Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Page 34
Helgarblað 11.–14. apríl 201434 Fólk
sem hafði ferðast víða. Hann var af
verkafólki kominn og þurfti að sjá um
sig sjálfur frá unga aldri svo ég held
að hann hafi verið mjög þroskaður.
Það er lífsins gangur að fólk deyr
en það er mjög áhrifaríkt að missa
foreldri. Foreldrar þínir eru fólkið
sem ól þig upp og mótaði. Aðdrag-
andinn var langur og veikindin tóku
mjög á okkur öll. Á dánarbeðinum,
eins og í lífinu, var hann rólegur og
yfirvegaður. Hann tók örlögum sín-
um með stóískri ró. Pragmatískur
debet og kredit maður. Ég er þakklát
fyrir að hafa átt svona góðan pabba.“
Stærsta gjöfin
Stærsta gjöf þeirra til Sigríðar Ingi-
bjargar var traustið sem þau sýndu
henni og trúin sem þau höfðu á
henni. „Það var góð tilfinning. For-
eldrar mínir lögðu mér lið þegar ég
þurfti á þeim að halda og reyndu að
yfirfæra eigin metnað á mig.
Pabbi var í Verslunarskólanum
og fannst að ég ætti að fara þangað.
Ég vildi fara í Menntaskólann í
Reykjavík og það var aldrei rætt
meir. Ég var aldrei beitt þrýstingi
um að fara ákveðna leið í lífinu og
þurfti aldrei að standa undir miklum
væntingum. Foreldrar mínir fylgdust
þó með því að ég stæði
mína plikt og lyki þeim
verkefnum sem ég tók að
mér. Þegar ég var alveg að
deyja úr leiðindum í MR
og langaði mest að hætta
og klára síðasta árið í MH
lagði mamma hart að mér
að klára þetta, ég ætti bara
eitt ár eftir. Ég gerði það og
held að það hafi verið mér
til heilla.“
Hún naut sín aldrei al-
mennilega í Menntaskólan-
um í Reykjavík. „Svo fór ég
í sagnfræði í háskólanum og
fannst ég hafa verið svikin
um það sem unglingur að fá
að beita gagnrýnni hugsun.
Það rann upp fyrir mér að
ég gæti myndað mér skoðun
og þyrfti ekki að láta troða
í mig þekkingu. MR er um
margt ágætur skóli en mér
mislíkaði þessi kúltúr sem
og elítisminn. Hann höfðaði aldrei
til mín.“
Í sagnfræðinni kynntist hún svo
fólki af landi og borg á mismunandi
aldri með mismunandi bakgrunn
og naut sín í botn. „Það var ofsalega
skemmtilegur tími. Sjóndeildar-
hringurinn víkkaði og ég fór að sjá
margt í öðru ljósi.“
Kvennalistakonurnar
Það var svo í gegnum vinkonur
hennar í sagnfræðinni að hún fór í
Kvennalistann. Það var eins og ást
við fyrstu sýn. „Þetta var ástarsam-
band. Þarna voru alls kyns konur
og enginn greinarmunur gerður á
því hvort þú værir einhver stelpu-
skjáta eða reynslumikil þingkona.
Auðvitað lærði ég af þeim en það
gátu allir haft áhrif. Þingflokksfundir
Kvennalistans voru alltaf opnir og ég
nýtti mér það stundum.
Oft voru mikil átök því það voru
skiptar skoðanir á málum og stund-
um var mér pent gerð grein fyrir því
að ég væri dálítið kotroskin að al-
hæfa um hluti sem væru ef til vill að-
eins flóknari en ég gerði mér grein
fyrir í fyrstu.
Það sem ég lærði af þeim var að
stjórnmál snúast um það sem þér
finnst skipta máli. Það segir þér
enginn hver dagskrá stjórnmálanna
á að vera. Eins og þegar kvennalista-
konur fóru að ræða sifjaspell inni á
þingi þótti öðrum það ekki viðeig-
andi. Það var svo margt sem þær
settu á dagskrá íslenskra stjórnmála
sem var annars ekki rætt um. Þetta
var femínískt breytingaafl með skýra
umhverfisstefnu og mannréttinda-
stefnu, ekki síst í málefnum samkyn-
hneigðra.
