Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Side 50
50 Menning 21.–27. desember 2011 Jólablað Stefán Máni er góður höf­ undur, kraftmikill og ágeng­ ur. Hans helstu kostir eru fólgnir í góðum ritstíl og magnaðri persónusköpun. Hörður er sennilega áhuga­ verðasti karakterinn sem finnst á síðum íslenskra glæpasagna þetta árið. Grófar en áhrifamiklar lýs­ ingar Stefáns á fortíð Harð­ ar gera þessa bók hrífandi og forvitnilega og þrátt fyrir allar 520 síðurnar rennur hún þægilega. Bókin er gefin út undir formerkjum glæpasagna, sem slík er hún ekki mjög sterk. Glæpirnir eru fyrir­ ferðarlitlir og má segja að þeir falli í skuggann af Herði. Bókin stendur fyrir vikið sterkari í flokki fagurbók­ mennta en glæpasagna, sem bók um mann með magnaða fortíð sem óneitanlega hefur haft á hann mikil áhrif. Síendurteknar lýsingar á bíl Harðar, sem er honum greinilega afar hjartfólginn, veikja bókina og vélin í bíln­ um öskrar aðeins of oft. Lokakafli bókarinnar er, í samhengi við það sem kom á undan, einnig veikur. Það er erfitt að kaupa hversu hratt Hörður þroskast, sem hefði sennilega geta verið efni í aðrar 500 síður. Kaflarnir um sjóslys sem Hörður lendir í ungur að aldri sem og lýsingar á snjóflóðinu í Súðavík eru djúpir, ítarlegir og tilfinn­ ingaþrungnir. Þar nýtur færni Stefáns sem rithöf­ undar sín vel og þrátt fyrir að vilja kannski ekki sem les­ andi upplifa þessa hræðilegu lífsreynslu líkt og að vera á staðnum, er erfitt að gera það ekki. Elfar Logi Hannesson Feigð Höfundur: Stefán Máni Sigþórsson Útgefandi: Forlagið Sterkari í flokki fagur- bókmennta Tímalaus snilld F yrir um það bil tveimur árum benti vinkona mín mér á bók sem hún sagði mér að ég yrði að lesa. Bókin var ævisaga óperusöngkonu sem hafði komið út þrjátíu árum fyrr. Ég vissi engin deili á þessari konu og var satt að segja ekkert sérlega spennt fyrir að lesa ævisögu einhverrar gamallar óperu­ söngkonu en lét þó tilleiðast. Því sé ég svo sannarlega ekki eftir. Nánast frá fyrstu blaðsíðum bókarinnar varð ég heilluð af magnaðri frásögn af litríku lífi Guðmundu Elíasdótt­ ur. Svo heilluð að ég tók viðtal við hana seinna meir og fékk þá í eigin persónu að kynnast þessari frábæru konu, sem þrátt fyrir að vera komin hátt á tíræðisaldur geislar enn af jákvæðni og þessum einstöku pers­ ónutöfrum sem skína svo vel í gegn í bókinni. Bókin kemur enn í dag oft upp í huga mér löngu eftir að ég las hana og ég hugsa oft að það megi tileinka sér viðhorf Guðmundu til lífsins sem er einstaklega fallegt. Ævi Guðmundu hefur verið við­ burðarrík. Hún fór fyrir tilviljun í söngnám í kóngsins Kaupmanna­ höfn en það var einmitt söngur­ inn sem átti eftir að verða hennar haldreipi í lífinu og oft og tíðum lifibrauð. Í Danmörku kynntist hún líka harðræði nasistanna í stríðinu sem hún þurfti að flýja með nokk­ urra daga gamalt kornabarn sitt. Guðmunda varð seinna meir far­ sæl söngkona í Bandaríkjunum og söng meðal annars fyrir þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, Richard Nixon, á jólaskemmtun Hvíta húss­ ins. Hún kynntist alkóhólisma, var lengi í drykkjusambandi og upp­ lifði bæði fátækt og frægð nánast á sama tíma. Svo yfirgaf röddin hana og hún þurfti að sættast við það að söngferilinn væri á enda. Hún gafst þó aldrei upp og þrátt fyrir að hafa upplifað mikla sorg, barnsmissi, vonleysi og niðurlægingu þá hefur Guðmunda alltaf haft jákvæðnina að leiðarljósi. Guðmunda hefur svo sannar­ lega lifað tímana tvenna og kynnst bæði sætum og súrum hliðum lífs­ ins. Það er líka ekkert dregið