Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 17
Ríkið fengi helming af hagnaðinum Fréttir 17Helgarblað 30. mars–1. apríl 2012 Þetta hefðu fyrirtækin borgað Sú upphæð sem sjávarútgvegsfyrirtækin hefðu borgað ef nýja kvótafrumvarpið hefði gilt í fyrra. Nafn Þorskígildi Þíg % Botnf Uppsjávarf veiðigj botn veiðigj upp Samtals HB Grandi hf 41.616.719 11,9% 37.611.349 4.005.370 2.185.219.397 308.413.480 2.493.632.877 Samherji hf 24.439.819 7,0% 22.029.262 2.410.557 1.279.900.121 185.612.907 1.465.513.028 Þorbjörn hf 16.480.823 4,7% 16.480.756 66 957.531.951 5.118 957.537.069 FISK-Seafood ehf. 15.778.019 4,5% 15.778.019 0 916.702.888 0 916.702.888 Brim hf 14.933.651 4,3% 14.933.651 0 867.645.145 0 867.645.145 Síldarvinnslan hf 14.664.576 4,2% 10.897.980 3.766.596 633.172.625 290.027.921 923.200.546 Rammi hf 13.961.659 4,0% 13.843.834 117.825 804.326.737 9.072.513 813.399.250 Ísfélag Vestmannaeyja hf 13.503.161 3,9% 9.146.477 4.356.683 531.410.337 335.464.601 866.874.939 Vinnslustöðin hf 12.645.288 3,6% 10.228.786 2.416.502 594.292.478 186.070.662 780.363.141 Vísir hf 12.094.730 3,5% 12.094.730 0 702.703.834 0 702.703.834 Skinney-Þinganes hf 10.500.006 3,0% 7.964.797 2.535.209 462.754.703 195.211.129 657.965.832 Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 9.445.491 2,7% 9.383.498 61.993 545.181.249 4.773.439 549.954.688 Eskja hf 8.500.827 2,4% 6.904.563 1.596.264 401.155.122 122.912.317 524.067.440 Nesfiskur ehf 7.451.773 2,1% 7.451.773 0 432.948.008 0 432.948.008 Útgerðarfélag Akureyringa ehf 6.047.323 1,7% 6.047.323 0 351.349.495 0 351.349.495 Ögurvík hf 5.823.404 1,7% 5.823.404 0 338.339.790 0 338.339.790 Gjögur hf 5.779.385 1,7% 4.726.050 1.053.336 274.583.478 81.106.834 355.690.312 Bergur-Huginn ehf 4.882.537 1,4% 4.882.537 0 283.675.408 0 283.675.408 Stálskip ehf 4.784.567 1,4% 4.784.567 0 277.983.347 0 277.983.347 Jakob Valgeir ehf 4.323.976 1,2% 4.323.976 0 251.223.008 0 251.223.008 Samtals 247.657.736 70,9% 225.337.334 22.320.402 13.092.099.121 1.718.670.923 14.810.770.044 Sjávarútvegurinn í heild 349.305.692 100% 317.824.167 31.481.526 18.465.584.092 2.424.077.466 20.889.661.558 n hB grandi hefði greitt 2,5 milljarða n Útgerðarmenn segja gjaldið útiloka fjárfestingar „Ríkið tekur yfir 70% af hagnaði útgerðar og fiskvinnslu bandsins hvort um væri að ræða hlutdeild í hagnaði fyrir eða eftir fjármagnsliði. Líklegt verður þó að teljast að sambandið hafi mið- að við hlutdeild ríkisins í hagnað- inum eftir fjármagnsliði. Steingrímur J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, sagði á blaðamannafundi á mánudag- inn, þar sem frumvörpin voru kynnt, að það væri af og frá að ríkið væri með veiðigjöldunum að taka til sín um 70 prósent af hagnaði útgerðarfyrirtækjanna. Steingrímur vísaði svo til þess að um væri að ræða um þriðjung af hagnaði útgerðarinnar fyrir fjár- magnsliði. Orðrétt sagði Steingrímur, og stemma útreikningar DV við þessi orð hans: „Ég hvet nú menn bara til þess að skoða vandlega grein- argerðina með veiðigjaldafrum- varpinu, þá átta menn sig á því að það er auðvitað fjarri lagi að ver- ið sé að taka 70 prósent af öllum hagnaði. Það er hins vegar en- daprósentan þegar allir frádráttar- liðir á stofni sérstaka veiðigjalds- ins eru frádregnir. Þetta er miklu nær því að vera á slóðum þess að vera þriðjungur af framlegðinni í greininni sem þarna er núna.