Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16. Niðurföll og rennur í baðherbergi PROLINE NOVA 60 cm 21.900,- COMPACT 30cm 8.900,- AQUA 35cm 12.900,- EVIDRAIN Mikið úrval – margar stærðir Dæmdur í þriggja ára fangelsi: Hrottaleg nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi 22 ára karlmann, Guðmund Helga Sigurðsson, í þriggja ára fangelsi á fimmtudag fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða stúlkunni 1,5 milljónir króna í bætur og lög- fræðikostnað. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir umferðarlagabrot en var hins vegar sýknaður af því að hafa þvingað 17 ára gamla stúlku til áframhaldandi kynmaka. Guðmundur Helgi var handtek- inn í apríl vegna málsins og hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan þá. Sam- kvæmt dómi héraðsdóms veittist hann að konunni með ofbeldi og hafði við hana samræði gegn vilja hennar, tók hana hálstaki og mis- þyrmdi henni. Þá hafði hann einnig neytt annan mann til nauðgunar- innar, ógnað honum og hótað of- beldi tæki hann ekki þátt. Í mati sálfræðings kemur fram að konan þjáist af áfallastreituröskun eftir nauðgunina. Hún hafi upplifað mikla ógn, ofsaótta og bjargarleysi þegar nauðgunin átti sér stað. Guðmundur Helgi var þar að auki ákærður fyrir að hafa þving- að 17 ára stúlku til áframhaldandi kynmaka. Hann var kærður fyrir að hafa beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung sem og hótun um ofbeldi. Guðmundur Helgi var þó sýknaður af þeim ákærulið, þar sem ekki þótti sannað að ofbeldið hafi verið liður í því að brjóta niður mótstöðu stúlk- unnar við kynmökin. Stúlkan hefur eftir atvikið þjáðst af ótta og hræðslu við Guðmund Helga. Samkvæmt sál- fræðingi hjá Barnahúsi hefur atvikið valdið stúlkunni umtalsverðu and- legu álagi og hún mun vera hrædd við að vera einsömul. Norski listmálarinn skuldar tugi milljóna í opinber gjöld: Tollstjóri eltir Nerdrum Tollstjórinn eltir Skorað hefur verið á norska listmálarann Odd Nerdrum að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur ella hefjist gjaldþrotaskipti í félagi hans vegna ógreiddra opinberra gjalda. Tollstjóri mun krefjast gjaldþrota- skipta á búinu Oddur N ehf., sem er í eigu norska listmálarans Odd Nerdrum. Þetta er gert þar sem toll- stjóri telur félag Nerdrum, sem er einkahlutafélag um listsköpun, skulda rúmlega 43 milljónir króna vegna ógreiddra opinberra gjalda. Fyrirkall vegna gjaldþrotaskipta- beiðninnar var birt í Lögbirtinga- blaðinu á miðvikudaginn. Með fyrirkallinu er skorað á Odd Ner- drum sjálfan að mæta í Héraðs- dóm Reykjavíkur þann 7. september næstkomandi þar sem gjaldþrota- skiptabeiðnin verður tekin fyrir. Ella má búast við að krafan verði tekin til greina og gjaldþrotaskipti hefjist. Nerdrum sem er einn frægasti og umdeildasti núlifandi listmálari Noregs dvaldi hér á landi á árunum 2002 til 2007. Hann vann með Hrafni Gunnlaugssyni að myndinni Myrkra- höfðingjanum, en Nerdrum sá um leikmyndagerð í myndinni sem kom út árið 1999. Í viðtali við Morgun- blaðið árið 1997 lýsti Nerdrum því hvernig samstarf þeirra bar að en þá höfðu þeir þekkst í yfir tíu ár. Í viðtal- inu lét hann fleyg orð falla og sagði meðal annars frá því að hann taldi sig og Hrafn tvíburasálir og að hann væri óvinsælli í Noregi en Hrafn væri á Íslandi. Nerdrum fluttist svo nokkr- um misserum síðar til landsins og festi kaup á gamla bæjarbókasafninu að Þingholtsstræti árið 2002. Þegar Nerdrum keypti húsið árið 2002 hafði honum lent saman við norska fjöl- miðla og hét því að tala aldrei við þá aftur. Fimm árum síðar seldi