Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 20
20 Fréttir 21.–27. desember 2011 Jólablað
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
F
rá því 14. desember hafa
blaðamaður DV, Ásgerður
Jóna Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar Íslands,
og tveir góðviljaðir borgarar
ekki getað haft upp á einstæðri móð-
ur sem Pressan sagði hírast ásamt
börnum sínum í kaldri íbúð án hita.
Pressan segir konuna ekki geta
staðið skil á leigu eða hita auk þess
sem börnin hennar tvö geti ekki búist
við jólagjöfum frá sér. „Við höfum þó
fengið hlý föt gefins frá hjálparsam-
tökum og oft reyni ég bara að liggja
þétt við hliðina á krökkunum til að ná
upp hita áður en þau fara í skólann,“
hefur Pressan eftir konunni. Seinna
sama dag fjallaði Pressan um góðvilj-
aðan einstakling sem mun hafa greitt
bæði leigu og orkureikning konunn-
ar. Aðrir sem hafa viljað hjálpa kon-
unni geta alls ekki fundið hana. Hjá
Fjölskylduhjálp fengust þær upplýs-
ingar að margir hefðu leitað til þeirra
með það í huga að leggja konunni og
börnum hennar lið eftir ábending-
ar frá Pressunni um að vitneskja um
aðstæður hennar væri þaðan komin.
Það væri þó ekki rétt enda kannaðist
enginn við málið hjá Fjölskylduhjálp.
Aldrei heyrt um tilvik sem þetta
„Á þeim sextán árum sem ég hef ver-
ið í þessum geira hef ég aldrei fengið
inn á borð til mín fólk sem ekki get-
ur borgað rafmagn og hita um leið
og það er í vanda með mat, leigu
og fatakaup. Slíkt gerist bara ekki
og við hefðum ekki sent aðila í slík-
um vanda burt,“ segir Ásgerður Jóna
Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálp Ís-
lands og bætir við að hún vilji endi-
lega fá konuna til Fjölskylduhjálpar.
„Við getum ekki hjálpað henni ef við
vitum ekki hver hún er.“ Starfsmenn
fleiri hjálparsamtaka sögðu ólíklegt
að í desember myndi nokkur senda
aðila burt án aðstoðar sem væri með
börn í kaldri íbúð. Blaðamaður hafði
samband við starfsmenn og sjálf-
boðaliða hjálparsamtaka víða um
land en fátt var um svör.
Móðgun við fátæka
„Þetta mál kom bara í símtali til okk-
ar,“ segir Steingrímur Sævarr Ólafs-
son, ritstjóri Pressunnar, aðspurður
um málið. „Þetta kom til okkar og
hún óskaði ekki eftir neinum gjöf-
um,“ sagði Steingrímur spurð-
ur hvers vegna öðrum, en ónafn-
greinda manninum sem Pressan
sagði hafa greitt leigu og orkureikn-
ing fyrir hana, tækist ekki að koma
aðstoð til konunnar. Steingrímur
segir þá greiðslu hafa verið innta af
hendi með persónulegri milligöngu
hans. Spurður hvers vegna enginn
kannaðist við málið sagði hann kon-
una hafa óskað nafnleyndar. Þeg-
ar blaðamaður spurði hvort konan
að baki fréttinni væri til sagði Stein-
grímur spurninguna móðgandi við
fátæka á Íslandi. „Ertu að halda því
fram að þetta sé lygi? Að sjálfsögðu
er þetta raunverulegt. Heldurðu að
þetta væri birt ef þetta er ekki raun-
verulegt?“ sagði Steingrímur. „Ég
tel mig ekki þurfa að sýna fram á fá-
tækt á Íslandi,“ svaraði hann spurður
hvort hann væri tilbúinn að leggja
fram einhverjar heimildir. „Það er
voðalega lítið sem ég get gert í þess-
ari rannsóknarblaðamennsku þinni.
Ég bara vænti þess að hún sé á svip-
uðu plani og mörg önnur mál hjá
DV,“ bætti Steingrímur svo við.
Margra daga leit
Fréttin hefur vakið verðskuldaða at-
hygli en tæplega sex þúsund hafa
látið sér líka við fréttina og dreift á
Facebook. Þess má geta að fréttir af
konunni eru skreyttar myndum af
matarúthlutun Fjölskylduhjálpar
en hvergi er tekið fram að myndin
tengist málinu ekki. „Móðirin vildi
koma á framfæri innilegu þakklæti
til þeirra lesenda Pressunnar sem
vildu rétta henni hjálparhönd. Hún
sagðist hrærð yfir velvilja fólks og
hún benti þeim sem ættu eitthvað
aflögu að koma því á hjálparsamtök
á borð við Fjölskylduhjálp Íslands,
Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstofn-
un kirkjunnar og fleiri aðila,“ segir í
frétt Pressunar af góðverki óþekkta
engilsins. Þegar leitað var til hjálpar-
samtakanna var fátt um svör. Sama
hvert var leitað, enginn kannaðist við
málefni konunnar. Þó má benda á að
Orkuveita Reykjavíkur hefur staðfest
við blaðið að opnað hafi verið fyrir
hita tveggja hjá tveimur lögaðilum
daginn sem fréttin birtist. Í fréttinni
kemur þó ekki fram hvar á landinu
konan er.
