Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 26
H
óphugsun Íslendinga er á
endanum ástæða kerfis-
hrunsins hér á landi. Hóp-
hugsunin teygði sig inn í
huga flestra landsmanna og
hafði áhrif í smærri hópum, innan
fyrirtækja eða í stjórnkerfinu, sem og
opinberri umræðu.
Í leitinni að skýringunni á efna-
hagshruninu hafa stjórnmálamenn
kennt bisnessmönnum um, en út-
rásarvíkingar stjórnmálamönnum.
Stundum segja þeir að þetta sé eng-
um að kenna. Þetta hafi bara gerst –
eins og fellibylur gerist bara. Margir
eru enn haldnir landsdómsvillunni;
að fólk beri annaðhvort alla ábyrgð
eða enga. Þjóðin kenndi báðum
hópum um. Á endanum gerðist þetta
bara, og það er á ábyrgð stjórnmála-
manna, bankamanna og allra Íslend-
inga sameiginlega hverjar afleiðing-
arnar voru.
William Buiter, aðalhagfræðing-
ur Citibank, talaði um sameigin-
lega „heimsku“ okkar Íslendinga í
erindi sínu á hagfræðiráðstefnu Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins í Hörpu fyrir
nokkrum vikum. Hann hafði skrifað
skýrslu um efnahagslífið á Íslandi í
ársbyrjun 2008, sem breyttist í enn
eitt þjóðarleyndarmálið þegar henni
var stungið undir stól í Landsbankan-
um, vegna þess að hún var neikvæð.
Í greiningu á orsök íslenska hruns-
ins benti hann á að lausafjárkreppan
hefði verið alls staðar, en ekki bara á
Íslandi, og því hafi eitthvað sérís-
lenskt valdið því að hér hrundi allt
strax með hvelli. Sjúkdómurinn sem
leiddi Ísland í einstakt hrun var miklu
djúpstæðari en hið algenga siðleysi
stórfyrirtæki og skortur á lánsfé: „Það
var líka nánast algilt afnám almennr-
ar skynsemi og sameiginleg hóp-
heimska sem ég hef ekki séð áður í
þróuðu ríki. Við þurfum að horfast í
augu við að þetta var tilfelli sameigin-
legs brjálæðis, sem gerir þjóðir ber-
skjaldaðar.“
Jarðvegurinn fyrir íslenska hrunið
var samansafn gilda, viðmiða og
menningar, sem lifði í flestum Ís-
lendingum. Einkenni ástandsins
voru afnám heilbrigðrar skynsemi og
brotthvarf frá grundvallaratriðum.
Þetta var þegar græðgi varð góð, en
hófsemd slæm; blekkingin varð rétt,
en sannleikurinn rangur; misskipting
varð réttlát, en jöfnuður óréttlátur; og
ábyrgð var skipt út fyrir frelsi hinna
raunverulega ábyrgu undan ábyrgð.
En „heimska“ er of einföld, innantóm
og endanleg skýring, þótt merking
íslenska orðsins fangi þröngsýni og
reynsluleysi af heiminum, ekki síður
en þekkingarleysi. Það sem hrjáði Ís-
lendinga er þekkt ástand sem hægt
er að lækna. Sjúkdómur okkar er vel
skilgreint félagssálfræðilegt ástand
sem er kallað „hóphugsun“.
Bandaríski sálfræðingurinn Irv-
ing Janis er þekktur fyrir skilgrein-
ingu sína á hóphugsun. Kjöraðstæð-
ur fyrir hóphugsun eru þegar sterk
tengsl eru milli meðlima hópsins
og þar sem þeir eru með einsleitan
félagslegan bakgrunn og hugmynda-
fræði. Lýðfræðilega hefur eitt helsta
sérkenni íslensku þjóðarinnar verið
einsleitni hennar. Auk þess er fá-
mennið slíkt að fleiri í efstu röðum
þjóðfélagsins þekkjast persónulega
en í fjölmennari ríkjum. Þetta átti
ekki síst við um Ísland góðærisins.
Meðlimir úr einum hópi manna,
Eimreiðarhópnum, höfðu til dæmis
raðað sér í efsta lagið. Forsætis-
ráðherrann, seðlabankastjórinn,
hæstaréttardómari, forstjóri fjölda
stórfyrirtækja, ráðuneytisstjóri fjár-
málaráðuneytisins, og svo framvegis,
voru allir hluti af þessum hópi.
Aðrar aðstæður sem valda hóp-
hugsun eru skortur á aðferðafræði-
legum ferlum og fagmennsku, og
skortur á hlutlausum leiðtoga. Seðla-
bankanum var stýrt af hinum lög-
fræðimenntaða Davíð Oddssyni, sem
hafði óformleg völd yfir forsætisráð-
herranum Geir H. Haarde, eins og
lýst er í rannsóknarskýrslu Alþing-
is. Bönkunum var stýrt af mönnum
sem virtust reiðubúnir að brjóta lög
og reglur í þágu sjálfs sín og eigenda
bankanna.
