Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Síða 58
Horfðu á
jólamynd
Hvernig væri
að skella ein-
hverri klass-
ískri jólamynd
eins og Love
Actually,
Home Alone 1
og 2 eða Miracle on 34th Street í
tækið? Þetta eru allt einstaklega
jólalegar myndir sem ættu að
kveikja á jólaskapinu.
Hlustaðu á
jólatónlist
Settu skemmti-
legan jóladisk
í tækið eða
stilltu útvarpið
á útvarpsstöðvar sem spila
jólalög. Hækkaðu vel í tækinu og
syngdu með. Það ætti að syngja
þig inn í jólin.
Kveiktu á kertum
Kerti eru einstaklega jólaleg.
Kveiktu á nokkrum kertum og
ekki er verra ef þau eru með
jólailm.
Opnaðu eina gjöf
Það má alveg svindla smá og
opna eina gjöf fyrir jól, allt fyrir
jólaskapið. Veldu þér eina til að
komast í jólagírinn. Ef þú tímir
því ekki þá er líka hægt að pakka
inn einhverju fallegu frá sjálfum
sér og opna svo pakkann.
Gerðu góðverk
Það er svo sannarlega í anda
jólanna að gera góðverk. Gefðu
eina eða fleiri aukagjafir til
þeirra sem minna mega sín. Það
gleður ekkert meira en að gefa
og ætti að færa þér sannan anda
jólanna.
Heitt kakó og kökur
Hitaðu þér alvöru heitt súkku laði
og nartaðu í smákökur með. Það
er jólalegt út í gegn.
Slakaðu á
Ekki missa þig í stressinu yfir
jólagjöfum og að allt gangi upp.
Njóttu þess að hafa það gott yfir
hátíðarnar og mundu að jólin
koma, burtséð frá því hvort allt
sé skínandi fínt eða ekki.
58 Lífsstíll 21.–27. desember 2011 Jólablað
Þórunn Antonía Magnúsdóttir, söngkona og þáttastjórnandi
Gaf mömmu hvít jól
Þórunn Antonía segist eiga góðar minningar frá sínum bernskujólum. Hún
hafi vanalega eytt þeim heima með móður sinni og bróður og svo hafi verið
farið til ömmu og afa seinna um kvöldið. „Ég átti til að gera mjög misheppn-
uð góðverk sem barn,“ segir Þórunn en ein jólin ákvað hún að láta draum
móður sinnar um hvít jól rætast. „Þegar ég var þriggja ára gömul og það voru
alveg að koma jól þá spurði ég mömmu mína hvað hún vildi fá í jólagjöf. Hún
sagðist bara óska sér þess að það myndi snjóa og það yrðu hvít jól,“ segir
hún. Þórunn ákvað að verða við beiðni móður sinnar er hún svaf einn morgun
stuttu fyrir jól. „Mamma var víst nýbúin að gera allt voða fínt fyrir jólin. Ég
greip til minna ráða meðan hún svaf einn morguninn og fann hveitipoka og
dreifði hveitinu mjög samviskusamlega yfir alla íbúðina,“ segir Þórunn með
mikilli áherslu á alla. „Yfir sófann, nýskúrað gólfið, yfir sjónvarpið og svo
framvegis.“ Uppátækið vakti ekki alveg eins mikla lukku hjá móður Þórunnar
sem hafði staðið í ströngu við að gera fínt fyrir jólin. „Þetta vakti ekki eins
mikla lukku og ég hafði vonast eftir, ég held að mamma hafi þurft á smá
áfallahjálp að halda frá ömmu,“ segir Þórunn hlæjandi og tekur fram að það
sé til langur listi af sögum af slíkum uppátækjum frá henni í æsku og bætir
svo við að lokum: „Sorrí, elsku mamma!“
Söngkonan Birgitta Haukdal eyddi sínum æskujólum
á Húsavík. „Fyrstu 25 ár lífs míns þá hélt ég jól á
Húsavík. Þá var alltaf haldið í allar hefðir og alltaf