Það voru ótrúleg forréttindi fyrir
mig sem unga konu að fá að ganga
inn í þennan heim sem Kvennalist-
inn var. Ég man eftir því að á mínu
æskuheimili var horft á umræðu-
þætti um stjórnmál þar sem karlar
töluðu um vísitöluna. Það kveikti
aldrei í mér. En Kvennalistinn náði
til fólks með boðskap sínum. Þær
komu með pólitík hins daglega lífs
inn í stjórnmálin. Núna þurfum við
að skerpa aftur á því.“
Ósigurinn
Enn á ný standa stjórnmálamenn
frammi fyrir kalli eftir breyttum
áherslum í stjórnmálum. Björt fram-
tíð hefur reynt að svara því en hef-
ur ekki tekist vel upp að mati Sig-
ríðar Ingibjargar. Samfylkingin þarf
líka að horfast í augu við eigin mis-
tök. „Samfylkingin kom fram sem
breytingaafl sem lagði höfuðáherslu
á aukið lýðræði, mannréttindi og
kerfisumbætur og jöfnuð. Nú
verðum við að skerpa á því.
Flokkurinn var sex ár í ríkisstjórn,
hann var við völd í hruninu og áfram
eftir hrun. Það er eðlilegt að það setji
sitt mark á flokkinn en það er aug-
ljóst að það þarf að skerpa á áhersl-
um flokksins.“
Ósigur síðasta vors situr enn í
henni. „Við verðum að fara yfir það
af hverju fólk var ekki sáttara við okk-
ur en raun bar vitni. Ég vissi að það
stefndi í laka niðurstöðu en þetta var
enn verra en ég hefði nokkurn tím-
ann getað ímyndað mér.
Niðurstöður kosninganna voru
verulegt áfall og ég er ekki enn búin
að vinna úr þessum ósigri. Sem sam-
fylkingarkonu fannst mér það ótrú-
lega sárt og erfitt. Sem félagshyggju-
manneskju finnst mér það verulegt
áhyggjuefni hvað við erum dreifð á
miðju- og vinstrivæng stjórnmál-
anna.“
Öllum vopnum beitt
Minnihlutinn vinnur þó vel saman
segir hún. „Enda er samstaða eina
vopnið sem við höfum til að stöðva
af þessa hægri stjórn. Heift þeirra er
svo mikil.
Átökin urðu hörð þegar vinstri
stjórnin tók við völdum því gömlu
hagsmunaöflin sáu sér ógnað. Það
átti að fara að greiða fyrir notkun á
aflaheimildum, það áttu að verða
breytingar á orkustefnu Landsvirkj-
unar, enda er alvitað núna að samn-
ingar um raforkuverð til álvera eru
forkastanlegir. Það er enginn arður
af virkjun eins og á Kárahnjúkum
þar sem ruðst var fram með stór-
kostlegum óafturkræfum náttúru-
spjöllum sem eru í raun ófyrirgefan-
leg. Eignarhald var víða í upplausn
og nýir aðilar voru að festa sig í sessi.
Þetta var gríðarleg hagsmuna-
barátta. Barátta yfir auði og valdi yfir
auðlindum fer ekki fram í sátt og
samlyndi. Valdsækin öfl sækja í sér-
hagsmuni og gefa ekkert eftir. Öllum
vopnum er beitt, og eitt þeirra er
að benda á átök á þinginu og beina
athyglinni að látunum og frá málun-
um sem tekist er á um.“
Karllæg gildi á þingi
Undanfarnar vikur hefur geisað harð-
ur slagur á þingi um þingsályktunar-
tillögu utanríkisráðherra um að slíta
aðildarviðræðum við Evrópusam-
bandið og stundum hefur soðið upp
úr.
Einn daginn steig Sigríður Ingi-
björg upp í pontu og sakaði fjár-
málaráðherra um kvenfyrirlitningu:
„Hann leyfði sér það bragð, sem
þekkt er gagnvart konum að segja
við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu
þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og
virðingarleysi fyrir almennum þing-
mönnum,“ sagði hún. Hann hafði þá
sagt Katrínu Júlíusdóttur að róa sig
þegar hún reiddist honum í ræðustól.