undan í bókinni og ekki á neinn hátt reynt að fegra það sem miður hefur farið í lífinu. Og það er líklega einmitt það sem gerir þessa ævisögu svo ein­ staka. Einlægni er nefnilega van­ metin og tímalaus snilld. Og það er það fallega því Guð­ munda veit það sem við öll vitum en erum oft ekki tilbúin að viðurkenna, að lífið er ekki alltaf dans á rósum. Það hefur sína hæðir og lægðir og það er það sem gerir okkur mannleg. Þegar Lífsjátning Guðmundu kom út fyrir þrjátíu árum vakti hún mikla athygli og hlaut mikið lof. Núna þrjátíu árum seinna eru komnar nýjar kynslóðir sem bókin á alveg jafn mikið erindi við eins og þá sem lásu hana á sínum tíma. Höfundur bókarinnar, Ingólfur Margeirsson, nær að fanga persónu­ leika Guðmundu á einstakan hátt og skilar frá sér tímalausu verki sem snertir við flestum. Samstarf þeirra tveggja er einstaklega vel heppnað og greinilegt að mikið traust var milli þeirra. Ingólfur lést fyrr á þessu ári en hafði stuttu áður gengið frá því að bókin yrði endurútgefin í kilju enda hafði hún verið ófáanleg til margra ára. Hann bætti einnig við smá auka­ kafla þar sem hann segir frá hvað hafi á daga Guðmundu drifið undan­ farin þrjátíu ár. Lífsjátning er skyldulesning fyrir alla þá sem kunna að meta hrein­ skilnar og góðar ævisögur. Viktoría Hermannsdóttir Lífsjátning Ævisaga Guðmundu Elíasdóttur Höfundur: Ingólfur Margeirsson Útgefandi: Nýhöfn L eikskáldið, stjórnmála­ maðurinn, andófsmað­ urinn og þjóðarleiðtog­ inn Václav Havel lést 18. desember, 75 ára að aldri. Innan nokkurra klukku­ stunda frá andláti hans hafði fjöldi fyrirmenna og leiðtoga heimsins vottað honum virð­ ingu sína. Þeirra á meðal má nefna Barack Obama Banda­ ríkjaforseta, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Lítil áhöld eru um mikil­ vægi þeirra spora sem Havel setti á sögu samtímans og hafði Angela Merkel á orði að hann hefði verið „mikill Evrópu­ maður“ og fyrrverandi forseti Póllands, Lech Walesa, sagði að Havel hefði átt skilið að fá friðarverðlaun Nóbels. Václav Havel var tíundi og síðasti forseti Tékkóslóvakíu sem var og hét og fyrsti forseti Tékklands. Václav Havel fæddist í Prag 5. október 1936. Hann var af borgaralegum ættum og var því fyrirmunað af stjórn kommún­ ista, sem þá voru við völd í Tékkóslóvakíu, að stunda nám að lokinni skólaskyldu 1951. Að herskyldu lokinni, 1959, fékk hann starf sem sviðsmað­ ur við leikhús í Prag, Leikhúsið við grindverkið í Prag, og varð síðar leiklistar­ og bókmennta­ legur ráðgjafi þess um margra ára skeið. Fyrsta leikrit hans í fullri lengd, Garðveisla, var sýnt 1963. Með leikritinu ávann hann sér alþjóðlega hylli og fleiri verk fylgdu í kjölfarið. Féll í ónáð heima fyrir En skoðanir Václavs Havel voru stjórnvöldum ekki hugnan­ legar og eftir 1968 lögðu þau blátt bann við því að leikrit Ha­ vels yrðu sýnd heima fyrir og sjálfur sætti hann ferðabanni sem kom í veg fyrir að hann gæti séð uppfærslur á verkum sínum erlendis. Í kjölfar Vorsins í Prag, 1968, sem lyktaði á þann veg að sov­ éski herinn réðst inn í landið og barði niður með hörku að­ gerðir umbótasinna, var Ha­ vel bannað með öllu að koma nálægt leikhúsi og snéri hann sér í auknum mæli að stjórn­ málum. Óþægur ljár í þúfu Fljótlega varð hann þyrnir í augum stjórnvalda og var oft og tíðum hnepptur í prísund, sætti stöðugu eftirliti af hálfu stjórn­ valda og var iðulega færður til yfirheyrslu. Lengst dvaldi Havel samfleytt á bak við lás og slá frá júní 1979 til janúar 1984. Andstaða Václavs Havel gegn stjórnvöldum og stjórnar­ háttum í Tékkóslóvakíu