Álag vegna utanaðkomandi ógnar,
áföll og sérstakir erfiðleikar í ákvarð-
anatöku geta aukið hóphugsun. Af-
leiðingar hóphugsunar eru að ákvarð-
anataka verður kerfislægt gölluð.
Mat á valmöguleikum, markmiðum
og áhættu verður lélegt. Upplýsinga-
leit verður hlutdræg og óvönduð og
neyðarplön eru ekki gerð. Ísland var
skólabókardæmi fyrir hóphugsun á
smærri og stærri skala.
Gagnrýnni umræðu er fórnað í
ástandi hóphugsunar. Í góðærinu
þótti gagnrýni innan ríkisstjórnarinn-
ar vera sérstakur löstur. Eftir að Fram-
sóknarflokkurinn féll úr ríkisstjórn
og Samfylkingin tók við ríkisstjórnar-
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn árið
2007 gagnrýndu þingmenn Fram-
sóknar ítrekað að samfylkingarfólkið
gengi ekki nógu vel í takt með Sjálf-
stæðismönnum. Framsóknarþing-
konunni Siv Friðleifsdóttur þótti það
til dæmis „hneyksli“ þegar samfylk-
ingarmaðurinn Helgi Hjörvar gagn-
rýndi forsætisráðherra ríkisstjórnar
sinnar, Geir Haarde, fyrir að halda
yfirstjórn Seðlabankans óbreyttri eftir
hrun.
Þrýstingurinn á samstöðu, tál-
sýnin um að vera ósigrandi, óhóf-
leg bjartsýni, þröngsýni og árásir á
gagnrýnendur voru ekki bundnar við
stjórnmálastéttina eða bankana. Al-
menningur, sem veitti þeim aðhald,
var að stórum hluta líka haldinn
sömu einkennum. Allt vann þetta
saman. Fjölmiðlar, ríkisstyrktir og
aðrir, endurómuðu áróður stjórn-
málamanna og bankamanna, án þess
að kanna sannleiksgildi orða þeirra.
Bankarnir nutu næstum 100 prósent
trausts, þótt þeir verðskulduðu raun-
verulega ekkert. Hluti vandans var
lygin, en annar hluti að lygin var ekki
aðeins umborin heldur upphafin.
Þetta er sjúkdómurinn okkar og
við verðum að muna hann til að
verða honum ekki að bráð. Þegar
fólk svarar gagnrýni eða nýjum upp-
lýsingum með kröfu um þögn og
samstöðu, er ástæða til að varast. Þá
er sjúkdómurinn aftur að láta á sér
kræla.
Sandkorn
Saklaus sem
hangikjöt
n Ólafur Arnarson, pistlahöf-
undur Pressunnar, er ókátur
með það að DV skuli hafa
uppljóstrað því að hann þáði
fjármuni frá
flugfélagi
Pálma Haralds-
sonar með því
að þiggja frí-
miða og láta
flugfélagið
borga flug-
vallarskattana. Áður hafði
verið upplýst að Ólafur, sem
er staðfastur í vörn sinni fyrir
valda útrásarvíkinga, hafði
þegið greiðslur í gegnum fyrir-
tæki Gunnars Steins Pálssonar.
Ólafur telur eðlilegt að hann
þiggi slíkan greiða þar sem
hann þurfti að hitta Pálma í
London! Svo líkti hann sjálf-
um sér við sakleysislegt jóla-
kjöt. „Heilagt stríð gegn vondu
hangikjöti er vitanlega hlut-
verk alvöru fjölmiðils. Já, DV
er þungavigtarmiðill,“ skrifaði
hann á heimasíðu sína.
JPV ósáttur
n Metnaðarfyllsti útgefandi
landsins, Jóhann Páll Valdi-
marsson, er líklega ósáttur
við að rithöfundinum Arnaldi
Indriðasyni hafi fatast flugið
að því marki að Yrsa Sigurðar-
dóttir hefur náð að selja meira
um nokkurt skeið í jólamán-
uðinum. Orðið á götunni á
Eyjunni telur sig hafa heim-
ildir fyrir því að Arnaldur og
Jóhann Páll hafi setið saman
á Kaffivagninum þegar sló í
brýnu milli þeirra. Ekki var
ljóst hvert ágreiningsmálið
var en þó talið fullvíst að það
væri salan á Einvíginu.
Drottning skákar
n Arnaldur Indriðason hefur
um langt árabil verið konung-
ur glæpasagnanna. Hann hef-
ur skammtað
völdum fjöl-
miðlum viðtöl
og haldið sig
til hlés. Sumir
telja það
vera vegna
hroka en aðrir
nefna ótta um að fá ekki frið.
Drottning glæpasagnanna,
Yrsa Sigurðardóttir, er með allt
öðrum brag. Hún mætir sjálf
á upplestra og er úti um allt í
viðtölum. Þetta hefur skapað
henni svo vaxandi vinsældir
að hún ógnar nú sjálfum kon-
unginum.
