Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Síða 24
24 | Erlent 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Varar við „kínverskri innrás“ n David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, harðorður í garð Kínverja D avid Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, lét þung orð falla í garð kínverskra yfir- valda á lokadegi heimsóknar sinnar til Afríku. Cameron heimsótti meðal annars Suður-Afríku og Níg- eríu, en þurfti að flýta för sinni heim vegna hleranamálsins í Bretlandi. Efnahagslegur uppgangur í Kína hefur verið gríðarlegur undan- farin misseri. Þeir hafa í auknum mæli fjárfest í Afríku og meðal ann- ars keypt svæði sem eru rík af auð- lindum eins og olíu, járni og kopar. Cameron varaði við þessari stefnu í erindi sem hann hélt í Viðskiptahá- skólanum í Lagos í Nígeríu og sagð- ist reiðubúinn að beita sér gegn þessari „kínversku innrás“ eins og hann orðaði það. Til marks um aukin umsvif Kín- verja í Afríku má nefna að árið 2010 nam verslun milli Kína og Afríku 70 milljörðum punda. Árið 2010 var tal- an margfalt lægri, eða fjórir milljarðar punda. Kínverjar hafa gert viðskipta- samninga við 40 ríki í Afríku, þar á meðal Úganda, Kenía og Alsír. Þá hafa yfirvöld í Kína lánað háar fjárhæðir til ríkja Afríku og þar með aukið pólitísk og efnahagsleg áhrif sín. Áætlað er að yfir ein milljón Kínverja hafi flutt til Afríku á undanförnum tíu árum. „Það er mitt mat að ríkiskapítal- ismi (e. authoritarian capitalism), líkt og er í Kína, verði ekki til góðs til lengri tíma litið,“ sagði Cameron meðal annars og hvatti enn frem- ur til lýðræðislegra umbóta í Afríku. Hann sagði að Bretar væru reiðu- búnir að efla viðskiptasamband við þau ríki Afríku þar sem hagvöxtur er mikill. Eitt þessara ríkja er Nígería, næststærsta hagkerfi Afríku, en á síð- asta ári var hagvöxtur þar níu prósent. einar@dv.is Harðorður Cameron varar við auknum umsvifum Kínverja í Afríku. MynD ReuteRs Mount everest mælt aftur Yfirvöld í Nepal hafa ákveðið að mæla hæð Mount Everest, hæsta fjalls heims, að nýju. Samkvæmt opinberum tölum er fjallið 8.848 metrar á hæð. Nepala og Kínverja, sem eiga landamæri að Mount Everest, hefur hins vegar lengi greint á um raun- verulega hæð fjallsins; Nepalar taka inn í reikninginn snjóalög á toppi fjallsins en Kínverjar ekki. Þetta hefur gert að verkum að fjallið er fjórum metrum hærra í Nepal en í Kína, samkvæmt opinberum tölum ríkjanna. „Núna höfum við tæknina til að mæla hæð fjallsins sjálfir,“ segir Go- pal Giri, talsmaður yfirvalda í Nepal, í samtali við AFP-fréttastofuna. Ind- verjar mældu fyrst hæð fjallsins árið 1955 og mældist það þá 8.848 metr- ar. Bandarískir vísindamenn mældu svo hæð þess árið 1999 og mældist það þá 8.850 metrar. Yfirvöld í Nepal hafa hins vegar haldið sig við upp- runalegu töluna og munu styðjast við hana þar til þeir hafa sjálfir lokið við mælingar. Auðmaður leigir paradísareyju Auðjöfurinn Richard Branson, stofn- andi Virgin-viðskiptaveldisins, hefur ákveðið að bjóða auðugum einstak- lingum að leigja sannkallaða para- dísareyju við Queensland í Ástralíu. Branson festi kaup á eyjunni, sem er hjartalaga, árið 2007 og borgaði fyrir þrjár milljónir Bandaríkjala, eða 360 milljónir króna á núverandi gengi. Áhugasamir geta leigt eyjuna en á henni er glæsilegt íbúðarhús sem rúmar tuttugu og tvo gesti. Þá er risastór sundlaug í garðinum og kvikmyndahús utandyra. Það er hins vegar ekki fyrir hvern sem er að leigja eyjuna. Nóttin kostar tæpar tvær milljónir króna. Fékk stálrör í höfuðið Byggingaverkamaður í Quanzhou- héraði í Kína þykir hafa sloppið ótrú- lega vel þegar hann lenti í vinnuslysi. Maðurinn, sem heitir Wu Moude og er 22 ára, féll með þeim afleiðingum að fimmtán sentímetra langt stálrör stakkst í gegnum háls hans og upp í höfuðið. Moude gekkst undir bráða- aðgerð í kjölfarið og þótti sú aðgerð takast vel. „Hann var meðvitundar- laus þegar hann kom hingað. Það er mjög sjaldgæft að sjá sjúkling koma með svona alvarleg meiðsli,“ segir læknirinn Zhuang Cong sem tók á móti Moude sem liggur enn mikið slasaður á sjúkrahúsi en ástand hans er stöðugt. V ersta næturvakt sögunnar að baki. Nú er það önnur fjórtán tíma vakt og mig langar ekkert að fara.