Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Side 22
22 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað n Jóhannes greindist með krabba og tók ferlið upp á myndband n Sagði meininu stríð á hendur Myndaði baráttu við krabbamein „Ég var ekki til- búinn til þess að fara í aðgerð. Ég þurfti að fara í gegnum þessa karl- mennskupælingu fyrst.Þ ú færð fólk heim til þín til að láta lesa af rafmagni og jafnvel vatni. Auðvitað áttu að láta lesa af þér,“ segir Jóhannes Valgeir Reynisson, 58 ára fjölskyldufaðir, sem greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í fyrra. Hann sagði óvini sínum stríð á hendur og tók upp breyttan lífsstíl til að freista þess að bæta heilsu sína. Jóhannes ákvað að taka ferlið upp á myndband; allt frá því hann greind­ ist með krabbamein þar til hann fór í aðgerð nokkrum mánuðum síðar. Blái naglinn Heimildamyndin Blái naglinn var frumsýnd með mikilli viðhöfn í tón­ listarhúsinu Hörpu á þriðjudags­ kvöld. Sýningin markaði upphaf samnefnds átaks en Blái naglinn er átak til vitundarvakningar um blöðruhálskrabbamein og jafnframt fjáröflunarátak til styrktar rann­ sóknum, fræðslu og tækjakaupum. Á hverju ári greinast 220 karlar á Íslandi með krabbamein í blöðru­ hálskirtli. Um fimmtíu látast af völd­ um sjúkdómsins árlega. Krabba­ mein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein í karlmönnum á Vestur­ löndum. Myndin er eftir þá Inga R. Inga­ son og Jóhannes Kr. Kristjánsson en hún verður sýnd í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöldið, 1. apríl. Myndaði heimsóknir til lækna Jóhannes Valgeir festi meðal annars á filmu heimsóknir til lækna og sér­ fræðinga og viðbrögð vina og ætt­ ingja við þeim tíðindum að hann hefði greinst með krabbamein. Þær upptökur er sýndar í myndinni. Í myndinni greina hann og fjöl­ skylda hans frá tilfinningum sínum og þeim afleiðingum sem fylgja því að að greinast með illvígan sjúk­ dóm. Óhætt er að segja að myndin sé áhrifamikil. Í samtali við DV segir Jóhannes Valgeir að alls ekki hafi staðið til frá byrjun að gera mynd um þetta ferli. Fjölskyldan hafi hins vegar þekkt Jóhannes Kr., sem gerði heimildamynd um langveikan son þeirra, og að hann hafi séð tækifæri í því að búa til mynd úr efninu. Vön öguðum vinnubrögðum Eins og áður segir gerbreytti Jóhann­ es um lífsstíl þegar hann greindist með krabbamein og hóf að skrásetja alla neyslu. Hann hélt nákvæma töl­ fræði yfir öll næringarefni og tók fjöldann allan af fæðubótarefnum eftir kúnstarinnar reglum, til að vega upp á móti því sem hann fékk ekki úr fæðunni. „Við fjölskyldan höfum alltaf hugsað um heilsuna og borðum ekki hvað sem er. En þarna henti ég út kjöti, fiski og víni á einu bretti,“ segir hann og heldur áfram. „Ég bjó mér til græna jörð. Á þessari jörð var ekkert kjöt, áfengi eða fiskur svo það skipti mig engu máli þó ég væri að grilla fyrir strákana,“ segir hann en þau hjónin eiga fjóra stráka. Einn sonur þeirra er fatlaður og þarfnast mikillar ummönnunar. Þau annast hann allan sólarhringinn og þurfa til dæmis að vakna 10 til 15 sinnum á hverri nóttu til þess að snúa honum í rúminu. „Við erum vön öguðum vinnubrögðum; því að vinna öðruvísi og skipuleggja um­ mönnunina.“ Hann segir því að­ spurður að þessi reynsla, að takast á við krabbamein, hafi ekki kennt sér breytt viðhorf til lífsins. Mjög langt sé síðan það hafi gerst. Stinningarlyf og grindarbotns æfingar Jóhannes Valgeir segir að það hafi ekki komið fram í myndinni en að læknirinn hafi viljað senda hann strax í aðgerð. „Ég var ekki tilbúinn til þess að fara í aðgerð. Ég þurfti að fara í gegnum þessa karlmennsku­ pælingu fyrst. Það var rosaleg pæl­ ing, sem ég þurfti að tækla fyrst,“ segir hann en með því á hann við að aðgerðin getur leitt til getuleysis og í vissum tilvikum þvagleka. Það er vegna þessara þátta sem krabba­ mein í blöðruhálskirtli er oft feimnis­ mál. Jóhannes lýsir þessum atriðum í myndinni og greinir frá því að hann taki inn stinningarlyf og geri grindar­ botnsæfingar til að reyna að endur­ heimta „karlmennskuna“. Hann seg­ ist enn ekki getað svarað því hvort það muni bera tilætlaðan árangur. „Það er verið að vinna að því á fullu. Ég get ekki svarað þessu alveg strax,“ segir hann við DV. Jóhannes Valgeir fylgdist náið með PSA­gildi í blóðinu eftir að hann breytti um mataræði, en það er hjálp­ legt við að fylgja eftir sjúkdómsgangi í blöðruhálskirtilskrabbameini og tók eftir því að breyttar neysluvenjur höfðu jákvæð áhrif. Hann tók eftir því að gildin lækkuðu. „Svo tekur maður ákvörðun um að losa sig við þennan aðskotahlut,“ segir hann en það var einmitt það sem hann gerði. Aðgerðin gekk vel og Jóhannes er laus við meinið. Krabbamein í blöðruhálskirtli Um er að ræða algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. 220 manns greinast árlega og 50 láta lífið á hverju ári vegna meinsins. Þetta krabbamein er nú hátt í þriðjungur allra nýgreindra krabbameina hjá körlum á Íslandi. Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist fyrst og fremst hjá eldri karlmönnum; í tveimur af hverjum þremur tilvikum greinist sjúkdómurinn hjá karlmönnum sem eru komnir yfir sjötugt, en meðalaldur við greiningu er um 72 ár. Áttu í erfiðleikum með að pissa? Blöðruhálskirtilskrabbamein er oftast einkennalaust þangað til æxlið er orðið það stórt að það hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilshýðið. Einkennin eru þá svipuð og við góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun, sem er mun algengara fyrirbæri en blöðruhálskirtilskrabbamein. Dæmigerð einkenni eru tíð þvaglát, erfiðleikar við að byrja þvaglát, kraftlítil þvagbuna og erfiðleikar við að tæma þvagblöðruna. - Vísindavefurinn Góðar batahorfur Hægt er að meðhöndla blöðruhálskirtilskrabbamein á marga vegu og stundum er ákveðið að veita enga meðferð að sinni heldur bíða átekta. Ef æxlið hefur ekki dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilinn þegar það uppgötvast eru batahorfur sjúklingsins góðar, einkum ef æxlið er fjarlægt með aðgerð þar sem allur kirtillinn er numinn á brott. Aðgerðin getur leitt til getuleysis og í vissum tilfellum þvagleka. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Breytti um lífsstíl Jóhannes Valgeir seg- ist ekki hafa verið tilbúinn að fara í aðgerð strax, eins og læknirinn vildi, því aðgerð á blöðruhálskirtli getur leitt til getuleysis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.