Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 20
Þ á verður auðvitað hægt að kaupa mjólk á hóflegu verði eða rúmlega lítraverði á bens- íni, sem er auðvitað hlægi- lega lágt. Um að gera að dæla sem mest,“ segir í auglýsingu fyrir „pub quiz“ á vegum Stefnis, ungra sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði. Stefnir er eins og önnur ungliðafélög Sjálfstæð- isflokksins hluti af Sambandi ungra sjálfstæðismanna en samkvæmt lög- um SUS hafa einstaklingar á aldrinum 15 til 35 ára rétt til aðildar. Ungliðahreyfingar stjórnmála- flokka hafa gjarnan verið gagnrýndar fyrir að veita áfengi til meðlima sinna. Þá eru ásakanir um að hreyfingarnar hafi það hlutverk að smala ungum kjósendum með gylliboðum, pítsum og áfengi margendurteknar. DV athug- aði málið og bar viðburðarauglýsingar ungliðahreyfinga undir formenn Sam- fylkingar, Sjálfstæðisflokks, Framsókn- ar og Vinstri grænna. Formaður SÁÁ segir beinar aðgerð- ir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir unglingadrykkju. Undarleg fullyrðing Umrætt „pub quiz“ sem vitnað er í var haldið í húsnæði Sjálfstæðisflokks- ins að Norðurbakka 1 í Hafnarfirði, fimmtudaginn 22. mars. Þess skal get- ið að nýmjólkurlítrinn kostar 115 krón- ur í Fjarðarkaupum, sem er steinsnar frá heimahúsi Sjálfstæðisflokksins. Lítraverð á bensíni í Orkunni á Reykja- víkurvegi er hins vegar rétt rúmar 262 krónur. Í því samhengi er sú fullyrð- ing að um „hlægilega lágt “ verð sé að ræða undarleg, ef raunverulega er átt við mjólk. Stefnir hvetur unga sjálf- stæðismenn í auglýsingunni til að „dæla sem mest,“ það setur verðið í enn undarlegra samhengi sé miðað við þá hefð að veita magnafslátt. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fer með einkaleyfi á smásölu áfeng- is en sækja skal um leyfi til rekstrar áfengissölu í því sveitarfélagi sem sal- an fer fram í. Hvorki Samband ungra sjálfstæðismanna né Stefnir hafa slíkt leyfi. Þá kemur hvergi fram í auglýs- ingu Stefnis á Facebook að 18 ára aldurs takmark sé á skemmtunina en félagið er eins og áður segir opið öllum þeim sem náð hafa 15 ára aldri. Engar heimildir til áfengissölu „Við eigum nú voðalega lítinn pen- ing og veitum yfirleitt lítið sjálf. Það er meginreglan að menn komi með sitt áfengi sjálfir,“ segir Davíð Þorláks- son, formaður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, aðspurður um stefnu SUS hvað varðar áfengi þegar atburð- ir eru haldnir á vegum félagsins. Hann segir allan gang vera á því hvort at- burðir á vegum sambandsins og aðild- arfélaga fari fram á ölstofum eða í hús- næði flokksins. „Ef við erum að veita áfengi þá auðvitað gerum við það bara til þeirra sem hafa aldur til. Almennt erum við ekki að veita áfengi á fund- um. Við höfum ekki efni á því,“ segir Davíð. DV spurði hvort ungir sjálfstæðis- menn nýttu sér áfengi til fjáröflunar. „Nei, við höfum ekki heimildir til þess og gerum það ekki,“ svarar formaður SUS. Aðspurður hvort túlka mætti auglýsingar á vegum ungra sjálfstæð- ismanna þar sem talað er fyrir hag- stæðum mjólkurkaupum ættu þá raunverulega við um mjólk sagði Dav- íð: „Ég hef aldrei heyrt talað um mjólk í slíku sambandi.