“ Sé hlutdeild ríkisins í hagnað- inum miðuð við hagnað útgerð- arfyrirtækja eftir fjármagnsliði er gjaldtaka ríkisins hins vegar miklu hærri, á bilinu 50 til 55 prósent. HB Grandi hefði greitt 2,5 milljarða Áhrifin sem veiðigjaldið myndi hafa á rekstur sjávarútvegsfyr- irtækja landsins yrðu nokkur, eins og gefur að skilja þegar sést hversu há prósenta af hagnaðin- um fyrir eða eftir fjármagnsliði er um að ræða. Tökum HB Granda, kvótahæsta sjávarútvegsfyrir- tæki landsins, sem dæmi. Hagn- aður HB Granda fyrir fjármagns- liði nam rúmlega 56,2 milljónum evra í fyrra, eða rúmlega 8,9 millj- örðum króna, miðað við miðgengi evru í lok árs í fyrra. Hagnaðurinn eftir fjármagnsliði nam 37,3 millj- ónum evra, eða rúmlega 5,9 millj- örðum króna. Miðað við útreikninga DV hefði HB Grandi átt að greiða tæplega 2,5 milljarða króna af þessum hagnaði í veiðigjald til ríkisins. Þessi upphæð nemur rúmlega 42 prósentum af bókfærðum hagn- aði HB Granda eftir fjármagnsliði og rúmlega 28 prósentum af hagn- aði félagsins fyrir fjármagnsliði. Stjórn HB Granda lagði til að 679 milljónir króna af þessum hagn- aði félagsins yrðu greiddar í arð til hluthafa. Veiðigjaldið sem fyr- irtækið hefði greitt til ríkisins var rúmlega þrisvar sinnum hærra en ætluð arðgreiðsla út úr félaginu. Til samanburðar við 2,5 millj- arða króna veiðigjaldið, sem HB Grandi hefði greitt til ríkisins ef búið hefði verið að lögbinda frum- varpið fyrir síðasta ár, greiddi fé- lagið 381 milljón í veiðigjald til ríkisins. Þessi upphæð nam um 6,5 prósentum af heildarhagnaði HB Granda eftir fjármagnsliði. Ekki náðist í Eggert Bene- dikt Guðmundsson, forstjóra HB Granda, til að ræða við hann um áhrifin sem slíkt veiðigjald hefði haft á starfsemi fyrirtækisins. Miðað við myljandi hagnað HB Granda í fyrra verður hins vegar ekki séð að fyrirtækið hefði ver- ið á vonarvöl þó það hefði þurft að greiða 2,5 milljarða til ríkis- ins. En taka verður tillit til þess að árið í fyrra var eitt besta rekstrarár félagsins í áraraðir. „Hefðum ekki náð að greiða afborganir“ Þorbjörn hf. í Grindavík er þriðja kvótahæsta útgerðarfyrirtæki landsins miðað við þorskígildis- tonn. Ekki náðist í Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, sem er annað kvótahæsta útgerð- arfyrirtæki landsins miðað við þorskígildistonn. Ársreikningur Þorbjarnar fyrir árið 2011 ligg- ur ekki fyrir en Eiríkur Tómas- son, forstjóri Þorbjarnar, segir að EBIDTA-hagnaður fyrirtækisins hafi numið 13,469 milljónum evra í fyrra og rúmlega 8 milljónum evra, um 1.270 milljónum króna, eftir fjármagnsliði. Miðað við útreikninga DV hefði Þorbjörn átt að greiða rúmlega 957 milljónir króna í veiðigjald vegna ársins 2011 ef frumvörp ríkisstjórn- arinnar hefðu