Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Side 32
Helgarblað 11.–14. apríl 201432 Fólk Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er harðkjarna femínisti sem segir að kannski vanti meiri húmor í stjórnmálin. Hún skráði sig í fegurðar­ samkeppni, gagnrýndi fjármálaráðherra fyrir kven­ fyrirlitningu í ræðustól Alþingi – sem hún segir karllægan vinnustað þar sem skortur sé á samstöðu kvenna. Hún sé þreytandi þessi tilhneiging að taka meira mark á orðum karla en kvenna. Hún ræðir pólitíkina, uppvöxtinn og fjölskyldulífið, en hún er fjögurra barna móðir og hefur verið í sambúð í 22 ár. É g man við þingsetningu 2011 þegar þingmenn voru grýttir í mótmælaöldunni sem þá gekk yfir. Við Helgi Hjörvar gengum saman, arm í arm, hann blind­ ur og ég með eyrnatappa því ég var nýbúin að missa smá heyrn,“ segir Sigríður Ingibjörg þar sem við sitjum saman á skrifstofu hennar. Hún seg­ ir frá heyrnarskaða sem hún er með. Skaðinn kemur í stökkum og hefur gert það af og til í tuttugu ár. Í hvert skipti minnkar heyrnin aðeins, en hún áréttar að þetta sé ekki þess eðlis að hún sé að missa heyrnina. Hingað til hefur heyrnarskaðinn haft áhrif á annað eyrað í einu og á mismunandi svið heyrnarinnar. Sig­ ríður Ingibjörg getur til dæmis ekki notað síma við annað eyrað því þar hefur þetta haft áhrif á talsviðið en á hinu eyranu eru það efstu tónarnir sem hún á erfiðara með að greina. Talið er að meinið sé ættgengt en slæm heyrn er ekki óalgeng í hennar fjölskyldu. Send í leyfi „Síðast lenti ég í því í byrjun árs, þá minnkaði heyrnin aðeins. En eins og þú sérð þá heyri ég ágætlega, þó að ég mætti heyra betur. Þetta er ekki á því stigi að það skerði lífsgæði mín en það er kannski kominn tími til að skoða hvort ég þurfi heyrnartæki. Kannski er ég bara af missa af allskonar,“ segir hún hlæjandi. „Nei,“ segir hún, „ég hef verið fullvissuð um að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur.“ Þegar þetta gerist er eins og hún fái hellu. Það er svolítið erfitt að lýsa því. Alveg eins og henni fannst erfitt að útskýra fyrir samstarfsfólki sínu af hverju hún fór í frí í byrjun árs. „Það var eitthvað verulega vandræðalegt við það að segja fólki frá því að ég hefði farið í leyfi af því að ég missti smá heyrn en heyrði samt alveg. Það hefði verið einfaldara að útskýra það ef ég hefði til dæmis fengið brjósklos.“ Fyrirmæli læknanna voru engu að síður skýr. Hún átti að fara í leyfi og beinustu leið á sterakúr. „Áður lá fólk á sjúkrahúsi í rúminu þegar þetta gerðist, en mér var sagt að fara í frí og taka því rólega. Ég þurfti að vera í ró ef það átti að vera einhver von til að þetta lagaðist. Sem gerðist ekki. Einu áhrifin sem ég fann fyrir voru að ég þurfti að sofa minna á sterunum. Þeir voru augljóslega örvandi. Það er kannski ágætt að ég hafi ekki verið í neinum átökum á meðan ég var á sterunum. Ég hefði eflaust orðið dýrvitlaus á þingi,“ segir hún hlæjandi. Það er létt yfir henni þennan þriðjudaginn, enda er hún á leið í há­ degisverð með gömlu vinum sínum úr menntaskóla. Alþingishúsið eins og flugvöllur Skrifstofan er í Austurstræti með út­ sýni yfir