Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2013, Blaðsíða 56
Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir Allt fyrir svefnherbergið RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 Opið alla virka daga frá kl. 09.00–18.00, laugardaga 10.00–14.00, sunnudaga lokað www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á Íslensk hönnun RÚM ára 1943-2013 Framúrskarandi fyrirtæki 2012 Framúrskarandi fyrirtæki 2011 Framúrskarandi fyrirtæki 2010 Er svana- kjóllinn til sölu? Björn dæmir Balta n Sem kunnugt er heldur stjórn- málamaðurinn litríki Björn Bjarna- son úti vinsælli bloggsíðu, bjorn. is. Þar fer ráðherrann fyrrverandi um víðan völl og lætur engin svið mannlífsins ósnert. Nú síðast skrifaði hann kvikmyndagagnrýni um nýjustu mynd Baltasars Kor- máks, 2 Guns. Björn hefur dóminn á þeim orðum að honum hafi ver- ið boðið á forsýninguna af Gunnari Eyjólfssyni, guðföður Baltasars. Svo hefst lofsöngur. „Baltasar held- ur fagmannlega á hinum flókna, hraða og spennandi söguþræði,“ segir Björn sem gerir ávarp Baltasars fyrir myndina einnig að umtalsefni. „… sagði Baltasar að sér hefði kom- ið á óvart að í Ameríku kipptu menn sér helst upp yfir því að skotið væri á hænur í myndinni.“ Björn Barbapabbi n Björn Þorláksson, ritstjóri og rit- höfundur, gerir grín að óförum sínum á Facebook á föstudag. „Slasaði mig á fæti í gærkvöld þegar ég tók til í eldhúsinu og rak mig í kaffivélina með þeim af- leiðingum að sjóðheitt kaffið skall á býfunum. Það var vont – en verra var að ég reyndi samstundis að koma báðum fótunum fyrir á sama tíma í eldhúsvaskinum þar sem ég skrúfaði frá köldu vatni. Hefði þurft að sitja til að geta það, en sú var ekki raunin og gekk mikið á þegar gamli reyndi að breyta sér í Barbapabba. Held ég sé tognaður eftir þetta ævin- týri en húðin er kaffibrún og ókei,“ segir Björn sem er sann- færð- ur um að hann yrði afleitur heilbrigð- isstarfs- maður. Björk með fatamarkað n Kórstúlkurnar úr Graduale Nobili sem fylgt hafa söng konunni Björk eftir um heiminn ætla að halda fatamarkað á Prikinu á laugardaginn. Stúlkurnar hafa ferðast með Björk um víða veröld síðan árið 2010 og eflaust keypt marga gersemina. Björk sjálf og dóttir hennar Ísadóra ætla einnig að taka þátt í markaðnum og segir Björk frá því á Facebook- síðu atburðarins að hún og Ísadóra dóttir hennar hafi staðið í hreingern- ingu og verði á markaðn- um með nokkra kjóla. É g er búinn að safna þessum myndum í 10–15 ár en fyrstu myndina keypti ég í Kola- portinu,“ segir Teitur Atlason um listaverkasafn sitt sem samanstend- ur af myndum af þokkafullum gyðj- um og grátandi börnum. Fjöldafram- leidd list sem var afar vinsæl hér á landi sem og úti í heimi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Margir kannast við myndirnar en Teitur hóf eigin lega óvart að safna þeim og á nú á þriðja tug mynda. Honum hafa borist myndir víða að, hefur keypt er- lendis og verið gefið héðan og þaðan enda kominn með nokkuð gott safn. Nú heldur hann sýningu á safn- inu í Bryggjubúðinni í Flatey en Lísa Kristjánsdóttir sem rekur búð- ina bauð honum að sýna þar. „Það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég fór að safna þessum myndum. Ég keypti eina, rakst svo á aðra og áður en ég vissi af átti ég fimm myndir af þokkagyðjum. Síðan var ég orðinn safnari,“ segir Teitur. „Fyrst var ég alltaf að leita eftir þokkagyðjunum en þá fór ég að rekast á drenginn með tárið og fór að safna líka mynd- unum af börnunum með tárið,“ segir Teitur og viðurkennir að vera orðinn mikill áhugamaður um þess konar list. „Það er gaman að lesa sér til um þessa fjöldaframleiddu list. Það eru tragískar sögur í kringum suma listamennina og margt spennandi í þessu,“ segir Teitur og rifjar upp fjöldabrennur á málverkunum af drengnum með tárið eftir að gula pressan birti fréttir af síendurteknum eldsvoðum þar sem allt brann nema myndin af drengnum með tárið. Teitur er hvergi nærri hættur að safna myndum og vonast til þess að eignast mikið fleiri og að geta haldið fleiri sýningar. „Það er draumur minn að sýna í Ráðhúsinu.“ n viktoria@dv.is „Draumur minn að sýna í Ráðhúsinu“ n Teitur með sýningu á listaverkasafninu sínu Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 16.–18. áGúst 2013 91. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr. Með safnið Teitur við safn sitt á sýn- ingunni í Flatey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.