Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Page 60
60 Sport 21.–27. desember 2011 Jólablað Jólin byrja snemma í ensku úrvalsdeildinni n Ekkert jólafrí í ensku deildinni n Snemmbúin jólagjöf á White Hart Lane n Auðvelt hjá flestum stóru liðanna S ama hversu margir tala fyrir jólafríi í ensku úrvalsdeild- inni eða hversu hátt þeir tala þurfa knattspyrnumenn á Englandi alltaf að reima á sig skóna um jólin, okkur til ánægju og yndisauka. Þessi jól eru ekkert öðru- vísi. Nóg er spilað yfir jólahátíðina en það byrjar strax í dag, miðviku- dag. Leikið er svo á annan í jólum og þriðjudaginn eftir það. Stórleikur jólahátíðarinnar er tveimur dögum fyrir jól, fimmtudaginn 22. desemb- er, þegar Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea mætast á White Hart Lane. Jólin koma því svo sannarlega snemma í ár hjá knattspyrnuáhuga- mönnum. Leikir þessara liða hafa nær aldrei klikkað og sérstaklega ekki þegar liðin mætast á heima- velli Tottenham. Það er því vonandi að leikmenn liðanna séu með fullan poka að gjöfum og í flestum pökkun- um séu glæsileg tilþrif. Ekki gleyma Tottenham Þrátt fyrir að Tottenham hafi verið á gríðarlega miklu skriði undanfarið hefur það verið hvað minnst í um- fjölluninni af toppliðunum. Frétt- ir af markaskorun Robins van Per- sie, orðróminum um að það styttist í snörunni hjá Andre Villas-Boas hjá Chelsea, krísunni á Old Trafford og drottnun Man chester City hafa allar fengið mun fleiri síður en gott gengi strákanna hans Harrys Redknapp það sem af er tímabili. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tíma- bilsins vann Tottenham átta leiki og gerði eitt jafntefli. Það tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma um þarsíð- ustu helgi en kom strax til baka og lagði Sunderland, 1–0, um síðast- liðna helgi. Það sem má ekki gleymast er að Tottenham á leik til góða og getur með sigri í honum komist enn nær toppliðunum frá Manchester. Kaup- in til að styrkja hryggjarsúlu liðsins, Brad Friedel í markið, Scott Parker á miðjuna og Emmanuel Adebayor í framlínuna, hafa öll heppnast full- komlegar og spilar liðið fallegan fót- bolta. Luka Modric er fyrir löngu bú- inn að gleyma hvað hann langaði í Chelsea í ágúst og er staðráðinn í að sýna þeim bláu af hverju þeir misstu. Þá hefur Rafael Van der Vaart verið magnaður á miðjunni. Gegn Sun- derland vantaði þó mikla vídd í lið Tottenham þar sem Gareth Bale var meiddur og Aaron Lennon þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Það þrengdi spil Tottenham mikið sem mun henta Chelsea vel í leikn- um á fimmtudaginn verði hvorugur þeirra kominn aftur. Ljóst er þó að það má búast við frábærum leik. Auðveldir jólaleikir Fyrir utan stórleikinn á White Hart Lane er ekki búist við því að staðan á toppnum breytist mikið. Efstu lið- in eiga tiltölulega auðvelda leiki fyrir höndum með nokkrum undantekn- ingum þó. Manchester United held- ur á fimmtudaginn til Lundúna og mætir þar Fulham en meisturunum hefur reynst ótrúlega erfitt að landa sigri á Craven Cottage. Leikurinn á annan í jólum á heimavelli gegn Wigan ætti þó að verða auðveldur. Skytturnar í Arsenal ferðast til mið- héraðanna og mætir Aston Villa sem hefur veitt topp liðunum skammar- lega litla mótspyrnu og annan í jól- um fær Arsenal Úlfana í heimsókn. Með Robin van Persie heilan ættu þetta að vera sex stig í hús hjá Arsene Wenger og strákunum hans. Liverpool gæti vart fengið auð- veldara prógramm. Liðið mætir Wig- an í dag, miðvikudag, og á annan í jólum fær liðið Blackburn í heim- sókn en bæði lið eru í fall sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur þó reynst erfiðara en ekki að vinna litlu liðin á heimavelli á tímabilinu og er það ein ástæða þess að liðið er ekki ofar en raun ber vitni. Fyrir utan stórleikinn sem liðin eiga á fimmtu- daginn mætir Tottenham nýliðum Norwich næsta þriðjudag á meðan Chelsea á nágrannaslag gegn Ful- ham. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Markahæstir Leikmaður Lið Mörk Robin van Persie Arsenal 15 Wayne Rooney Man. United 11 Sergio Agüero Man. City 11 Demba Ba Newcastle 11 Edin Dzeko Man. City 10 Yakubu Blackburn 9 Emmanuel Adebayor Tottenham 8 Daniel Sturridge Chelsea 8 Mario Balotelli Man. City 8 Stoðsendingar Leikmaður Lið Mörk David Silva Man. City 8 Juan Mata Chelsea 7 Samir Nasri Man. City 6 Dagskráin Miðvikudagur 21. desember 19.45 Aston Villa - Arsenal 19.45 Man. City - Stoke 19.45 Newcastle - WBA 20.00 Everton - Swansea 20.00 Fulham - Man. United 20.00 QPR - Sunderland 20.00 Wigan - Liverpool Fimmtudagur 22. desember 20.00 Tottenham - Chelsea Mánudagur 26. desember 13.00 Chelsea - Fulham 15.00 Arsenal - Úlfarnir 15.00 Bolton - Newcastle 15.00 Liverpool - Blackburn 15.00 Man. United - Wigan 15.00 Sunderland - Everton 15.00 WBA - Man. City 15.00 Stoke - Aston Villa Þriðjudagur 27. desember 17.00 Swansea - QPR 19.30 Norwich - Tottenham Markaskorari Arsenal á tvo auðvelda leiki um jólin þannig Persie gæti bætt við mörkum. Stórleikur Tottenham á stór- leik gegn Chelsea. MyndiR REuTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.