Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 22
22 Hetja ársins 21.–27. desember 2011 Jólablað Hver er hetja ársins 2011? n Kosning um hetju ársins stendur nú yfir á DV.is n Hægt er að velja á milli 27 einstaklinga n Um 200 tilnefningar bárust n Kosningu lýkur á miðnætti þann 26. desember næstkomandi Viggó M. Sigurðsson n Viggó er stýrimaður og sigmaður hjá Gæslunni. Hann seig eftir veikum skip- verja á litháíska flutningaskipinu Skalva sem statt var um 115 sjómílur suðvestur af Reykjanestá í janúar. Veður var mjög slæmt, mikil ölduhæð og skipið lítt hlaðið þannig að það valt mikið. „Þetta var með því erfiðara sem ég hef lent í, kannski það erfiðasta,“ sagði Viggó í samtali við Morgunblaðið nokkrum dögum síðar. Þorsteinn Jakobsson og gönguhópur n Þorsteinn fjallagarpur setti sér það markmið að klífa 400 fjallstinda á árinu. Þetta gerði hann til stuðnings Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra. Hann náði mark- miðinu þann 10. desember þegar hann kleif Esjuna í vonskuveðri með um 200 manns með sér. Meðan fæturnir bera mig n Signý Gunnarsdóttir, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvalds- dóttir og Guðmundur Guðnason hlupu hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum í átakinu Á meðan fæturnir bera mig. Það tók hópinn tvær vikur að hlaupa hringinn en samtals hlupu þau 1.344 kílómetra og höfðu safnað 11 milljónum þegar þau komu í mark. Theodór Fannar Eiríksson n Sautján ára drengur sem bjargaði móður sinni úr brennandi húsi í Fagra- hjalla í desember. Þegar Theodór sá móður sína alelda hljóp hann að henni, tók upp fyrsta gólfteppi sem hann fann og reyndi að slökkva í andlitinu á henni. Því næst slökkti hann eld á maga hennar og helti svo vatni yfir fætur hennar. Mæðginin hlupu saman út í snjó og þar næst til nágranna. Þar fékk Theodór að hringja í Neyðarlínuna. Tristan Arnar Beck n Níu ára drengur úr Reykjanesbæ vann hetjudáð þegar hann slökkti eld, sem farið hafði úr böndunum, í kamínu heima hjá sér. Þetta gerðist í byrjun október og atvikaðist á þann hátt að Tristan var heima með litlu systur sinni og ömmu og þau voru að horfa á sjónvarpið. Allt í einu tók Tristan eftir því að mikill reykur barst frá kamínunni og það byrjaði svo að loga út úr henni að aftan. Tristan brást strax við, hljóp fram á gang og sótti slökkvi- tæki og slökkti eldinn. Elva Dögg Gunnarsdóttir n Elva Dögg var illa haldin af Tourette- heilkenni en hún er uppistandari og ein úr grínhópnum Innrásarvíkingunum. Hún er ófeimin við að gera grín að sjálfri sér og veikindum sínum. Hún fór svo í aðgerð sem virðist hafa breytt líðan hennar. Kvikmyndin Snúið líf Elvu var sýnd í Sjónvarpinu í nóvember en þar kom fram að aðgerðin sem Elva Dögg gekkst undir í maí hefði gengið vel. Ragna Erlendsdóttir n Móðir Ellu Dísar hefur verið tilnefnd fyrir baráttu sína gegn kerfinu en Ella Dís hefur verið greind með taugaskaða af völdum sjálfsofnæmis í kjölfar bólusetn- ingaróþols. Ragna er einstæð móðir með tvö önnur börn og hefur átt í fjárhags- vandræðum vegna veikinda dóttur sinnar. Í byrjun mánaðar átti að taka fyrir útburðarbeiðni á hendur Rögnu í Héraðs- dómi Reykjavíkur en málinu hefur verið frestað fram yfir áramót. Brúarsmiðir Vegagerðarinnar n Í byrjun júlí varð mikið hlaup í Múlakvísl og fljótlega fór brúin og þar með hringvegurinn í sundur. Búist var við að smíði nýrrar brúar mundi taka tvær til þrjár vikur en brúarsmiðir Vegagerðar- innar brugðust hratt við og var bráða- birgðabrúin