Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Síða 16
16 Fréttir
V
ið höfum ítrekað þurft að
biðja aftur um svör við
spurningum sem við höf-
um lagt fram fyrir lifand-
is löngu. Það er ekki við
embættismenn að sakast, þetta er
vilji meirihlutans. Fulltrúar hans
eru ekki alveg nógu viljugir,“ segir
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi.
Í janúar ítrekaði hún ósk um álit
borgarlögmanns á því hvort Oddný
Sturludóttir hefði brotið verklags-
reglur í tengslum við New York-
ferð sem hún fór í árið 2012. Báðar
sitja þær í skóla- og frístundaráði og
Oddný er einnig formaður.
Upphaflega hafði hún óskað eftir
álitinu í september 2012 en það var
hins vegar ekki lagt fram fyrr en í
febrúar síðastliðnum, eftir ítrekun
Lífar. Álit borgarlögmanns var hins
vegar unnið í janúar árið 2013. Það
vekur furðu hversu langur tími leið
frá því að álitið var unnið, eða rúmt
ár, þangað til það var lagt fram eftir
þrýsting minnihlutans.
Mannleg mistök
Í svari frá sviðsstjóra skóla- og frí-
stundaráðs, Ragnari Þorsteinssyni,
segir að mannleg mistök hafi átt
sér stað og að búið sé að fara yfir
verklagið svo slíkt gerist ekki aftur.
Ragnar er einn þeirra starfsmanna
sviðsins sem fór til New York með
Oddnýju. „Það var ekki rakið neitt
sérstaklega hvaða mistök þetta
voru og ég fékk ekki nánari skýr-
ingu á þeim. Pólitískir fulltrúar
bera ábyrgð á því að fyrirspurnum
sé svarað, þó þær séu lagðar í hend-
ur á embættismönnum. Pólitíkus-
ar, meirihlutinn hverju sinni, á að
þrýsta á að mál séu unnin á réttum
tíma. Málsmeðferðarreglan ætti
auðvitað að gilda líka um okkur
sem í pólitíkinni erum, og þarna er
dæmi þar sem henni er ekki fram-
fylgt því álitið var tilbúið í janúar
2013,“ segir Líf.
Gagnrýndi kostnað
Upphaflega óskuðu þær Líf og
Marta Guðjónsdóttir, fulltrúar
minnihlutans í ráðinu, eftir því að
borgar lögmaður gæfi álit sitt á því
hvort farið hefði verið eftir reglum
borgarinnar um ferðakostnað þegar
Oddný, sem er formaður ráðsins,
fór í vikuferð til New York-borgar.
Slíkt hefði Oddný átt að tilkynna á
fundi með ráðinu en það gerði hún
ekki.
DV fjallaði um málið í febrúar
2012, þar sem Marta gagnrýndi
kostnaðinn við ferðina sem hún taldi
að hefði verið óþörf, en ferðin kost-
aði í heild 1,4 milljónir króna. Á sama
tíma og Oddný fór utan tilkynnti
borgin um viðamikinn niðurskurð
í skólakerfinu. Líf tekur undir það
sjónarmið Mörtu og segir það undar-
legt að þörf hafi verið á því að fara út,
þar sem eitt af markmiðunum var að
fá upplýsingar um Biophilia-verk-
efni Bjarkar Guðmundsdóttur. Verk-
efnið var hins vegar einnig kynnt hér
á landi í Hörpu.
Braut reglur
Í áliti borgarlögmanns segir að
Oddný hafi ekki farið eftir verklags-
reglum þegar henni láðist að til-
kynna um ferðina áður en haldið
var út. Í álitinu segir: „Telja verður
með vísan til tilgangs ferðar og fjár-
mögnunar að formaðurinn hafi ver-
ið „á vegum hlutaðeigandi nefndar“
eins og framangreint ákvæði kveður
á um. Með vísan til þessa verður að
telja að ferð formannsins hafi fallið
undir ferðir sem ber að kynna fyrir
skóla- og frístundaráði.“
Í álitinu kemur einnig fram að
Oddný hafi óskað upplýsinga frá
skrifstofu borgarstjóra um reglur
í tengslum við utanlandsferðir en
hafi ekki verið upplýst sérstaklega
um þær reglur sem í gildi eru, held-
ur fengið aðrar upplýsingar. n
Helgarblað 11.–14. apríl 2014
Útgáfa DV yfir hátíðarnar
15. apríl Þriðjudagur – stórt páskablað
18. apríl Föstudagurinn langi – ekkert blað
23. apríl Miðvikudagur – helgarblað daginn fyrir sumardaginn fyrsta
25. apríl Ekkert blað
Eftir það verður útgáfa DV eins og venjulega.
Gleðilega páska
Starfsfólk DV
„Þetta er vilji
meirihlutans“
n Álit borgarlögmanns lagt fram ári eftir að það var unnið n Oddný braut verklagsreglur
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is
Þurfa að bíða eftir svörum Líf Magneudóttir segir það undarlegt að álit borgarlög-
manns hafi gleymst í heilt ár. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Oddný Sturludóttir Samkvæmt áliti borgarlögmanns braut Oddný verklagsreglur þegar
hún tilkynnti ekki um ferðina hjá skóla- og frístundaráði.„Það er ekki
við embættis-
menn að sakast, þetta
er vilji meirihlutans