verið lögbundin fyr- ir það ár – Eiríkur segir reyndar að hann telji þá upphæð vera nær 998 milljónum króna. Ljóst er að slíkt veiðigjald hefði haft talsverð áhrif á Þorbjörn þar sem hagnaður félags- ins nam 1.270 milljónum í fyrra. Um 300 milljónir króna hefðu orðið eftir af hagnaði ársins eftir greiðslu á veiðigjaldinu. Eiríkur segir að félagið hefði lent í vissum erfiðleikum ef þetta hefði orðið raunin. „Við hefðum ekki náð að greiða allar afborgan- ir, við hefðum náð að greiða vexti, við hefðum orðið að fella niður stærri viðhaldsverkefni og fjárfest- ingar og það hefði ekki verið nein von um útgreiðslu á arði til eig- enda,“ segir hann og bætir því við aðspurður að félagið ætli sér ekki að greiða út arð fyrir árið 2011. „Við höfum álitið það hingað til að okkar eignir ávöxtuðust best í fyr- irtækinu. Í mínum huga er verið að raka saman peningum sem eru til á landsbyggðinni og færa þá í ríkishítina í Reykjavík,“ segir Eirík- ur en félagið greiddi um 150 millj- ónir króna í veiðigjöld í fyrra. Segir greinina deyja með tímanum Guðmundur Kristjánsson í Brimi, sem er fimmta stærsta útgerð- arfyrirtæki landsins miðað við þorskígildistonn, segir að endan- legar hagnaðartölur fyrirtækisins liggi ekki fyrir vegna síðasta árs. Hann segir þó að EBIDTA-hagn- aður fyrirtækisins hafi verið um 2,3 milljarðar króna í fyrra. Sam- kvæmt útreikningum DV hefði fyr- irtækið átt að greiða tæplega 868 milljónir króna í veiðigjald miðað við þær forsendur sem fram koma í frumvarpinu um veiðigjald. Guðmundur segir að þó að fyr- irtækið þoli að greiða hátt veiði- gjald í einhvern tíma komi það í veg fyrir fjárfestingar í greininni. „Við þolum alveg að greiða hátt veiðigjald án þess að fara á haus- inn, það er að segja stærstu fyrir- tækin í greininni. En til langframa tapar þjóðin því við getum ekki lengur fjárfest og smám saman þá deyr greinin. Við verðum bara á einhverjum gömlum ryðdöllum,“ segir hann. Ljóst er því að einhver útgerð- arfyrirtækin, þau sem skila mikl- um hagnaði, geta haldið það út á milli ára að greiða umrætt veiði- gjald, sem DV reiknast til að sé á milli 50 og 55 prósent af hagn- aði eftir fjármagnsliði. Útgerð- armennirnir sem DV ræddi við staldra þó við að þessar greiðslur geti komið í veg fyrir fjárfestingar, endurnýjun á tólum og tækjum og annað slíkt, og að þetta geti skað- að atvinnugreinina til langframa. Á sama tíma er ljóst að útgerðar- fyrirtækin eru vel fær um að greiða talsvert hærri upphæð en núver- andi veiðigjöld, sem einungis eru lítill hluti af hagnaði þessara fyrir- tækja. Spurningin er hvort sú pró- senta af hagnaðinum sem kveðið er á um í frumvörpunum sé of há. Um þetta verður væntanlega deilt þegar málið verður tekið til með- ferðar á Alþingi. n Útgerðarmenn ósáttir Útgerðarmennirnir Eiríkur Tómasson og Guðmundur Kristjánsson eru ósáttir við frumvarpið um veiðigjöld og telja það koma í veg fyrir fjárfestingu í greininni. „Þetta er miklu nær því að vera á slóðum þess að vera þriðjungur af framlegðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.