opnuð rúmri viku síðar að við- stöddum ráðherrum. Þótti frammistaða Vegagerðarinnar við smíði brúarinnar vera einstök og með smíði hennar tókst að varna því að ferðaþjónusta á svæðinu yrði fyrir stórtjóni. Ólafur Karl Óskarsson n Ólafur er þriggja ára og hefur verið veikur frá fæðingu. Hann er meðal annars með óstarfhæf nýru og þarf að mæta á skilunardeild Landspítalans þrisvar í viku, nokkra tíma í senn í blóðskilun. Þetta er erfið meðferð en alltaf mætir Óli með bros á vör og dundar sér meðan á meðferðinni stendur. Fjölskyldan bjó á Akureyri en þurfti að flytja til Reykjavíkur þegar Óli byrjaði í blóðskilun fyrir rúmu ári. Jóhannes Kr. Kristjánsson n Jóhannes stýrði innslögum sem sýnd voru í Kastljósi, annars vegar um lækna- dóp og hins vegar um meinta markaðs- misnotkun bankanna þriggja. Þættirnir vöktu mikla athygli og Jóhannes fékk lof fyrir að stíga fram með umfjöllunina. Sér í lagi þótti umfjöllun Jóhannesar um læknadóp athyglisverð í ljósi þess að ári áður hafði hann sjálfur misst dóttur sína sem hafði verið í neyslu á umræddum lyfjum. Edda Heiðrún Backman n Leikkonan Edda Heiðrún greindist með MND-sjúkdóminn fyrir átta árum. Hún hefur barist fyrir réttindamálum fatlaðra, meðal annars með fjársöfnun fyrir endurhæfingardeild Landspítalans við Grensás. Kara Pálsdóttir n Kara er flugfreyja sem er tilnefnd vegna hetjulegrar björgunar á ungri konu sem fékk áfall í Bónus. Sú fékk hjartastopp og var hætt að anda þegar Kara kom að. Hún kannaði hvort læknir eða hjúkrunarfræðingur væri á staðnum en svo var ekki. Þá hófst hún sjálf handa og hnoðaði og blés konuna þar til hún komst aftur til lífs. Sjúkraflutningamenn fluttu konuna síðan á spítala. Kara sýndi þarna hugrekki og festu og bjargaði lífi konunnar. 17 ára drengur sem sagði frá heimilisofbeldi n „Ég fann fyrst fyrir vilja til að segja frá þessu eftir að ég las bókina Grafarþögn í íslensku. Ég sá bara fyrir mér fjölskylduna mína. Það vakti upp svo margar minn- ingar að ég gat bara ekki meir. Ég gat ekki einu sinni klárað bókina – mér fannst þetta bara eins og heima hjá okkur,“ segir sautján ára piltur sem setti sögu sína af heimilisofbeldi á Facebook. Hann var í opinskáu viðtali við DV í ágúst. Grímur Hergeirsson n Grímur, sem er lögmaður og fyrrverandi lögreglumaður, var að keyra upp Kamb- ana í byrjun desember og kom að manni sem lá hreyfingarlaus. Sá var flutninga- bílstjóri sem hafði ákveðið að setja keðjur á dekkin en hnigið niður. Grímur sá að hann var hreyfingarlaus og hljóp til hans og sá að hann var meðvitundarlaus. Hann fann ekki púls, hringdi í neyðarlínuna og hóf endurlífgun. Þar komu þá að hjón sem voru bæði sjúkraflutningamenn og í sam- einingu komu þau honum til lífs. Hann var svo fluttur í bæinn með sjúkrabíl. L esendum DV gefst kostur á að kjósa um hetju ársins 2011 sem verður nú valin í fjórða sinn. Úr vöndu er að velja en lesendur DV.is geta valið á milli 27 tilnefnindra. Kosningu lýkur á miðnætti þann 26. desember næstkomandi. DV óskaði eftir tilnefningum frá lesendum um hetju ársins 2011 og bárust rúmlega 200 ábendingar. Tekið var mið af þeim ábendingum en þar að auki komu tilnefningar frá dómnefnd DV. Hana skipuðu Hall- grímur Helgason rithöfundur, Ingi- björg Dögg Kjartansdóttir, blaða- maður DV, auk Jóns Gnarr borgarstjóra. Niðurstaða kosningarinnar verður kunn- gjörð í kringum áramótin en hetjan fær að gjöf Samsung Galaxy 10.1 frá Samsung setrinu að verðmæti 109.900 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.