Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 4
4 Fréttir 21.–27. desember 2011 Jólablað Vill ekki ræða Fell n Kaupfélagsstjóri býr yfir upplýsingunum G uðsteinn Einarsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Borg- firðinga og fyrrverandi stjórn- arformaður Giftar, neitar að upplýsa um hvaðan 11 milljarða króna hlutafé Fjárfestingarfélagsins Fells var komið. DV greindi frá því á mánudaginn að árið 2006 hefðu 11 milljarðar króna runnið inn í Fell og aftur út úr félaginu árin þar á eftir. Fell var skráð hjá KS á Sauðárkróki og lentu eignir félagsins að hluta inni í kaupfélaginu. Þórólfur Gíslason var einnig stjórnarformaður Giftar um tíma. Ekki er vitað hvaðan þessir pen- ingar komu inn í Fell né hvert þeir fóru að öllu leyti. „Ég veit alveg hvaðan þeir pen- ingar komu og hvert þeir fóru,“ segir Guðsteinn en vill ekki greina frá þess- um upplýsingum. Guðsteinn seg- ir ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í rekstri Fells og að féð hafi runnið til þeirra sem áttu réttmætt tilkall til þeirra. Því hvílir enn leynd yfir Fjár- festingarfélaginu Felli. DV reyndi að ná tali af Sigurjóni Rúnari Rafnssyni á sunnudaginn, mánudaginn og þriðjudaginn en það bar ekki árangur. Sigurjón var stjórn- arformaður Fells. ingi@dv.is S igurjón Rúnar Rafnsson, að- stoðarkaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, tók sér nærri 104 milljóna króna arð út úr eignarhaldsfélagi sínu, Ar- næus, sem áður hét Háahlíð 3. ehf., eftir íslenska efnahagshrunið árið 2008. Arðgreiðslurnar voru vegna rekstraráranna 2008 og 2009 en voru teknar út úr félaginu árin 2009 og 2010. Arnæus fjárfesti meðal annars í fyrirtækjum tengdum Kaupfélagi Skagfirðinga, meðal annars FISK Seafood, á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið, líkt og DV greindi frá fyrr í desember. Arðgreiðslan árið 2009 nam 66,5 milljónum króna á meðan arð- greiðslan árið 2010 nam 37,4 millj- ónum króna. Bókfærður hagnaður félagsins nam rúmlega 188 millj- ónum króna árið 2008 og nærri 28 milljónum króna árið 2009. Skeggrætt á Króknum DV hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Kaupfélags Skagfirð- inga. Meðal þess sem greint hef- ur verið frá í blaðinu eru stórfelld hlutabréfaviðskipti stjórnenda Kaupfélags Skagfirðinga og fram- kvæmdastjóra FISK Seafood, Jóns Eðvalds Friðrikssonar, sem og að um 13 milljarðar króna í reiðufé hafi horfið út úr einu af dótturfélögum Eignarhaldsfélags Samvinnutrygg- inga og Giftar, Fjárfestingarfélag- inu Felli, á árunum 2008 og 2009, án þess að fyrir liggi hvernig þetta gerðist. Um var að ræða flókna fléttu þar sem 11 milljarðar króna voru greiddir inn í Fell sem nýtt hlutafé á árinu 2006 en svo hurfu þessir fjármunir út úr félaginu á næstu árum án þess að rökréttar skýringar væru fyrir hendi. Umfjöllunin hefur vakið um- talsverða athygli á Sauðárkróki og í Skagafirði þar sem Kaupfélag Skag- firðinga er langstærsti vinnuveit- andinn með 727 starfsmenn auk þess sem um 1.500 einstaklingar í byggðarlaginu eiga kaupfélagið í sameiningu. Af þessum sökum þora fáir Skagfirðingar að tjá sig opinberlega um málið: Kaupfélag Skagfirðinga og stjórnendur þess eru valdamestu aðilarnir í sveitinni og eiga fjölmargar fjölskyldur af- komu sínu undir fyrirtækinu. Fjörugar umræður hafa þó ver- ið um málin á fésbókinni og um síðustu helgi sagði Erla Einars- dóttir meðal annars: „Ég hef bara ekki þolinmæði fyrir svona þögg- un. Fólki líður ekki vel með þetta, gleymum því ekki að þetta fyrirtæki gerir marga góða hluti og er lang- stærsti atvinnurekandinn hérna á svæðinu. Mér er ekki skemmt!“ Eitt af innleggjunum í þessa um- ræðu kom frá Ástu B. Pálmadótt- ur, sveitarstjóra í Skagafirði, sem taldi fréttaflutninginn af kaupfélag- inu ekki svaraverðan: „Það er ekki hægt að svara rógburði!