Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 18
V ið verðum að fá aðstoð Seðlabankans til þess að leysa þetta mál. Það má ekki bíða fram á síð- ustu stundu. Að öðrum kosti verða hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana,“ sagði Erlendur Magnússon, fram- kvæmdastjóri hjá Glitni um miðj- an mars 2008, í tölvupósti til æðstu stjórnenda bankans, meðal annars Lárusar Welding. Vísað er til orða Erlends í kæru Fjármálaeftirlits- ins til sérstaks saksóknara varð- andi málefni Glitnis. Með orðum sínum var Erlendur að vísa til erf- iðrar lausafjárstöðu Glitnis. Þetta gerðist rúmlega hálfu ári fyrir fall Glitnis um mánaðamótin septem- ber/október sama ár. Tölvupóstur Erlends sýnir fram á þá rekstrarerfiðleika sem Glitn- ir stóð frammi fyrir strax á fyrstu mánuðum ársins 2008. Eftir þetta tóku við alls konar reddingar þar sem starfsmenn bankans leituðu eftir skammtímalausnum á að- steðjandi erfiðleikum bankans hverju sinni: Örlög hans á þessum tíma voru þá líklega ráðin. Með slíkum skítareddingum fengu ís- lensku bankarnir tímabundinn gálgafrest til að forðast verðfall á hlutabréfum í bönkunum og ann- að slíkt. Nú hefur embætti sérstaks saksóknara ákært tvo af starfs- mönnum Glitnis, Lárus Welding og Guðmund Hjaltason, fyrir um- boðssvik í einni af slíkum redd- ingum á erfiðleikum sem bank- inn stóð frammi fyrir í ársbyrjun 2008. Með lánveitingunni fór Mile- stone yfir þær heimildir sem fé- lagið hafði til lántöku hjá Glitni. Um er að ræða svokallað Vafnings- mál þar sem Glitnir lánaði Mile- stone um 10 milljarða króna þann 8. febrúar til að eitt af dótturfélög- um þess, Þáttur International, gæti endurgreitt bandaríska fjárfesting- arbankanum Morgan Stanley lán sem félagið hafði tekið árið 2007. Af ákærunni í málinu að dæma var málið leyst í miklum flýti þar sem Morgan Stanley hafði gjaldfellt lánið þremur dögum áður. Fengu þriggja daga frest Þann 28. janúar tilkynnti Morgan Stanley að gjaldfella ætti lán Þáttar International hjá bandaríska fjár- festingarbankanum, samkvæmt ákærunni. Í kjölfarið hófst undir- búningur hjá Glitni og Milestone að því að endurfjármagna lánið. Þetta lán var svo gjaldfellt þann 5. febrúar 2008 og veitti Morgan Stanley frest til klukkan þrjú þann 8. febrúar til að ganga frá upp- greiðslu lánsins. DV hefur fjallað um aðkomu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að málinu en hann skrifaði undir veðsetningar- skjöl í málinu fyrir hönd föður síns, Benedikts Sveinssonar, og föður- bróður, Einars Sveinssonar. Í við- tali við DV í lok árs 2009 bar Bjarni Benediktsson því við í viðtali við DV að hann hefði ekki komið að því að skipuleggja endurfjár- mögnunina á láninu – aðrir hefðu séð um það. „Ég kom ekki nálægt neinni ákvarðanatöku um þá end- urfjármögnun sem var að eiga sér stað á þessum tíma. Þess vegna vissi ég ekki hvaða gerningar lágu þarna að baki. Ég kom einungis að þeirri ákvörðun, eða að þeim gern- ingi, að veðsetja hlutabréfin fyr- ir hönd þeirra sem á þeim héldu. Aðrir voru að vinna í endurfjár- mögnuninni í samvinnu við bank- ann,“ sagði Bjarni. Þó skal tekið fram að Bjarni hafði hagsmuni í Vafningsmál- inu í gegnum föður sinn og eins í gegnum móðurfélag olíufélags- ins N1, BNT, sem átti hlut í Vafn- ingi. Bjarni var stjórnarformaður N1 og BNT þegar lánveitingin átti sér stað og veðsetti hann meðal annars eignarhlut þess félags fyrir láninu til Vafnings. Þá liggur fyrir að Bjarni hafði að hluta til séð um fjárfestingar föður síns sem átt hef- ur við veikindi að stríða um nokk- urra ára skeið. Bjarni sat meðal annars í stjórn Fjárfestingarfélags- ins Máttar fyrir hönd föður síns en þeir Benedikt og Einar áttu það fé- lag ásamt Milestone. Lánveitingin afgreidd utan funda Svo mikinn flýti þurfti að hafa á til að afgreiða lánveitinguna og ganga frá greiðslu lánsins að þetta var gert utan funda í áhættunefnd Glitnis en þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sáttu báð- ir í þeirri nefnd. Fimm starfsmenn Glitnis sátu í áhættunefndinni og voru ákvarðanir um lánveitingar yfirleitt teknar á fundum nefndar- innar. Undanþáguheimild var hins vegar á þessari reglu og gátu tveir af meðlimum nefndarinnar tekið ákvarðanir um lánveitingar utan funda. Áhættunefnd Glitnis samþykkti lánveitingu upp á um 10 millj- arða króna til