borðaður lambahamborgarhryggur. Við systkinin
máttum opna einn pakka klukkan sex og þá róaðist
maður örlítið við að bíða eftir allri gleðinni. Svo var
farið í kirkjugarðinn og svo heim og fengið sér góð
jólasteik,“ segir Birgitta en jólamaturinn er í algjöru
uppáhaldi hjá henni. „Þessi matur hefur alltaf verið
uppáhaldsmaturinn minn. Það er örugglega bara eitt-
hvað sem er í loftinu á jólunum sem gerir hann svona
góðan. Ef ég fer á jólahlaðborð og þetta er í boði þá
fæ ég mér ekki því ég vil ekki skemma aðfangadags-
kvöldið,“ segir hún hlæjandi. Birgittu eru afar minnis-
stæðar tvær gjafir sem hún fékk í æsku. Önnur fyrir að
vera besta jólagjöfin en hin er eftirminnileg fyrir að
hitta ekki alveg í mark. „Besta gjöfin mín var dúkka
sem ég fékk þegar ég var níu ára gömul. Mér fannst
hún svo lík mér og ímyndaði mér að svona myndi
dóttir mín líta út þegar ég myndi eignast dóttur. Ég
var alveg í skýjunum með þetta og á hana enn þann
dag í dag. Ég fór mjög vel með hana og það mátti eng-
inn leika við hana nema ég,“ segir Birgitta hlæjandi en
dúkkan fallega hlaut nafnið Sigurdís Sandra. Önnur
gjöf er henni ofarlega í huga en þá gjöf fékk hún jólin
þegar hún var 15 ára gömul. „Þá fæ ég refapels frá
mömmu og pabba. Það sló ekki í gegn. Fimmtán ára
stelpur vilja ekki ganga í svoleiðis,“ segir Birgitta
kímin. „Mömmu fannst þetta alveg æðislegt. Var
búin að hafa rosamikið fyrir þessu. Ég bara vissi ekki
hvað þetta var þegar ég tók þetta upp úr kassanum,
bara hvaða dýr er þetta og á ég að vera í þessu?“
segir hún skellihlæjandi. „Ég kunni kannski ekkert að
meta þetta þarna. Ég hef nú lært að meta pelsa í dag.
Ég leyndi vonbrigðunum samt vel fór í pelsinum á
gamlársballið fyrir mömmu. Ég er ekki viss um að hún
hafi fattað þetta þá en hún veit það þá núna þegar
hún les þetta,“ segir Birgitta og skellir upp úr.
Eftir að Birgitta varð sjálf móðir þá hafa jólahefðirnar
breyst örlítið. „Þetta breytist þegar það er komið barn
í spilin þá vill maður skipta þessu á milli. Við höfum
skipst á að vera hjá foreldrum mínum og tengdó. Þá
erum við hjá foreldrum hans á aðfangadag og for-
eldrum mínum á gamlársdag og svo öfugt árið á eftir.“
Geir Ólafsson söngvari
Trúði því að hann væri Stúfur
Geir Ólafsson á ljúfar minningar frá sínum bernskujólum. „Ég á ekkert
nema bara góðar minningar af jólunum. Þau voru alltaf haldin heima hjá
foreldrum mínum, fyrst í Eyjabakka og síðan í Torfufellinu. Hefðirnar voru
mjög gamaldags. Skatan og hangikjötið voru alltaf soðin á Þorláks-
messu. Síðan voru hamborgarhryggur og rjúpur í matinn á aðfangadag.
Það var síðan alltaf sofið út og haft það kósí á jóladagsmorgun og maður
dundaði sér við dótið sem maður fékk í jólagjöf. Síðan var alltaf farið í
jólaboð til afa seinna um daginn,“ segir Geir brosandi að minningunni.
Í jólaboðinu brá hann sér í gervi. „Þar lék ég ásamt nafna mínum Geir,
jólasvein. Þar sem það var mikill stærðarmunur á okkur þá lék hann
Stekkjarstaur og ég Stúf. Það var alltaf mikið beðið eftir jólasveinunum.