“ Umfjöllun DV byggir þó nær eingöngu á opin- berum gögnum, ársreikningum, sem hver sem er getur nálgast hjá embætti ríkisskattstjóra. Samtals 183 milljóna arður Þessar arðgreiðslur Sigurjóns Rún- ars eftir hrunið 2008 bætast við arðtökur hans á árunum fyrir það. Sigurjón tók sér 13 milljónir króna í arð árið 2006, 9 milljónir 2007 og 57 milljónir króna 2008. Heildar- arðgreiðslurnar sem Sigurjón Rúnar hefur tekið út úr eignarhaldsfélag- inu á árunum 2006 til 2010 nema því samtals 183 milljónum króna. Þessi arðtaka Sigurjóns Rúnars er hærri en þær arðgreiðslur sem Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Kaupfélagi Skagfirðinga, hefur tek- ið út úr eignarhaldsfélagi sínu á síð- ustu árum. Líkt og DV greindi frá fyrr í mánuðinum tók hann sér sam- tals 155 milljónir króna í arð út úr eignarhaldsfélaginu Háuhlíð 2. ehf. á árunum 2007 og 2008. Þórólfur og Sigurjón Rafnar stunduðu meðal annars saman fjár- festingar í gegnum félögin Matrónu, Gildingu, Gullinló og Fiskileiðir. Um var að ræða fjárfestingar í hlutabréf- um í Kaupþingi, Landsbankanum stofnfjárbréfum í Sparisjóði Reykja- víkur og í umræddu dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga, FISK Sea- food, sem hefur verið að 100 pró- senta leyti í eigu Kaupfélags Skag- firðinga frá árinu 2008. Eignarhaldsfélag Sigurjóns Rún- ars á ennþá rúmlega 115 milljónir króna í eignir þrátt fyrir þessar arð- greiðslur út úr félaginu. Ekki hefur náðst í Sigurjón Rúnar síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 183 milljóna arður Heildararðgreiðslur til Sigurjóns Rúnars eru 183 milljónir króna á árunum 2006 til 2010. Hann sést hér með Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra. n Aðstoðarkaupfélagsstjórinn í Skagafirði greiddi út arð eftir hrun n Sveitarstjórinn telur umfjöllun DV rógburð n Stjórnendur högnuðust á hlutabréfaviðskiptum Sigurjón tók sér 104 milljónir í arð „Það er ekki hægt að svara rógburði! Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Útgáfa DV um hátíðar Þar sem jólablað DV kom út 21. desember kemur ekki út blað á föstudaginn, Þorláksmessu. Næsta tölublað kemur út mið- vikudaginn 28. desember. Veg- legt áramótablað kemur svo út 30. desember en þar upplýsir völva DV um það sem mun gerast á næsta ári. Þar á eftir kemur DV út miðvikudaginn 4. janúar en upp frá því kemur blaðið út þrjá daga vikunnar eins og venja er. Stálu jólagjöfum Óprúttnir aðilar brutust inn í tvær bifreiðar í Reykjavík á mánudag og var jólagjöfum stolið úr annarri þeirra. Lögreglan varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að verðmæti séu ekki í augsýn. Mælir lögreglan með því að fólk reyni frekar að skilja bíla sína eftir á vel upplýstum bílastæðum sé þess kostur. „Þjófum finnst nefnilega fátt betra en að athafna sig í myrkr- inu þar sem ekki sést til þeirra.“ Geðveikt jólalag Geðveikum slag um titilinn Geð- veikasta jólalagið 2011 er nú lokið og bar Eimskip sigur úr býtum. Lag og myndband þeirra í jólalaga- samkeppninni Geðveikum jólum bar sigur úr býtum í söfnunarátaki atvinnulífsins í þágu Geðhjálpar. Lagið nefnist Ég óska þér góðra jóla og eru bæði lag og texti eftir starfs- manninn Gotta, en hann söng lag- ið ásamt dyggum hópi samstarfs- manna sinna. Öll lög keppninnar eru frumsamin af starfsfólki fyrir- tækjanna sem tóku þátt í keppn- inni. Jólalagakeppnin safnaði í heildina 3.129.000 krónum og rennur allur ágóði söfnunarinn- ar óskertur til uppbyggingarstarfs Geðhjálpar. Hægt er að hlusta á öll jólalögin og finna nánari upplýs- ingar um þau á gedveikjol.is. Fell Var stýrt af stjórnendum KS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.