Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Page 13
Fréttir | 13Helgarblað 22.–24. júlí 2011 Litla bifhjólaprófið fylgir fyrstu 5 hjólunum, eða 30 þús. kr. afsláttur! Ekta Vespa fæst aðeins hjá Heklu! www.vespur.is Piaggio Vespa S 125, verð aðeins: 629.000 kr. Piaggio Vespa LX 125, verð aðeins: 599.000 kr. Piaggio Vespa LXV 125 - Afmælisútgáfa, verð: 689.000 kr. 25% afsláttur af öllum vespum og aukahlutum Sumarútsala 471.750 kr. 449.250 kr. 516.750 kr. Betra verð en á Ítalíu Einstakt tækifæri Örfá hjól eftir Vísar ásökunum á bug S kuldir íslenska ríkisins nema í dag yfir 1.400 milljörðum króna eða um 93 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagfræðingarnir Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff skrif- uðu grein sem birtist á fréttasíðu Bloom berg í síðustu viku. Samkvæmt rannsókn þeirra er talið að í löndum þar sem hið opinbera skuldar meira en 90 prósent af vergri landsfram- leiðslu sé mikil hætta á að hagvöxtur geti ekki aukist og að forsendur fjár- málalegs stöðugleika verði lakari. Þessa niðurstöðu byggja þau á töl- fræðilegum gögnum 44 landa síð- ustu 200 árin sem þau skoðuðu og birt voru í grein þeirra „Growth in a time of debt“ árið 2010 eða hagvöxt- ur á tímum skulda. Var Ísland eitt fimm landa sem þau töldu að hefði lent í „kerfislegri fjármálakrísu“ á ár- unum 2007 til 2009. Auk þess verði að taka tillit til þess að skuldbinding- ar hins opinbera í flestum löndum hafi aukist mikið undanfarin ár, þá sérstaklega útgjaldaliðir eins og elli- lífeyrir og heilbrigðiskostnaður. Eins og sést í töflu með frétt er ís- lenska ríkið eitt það skuldugasta í Evr- ópu. Lönd eins og Grikkland, Ítalía, Ír- land og Portúgal, sem hafa verið mikið í fréttum, skulda þó meira. Ísland og Írland eiga það þó sameiginlegt að skuldir landanna hafa vaxið mest af þeim sex skuldugustu á árunum 2007 til 2010. Skuldir írska ríkisins hafa hækkað um 385 prósent og íslenska ríkisins um 364 prósent. Þau Reinhart og Rogoff telja að þó að einhver lönd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fari í greiðsluþrot, eða þurfi að endursemja um opinberar skuldir sínar áður en fjármálakreppunni ljúki á evrusvæðinu, sé stærsta hættan sú að opinberar skuldir ríkja hlaðist upp sem verði til þess að forsendur fyrir hagvexti bresti alfarið. Ríkissjóður semji um skuldir Segja má að viðhorf þeirra Reinhart og Rogoff sé svipað og hjá þeim Har- aldi Líndal Haraldssyni hagfræð- ingi og Kristjáni Þór Júlíussyni, þing- manni Sjálfstæðisflokksins, sem þeir lýstu í samtali við DV, vegna úttektar blaðsins á skuldastöðu íslenska rík- isins, sem birtist í síðasta helgarblaði DV. „Ég hef verið þeirrar skoðunar og kom þeirri skoðun á framfæri þegar í byrjun árs 2009, að skuldir ríkissjóðs væru orðnar það miklar, að það væri ekki hægt að bæta við þær. Það hefur ekkert komið fram sem sýnir að ann- að hafi verið mögulegt,“ sagði Har- aldur Líndal í umræddri úttekt. Lagði hann það til að ríkissjóður semdi um lækkun skulda sinna við lánar- drottna sína. „Ég hefði ætlað að miðað við stöðu ríkissjóðs þyrfti ríkið að semja um skuldir sínar við lánardrottna. Ríkissjóður er mjög skuldsettur. Þótt öðru hafi verið haldið að fólki þá hafa skuldir hans verið að aukast. Ef það er ætlunin núna að skera niður í öllum rekstri ríkisins til þess að ná hallalausum fjárlögum þá liggur það fyrir að allt annað en vaxtakostnaður í útgjaldaliðnum verður skorið nið- ur,“ sagði Kristján Þór. Alltaf sömu mistökin Þau Carmen M. Reinhart og Kenn- eth S. Rogoff skrifuðu bókina This Time Is Different: Eight Centuries of Financial Folly, sem kom út árið 2009. Helsti boðskapur þeirrar bók- ar er að mannkynið virðist aldrei læra af reynslunni. Sömu mistökin séu gerð aftur og aftur. Ofurtrú á að í þetta skiptið verði þetta öðruvísi vegna nýrra aðferða í fjármálaheim- inum sem síðan kemur í ljós að lúta sömu lögmálum og fjármál gerðu áður. Í grein sinni sem birtist á vef- síðu Bloom berg í síðustu viku vara þau ríki við „í þetta skiptið verður þetta öðruvísi“-heilkenninu. Rein- hart starfar sem prófessor í hagfræði við University of Maryland í Banda- ríkjunum og Rogoff er prófessor í hagfræði við Harvard-háskólann og fyrrverandi aðalhagfræðingur Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). 90 prósent skuldir ógna hagvextinum n Skuldir íslenska ríkisins 93 prósent í hlutfalli við verga landsframleiðslu n Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff telja 90 prósent hlutfall skulda, eða hærra, hamli hagvexti n Íslenska ríkið semji um skuldir Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Hækkun opinberra skulda hjá ESB-ríkjum og Íslandi 2007–2010. Land 2007 2008 2009 2010 1. Grikkland 105 111 127 143 2. Ítalía 104 106 116 119 3. Belgía 84 90 96 97 4. Írland 24 44 66 96 5. Portúgal 68 72 83 93 6. Ísland 23 44 88 84 7. Þýskaland 65 66 74 83 8. Frakkland 64 68 78 82 10. Bretland 45 54 70 80 14. Holland 45 58 61 63 16. Spánn 36 40 53 60 18. Finnland 35 34 44 48 19. Lettland 9 20 37 45 20. Danmörk 28 35 42 44 22. Svíþjóð 40 39 43 40 27. Lúxemborg 7 14 15 18 28. Búlgaría 17 14 15 16 29. Eistland 4 5 7 7 Hækkun skulda „Ég hefði ætlað að miðað við stöðu ríkissjóðs þyrfti ríkið að semja um skuldir sínar við lánardrottna. Mest hækkun opinberra skulda 2007–2010: Land Hækkun 1. Lettland 497% 2. Írland 385% 3. Ísland 364% 4. Lúxemborg 275% 5. Rúmenía 244% HæKKun Í HLutfALLi við veRgA LAndSfRAMLeiðSLu Mesta hækkun Allt of miklar skuldir Rannsókn hagfræðinganna Carmen M. Reinhart og Kenneths S. Rogoff sýnir að þegar skuldir hins opinbera fara yfir 90 prósent af vergri landsframleiðslu minnka líkur á hagvexti töluvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.