Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 25
uðum leiðtoga sem íbúar Norður-Kór- eu litu upp til að því er virðist. Milljónir létust Hungursneyð hefur einkennt Norður- Kóreu í fjöldamörg ár enda hafa yfir- völd nánast eingöngu reitt sig á eig- in matvælaframleiðslu. Eitt af fyrstu verkum Kim Jong-il þegar hann tók við sem einræðisherra var að leita á náðir Sameinuðu þjóðanna um matvælaað- stoð. Erlendir leiðtogar töldu að þetta væri merki um að breytingar til hins betra væru yfir vofandi í Norður-Kór- eu. Fljótlega kom þó í ljós að hann var ekkert frekar tilbúinn að opna land sitt fyrir erlendum diplómötum en faðir hans – landið var jafn lokað og áður. Svo fór að Norður-Kóreumenn fengu matvælaaðstoð en talið er að lítill hluti hennar hafi raunverulega farið til þeirra sem mest þurftu á að halda – sveltandi fólks. Menn í innsta hring einræðisherrans hafi notið góðs af matvælaaðstoðinni og lifað í vellyst- ingum. Talið er að á milli tvær til þrjár milljónir manna hafi látist af völdum hungursneyðar á milli áranna 1994 til 2004. Einstaklingar sem tókst að flýja landið lýstu því síðar yfir að mannakjöt hafi verið selt á útimörkuðum í land- inu. Ekkert er staðfest í þessum efnum og virðast margar sögurnar vera áróð- urskenndar lygar þótt einhver sann- leikskorn kunni að leynast í þeim. Deilur um kjarnorkuáætlun Miklar deilur hafa staðið um kjarn- orkuáætlun Norður-Kóreumanna undanfarin ár. Í tíð Madeleine Al- bright, sem gegndi embætti utanrík- isráðherra Bandaríkjanna árin 1997 til 2001, benti margt til þess að Norð- ur-Kóreumenn myndu láta af áætl- unum sínum gegn því að Bandaríkja- menn borguðu fyrir uppsetningu kjarnorkuvera í landinu. Albright heimsótti meðal annars Norður- Kóreu þar sem hún talaði hlýlega til leiðtogans og sagði að hann væri „fullkomlega rökvís, dálítið einangr- aður og ekkert sérstaklega vel upp- lýstur.“ Þessar áætlanir fóru út um þúfur þegar ríkisstjórn George W. Bush tók við völdum í Bandaríkjun- um árið 2002. Eins og frægt er orð- ið sagði Bush að Norður-Kórea væri eitt af „öxulveldum hins illa“ ásamt Írak og Íran. Eitt leiddi af öðru og nokkru síðar beittu Bandaríkjamenn Norður-Kóreumenn viðskiptaþving- unum og stöðvuðu til að mynda alla olíuflutninga til landsins. n Erlent 25Jólablað 21.–27. desember 2011 Furðulegar staðreyndir um Kim Jong-il n Breska blaðið The Daily Mirror hefur tekið saman nokkur forvitnileg atriði um hinn fallna leiðtoga Kim Jong-il Besti golfari í heimi Það vita það kannski fáir en Kim Jong-il var langbesti golfari heims og jafnvel sjálfur Tiger Woods komst ekki með tærnar þar sem Kim var með hælana. Samkvæmt opinberum gögnum fagnaði Kim sextugasta og öðrum afmælisdegi sínum á golfvellinum. Þar náði sá gamli að fara átján holu braut á aðeins 34 höggum. Þannig fór hann á 38 höggum undir pari þar sem par vallarins er 72. Vill samlit hrísgrjón Árið 2004 uppljóstraði fyrrverandi kokkur forsetans um einkennilegar kröfur hans. Þegar hann borðaði hrísgrjón urðu þau að vera samlit og alveg nákvæmlega jafn stór. Er hann sagður hafa verið með hóp manna í vinnu við að flokka hrísgrjónin. Ný stjarna á himnum þegar Kim fæddist Í opinberri ævisögu forsetans kemur fram að þegar hann kom í heiminn hafi skyndilega birst tvöfaldur regnbogi og á sama tíma hafi ný stjarna orðið til á himnum. Rændi kvikmyndagerðarmönnum í Hong Kong Árið 1978 fyrirskipaði Kim Jong-il að tveimur suðurkóreskum kvikmyndagerðar- mönnum skyldi rænt í Hong Kong. Var forsetinn orðinn leiður á dræmu úrvali kvik- mynda í heimalandinu. Kvikmyndagerðarmennirnir reyndu að flýja en án árangurs. Meðan á dvöl þeirra stóð endurgerðu þeir meðal annars myndina Godzilla undir nafninu Pulgasari. Engum sögum fer af gæðum myndarinnar. Hætti að reykja og bannaði reykingar Árið 2007 ákvað forsetinn að hætta að reykja eftir að læknar hans ráðlögðu honum það. En Kim Jong-il ákvað að ganga skrefinu lengra og bannaði að sjálfsögðu reykingar hjá almenningi á sama tíma. Lét senda til sín humar með þyrlu Rússneskur útsendari segir að hann hafi eitt sinn ferðast í lest með forsetanum í gegnum Austur-Evrópu. Segir útsendar- inn að hann hafi verið með starfsmenn á sínum snærum sem fluttu humar með þyrlu hvert sem hann fór. Forsetinn borðaði svo humarinn af bestu lyst með hnífapörum úr silfri. Stærsti viðskiptavinur Hennessy Þó að Kim Jong-il hafi verið hættur að reykja fannst honum enn gott að fá sér í glas. Samkvæmt koníaksframleiðandanum Hennessy, var Kim einn stærsti viðskiptavinur framleiðandans. Keypti hann koníak fyrir 70 milljónir á hverju ári. Einræðisherrann sem elskaði Rambo Grátur og gnístran tanna Þessar konur komu saman og syrgðu fallinn leiðtoga. Látinn Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu birti mynd af líki einræðisherrans á þriðjudag. „Hann var mjög kappsamur og þoldi ekki að tapa, ekkert frekar en við hinir Hinn mikli kennari blaðamanna Hvort þessi bók geti nýst blaðamönnum skal ósagt látið. Hún kom þó út árið 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.