Sem femínisti hefur Sigríður Ingi-
björg áhyggjur af því hvað karllæg
gildi eru ríkjandi. Karlmenn eru í
forsvari fyrir ríkisstjórnina, sex ráð-
herrar af níu, líkt og hún bendir á
máli sínu til stuðnings. „Það var
talað fyrir samstöðu og samráði en
meirihlutinn á þingi er mjög hlýðinn.
Foringjaræðið er áberandi. Forystan
ákveður hvernig þetta á að vera og
meirihlutinn fylgir eftir í hlýðni.
Á síðasta kjörtímabili fór innri
gagnrýni stjórnarliðsins stundum út í
öfgar en um leið hafði forystan
ekki þessi tök á meirihlut-
anum. Aðhaldið var meira
og ákvarðanatakan lýð-
ræðislegri.“
Formannsframboð
Þá segir hún að almennt sé
meira mark tekið á körlum.
Alþingi sé kynjaður vinnu-
staður, eins og þeir flestir.
Hún hefur reynsluna, enda
hefur hún rekið sig á það
á vinnumarkaði að fá ekki
framgang innan fyrirtæk-
isins vegna kynferðis. „Ég
hef rekið mig í glerþakið,“
segir hún um leið og hún
stendur upp og sækir sér
nikótíntyggjó í úlpuvasann.
Hún var að hætta að reykja.
„Kannski má segja að gler-
þakið sé innbyggt í konur að
einhverju leyti. Ég hef unnið
á vinnustöðum þar sem ég
vissi að ég fengi ekki sömu
framgöngu og karlar. Þannig að ég
hætti og leitaði á önnur mið.
Í stjórnmálaflokkum eru líka gler-
þök en konur hafa náð frábærum ár-
angri í Samfylkingunni.“
Sjálf var hún orðuð við formanns-
framboð þegar ljóst var að Jóhanna
Sigurðardóttir ætlaði að hætta. Sig-
ríður Ingibjörg íhugaði alvarlega að
fara fram en fann að hún vildi öðlast
meiri reynslu áður. Hún útilokar ekk-
ert í framtíðinni. „Það er mikil ábyrgð
að vera formaður í stjórnmálaflokki.
Í svona slag vil ég fara af fullu sjálfs-
öryggi.
Við sjáum nú reynslulausa ríkis-
stjórn, þar sem fólk hefur ekki byggt
upp reynslu til að takast á við verk-
efnin og það gengur nú ekki mjög vel.
Nú ætla ég ekki að spá því að ég hefði
verið svona ömurleg,“ segir hún og
hlær. „En ég held að allir finni núna
hvað reynsla er nauðsynleg fyrir jafn
veigamikið hlutverk.“
Óþolandi framkoma
Á móti kemur að konur eru mældar
út frá öðrum mælikvörðum en karlar,
segir hún. „Mín viðbrögð við þessu
eru að herða mig, setja undir mig
hausinn og vera ég sjálf, standa með
sjálfri mér.
Það er svo oft sem þú verður fyr-
ir því sem kona að það er talað öðru-
vísi við þig en karla. Talað er um kon-
ur sem hóp. Alhæft er um konur út frá
einni og viðbrögð þín skilgreind sem
tilfinningasemi.
Þú situr á fundi og karlar leggja á
með langar einræður en þegar konur
eru að tala þá er minni þolinmæði
fyrir því að þær tali lengi. Þær eiga að
flýta sér að ljúka máli sínu. Síðan vísa
karlar í hvern annan.
Sem kona er ég vön því að þetta sé
svona, en auðvitað er það óþolandi.
Nú skal ég ekki segja að karlmönnum
finnist þeir ekki stundum hlutgerðir,
það kann vel að vera. En þetta er ein-
hvern veginn áþreifanlegt.“
Tengslanet sem valdatæki
Hennar upplifun af þinginu er sú að
karlarnir standi saman. „Þeir eru í alls
kyns flokkum en geta unnið saman
að málum sem þeim finnst mikilvæg.
Konurnar reyna að mynda tengsl en
það er aldrei eins djúpt á því. Það nær
því aldrei að verða hagsmunabanda-
lag eins og hjá körlunum. Þetta er
auðvitað mjög gróf lýsing en ég upp-
lifi þetta dálítið svona.
Konur eru alltaf að vinna að því
að mynda tengslanet en tengslanet
skiptir engu máli ef það er ekki not-
að til þess að beita áhrifum. Þá verður
það bara rosalega þreytandi og niður-
lægjandi þetta tal um að við konur
eigum að mynda tengsl.