hann svo Ingunni Wernersdóttur húsið þegar hann ákvað að flytja aftur til Noregs. gudni@dv.is „Tímabært að snúa sér að framtíðinni“ n Kirkjan greiðir fjórum konum sanngirnisbætur eftir að kirkjan brást þeim í biskupsmálinu n Sigrún Pálína er sátt n Segir niðurstöðuna mikinn létti „Ég er sátt við þetta sáttaferli sem ég er að fara í gegnum. Maður getur sagt að mér finnst ég vera að nálgast endapunktinn núna,“ segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir aðspurð hvort hún sé sátt við þær sanngirnisbætur sem kirkjan hefur boðist til borga henni og þremur öðrum konum sem leituðu til kirkjunnar eftir að hafa verið áreittar kynferðislega af Ólafi Skúlasyni biskupi. Kirkjuþing skipaði í vor fimm manna nefnd til að fylgja eftir skýrslu rannsóknarnefndar en niðurstaða skýrslunnar var að kirkjan hefði gert mistök. Nefndin hefur haft sam- band við konurnar fjórar sem eru í skýrslunni, þær Sigrúnu Pálínu Ing- varsdóttur, Stefaníu Þorgrímsdóttur, Dagbjörtu Guðmundsdóttur og dótt- ur Ólafs biskups, Guðrúnu Ebbu, og boðið þeim sanngirnisbætur. Hefur fengið uppreisn æru Sigrún Pálína sakaði Ólaf Skúlason um að hafa brotið gegn sér árið 1978 og er sú kona sem hefur drifið bisk- upsmálið áfram síðustu sextán ár. Fyrir vikið var hún fordæmd þar til hún hrökklaðist til Danmerkur. Sigrún Pálína segir mikinn létti fyrir sig og fjölskyldu sína að brátt sjái fyrir endann á málinu, en nefnd- in mun funda með konunum fjórum í dag og þá er vonast til að ásættanleg niðurstaða fáist fyrir alla aðila. „Mér er trúað og þetta samstarf mitt við nefndina hefur gert að verkum að ég er að nálgast þennan endapunkt. Ég vona að eftir fundinn geti ég fari að snúa mér að mínu eigin lífi. Það er tímabært að snúa sér að framtíðinni og græða sárin,“ segir Sigrún Pálína. Aðspurð hvort hún sé sátt við að Karl Sigurbjörnsson sitji enn sem biskup segir hún það vera alfarið mál kirkjunnar. „Það sem ég hef bar- ist fyrir er að ég yrði tekin alvarlega, mér yrði trúað og ég fengi uppreisn æru. Mér finnst ég vera búin að ná því fram.“ Þarf að draga lærdóm af málinu „Það hefur verið unnið að sátt og það er unnið að því ennþá. Liður í því er að þær fái greiddar sanngirnis bætur, segir Magnús E. Kristjánsson, for- maður nefndar Kirkjuþings um við- brögð við rannsóknarskýrslunni. Hann segir nefndina vera að við- urkenna ábyrgð á þeim móttökum sem konurnar fjórar fengu þegar þær leituðu til kirkjunnar. „Kirkjan tók ekki nógu vel á móti þeim þegar þær leituðu til hennar,“ segir Magn- ús. Varðandi upphæð bótanna segir Magnús það vera undir konunum sjálfum komið hvort þær vilji tjá sig um hana. Hann segir nefndina ekki nálgast konurnar sem sérstakan hóp, heldur sem einstaklinga með mismunandi þarfir og vinni út frá því. Málið hefur verið í ákveðnu ferli og vonast Magnús til þess að góður áfangi náist í því ferli í dag. „Þetta eru ekki nein lok á einhverju, held- ur bara áfangar. Svona mál halda áfram og við þurfum að halda áfram að læra af þeim, bæta okkur og nýta það sem læra má af þessu til að bæta kirkjuna,“ segir Magnús. „Það sem ég hef barist fyrir er að ég yrði tekin alvarlega, mér yrði trúað og ég fengi uppreisn æru. Mér finnst ég vera búin að ná því fram. Málið í ferli Magnús E. Kristjánsson, for- maður nefndar Kirkjuþings, segir mikilvægt að nýta það sem má læra af málinu til að bæta kirkjuna. Uppreisn æru Sigrún Pálína Ingvars- dóttir segist sátt við það sáttarferli sem hún er að ganga í gegnum. Hún vill nú snúa sér að framtíðinni og græða gömul sár. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.