hann nokkra með sér og þeir voru allir alveg ógeðslega fyndnir. B: Við hvetjum fólk til að gera þetta. Því það er haldin þessi uppi- standskeppni um fyndnasta mann Íslands. Það er allt gott og blessað en það er ekkert endilega besti vettvang- urinn fyrir alla að taka þátt í keppni. Í eðli sínu er uppistand ekkert hentugt til þess að keppa í. A: Ég held að enginn okkar hefði átt sérstöku gengi að fagna í einhverri keppni. Mig langaði að prófa fyrst smá og taka síðan pásu. Það var miklu betra en að keppa í FMÍ þar sem alvit- ur salur og dómnefnd myndi úrskurða um hvort ég væri fyndinn eða ekki. J: Þetta er besta leiðin. Við vorum bara á börum og fyrst mættu vinir okkar og eftir það fór þetta að vinda upp á sig. Margir lögfræðingar óundirbúnir Hvert sækið þið innblástur? J: Ég sæki hann oft til þeirra strák- anna. Ég hef aldrei verið eitthvað „stand up“-nörd. A: Jói fílar Jerry Seinfeld og Tim Allen. Hann er svolítill axlapúðagrín- isti sko. J: Tim Allen er svolítið vanmetinn. Hann árið 1989 að tala um samskipti kynjanna var náttúrlega geðveikt. D: Ég horfi á amerískt uppistand og hef gaman af því. Maður er nátt- úrulega líka bara búinn að vera að grínast svo lengi og að hlæja er eitt- hvað sem ég verð að gera visst mikið á dag. B: Annars kemur myrkrið. (Hlær) A: Mér þótti alltaf svo gaman við Berg, þegar við vorum að kynnast, hvað hann gat talað lengi um og greint alls konar skrítna hluti. B: Auðvitað sækir maður innblástur út um allt. Það er líka gam- an að reyna að greina einhverja venju- lega hluti niður í kjölinn. A: Já, algjörlega. Ef maður hlustar á einhvern tala ógeðslega lengi um eitthvað sem tengist manni ekkert fer manni bara að leiðast. Fólk verður að geta speglað sig í hlutunum og þá er líka mjög gaman. B: Svo erum við líka að tala svolítið um samfélagsmálefnin. Þetta byrjaði hjá okkur rétt eftir kreppu og þá töl- uðum við um hana en fólk nennir ekki að hlusta á það lengur. Bergur Ebbi er lögfræðingur að mennt og er nú vart á neinn hallað þegar sagt er að lögfræðingurinn sem hann lék í fyrsta þætti Mið-Íslands hafi borið af. En hver var fyrirmyndin hans? B: Hann er nú svolítið byggður á Lionel Hutz í Simpsons. Svo er þetta bara steríótýpan af lögfræðingum sem Íslendingar hafa uppblásið. Þeir eru rosalega góðir með sig en geta ekki alltaf staðið undir hugmyndun- um um eigið ágæti. A: Þemað í þættinum þarna er líka bíómyndir á móti raunveruleika og þessi lögfræðingur hefur sem sagt ekkert undirbúið sig öðruvísi en með því að horfa á bíómyndir. B: Ég hef fylgst með mörgum réttarhöldum og það er í raun ótrú- legt að sjá íslenska lögmenn – hvað margir þeirra eru lítið undirbún- ir. Þeir eru mjög mikið að blaða í skjölum og segja kannski: „Er þetta ekki bara þannig að … kemur þetta ekki bara þannig út að minn maður sleppur.“ (Allir hlæja) A: Málið með þennan karakter er að hann endurspeglar svolítið vonbrigðin sem margir Íslendingar verða fyrir þegar þeir loksins koma inn í íslenskan dómsal. Þar eru engir lögmenn með einhverjar rosa ræður öskrandi: „Ef þið sakfellið þennan mann, þá eruð þið að sakfella ykkur sjálf!