Ég byrjaði að leika hann þegar ég var sjö, átta ára gamall og var mjög
góður jólasveinn. Ég hafði mjög mikla unun af þessu því ég gat hagað
mér alveg eins og ég vildi bak við skeggið og húfuna. Það besta var svo að
ég trúði því sjálfur að ég væri Stúfur.“
Jólin verða hefðbundin hjá Geir í ár en þeim eyðir hann með fjölskyldunni.
„Vegna stöðu minnar í kvennamálum þá verð ég bara heima hjá mömmu
og pabba í ár. Það verða þrettán manns í mat hjá okkur á jólunum þannig
að ég hef ákveðið að syngja fyrir börnin jólalög og svo ætla ég að syngja
fyrir þau af nýju barnaplötunni minni,“ segir hann.
Geir er mjög spenntur fyrir jólunum. „Ég hlakka alltaf til jólanna, er mikið
jólabarn og það hefur ekkert breyst að ég hlakka alltaf mest til þess að
opna pakkana. Þeim hefur nú farið fækkandi með árunum en ég er farinn
að njóta jólanna með öðrum hætti en áður. Mér finnst þetta vera yndis-
legur tími, friður og kærleikur.“
Ellý Ármannsdóttir fjölmiðlakona
Eftirminnilegar leikhúsferðir
Ellý Ármannsdóttir á góðar minningar frá æskujólunum en þeim
eyddi hún yfirleitt í faðmi stórfjölskyldunnar. „Við komum alltaf
saman hjá ömmu, öll systkini mömmu sem voru fimm talsins,
og svo börnin þeirra þannig að þetta var stór hópur. Í minn-
ingunni er þetta svo yndislegt, bæði maturinn, spenningurinn og
svo bara að hittast og vera saman. Þessi innilega ánægja sem
fólst í hlýju jólanna,“ segir Ellý. Hefðin datt upp fyrir þegar amma
hennar féll frá. „Ömmurnar og afarnir eru oft límið í fjölskyldum.
Eitthvað sem við þurfum að læra að meta.
Það er ein árleg gjöf sem Ellý man sérstaklega vel eftir úr æsku.
„Það var ein frænka í fjölskyldu stjúpföður míns sem gaf alltaf
yngstu frændsystkinunum leikhúsmiða. Við fórum síðan alltaf
öll saman í leikhús á milli jóla og nýárs. Það fannst mér alveg
rosalega sniðugt hjá henni að gefa okkur upplifun í stað gjafa.
Það er einmitt það sem skiptir á endanum öllu máli um jólin, að
vera saman. Burtséð frá matnum sósunni og öllum gjöfunum.
Þær eru á endanum algjört aukaatriði,“ segir Ellý einlæg.
Ellý hefur verið dugleg við að halda í hefðirnar á fullorðinsaldri.
„Ég held í hefðirnar og finnst hangikjötið, grænu baunirnar og
rauðkálið ómissandi.“
Núna eyðir fjölskylda Ellýjar jólunum hjá tengdaforeldrum hennar.
„Við komum saman hjá tengdó, börnin mín og börn mannsins míns.
Mér finnst hefðirnar mikilvægar, það eru þessir jólasiðir og vaninn
sem ég elska yfir hátíðarnar. Nú er það heimagerði ísinn hennar
Kristínar tengdamömmu sem klikkar ekki. Börnin og ísinn finnst mér
vera algjörlega ómissandi á jólum.“
Æskujólin
Í jólakjólnum
Ellý þriggja ára í
jólakjólnum.
Birgitta Haukdal söngkona
Refapelsinn sló ekki í gegn
Jólin er tími hátíðar og friðar en kannski
ekki hvað síst tími barnanna. DV heyrði í
nokkrum þekktum Íslendingum og fékk að
heyra af þeirra bernskujólum.
Komdu þér
í jólastuð
Ertu ekki enn komin/n í
jólaskap? Þá er ekki seinna
vænna að drífa sig í hátíðar-
skapið enda stutt í jólin. Hér
eru nokkur ráð sem kunna
að koma þér í rétta gírinn
fyrir jólin.