Sníkjulíf
n Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son prófessor er enn og aftur
í vanda vegna bókarskrifa
sinna. Að þessu sinni er það
vegna heimildavinnu við bók-
ina Íslenskir kommúnnistar
þar sem hann leitar fanga hjá
öðrum. Fræðimaðurinn Jón
Ólafsson, prófessor á Bifröst, er
ómyrkur í máli þar sem hann
rekur meintar rangfærslur
Hannesar sem hann telur að
eigi rót sína í rangri dagsetn-
ingu í annarri bók og leiði
Hannes í algjörar villigötur
um styrk Rússa til verkalýðs-
félagsins Dagsbrúnar. „Þessi
sérkennilegu mistök Hann-
esar sýna vel hve varhugavert
það er að lifa sníkjulífi á heim-
ildavinnu annarra,“ segir á
heimasíðu Jóns.
Þú verður að spyrja
Ólaf að þessu
Æfingarnar munu
snúast mikið um taktík
Dorrit Moussaieff var spurð hvort hún haldi jól á Bessastöðum að ári. – DV Lars Lagerbäck velur bráðum sinn fyrsta landsliðshóp. – DV
Hóphugsun Íslendinga
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
26 21.–27. desember 2011 Jólablað
Einkenni hóphugsunar - Irving Janis, 1977
Stig I: Ofurtrú á hópnum, getu hans og siðferði
1 Tálsýn um að vera ósigrandi, sem skapar óhóflega bjartsýni og hvetur til áhættu
Dæmi: Ræður Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um eðli Íslendinga,
umræður í samfélaginu um sérstöðu og getu Íslendinga.
2 Óvéfengd trú á siðferði hópsins, sem veldur því að meðlimir hópsins hunsa afleiðingar gjörða sinna
Dæmi: Eini þekkti viðskiptasiðfræðingurinn á Íslandi tók þátt í vafasamri
hallarbyltingu í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og lagði síðan undir
sig stéttarfélag. Grundvallaratriðum eins og hófsemd og sannsögli
var vikið til hliðar þegar kom að efnahagsmálum, efnahagskerfið ofur-
skuldsett án tillits til afleiðinga samdráttar.
Stig II: Þröngsýni
1 Beita réttlætingum gegn viðvörunum sem ögra því sem hópurinn gerir ráð fyrir
Dæmi: Geir Haarde gerði lítið úr öllum viðvörunum í aðdraganda hruns.
Ingibjörg Sólrún birtist í forsíðuviðtali í Viðskiptablaðinu skömmu fyrir
hrun: „Hér er engin kreppa.“
2 Útmála þá sem veita hugmyndum hópsins andstöðu sem steríótýpur, til dæmis sem veikgeðja, illa, hlutdræga, hefni-
gjarna, óhæfa eða heimska
Dæmi: Hagfræðingurinn Robert Aliber varaði við yfirvofandi skipbroti
árið 2007 og varð í kjölfarið fyrir ýmsu aðkasti. Til dæmis sagði Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir hann þurfa á endurmenntun að halda.
Stig III: Þrýstingur á samstöðu
1 Sjálfsritskoðun hugmynda sem víkja frá samþykktum hugmyndum hópsinsDæmi: Gagnrýni á áhættu bankanna, skuldsetningu efnahagslífsins og vafasömum
gjörningum í stjórnsýslu og viðskiptum var sáralítil. Fjórar af hverjum fimm fréttum um
bankana og fjármál fengust frá fjármálafyrirtækjunum sjálfum.
2 Blekking um einróma samþykki meðal meðlima hópsins – þögn er metin sem samþykki
Dæmi: Davíð Oddsson efaðist í viðtali við Sigmar Guðmundsson í
Kastljósi í febrúar 2009 að víðtæk óánægja væri með störf hans, þrátt
fyrir fjölmenn mótmæli við Seðlabankann. Hann taldi skoðanakannanir
falsaðar. „Þú hefur oft verið gagnrýndur...,“ sagði hann við Sigmar á móti.
3 Beinum þrýstingi beitt gegn þeim sem efast um hópinn – þeir sakaðir um tryggðarsvik
Dæmi: Hagfræðideild HÍ varð fyrir þrýstingi vegna umræðu um
mögulegt fall bankanna, Þjóðhagsstofnun var lögð niður eftir gagnrýni,
Björgólfur Guðmundsson lýsti því opinberlega að hann hefði reynt að
kaupa DV til að leggja það niður vegna umfjöllunar um hann, án þess að
nokkrum þætti það athugunar vert.
4 Hugsanaverðir – sjálfskipaðir meðlimir sem verja hópinn fyrir upplýsingum sem samræmast ekki hugmyndum hans
Dæmi: Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, ráðherrar ríkisstjórnar-
innar og bankastjórarnir sem stöðugt börðust gegn umfjöllun fjölmiðla,
aðallega erlendra – því þeir innlendu tóku bara viðtöl við þá. Björn
Ingi Hrafnsson, kúlulánþegi Kaupþings og viðskiptaritstjóri 365, tók
viðtal við Sigurð Einarsson, forstjóra Kaupþings, um að íslenskir bankar
hefðu orðið fyrir „kerfisbundnum árásum“ og birti frétt þess efnis á forsíðu
Fréttablaðsins, 9. apríl 2008, sem dreift var inn á flest heimili landsins.