“ Vandamál ekki komið upp í hans tíð Davíð segist ekki hafa orðið var við vandamál tengd áfengi þegar starf- semi ungra sjálfstæðismanna er ann- ars vegar. Hann segir unga sjálfstæðis- menn fara að lögum og reglum og að áfengislöggjöfin sé þar ekki undanskil- in. „Ef við erum að veita áfengi þá bara gefum við það. Það er miklu skemmti- legra að fara bara á bar en að vera að hírast í einhverju húsnæði flokksins einhvers staðar.“ Þrátt fyrir þessi orð Davíðs má ýmist finna ljósmyndir eða auglýsingar frá atburðum þar sem áfengi er haft um hönd í kjallara Val- hallar, skrifstofu Sjálfstæðiflokksins. Á Facebook-síðu félaga ungra sjálfstæð- ismanna má sjá myndir af ungu fólki og áfengi allt í kring. Nokkuð er um að þátttakendur séu yngri en tuttugu ára, sem er sá aldur sem fólk þarf að hafa náð til að mega neyta áfengis. Unglingadrykkja í boði stjórnmálaflokks „Okkur undrar þol samfélagsins fyrir unglingadrykkju,“ segir Gunnars Smári Egilsson, formaður SÁÁ. „Sérstaklega virkra stofnana samfélagsins eins og ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka og skóla. Reglulega er kennsla rofin til þess að nemendafélögin geti kynnt fyllerísferðir, svokallaðar vísindaferðir. Þessar stofnanir gera drykkju að sjálf- sögðum hlut.“ Gunnar segir undarlegt að ekki sé lagst á eitt um að útrýma unglingadrykkju. „Flestir vinnustaðir hafa tekist á við drykkju í vinnunni en þegar kemur að ungu fólki og ungliða- hreyfingum er ekki verið að reyna að sporna við þessu.“ Gunnar segir beinar aðgerðir nauðsynlegar til að takast á við unglingadrykkju, enginn sé betur til þess fallinn en þær stofnanir sem unglingar starfa við. „Þegar ég starf- aði sem blaðamaður árið 1987 þá var drykkju á vinnustöðum hreinlega eytt. Það var gert á tveimur misserum með aðgerðum.“ „Verður bjór?“ Í myndasafni Ung vinstri grænna á Face book má sjá myndir frá lands- fundi félagsins árið 2008. Á borðum má sjá mikið magn áfengis. Þátttak- endur virðast ekki allir hafa náð áfeng- isaldri. Á Facebook-síðum Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, má víða sjá aug- lýsingar um viðburði sem haldnir eru á ölstofum. Athygli vekur að þegar auglýstur er félagsfundur hjá Hallveigu - Ung- um jafnaðarmönnum í Reykjavík, finna nokkrir sig knúna til þess að spyrja hvort boðið verði upp á áfengi. „Það verður því miður ekki bjór núna en verður mögulega á næstunni,“ skrifar forsvarsmaður félagsins til baka. Lítið var um auglýsingar á at- burðum þar sem áfengisneysla var þungamiðjan í tilfelli ungra fram- sóknarmanna. Þó má finna aug- lýsingu um „Alþingisferð og partý,“ þar sem áhugasömum framsóknar- mönnum býðst að fara í skoðunar- ferð um Alþingishúsið og skemmta sér þar næst með þingmönnum í húsnæði flokksins á Hverfisgötu. Þá má nefna að sérstakt framsóknar- tilboð var á skemmtistaðnum Gömlu Símstöðinni á Egilsstöðum í tilefni af sambandsþingi ungra framsóknar- manna. Áfengislausar ungliða­ hreyfingar sjaldgæfar „Þessi mál voru mikið rædd fyrir síð- ustu kosningar. Þá var það okkar stefna þegar við vorum að veita áfengi að það yrði aðeins til þeirra sem náð hefðu aldri,“ segir Guðrún Jóna Jóns- dóttir, formaður Ungra jafnaðar- manna á landsvísu. Hún segir ung- liðahreyfinguna ekki leggja það í vana sinn að gefa áfengi. „Þetta verður meira segja til umræðu á næsta mið- stjórnarfundi. Þessa umræðu þarf oft að taka. Við finnum að það er pressa í mismunandi áttir um hvort veita eigi áfengi eða ekki. Sumum finnst að ung- liðahreyfingar ættu einfaldlega aldrei að vera með áfengi. Ég veit þó bara um eina hreyfingu sem gerir það. Það er ungliðahreyfing jafnaðarmanna í Sví- þjóð,“ segir Guðrún. Hún telur að ef til vill þurfi ungliðahreyfingar að skoða það. „Í Svíþjóð eru þetta krakkar sem drekka alveg utan hreyfingarinnar en ekki í starfi jafnaðarmanna.