Austurvöll. Áður sat Sig­ mundur Ernir Rúnarsson, þáverandi alþingismaður Samfylkingarinnar á þessari skrifstofu, og það var hann sem valdi listaverkin sem hanga hér á veggjum. Nánast öll, nema tvö – graf­ ískt verk eftir vin Sigríðar Ingibjargar og annað eftir son hennar. Síðan hef­ ur hún líka stillt upp ljósmynd af sín­ um pólitísku mæðrum, kvennalista­ konum. Hér reynir hún að vera þegar hún þarf að vinna því hér er meiri ró og friður en í Alþingishúsinu. „Alþingis­ húsið er eins og flugvöllur. Þar snýst allt um dagskrána sem er ekki ná­ kvæmlega tímasett og þú veist aldrei hvenær þú kemst að. Svo situr þú og bíður þegar dagskránni er kannski breytt og þingfundarhlé tekið. Þetta er heimur sem er svolítið skrýtinn og tíminn verður afstæður. Eins og þegar þú situr á flugvelli og bíður eftir að flugið fari. Tíminn hefur enga merkingu í raunheimi. Þannig að ég hef oft lent í því á þingi að upp­ götva allt í einu að klukkan sé orðin hálf fimm og ég átti að sækja börnin. Þá átta ég mig á því að tíminn hefur flogið frá mér.“ Spennandi áskorun Sigríður Ingibjörg tók fyrst sæti á þingi árið 2009 fyrir Samfylkinguna. Þá hafði hún setið í seðlabankaráði frá árinu 2007 í rúmt ár. Við hrunið sagði hún sig úr ráðinu og hvatti seðlabankastjóra til þess að hætta. „Ég taldi það nauðsynlegt til að ná friði um bankann.“ Eftir þetta fann hún mikinn með­ byr. Þegar nær dró kosningum fann hún að ef hún ætlaði einhvern tím­ ann að sækjast eftir þingsæti þá væri þetta rétti tíminn til þess. „Nú er ég á þingi og það má segja að ég viti ekki enn hvað ég vil verða þegar ég verð stór. Ég get ekki sagt að ég hafi geng­ ið með þingmanninn í maganum. En mér fannst þetta spennandi því fram undan voru miklar áskoranir. Þetta voru svo skrýtnir tímar. Og ég hef ekki séð eftir því þótt þetta hafi ekki alltaf auðvelt.“ Aðallega vegna þess að fyrstu tvö árin á þingi var vinnuálagið þannig að hún var alltaf að vinna. Verkefnin voru yfirþyrmandi: Að reisa upp ríkis­ sjóð, rétta af bankana, takast á við skuldavanda heimila og fyrirtækja, breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, innleiða rammaáætlun, sækja um að­ ild að Evrópusambandinu og svara kalli um breytingar á stjórnarskrá, svo eitthvað sé nefnt. Missti atkvæðisréttinn Frammi fyrir svona mikilvægu verk­ efni er eðlilegt að efi sæki að. Efi um að áhersla sé lögð á rétt mál. Þessi efi var stöðugur og erfiður við að eiga. Sem og það að geta ekki verið viðstödd hversdagslegar athafnir á heimilinu. Í tvö ár var hún nánast aldrei heima. „Ekki að mér sé nokkur vork­ unn. Ég held að það megi lýsa Íslandi sem samfélagi mikils vinnuálags. En þetta hafði þau áhrif að fjölskyldan fann sinn takt og ég var fljótandi þar fyrir utan. Um leið hafði ég ekkert vægi. Ég missti atkvæðisréttinn þegar ég var ekki að vinna mér inn fyrir honum. Þeirra líf var líka í biðstöðu því það var aldrei hægt að skipuleggja neitt. Þetta var of langur tími af óvissu. Síðan breyttist það og núna hef ég miklu oftar tíma til að sinna fjöl­ skyldunni.