“ Það er heldur enginn kvið- dómur og engin óvænt vitni. Þetta eru bara menn að grúska í skjölum. B: Ég hef farið í tvær námsferðir til Bandaríkjanna að fylgjast með rétt- arhöldum þar og þau eru engin von- brigði. Þau eru eiginlega rosalegri en bíómyndirnar. Gráti næst í Staðarskála Krafðir um góðar sögur frá uppi- standskvöldum sem heppnuðust kannski ekki alveg segja strákarnir nokkrar góðar og er mikið hlegið. Sú fyrsta ber samt af en hún segir frá seinheppnum Jóhanni Alfreð. A: Það fyndnasta sem ég hef séð er þegar Jói var í Þjóðleikhúsinu í fyrra að láta míkrófóninn hanga við klofið á sér sem tittlingur væri. Hann var aftur á móti ekki nægilega vel fastur og datt í gólfið. Þá þurfti Jói að tengja míkró- fóninn aftur en hann kunni það ekki. D: Og hann talaði í míkrófóninn sem var ekki tengdur: „Getur einhver hjálpað mér með þetta.“ (Hlær) A: Jói ákvað bara að tengja þetta sjálfur og gera það bara nægilega fast. Það eru þrír pinnar á svona míkró- fón og þrjú göt á stykkinu sem hann tengist í. Jói var aftur á móti ekkert að spá í að láta pinnana og götin mætast. Hann ætlaði bara að þrýsta nógu and- skoti fast og þegar það virkaði ekki fór hann að tala í míkrófóninn. J: Ég er svona seinheppnasti mað- urinn í þessum hópi. Dóri segir svo sorgarsögu frá ferð sinni og Ara til Danmerkur sem endar með pylsu í kjaftinum og tár á hvarmi í Staðarskála. D: Mest niðurlægjandi fyrir mig var þegar við Ari vorum að skemmta á árshátíð kvikmyndagerðarfólks. Það var mjög slæmt gigg hjá mér en aðeins betra hjá Ara. Ég náði ekki tengingu við fólkið og þetta var hræðilegt. Dag- inn eftir fórum við allir til Danmerk- ur að halda okkar eigin árshátíð og skemmta Íslendingum sem búa í Kaupmannahöfn. En þegar við ætluð- um heim var komið eldgos. Þá þurfti ég, sem er mjög flughræddur, að sætta mig við að fljúga frá Kaupmannahöfn til Skotlands og þaðan til Akureyrar. Þegar við lentum þar beið okkar rúta til Reykjavíkur. Síðan stoppum við í Staðarskála undir morgun til að kaupa okkur pylsu og sáum að Fréttablaðið er komið þangað. Hvað beið mín á baksíðunni? Jú, að þeir Ari Eldjárn og Dóri DNA hafi verið að skemmta á árshátíð kvikmyndagerðarfólks þar sem hinn fyrrnefndi hafi gjörsamlega látið fólk éta upp úr lófanum á sér en Halldór hafi nú gert í brækurnar. Ari: Hvorugt var samt rétt. Mér gekk svona allt í lagi en Dóra aðeins verr. D: Það var bara svo ömurlegt að sjá þetta í mest lesna dagblaði lands- ins eftir svona ömurlega ferð. Svo vorum við að gera þetta frítt í þokka- bót! Ritgerðir og meiri skrif Rúmum klukkutíma af spjalli og hlátrasköllum er við að ljúka en svona að lokum: Hvað er fram undan hjá strákunum? J: Ég er að klára ritgerðina í skól- anum og á meðan þátturinn er í gangi slakar maður aðeins á. Við erum svo að fara af stað með meira uppistand í Þjóðleikhúsinu. D: Ég réð mig í fasta vinnu á Fíton auglýsingastofu og er að skrifa leik- rit samhliða því. Svo hlakka ég til að grínast meira með strákunum hvort sem það verður uppistand eða eitt- hvað annað. B: Hjá mér er það leikhús og að grínast áfram með Mið-Íslandi. A: Ég er að fara á túr í sumar um Ísland og er að vinna að honum. Sömdu söngleiki í verkavinnu„Það var bara svo ömurlegt að sjá þetta í mest lesna dag- blaði landsins eftir svona ömurlega ferð. Dóri DNABergur Ebbi M y n d iR S iG tR y G G u R A R i Leikhússtjórinn á staðnum Magnús Geir vill fá strákana í leikhússkrif.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.