Gjafir komast ekki til skila
„Undanfarna daga hef ég verið að
reyna að hafa upp á konunni sem
Pressan fjallaði um vegna þess að
ég hef áhuga á að gefa henni jólagjöf
frá fyrirtæki sem ég er í forsvari fyrir,“
sagði viðmælandi DV sem vildi gefa
konunni sumarfrí fyrir sig og börn-
in. Upphaflega var honum bent á að
ræða við Fjölskylduhjálp þaðan sem
fréttin væri komin. Þar kannast fólk
ekki við söguna en fyrst var talið að
átt væri við einstæða móður sem
brotnaði saman á fatamarkaði fyrir
nokkru. Raunar er vitnað í þá sögu í
frétt Pressunnar þótt Fjölskylduhjálp
segi konurnar ekki þær sömu. Þegar
gengið var á Pressuna var manninum
lofað að reynt yrði að hafa milligöngu
um að koma aðstoð til konunnar og
að hann fengi að heyra í henni. Það
hefur enn ekki gengið eftir. Annar að-
ili sem sendi bréf til Pressunnar fékk
þau svör að konan væri afar þakklát
en kærði sig ekki um meiri aðstoð
þótt hægt væri að aðstoða í gegnum
ýmis hjálparsamtök.
Móðirin finnst ekki
n Pressan bendir á Fjölskylduhjálp sem þekkir málið ekki n Ókunnugur maður greiddi leigu og
hitaveituskuld án vitneskju konunnar n Starfsmenn hjálparstofnana kannast ekki við svipuð tilvik
„Á þeim sextán
árum sem ég hef
verið í þessum geira hef
ég aldrei fengið inn á
borð til mín fólk sem ekki
getur borgað rafmagn og
hita um leið og það er í
vanda með mat, leigu og
fatakaup.
Óstaðfest frásögn
send á tölvupósti
birt sem frétt
„Já, ég gerðist hóra!“ vitnaði Pressan í
fjögurra barna föður í október. Í fréttinni
sagði að maðurinn hefði byrjað að selja
sig öðrum karlmönnum vegna fjárhags-
erfiðleika, og tengdi hann það við þann
„ömurleika sem á sér stað á Íslandi í
dag, á meðan ríkisstjórnin er að þráast
við að hætta og eltast við sérduttlunga
um Evrópusamband,“ eins og maðurinn
lýsti því. Frásögnin var byggð á bréfi sem
sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason
fékk sent og birti á bloggsíðu sinni á
Pressunni. Í samtali við DV sagðist Sölvi
ekki hafa fengið tilvist mannsins stað-
festa, enda hefði ætlun hans ekki verið
að birta frétt. Samskiptin fóru aðeins
fram í gegnum tölvupóst og var ekki
hægt að rekja tölvupóstinn til mannsins
eða staðfesta frásögn hans á nokkurn
hátt. Þótt frásögnin sé áhrifamikil og
hafi verið birt opinberlega hefur hins
vegar ekki komið fram að óvíst er að
maðurinn sé til í raunveruleikanum.
Tilvist hans er óstaðfest.
Játningar
reyndust þýðingar
Í september á þessu ári var nokkuð
skrifað um játningar bleikt.is. lengi
höfðu játningarnar verið með helsta
aðdráttarafli vefsins. Ritstjórn vefsins
var sökuð um að þýða í heilu lagi greinar
úr erlendum kvennablöðum og breyta
nöfnum og staðháttum til að láta líta
út eins og játningarnar væru íslenskar
en ekki erlent efni. Á bloggsíðunni
Málbeininu sem haldið er úti af Gísla
Ásgeirssyni eru nokkur dæmi um slíkt
rakin. Til dæmis er greinin „Svaf hjá
giftum manni og sagði konunni hans
það“ en höfundur er merktur Nafnlaus.
Bent er á grein sem ber heitið „Cheating
Husband: Screw NOT Telling His Wife!“
á vefnum I am divorced not dead. Fleiri
álíka dæmi eru rakin.
Ásgerður Jóna Flosadóttir Kannast
ekki við konuna en vill hafa upp á henni og
koma til hjálpar.
Biðröð Matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrr á árinu. Myndin er úr myndasafni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is