Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.2012, Blaðsíða 52
I nstagram er eitt vinsælasta snjallsímaforritið fyrir iPhone og brátt verður komin útgáfa af forritinu fyrir Android. Nú hefur lítið fyrirtæki í Banda- ríkjunum tekið Instagram upp á sína arma og þróað lausn sem gerir fólki kleift að prenta út Insta gram-myndir heima hjá sér. Í raun virkar prentarinn þannig að hægt er að setja hann upp til að prenta allar myndir sem eru merktar með ákveðnu „hashtag“ eða eru teknar á einhverjum ákveðnum stað. Í stöðugri þróun Tækið sem um ræðir heitir In- staprint og var fundið upp vorið 2011 af fyrirtækinu Breakfast. Á síðasta ári hófu þeir svo tilraun- ir til að gera lausnina nógu góða til að hefja fjöldaframleiðslu á henni. Síðan hafa tilraunaútgáf- ur af prentaranum verið notaðar víða, við opnun stórra verslana, á Grammy-verðlaunahátíðinni og einum tónleikum söng konunnar Lady Gaga. Enn er staðan þannig að ekki er hægt að fara út í búð og kaupa Instaprint-prentara. Fyrirtækið leitar nú að fjárfestum og hefur farið óhefðbundna leið til þess. Fyrirtækið notar vefsíðuna Kick- starter sem er hópsöfnunarsíða sem gerir hverjum sem er kleift að styrkja verkefnið með mismun- andi háum fjárframlögum. Allir fá eitthvað fyrir fjárframlag sitt, en þó ekki hlut í fyrirtækinu. Engar áhyggjur af bleki Instaprint notar engin blek- eða dufthylki til að prenta liti heldur er pappírinn sem notaður er til prentunarinnar þannig gerður að hægt er að kalla fram liti í honum. Það þarf því í raun bara að hafa áhyggjur af því að eiga nóg af pappír en ekki af því að eiga nóg blek. Hægt er að tengja saman fleiri en einn Instaprint-prentara. Að minnsta kosti einn prentaranna þarf að virka með fjarstýringunni sem notuð er til að setja prent- arann upp og tengjast í gegnum þráðlaust net. Hinir prentararnir sem eru svo tengdir við hann fá svo upplýsingar við aðalprentar- ann og prenta eftir upplýsingum frá honum. Með því að setja upp marga prentara aukast afköstin umtalsvert. Samhliða prentuninni geta In- staprint-notendur fundið myndir sínar inni á vefsíðunni instapr- int.me. Vefsíðan er hugsuð sem eins konar miðstöð fyrir notendur Instaprint og geta þeir fylgst ná- kvæmlega með því sem þeir hafa prentað og stillt prentarana sína. 52 Lífsstíll 30. mars–1. apríl 2012 Helgarblað Prentaðu út með Instaprint n Prentar út Instagram-myndir frá hverjum sem er Viðburðamyndir Hingað til hafa tilraunaútgáfur af Instaprint verið settar upp á ýmsum stórum viðburðum eins og Grammy-verð- launahátíðinni. Lítið fyrirtæki Breakfast er fyrirtækið sem er á bak við Instaprint en það er lítið fyrirtæki í Bandaríkjunum. Ekkert blek Instaprint notar ekki blek heldur er liturinn í pappírnum sjálfum. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Hægt er að setja hann upp til að prenta allar myndir sem eru merktar með ákveðnu „hashtag“ eða eru teknar á einhverjum ákveðnum stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.