“ Þetta sagði hin 27 ára Rebecca Leighton á Facebook-síðu sinni fyr- ir skemmstu. Leighton, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Stepping Hill-sjúkrahúsinu í Stockport á Eng- landi, var handtekin á miðvikudag grunuð um að myrða þrjá sjúklinga á sjúkrahúsinu. Málið hefur verið fyrirferðarmikið í bresku pressunni í vikunni enda virðast morðin hafa með öllu verið tilefnislaus. Rebecca er grunuð um að hafa sprautað in- súlíni í alls 36 poka sem innihéldu saltlausn, en slíkt getur verið stór- hættulegt. Fjórði sjúklingurinn þungt haldinn Talið er að þrír sjúklingar; George Keep, 84 ára, Arnold Lancaster, 71 árs og Tracey Arden, 44 ára, hafi látist að undanförnu eftir að hafa fengið saltlausnina. Fjórði sjúkling- urinn, rétt rúmlega fertugur, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Lög- regla hefur ekki gefið miklar upplýs- ingar um málið en húsleit var gerð á heimili Rebeccu, sem er skammt frá sjúkrahúsinu, á miðvikudag. Lögregla hefur þó látið hafa eftir sér að það muni taka tíma að sanna að andlát sjúklinganna þriggja tengist saltlausninni sem Rebecca er grun- uð um að hafa spillt. Bráðabirgða- krufningar benda hins vegar allar til þess. „Mjög góð stúlka“ Móðir Rebeccu, Lynda Leighton, er framkvæmdastjóri á hjúkr- unarsviði spítalans. Fjölskyldu- vinir hafa lýst því í samtölum við breska fjölmiðla að handtakan hafi komið mjög flatt upp á þá. „Hún hefur unnið þarna í lang- an tíma og hafði gaman af starf- inu. Mér er mjög brugðið, ég trúi þessu ekki,“ sagði vinur Rebeccu, Gavin Heaton, í samtali við Daily Mail á fimmtudag, en Rebecca var brúðarmær í brúðkaupi hans fyrir tveimur árum. „Þetta hlýtur að vera misskilningur. Hún er mjög góð stúlka.“ Það var á fimmtudag í síðustu viku sem forsvarsmenn sjúkra- hússins höfðu samband við lög- reglu. Reyndur hjúkrunarfræðing- ur á sjúkrahúsinu hafði þá komist að því að óvenju margir sjúklingar væru með allt of lágan blóðsykur. Síðar kom í ljós að fjórtán sjúkling- ar höfðu fengið hættulega mikið magn af insúlíni eftir að hafa feng- ið saltlausn. sjúklingum brugðið Ekki virðist liggja ljóst fyrir hvers vegna grunur beindist strax að Rebeccu, en hún var handtek- in nokkrum dögum eftir að málið kom upp. Dorothy Potter, aldraður sjúklingur á Stepping Hill-sjúkra- húsinu, segir að henni sé brugðið vegna málsins. Hún tekur það þó fram að starfsfólk hafi reynst henni mjög vel. „Ég er miður mín yfir þessu eins og allir á sjúkrahúsinu,“ sagði hún í viðtali við BBC. Lögregla hefur látið hafa eft- ir sér að rannsókn málsins sé á frumstigi og engin ákæra hafi ver- ið gefin út á hendur Rebeccu. Ör- yggismál hafa verið tekin til skoð- unar á sjúkrahúsinu og þurfa nú tveir starfsmenn að vera viðstadd- ir lyfjagjafir. Þá hafa einungis yfir- menn aðgang að lyfja- og birgða- geymslum. n Þrír sjúklingar létust eftir að hafa innbyrt insúlínblandaða saltlausn n 27 ára hjúkrunarkona handtekin n sjúklingum verulega brugðið Þrír látnir Tracey Arden, George Keep og Arnold Lancaster létust nýlega á sjúkrahúsinu. Fjórði sjúklingurinn liggur enn þungt haldinn. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Grunuð um að myrða sjúklinGa „Hún hefur unn- ið þarna í lang- an tíma og hafði gaman af starfinu. Mér er mjög brugðið, ég trúi þessu ekki. Grunuð Rebecca Leighton, 27 ára, er grunuð um að hafa spillt saltlausninni sem valdið hefur dauða þriggja sjúklinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.