Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Qupperneq 44
44 | Tækni 22.–24. júlí 2011 Helgarblað B andaríska alríkis- lögreglan, FBI, gerði nokkrar rassíur á þriðjudag í tilraun sinni til að uppræta hakkarahópinn Anonymous. Verkefnið hefur þó reynst lög- reglumönnunum þrautin þyngri. CBS News sagði frá því að FBI hefði ráðist inn á heim- ili í New York-borg í Bandaríkj- unum á þriðjudag og lagt þar hald á tölvur og önnur tæki. Sams konar húsleitir voru gerð- ar á tveimur heimilum á Long Is land og tveimur heimilum í Brooklyn og Bronx. Fjórtán hafa verið hand- teknir vegna aðgerða lögregl- unnar. Tilgangur aðgerðanna er að uppræta hakkarahóp- inn sem hefur valdið talsverð- um usla víða um heim. Hefur CNET News-tæknifréttasíðan eftir heimildum að lögreglan hafi allt í allt fengið heimild fyrir húsleit á 40 stöðum vegna rannsókna sinna á hópnum. Stórt vandamál Michael Chertoff, fyrrverandi yfirmaður bandaríska heima- varnaráðuneytisins, sagði í síðasta mánuði að stærsta vandamálið í baráttu stjórn- valda við hakkarahópa væri hversu sundurleitir hóparnir væru oft. Anonymous-hópur- inn er til að mynda samsettur af fjöldamörgum einstakling- um sem þekkjast ekki endilega per sónulega nema í gegnum tölvu. Snýst því barátta lög- reglunnar ekki um að ná leið- toga hópsins heldur að ná sem flestum meðlimum hans. Chertoff velti því líka upp hvernig væri best og eðlilegast að bregðast við árásum hópa á borð við Anonymous. „Eigum við að svara árásunum ef við vitum ekki hvaða einstaklingar stóðu á bak við hana ef við vit- um hvaða server er notaður til árásarinnar? Tökum við serv- erinn niður í raunveruleikan- um eða í netheimum? Þar er og verður ekki skýr lína og við munum kannski taka server- inn niður í raunveruleikanum eða í netheimum,“ sagði hann um baráttuna gegn netglæp- um. Líka vandamál í Bretlandi Breska lögreglan, Scotland Yard, hefur ráðist í svipaðar aðgerðir og bandaríska alrík- islögreglan í baráttu sinni við tölvuhakkara. Hefur breska lögreglan þurft að berjast við hópinn LulzSec um nokkurt skeið. Fyrir um mánuði hand- tók lögreglan Ryan Cleary, sem er 19 ára, vegna tölvuglæpa en á Twitter-síðu hakkarahópsins sem hann var sagður tilheyra voru send út skilaboð þar sem sagt var að lögreglan hefði gert mistök og að Cleary væri ekki á bak við LulzSec-hópinn. Það var hópur sem sérhæfir sig í að leysa upp skipulagða glæpa- starfsemi sem handtók dreng- inn og þykja mistökin vera til marks um hversu erfitt hefur reynst að leysa upp hópana. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tækni Lögreglan ræðst gegn hökkurum n Berjast við sundurleita hópa tölvuglæpamanna n Baráttan háð um allan heim n Ekki nógu skýrt hvernig má berjast gegn glæpunum Var í baráttunni Michael Chertoff, fyrrverandi yfirmaður bandaríska heimavarnaráðuneytisins. Nafnlausir hakkarar Menn sem kenna sig við hakkarahópinn Anonymous með Guy Fawkes-grímur til að þekkjast ekki. Efni frá CBS á Amazon Amazon hefur gert samning við bandarísku sjónvarpsstöð- ina CBS sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða viðskiptavinum sínum að streyma sjónvarps- efni frá CBS í gegnum síðuna. Verður þjónustan í boði endur- gjaldslaust fyrir þá viðskiptavini sem eru áskrifendur síðunnar sem eru í Amazon Prime-hópn- um. Boðið verður upp allt efni í CBS-gagnagrunninum og er því um virkilegt magn af sjónvarps- efni og kvikmyndum að ræða. Google kaupir styttingarlén Google hefur fjárfest í léninu G.co til að nota sem opinbera styttingu á netlénum sínum. Algengt er að fólk notist við stutt lén til að stytta lengri fyrirtækja- lén. Aðeins ár er síðan .co-lén voru fyrst boðin fyrirtækjum og einstaklingum en síðan þá hafa nær milljón slík lén selst. Meðal fyrirtækja sem notast við léna- endinguna eru Amazon, Over- stock og Twitter. Ný Galaxy- spjaldtölva Suðurkóreska tæknifyrirtækið Samsung hefur sent frá sér nýja og þynnri útgáfu af Samsung Galaxy-spjaldtölvu. Spjaldtölv- unni svipar enn mikið til iPad- spjaldtölvunnar frá Apple en miklar deilur eru á milli fyrir- tækjanna um hin ýmsu mál er varða líkindi Galaxy-línu Sam- sung og iPhone- og iPad-vara Apple. Tilkynnt var um útgáf- una á miðvikudag. Ný Mac- Book Air Apple hefur sent frá sér nýja og endurbætta útgáfu af MacBook Air. Nýja útgáfan kom út á mið- vikudag en sama dag kom út ný útgáfa af stýrikerfi fyrirtækisins, OS X Lion. Kemur nýja Mac- Book-Air tölvan tilbúin úr kass- anum með nýja stýrikerfinu. Nýja tölvan lítur nokkuð svipað út og fyrri útgáfa en búnaðurinn í henni hefur verið uppfærður. A mazon hefur hrint af stað opinni netversl- un þar sem nemend- um gefst tækifæri á að leigja sér skólabækurnar. Er um að ræða eins konar ský- þjónustu þar sem nemend- um gefst tækifæri á að vista glósurnar sínar á miðlægu neti. Þannig komast þeir upp með að vera með nær ein- göngu Kindle-lestölvu í skól- anum en stefnt er að því að bjóða tugþúsundir kennslu- bóka á markaðssvæðinu. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan suðurkóresk stjórnvöld tilkynntu um áform sín um að hætta að nota skólabækur í skólum landsins og nota spjaldtölv- ur, sem að nokkru leyti svip- ar til lestölva, í kennslu í staðinn. Svipar áætlun suð- urkóreskra stjórnvalda til þeirrar sem Amazon hefur fyrir bandarískan markað en Amazon er þó á eigin veg- um en ekki á vegum opin- berra aðila. Mun það því lík- lega taka talsvert lengri tíma að koma netskólabókum í al- menna umferð í Bandaríkj- unum en Suður-Kóreu. Með því að leigja bæk- urnar í gegnum Kindle Store í stað þess að kaupa þær í hefðbundnum bókaversl- unum geta nemendur spar- að allt að 80 prósent. Þetta kemur fram á vefsíðu Kindle Store, þar sem skóla- bækurn- ar eru til sölu. Kindle- lestölvurnar eru með mest seldu les- tölvum í heiminum í dag en slíkar tölvur hafa notið gíf- urlega aukinna vinsælda að undanförnu. Spjaldtölvur á borð við iPad og Samsung Galaxy hafa líka náð ótrúlega góðri fótfestu á stuttum tíma og er ljóst að útspil Amazon mun líklega koma sér vel fyr- ir marga nemendur í Banda- ríkjunum. n Amazon orðið hálfgert bókasafn Leigðu skólabækurnar Kindle-lestölva Kindle-lestölvurnar frá Apple eru einar mest seldu lestölvur í heiminum í dag og er nú hægt að fá skólabækurnar í slíkar tölvur. MyNd AMAzoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.