Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Síða 38
38 | Fókus 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Hvað ertu að gera? mælir með... KVIKMYND Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II „Það er í raun lygilegt hversu vel heppnaðar myndirnar um Harry Pott er hafa verið […] eftir stendur ein magnaðasta kvikmyndasería sögunnar í Hollywood.“ - Jón Ingi Stefánsson BÓK Skurðlæknirinn „Skurðlæknirinn er hröð og spennandi lesning.“ - Kristjana Guðbrandsdóttir HLJÓMPLATA Ég vil fara upp í sveit Helgi Björns og reiðmenn vindanna „Aðdáendur fyrri platna þeirra verða ekki sviknir og fólk á örugglega eftir að skemmta sér einstaklega vel áfram á knapaböllum með Helga í broddi fylkingar.“ - Birgir Olgeirsson Gísli Galdur Þorgeirsson plötusnúður Hvað ertu að lesa núna? „Ég er að reyna að klára „Bob Dylan Chronicles, volume 1“ og síðan er ég alltaf gluggandi í „Sound on Sound“ blaðið.“ Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa dagana? „Townes Van Zandt og nýja platan með Humanwoman!“ Hvaða vefsíður skoðar þú mest? „Ætli það séu ekki bara svona týpískar síður eins og gmail, facebook, visir.is, titsinthes- hade.com og síðan kannski gearslutz og medialux.com.“ Hvert er uppáhaldskaffihúsið þitt? „Það fer nú eftir því hvort við erum að tala um kaffi eða bjór! Kaffismiðjan, Kaffitár, Prikið (alltaf klassískt), Laundromat og Kaffibarinn sem dæmi.“ Hvað ætlarðu að gera um helgina? „Spila í útgáfupartíi hjá Steinda á föstudag og síðan er pabbahelgi á Kaffibarnum á laugardeginum. Ég fer örugglega líka út á róló með Bríeti og kannski fáum við okkur svo ís ef sumir eru stilltir.“ Fer út á róló með Bríeti mælir ekki með... BÓK Engan þarf að öfunda eftir Barböru Demick „Fyrir áhugafólk um framandi menn- ingarheima eða Norður-Kóreu ætti bókin að vera skyldulesning þrátt fyrir hversu illa þýdd hún er.“ - Aðalsteinn Kjartansson T veir litlir hundar, Palli og Pilla, koma á móti gestin- um. Þefa. Dilla rófunum. Eigandi þeirra, Yrsa Sigurð- ardóttir rithöfundur, heilsar hlýlega. Hún býður til sætis við borð- stofuborðið. Hundarnir gefa stund- um frá sér hálfgerðar hrotur. Glað- vakandi. Yrsa hitar vatn og býður upp á blóðrautt te. „Þetta er ávaxtate sem ég keypti í Bretlandi,“ segir rithöf- undurinn sem ferðast mikið þar sem bækur hennar eru gefnar út í rúmlega 30 löndum. Heimili Yrsu stendur nálægt haf- inu og skín sumarsólin á hafflötinn. Hafið leikur stórt hlutverk í nýjustu bókinni sem kemur út síðar á árinu. „Þetta er Þóru-bók,“ segir Yrsa en sögupersónan Þóra Guðmunds- dóttir er í aðalhlutverki í flestum spennusögum hennar. „Snekkju rekur mannlausa að landi, á henni höfðu verið íslensk fjölskylda og tveggja manna áhöfn. Það þarf að finna út úr því hvað hef- ur orðið um fólkið og í bókinni er flakkað fram og til baka í tíma.“ Hafið. Yrsa er mikið fyrir haf- ið. „Mér líður aldrei almennilega vel nema að vera niðri við sjó. Mér finnst skemmtilegast að fara í frí ef ég er nálægt sjó eða vatni. Ég er svo vön hafinu.