Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 38
íuhljómsveit Íslands með í þessu. Ég er ekki tónleikahaldari sjálfur en það þurfti að blása tónleikana af þegar sást hvað kostnaðurinn var orðinn mikill. Það var ekki grund- völlur fyrir tónleikunum. Þetta var hrikalega sorglegt en staðreyndin er að þetta gekk ekki upp eftir síð- ustu útreikninga. Ástandið í landinu er þannig og við fengum ekki neinn stuðning til að fjármagna þetta. Það kom í ljós að miðarnir hrukku ekki til.“ Grunnurinn að heimilinu Heimilið er hlýlegt. Tveggja hæða íbúð. Stór og rúmgóð. Augljóst að vandað hefur verið við val á hverjum hlut. Stíllinn er svolítið ítalskur. Nú- tímaleg hönnun og antík syngja þarna dúett. Húsgögn, lampa og gluggatjöld komu hjónin með frá Ítalíu þegar þau fluttu heim fyrir tveimur árum. Einn veggurinn er rauðmálaður. „Þetta er góður litur. Það er karakter í þessu,“ segir Kristján. Glerborð á hjólum er í fjölskyldu- herberginu og skreyta það bækur. Konfektkassi. „Þetta er fyrsta hús- gagnið sem við Kristján völdum okk- ur saman og hefur fylgt okkur allan okkar búskap,“ segir Sigurjóna. „Við keyptum það rétt áður en við giftum okkur fyrir 25 árum. Þetta er grunn- urinn að heimilinu.“ Hún situr í bláum leðursófa. „Hún var búin að horfa lengi á þennan sófa og langaði mikið í hann,“ segir Krist- ján. „Ég tímdi ekki að kaupa hann. En hvað gerir maður ekki fyrir yndis- lega eiginkonu? Þannig að við kýld- um okkur á hann.“ Sjálfur situr hann í leðurstól sem var hannaður árið 1918. Sómir sér vel á nútímaheimilum. Silkigluggatjöld hanga fyrir sum- um gluggum. Hlýlegir litir. Málverk á veggjum; Tolli áberandi. Ein bókin á glerborðinu með hjólunum er um list hans. Vakti athygli Það er ekki bara búið að skreyta jólatréð. Það eru tvö jólatré á heim- ilinu. Svo sitja jólasveinar hér og þar. Rauðklæddir. Það er kveikt á kertum. Eitt- hvað sem vakti athygli ítalskra vina hjónanna þegar þau bjuggu við Gardavatnið. Slíkt ku ekki vera dag- legt brauð á heimilum þar í landi. Ekki einu sinni á jólunum. Þá vakti smákökubakstur Sigurjónu athygli. „Þetta var algjörlega nýtt fyrir Ítalina,“ segir Kristján. „Hún sló þvílíkt í gegn, hún Jóna. Þetta þótti svo yndislegt.“ Það styttist í að hlustað verði á jóla oratoríu Bachs. Að smákökur Jónu verði borðaðar. Hangikjötið. Tónlistin: Já, tónlistin skiptir miklu máli á þessu heimili. Hvern hefði grunað sem stóð fyrir framan skrif- stofubyggingu KEA í myrkrinu á Þorláksmessukvöld árið 1956 og hlustaði á strákinn í jólasveinabún- ingnum syngja Heims um ból að hann ætti síðar eftir að syngja á Scala í Mílanó? Metropolitan í New York. Gleðja áheyrendur. Græta þá jafnvel. Jörðin er fannhvít. Svava Jónsdóttir 38 Jólin 21.–27. desember 2011 Jólablað A kureyri 1956. Þorláksmessa. Hann var átta ára. Stóð í jólasveinabúningi á svölum á skrifstofubyggingu KEA við hlið föður síns, söngvarans, sem hafði komið fram á þessum degi árum saman og sungið fyrir bæjarbúa. Þetta var frumraun sonarins. Frum- raun í söngheiminum. Hann hóf upp raust sína. Söng Heims um ból. Tón- arnir liðu út í desembermyrkrið og blönduðust snjókornunum. „Síðan hef ég sungið,“ segir Krist- ján Jóhannsson tenórsöngvari sem áratugum síðar stóð á sviði Scala í