“ Stjórnmálahreyfing ekki partísamtök Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, for- maður Ung vinstri grænna, segir ungliðahreyfingu VG ekki veita áfengi á sínum atburðum. Hafi fólk áfengi um hönd sé það undir hverj- um og einum komið. „Í ungliða- hreyfingum er mikið af fólki sem ekki hefur aldur til að drekka það væri því tilgangslaust að bjóða upp á áfengi,“ segir Þóra. Aðspurð út í ljósmyndir frá lands- fundi UVG frá 2008 á Facebook, þar sem sjá má að nokkuð magn áfengis er sjáanlegt og að ekki hafa allir þátt- takendur náð aldri segir Þóra að þetta hafi gerst fyrir hennar tíð og að hún þekki málið ekki. „Eftir að ég tók við formennsku núna í haust hef ég verið mjög skýr hvað það varðar að krakkar undir aldri séu ekki að drekka. Ég get ekki stýrt því sem gerðist í fortíðinni og ég er heldur ekki forráðamaður þeirra sem taka þátt í starfi UVG og á ekki endilega að vera í því hlutverki. Fyrst og fremst erum við ungliða- hreyfing tengd stjórnmálahreyfingu. Við erum ekki partísamtök og það er það sem við höfum að leiðarljósi,“ segir Þóra. Hún segir umræðu um áfengi og ungliðahreyfingar oft og tíðum lítillækkandi. „Mér finnst tal- að líkt og við séum ekki alvöru hreyf- ing heldur bara afsökun fyrir því að hittast og drekka bjór.“ Gleðin lokki, ekki áfengið „Okkar stefna er ekki til skriflega en við gefum fólki undir aldri ekki áfengi,“ segir Ásta Hlín Magnús dóttir, formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna. „Við veitum áfengi í mjög fáum tilvikum. Við vorum með áfengi á sambandsþingi en þar þekkj- um við einstaklingana svo við vitum hvort þeir hafa aldur til.“ Ásta segist ekki kannast við að notaðar séu píts- ur og bjór til að lokka fólk að ungliða- hreyfingum. „Það er ekkert leynd- armál að það eru haldin partí og farnar vísindaferðir. Ég myndi segja að gleðin eigi frekar að lokka að en áfengið,“ segir Ásta. DV óskaði skýr- ingar á „Framsóknartilboði“ á áfengi í kringum sambandsþing flokksins. „Þarna er bara bar á Egilsstöðum sem stóð fyrir þessu. Það er starfsfólkið á barnum sem sér um þessi mál. Ég held að þau hafi staðið sig vel í að gæta þess að allir hafi haft aldur til.“ Ásta segir ekki mjög algengt að fólk undir tvítugu starfi í ungliðahreyf- ingu Framsóknarflokksins. „Mér finnst talað líkt og við séum ekki alvöru hreyfing held- ur bara afsökun fyrir því að hittast og drekka bjór. AuglýsA „mjólk“ á góðu verði n Drykkja algeng á samkomum ungliðahreyfinga Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Gott verð á bjór Hér má sjá auglýsingu þar sem bjór er auglýstur á 450 krónur á einum við- burði ungra sjálfstæðis- manna Ekki náð áfengisaldri Hér sést ungur sjálfstæðismaður með bjór í hönd en hefur þó ekki náð aldri til að drekka. Myndin er tekin á efri hæð skemmtistaðarins Austri, á bjórdegi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Mjólkursala Boðið er upp á mjólk á „hlægilega lágu verði“. „Ég kem ef það verður bjór“ Auglýsing fyrir atburð á vegum Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Greina má meiri áhuga á áfengi en málefnum ungs fólks. 20 Fréttir 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.