“ Hún hefur þó ekki alltaf búið þar sem hafið er í næsta nágrenni. Yrsa er byggingaverkfræðingur að mennt og stundaði framhaldsnám í Kanada – inni í miðju landi þar sem ekkert var hafið heldur lítil á. „Það hjálpaði til,“ segir hún og brosir. Spennan Hvað með bækurnar sem hún las í æsku? „Ég las alltaf rosalega mikið og sérstaklega sem barn. Þegar ég var 12 ára bjó ég til lista og mark- miðið var að lesa eina bók á dag. Ég náði því næstum því en ég fór að lesa Á hverfanda hveli, sem er um 400 blaðsíður, og það eyðilagði allt.“ Spennan og hryllingurinn í heimi bókanna heillaði fljótlega. Um uppáhaldsbókina á þessum tíma segir Yrsa: „Ég man ekki hvað bókin heitir en hún er um dreng sem sígaunar rændu. Herbergi er lýst þar sem einhver hafði verið drepinn og það var ekki hægt að má blóðblett á vegg í burtu. Það er sérstaklega minnisstætt, það var alltaf þessi blettur á veggnum.“ Henni fannst líka gaman að lesa bækur eftir Enid Blyton og hún las ástarsögur á tímabili á unglingsár- unum; hún segist ekki hafa gert það síðan. „Svo fannst mér gaman að lesa ævintýrabækur um Bob Moran sem barðist við gula skuggann.“ Stúlkuna sem las Á hverfanda hveli á meira en einum degi, las ástarsögur um tíma og bækur um ævintýri Bobs Moran langaði til að verða stjörnufræðingur. „Marg- ir rugluðu því saman við stjörnu- speki og það fór svo í taugarn- ar á mér að það drap niður þann áhuga.“ Unglingsárin: Stephen King var mikið lesinn sem og bækur eftir John Saul. Báðir höfðu hryllinginn í hávegum. „Svo las ég líka glæpa- sögur.“ Yrsu finnst einfaldlega gam- an að glæpa- og hryllingssögum. „Þetta er kannski ákveðinn flótti frá raunveruleikanum; sérstaklega í hryllingsbókmenntum. Svo hafði ég gaman að vísindaskáldsögum um tíma.“ Pilla leggst allt í einu á bakið undir borðstofuborðinu og baðar út öllum skönkum hin ánægðasta. Barnabækurnar Tíminn leið, stúdentshúfan var komin á kollinn og Yrsa hóf nám í byggingaverkfræði eins og þeg- ar hefur komið fram. Eftir að heim kom tóku við ár þar sem athyglin var á starfinu og fjölskyldunni – eig- inmanninum og syninum. Nýtt líf kviknaði árið 1996 og þegar Yrsa beið eftir að dóttir- in kæmi í heiminn ákvað hún að prófa að skrifa. Hún skrifaði sögu; þá fyrstu. Sagan lengdist og úr varð bókin Þar lágu Danir í því. Þetta var árið 1998. Af hverju var hún ekki búin að skrifa neitt áður? „Þetta hvarfl- aði ekki að mér fyrr en þarna. Ég hafði lesið lélega barnabók fyrir son minn og mér fannst þetta hálfdap- urlegt. Mér fundust ævintýrabækur skemmtilegastar þegar ég var lítil og ákvað að prófa að skrifa ævin- týrabók.“ Næstu ár komu út fimm barna- og unglingabækur til viðbótar: Við viljum jólin í júlí, Barnapíubófinn, Búkolla og bókaránið, B 10 og Bio- börn. Yrsa hlaut viðurkenningu IBBY-samtakanna fyrir bókina Við Milljón eintök seld Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur skapar um þessar mundir nýjan heim, nýjan glæp og nýjar persónur. Handhafi Blóðdropans, bókmenntaverðlauna Hins íslenska glæpafélags, talar um bókmenntirnar sem hún las í æsku, á unglingsár- unum og um sínar eigin bækur. Yrsa Sigurðardóttir „Þær eru spennandi, þéttar og pínulítið óhugnanlegar – ég vona það allavegana. Ég vil að fólk njóti þess að lesa bækurnar og geti flúið svolítið hversdagsleikann í þann tíma sem það tekur að komast í gegnum þær og að það séu einhver atriði í þeim sem vekja það kannski til umhugsunar.“ „Það er mjög erfitt að vera alltaf fyndin. Svava Jónsdóttir Viðtal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.