“ Bestu stundirnar Börnin eru fjögur, Natan, 22 ára, Jakob, 15, Hanna Sigþrúður, 10, og Davíð, 8 ára. Með þeim á hún sínar bestu stundir, þó að það sé líka alltaf jafn dásamlegt að ganga berfætt um í grasinu eða fara í ferðalag með nesti og setjast niður með sveitta samloku með eggjum og tómat. „Ég á góðar minningar um svona stundir og reyni að yfirfæra þær á börnin. Ég veit ekki hvernig það tekst. Mér finnst lífið ótrúlega skemmti­ legt, það er svo dýrmæt gjöf,“ segir hún og bætir því við að nú sé hún svo­ lítið væmin. „Það er ekki endilega svo að ég sé alltaf meðvituð um að fara vel með þessa gjöf en almennt reyni ég að njóta lífsins. Mér finnst gaman að vera með fólki og í svolitlu ati. Þegar atið verður of mikið reyni ég að draga mig til baka og finna ró og frið, en ég er ekk­ ert rosalega góð í því. Það er helst að það takist þegar ég er heima í róleg­ heitunum að baka, hlusta á útvarpið og sauma krosssaum eða prjóna. Mér finnst rosalega gott að vera heima og vera til. Ég les líka mikið, nýt þess að fara í leikhús eða í göngutúr um borgina. Samt er ég ekki nógu dugleg að lifa í núinu. Ég er oft stressuð. Það er auðvitað sjálfskaparvíti. Og þegar ég hef gírast mjög mikið upp í vinnunni þá finnst mér erfitt að fara heim að hlusta á börnin rella yfir einhverju,“ segir hún og kímir, „þá sjaldan sem það gerist. Það er ekki oft. Það sem er erfiðast fyrir fjöl­ skylduna er að ég er oft heima en ekki á staðnum. Maðurinn minn gerir mér af og til grein fyrir því og þá kem ég af fjöllum og skil ekkert, því mér finnst ég svo frábær. En ég hugsa að þetta sé ekkert öðruvísi í þessu starfi en annars staðar þar sem álagið getur verið mikið.“ Lífsförunauturinn Eiginmanninum kynntist hún fyrir 22 árum. Hann heitir Birgir og er Her­ mannsson, doktor í stjórnmálafræði og kennari við Háskóla Íslands. Þegar þau kynntust var hann að kenna við háskólann en sótti tíma í frönsku ann­ álahreyfingunni í sagnfræði sem hún sat. „Okkur leist vel á hvort annað en urðum ekki par fyrr en síðar.“ Hún útskrifaðist með BA­gráðu í sagnfræði og bauð honum í veisluna. Upp frá því fóru þau að vera saman og hafa verið saman síðan. „Við erum ólík en mér finnst hann skemmtileg­ ur, gáfaður, fallegur og góður. Það er alltaf spurning hvað skiptir þig máli í sambandi. Það er auðvitað erfitt ef þér þykir maki þinn hafa galla sem yfirskyggja allt annað þannig að það verður aðalatriðið hvað hann er leiðinlegur. Mér hefur alltaf þótt Birgir frábær og er þakklát fyrir lífs­ förunaut. Hann er manneskja sem á mjög ríkt innra líf, er sjálfum sér nógur, sjálfsöruggur og ekki í neinum vand­ ræðum. Hann er það öruggur með sig að það er ekkert erfitt fyrir hann að vera giftur sterkri konu. Hann hef­ ur engar áhyggjur af því að ég sé áber­ andi sem alþingismaður. Ég veit alltaf af stuðningi hans.“ Einstæð móðir Elsti sonur hennar var nokkurra mánaða þegar þau kynntust. „Hann var innan við eins árs þegar við fórum KarlaKúltúr á alþingi Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Það var eitthvað verulega vand- ræðalegt við það að segja fólki frá því að ég hefði farið í leyfi af því að ég missti smá heyrn en heyrði samt alveg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.