Á síðasta kjörtímabili urðu konur
á þingi jafn margar og karlar. Það er
merkilegt hvað þær nýttu það illa til
breytinga og ég er meðsek í því. Auð-
vitað var tímasetningin óheppileg af
því að það var svo margt að gerast og
það voru svo miklir hagsmunir undir,
eins og núna.
Við erum enn nærri helmingur
þingmanna, þó að það nái því ekki.
En konur virðast eiga erfiðara með
að taka þetta skref frá skemmtilegum
kunningskap yfir í það að beita áhrif-
um sínum. Kannski er það þessi liðs-
heildarhugmynd sem stendur í vegi
fyrir því. Þú vilt vera trú þínu liði og þá
getur verið erfitt að vinna að breyting-
um á öðru plani. Það getur skapað
ákveðna togstreitu.
Ég held að margar konur séu
hræddar við þetta, en það er mikil-
vægt að ræða það því þetta er kynjað
kerfi sem ég held að henti öllum jafn
illa. Margir karlar þrífast ekkert betur
í þessum kúltúr en konur.“
Karlar í vanda
Ekki bara á þingi. Það er augljóst
að ungir karlar hafa ekki áhuga á
gömlu staðalímyndunum um karla,
segir hún. Þess vegna er mikilvægt
að skapa aðstæður þar sem þeir hafa
svigrúm til að vera eins og þeir vilja.
„Í dag hafa konur meira rými innan
kynjakerfisins og meira frelsi til þess
að vera eins og þær vilja vera. Engu að
síður eru alls kyns hlutir sem eru okk-
ur mótdrægir.
Kynbundinn launamunur og kyn-
bundið ofbeldi eru helstu birtingar-
form misréttis. Ég held að ofbeldi
gagnvart konum sé valdatæki sem
karlar beita í frústrasjón, þegar þeim
finnst völdum sínum ógnað eða þeir
ekki standa undir hugmyndinni um
hinn sterka karlmann. Það er rosalega
vond hugmynd um karlmennsku.
Enda sjáum við að karlar falla frekar
fyrir eigin hendi, lenda frekar í fang-
elsi og detta frekar úr skóla en konur.“
Fegurðarsamkeppnin
„Á sama tíma og við höldum barátt-
unni gegn kynbundnum launamun
og kynbundnu ofbeldi áfram þá er
mikilvægt að breyta samfélaginu
þannig að ungir karlar þurfi ekki
að fylla upp í staðalímynd af karl-
mennsku. Ekki frekar en að ungar
stúlkur þurfa að fylla upp í staðalí-
mynd af kvenleika.“
Sigríður Ingibjörg skráði sig
einmitt í Ungfrú Ísland-keppn-
ina þegar hún var endurvakin árið
2013, til að berjast gegn hlutgerv-
ingu kvenna. Framtakið vakti svo
mikla athygli að hún endaði í beinni
útsendingu á BBC News. „Þá sat ég í
eldhúsinu heima á Skype með rann-
sóknarskýrslu Alþingis undir tölv-
unni til að hækka hana upp. Ég hef
sjaldan fengið jafn mikla athygli fyrir
neitt sem ég hef gert í pólitík eins og
þetta. Það segir sína sögu. Kannski
vantar meiri húmor í stjórnmálin.
Þetta var náttúrlega bæði fyndið og
skemmtilegt.“
Við veitum því eftirtekt að tíminn
er runninn frá okkur og hún þarf að
hlaupa. Hún grípur símann og tölv-
una, klæðir sig í úlpuna og setur á sig
varalit. Þar með er hún þotin. Aftur út
á þing. Í næsta slag. n
„Mér óx það
í augum að
bera ein ábyrgð á
uppeldinu
„Tengslanet
skiptir engu
máli ef það er ekki
notað til þess að
beita áhrifum. Þá
verður það rosa-
lega þreytandi og
niðurlægjandi.
Við getum þetta! Hér er í Sigríður Ingibjörg í kunnulegum stellingum.
Fyrirmyndin er sótt í amerískt plaggat frá árinu 1943 sem var seinna notað
í femínískri baráttu á níunda áratugnum og hefur æ síðan notið vinsælda.