Míl- anó. Metropolitan í New York. Hann er tiltölulega nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann söng á þrennum tónleikum. Þá er ekki langt síðan hann kom fram í sýningu Ragn- ars Kjartanssonar í New York þar sem sungið var stanslaust í 12 klukkutíma: Figaro eftir meistara Mozart. Sú upp- ákoma sló í gegn. Var valin fimmta áhugaverðasta sýningin í Stóra eplinu þetta árið. „Ég var valinn í dagblaðinu USA Today sem „Mozart bariton of the century“. Mozart-baritón aldarinn- ar. Tenórinn kallaður baritón? „Þegar menn eldast og röddin þyngist þá geta menn sungið Mozart-baritón.“ Skreytt annan sunnudag í aðventu Það er setið í glæsilegu sjónvarpsher- bergi á heimili Kristjáns og Sigurjónu. Eða bókaherbergi. Fjölskylduherbergi. Jólatré stendur úti í horni. Hvít ljós. Rauðar kúlur. Það var sett upp annan sunnudag í aðventu. Þetta er siður sem fjölskyldan tileinkaði sér þegar hún bjó á Ítalíu. Hvað með jólasiðina á heimilinu? „Jóna kemur með pínulítið og ég pínu- lítið. Hún og fjölskylda hennar eru vön skötuveislu á Þorlák og fjölskylda mín kom saman fyrir norðan og skar út og steikti laufabrauð. Við förum senni- lega í skötuveislu seinnipartinn og skerum út og steikjum laufabrauð um kvöldið.“ Auðvitað skiptir tónlistin á heim- ili tenórsins – og Mozart-baritónsins – máli. Það sama á við um tónlistina um hátíðarnar. „Í gegnum árin á Ít- alíu hlustuðum við á Björgvin Hall- dórsson,“ segir Sigurjóna. „Það hef- ur verið Björgvin Halldórsson og svo Kristján Jóhannsson á aðfangadag,“ segir Kristján. „Ég þvertek fyrir það að ég hafi átt hugmyndina að því. En Jónu finnst jólin ekki vera komin fyrr en það er komin hangikjötslykt í hús- ið á Þorlák og þá vill hún Heims um ból með kallinum.“ Svo er það Bach: Jólaoratorían. Händel. Tónleikarnir sem voru ekki haldnir Nýlega kom tilkynning um að fyrir- huguðum tónleikum Kristjáns og Elenu Mosuc væri aflýst. „Við Jóna erum búin að vera í sorgarferli alla helgina. Ég var með flottustu dívu heims í dag með mér í þessu og við vorum búin að vinna í þessum tón- leikum frá því í febrúar. Svo vorum við með hljóðfæraleikara úr Sinfón- Á fallegu heimili Kristjáns Jóhannssonar og eiginkonu hans, Sigurjónu Sverrisdóttur, skiptir tónlistin auðvitað miklu máli og þá er meðal annars hlustað á Björgvin Halldórsson, Kristján Jóhannsson, Bach og Händel. Hjónin segjast í sorgarferli vegna tónleika sem var aflýst fyrir stuttu. „Það kom í ljós að miðarnir hrukku ekki til,“ segir Kristján. „Þá vill hún Heims um ból með kallinum“ „Við Jóna erum búin að vera í sorgarferli alla helgina. „Það kom í ljós að miðarnir hrukku ekki til. „ Í gegnum árin á Ít- alíu hlustuðum við á Björgvin Halldórsson. Mozart-baritón aldarinnar Kristján Jóhannsson tenórsöngvari var nýlega valinn „Mozart bariton of the century“ af dagblaðinu USA Today. Hjónin Kristján Jóhannsson og Sigurjóna Sverrisdóttir Það er stutt í hláturinn. Þau sitja í ítölskum leðursófa. Ítölsk silkigluggatjöld í stíl. Stofan er á efri hæð íbúðarinnar Stóra málverkið er eftir Nóa. Tenórinn Kristján í eldhúsinu þar sem margir ljúffengir pastaréttirnir eru galdraðir fram. Glæsilegt bókaherbergi Ítölsk hönnun og ítalskur stíll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.