óstofnaðs félags í eigu Þáttar International þann 6. febrúar 2008. Áhættunefndin hafði hins vegar ekki heimilað lánveitingu til félags utan sam- stæðu Milestone og því tóku Lárus og Guðmundur ákvörðun um að lána milljarðana tíu beint til Mile- stone. Þessi ákvörðun var því tek- in utan funda áhættunefndarinn- ar. Fyrir þetta, meðal annars, eru þeir ákærðir. Fjórum dögum síð- ar, þann 12. febrúar, voru lánveit- ingarnar færðar yfir á félagið Vafn- ing sem var félag utan samstæðu Milestone. Bjarni tengist Vafnings- málinu vegna veðsetningar hans á eignum þessa félags fyrir láninu frá Glitni. „Þurfti bara að gerast þennan dag“ Í viðtalinu við DV í árslok 2009 undirstrikaði Bjarni hversu mjög hefði legið á því að ganga frá mál- inu þennan dag, það er að segja 8. febrúar. Hann sagði að lánveit- ingin hefði orðið að eiga sér stað þennan dag. „Þeir [Benedikt og Einar, innsk. blaðamanns] voru ekki staddir á landinu og báðu mig um það fyrir sína hönd að skrifa undir ákveðinn veðsamning þar sem þeir voru að veðsetja hluta- bréfin sín í félaginu [Vafningi inn- skot blaðamanns] … Þetta var veð- samningur sem gerður var við bankann vegna lána sem bankinn hafði veitt félaginu […] Þegar eig- endur þessara hlutabréfa í Vafn- ingi óska eftir því við mig að ég sjái um að veðsetja hlutabréf þeirra í félaginu fyrir þeirra hönd þá geri ég ekkert annað en það og tek eng- ar aðrar ákvarðanir um neitt ann- að … Þeir gátu ekki farið í bankann þennan dag til að veðsetja bréfin sín í Vafningi. Það var bara verið að ganga frá endurfjármögnun lána í bankanum og það þurfti bara að gerast þennan dag.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Að öðrum kosti verða hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana. Greiða átti lánið fyrir klukkan þrjú 18 Fréttir 21.–27. desember 2011 Jólablað n Skítareddingar einkenndu síðustu mánuðina í lífi íslensku bankanna n Ákært í Vafnings- málinu n Morgan Stanley var harður gagnvart íslensku aðilunum og setti stífa skilmála Ákærðir fyrir umboðssvik Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason voru ákærðir fyrir umboðssvik í Vafningsmálinu í vikunni. Þeir lánuðu Milestone tíu milljarða þann 8. febrúar og fór félagið þannig yfir þá heimild sem félagið hafði til lántöku í bankanum. Nauðungarsala færist í vöxt Rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð fasteignir hafa verið seldar nauðungarsölu í Reykja- vík, Hafnarfirði og Keflavík frá bankahruninu 2008. Fjöldinn hefur nærri fjórfaldast frá árunum fyrir hrun að því er fram kemur á Vísi. Árið í fyrra var metár hvað þetta varðar en þá voru nauð- ungarsölur í Reykjavík svo dæmi sé tekið rúmlega 450 talsins eða helmingi fleiri miðað við árið þar á undan. Ástandið er hvað verst í umdæmi sýslumannsins í Kefla- vík en þar hefur að meðaltali ein fasteign verið seld nauðungarsölu á hverjum einasta virkum degi þessa árs. Mugison á Þjóðhátíð Tónlistarmaðurinn Mugison til- kynnti á tónleikum sínum í Vest- mannaeyjum á mánudagskvöld að gamall draumur um að spila á Þjóðhátíð muni rætast á næsta ári, en Mugison komst ekki síðast þegar honum var boðið að spila í Herjólfsdal. „Þá var ég búinn að lofa tengdapabba mínum að heimsækja hann til Ameríku og ég hélt að ég hefði móðgað nefnd- ina með því að segja nei. Ég hef greinilega misskilið þetta eitt- hvað,“ sagði Mugison brosandi. Tónleikarnir á mánudag voru síð- ustu þakkartónleikarnir á lands- byggðinni. Menn en ekki málefni Björn Valur Gíslason ritar á blogg- síðu sína á Smugunni um gamla þingsályktunartillögu sína um niðurfellingu á ákæru á hendur níumenningunum sem á sínum tíma voru ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni og stjórnskipan Íslands. „Tillagan fékk heldur dræmar undirtektir á þinginu, m.a. frá Bjarna Benediktssyni, sem taldi tillöguna ekki þingtæka og aldeilis fráleitt að þingið sendi út þau skilaboð að það treysti ekki ákæruvaldinu.“ Hann tiltekur fleiri þingmenn, til dæmis Össur Skarp- héðinsson, sem töluðu á móti til- lögunni. Björn Valur virðist hissa á ólíkri málsmeðferð sinnar tillögu annars vegar og tillögu Bjarna Benediktssonar um að falla frá því að leiða Geir H. Haarde fyrir landsdóm hins vegar. Á honum má skilja að menn en ekki málefni skýri muninn á málsmeðferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.