bar að lokum árangur 1989, í Flauels­ byltingunni. Hlutverk Havels í byltingunni fleytti honum í for­ setastólinn og hann varð, sem fyrr segir, síðasti forseti Tékkó­ slóvakíu. Václav Havel sat í þrettán ár í embætti forseta landsins og var hann óþreytandi við að koma á róttækum breytingum. Á fjalir Þjóðleikhússins Í kjölfar Flauelsbyltingarinnar ákvað Þjóðleikhúsið að setja þá nýjasta verk Václavs Havel, Endurbygginguna, á svið í sér­ stakri hátíðarsýningu. Þjóðleik­ húsið hafði reyndar fest kaup á sýningarrétti á verkinu vorið 1989 og hafði það þá hvergi verið sýnt. Leikstjóri Endurbyggingar­ innar var Brynja Benedikts­ dóttir. Leikritið gerist í miðalda­ kastala í nútímanum þar sem vinnur starfsfólk teikni­ og skipulagsstöðvar sem á að undirbúa endurskipulagningu á staðnum. Endurbyggingin Verndunarsjónarmið takast á við sjónarmið valdhafa og hugsjónir starfsfólksins eru blendnar tilfinningum, ástum og draumum, en óttinn hefur einnig áhrif á afstöðu þess. Í fréttatilkynningu frá Þjóð­ leikhúsinu í febrúar 1990 segir meðal annars: „Václav Havel hefur verið einn þekktasti and­ ófsmaður Tékkóslóvakíu síð­ ustu tvo áratugi og helsti tals­ maður hinnar miklu og öflugu fjöldahreyfingar sem kom úr felum er einræði kommúnista var steypt af stóli í nóvember 1989 […] Ætla mætti að skáld­ verk slíks manns væru lítið annað en vitnisburður um hinn sérstæða heim andófsmanna, en Havel rís hærra og verður að teljast í hópi merkustu sam­ tímaleikskálda í Evrópu.“ Samlandi Havels, rithöf­ undurinn Milan Kundera, sagði að upphaf listamanns­ ferils Havels hefði verið kímni­ gáfan og að kímnigáfan þýddi efahyggja. Og efahyggja þýddi einnig sjálfsháð. „Ævi Václavs Havel líkist listaverki,“ sagði Kundera að Havel gengnum. Úthald og hugrekki Þorvaldur Gylfason lætur nokkur orð falla um Havel í spjallþræði á Silfri Egils og þar kemur fram að Þorvaldur hitti Havel fyrir margt löngu í Prag. DV hafði samband við Þor­ vald sem er staddur í Jaipur á Indlandi um þessar mundir. Þorvaldur hafði þetta að segja um Havel: „Ég hitti Vaclav Ha­ vel í Prag 1995, þegar Evrópska hagfræðingafélagið hélt ársfund sinn þar í borg og Havel forseti heiðraði fundinn með nærveru sinni. Við spjölluðum saman í stutta stund, mest um Ísland og leikhús. Ég sagði honum, að ég hefði ásamt tveimur með­ höfundum mínum vitnað í bréf hans til Olgu [eiginkonu hans] í bók okkar, Markaðsbú­ skap, en ég reyndi að láta ekki á því bera að ég dáði hann meira en flesta aðra menn fyrir kjarkinn, sem hann hafði sýnt í þrálátri andstöðu sinni við kommúnistastjórnina í Tékkó­ slóvakíu, og vonina, sem hann hafði blásið löndum sínum og öðrum í brjóst. Ritgerð Ha­ vels, Vald hinna valdalausu, hafði mikil áhrif með því að sýna svart á hvítu að orð eru til alls fyrst. Hugsun Havels fékk byr undir báða vængi, þegar hinir valdalausu tóku völdin og gerðu hann að forseta sínum að lokinni friðsælli byltingu. Ha­ vel flutti vikuleg ávörp í útvarp líkt og Bandaríkjaforsetar hafa löngum gert og brýndi þjóð sína til að horfast í augu við liðna tíð og einnig fram á veginn. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að Havel væri næsti bær við Gandí. Það var ekki ofmælt. n Václav Havel var í senn leikskáld, stjórnmálamaður og andófsmaður n Ævi Havels er listaverki líkust, segir rithöfundurinn Milan Kundera Sagður næsti bær við Gandhi Kvikmyndaleikstjórinn Václav Havel í Ceska Skalice í Tékklandi í júlí 2010 þar sem hann leikstýrði kvikmynd byggðri á einu leikrita hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.