Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Qupperneq 52
52 Menning Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Frábær stund á bakkanum Vel heppnaðir tónleikar í Eyrarbakkakirkju R aggi Bjarna, Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson héldu tón­ leika í hinni einstaklega fallegu Eyrarbakkakirkju um síðustu helgi. Tónleikarnir eru hluti af tón­ leikaröð sem Valgeir og Jón standa fyrir í samstarfi við hátíðina Leyndar­ dómar Suðurlands. Tónleikarnir voru afar persónu­ legir og skemmtilegir. Sagðar voru skemmtilegar sögur og brandarar svo gestir veltust um af hlátri. Raggi Bjarna er náttúrlega þjóðar­ gersemi og engum líkur. Hann verður áttræður á árinu en hefur engu gleymt og syngur enn eins og engill. Ungir sem aldnir skemmtu sér vel enda sameinar líklega enginn kynslóðirn­ ar jafn vel og hinn eini sanni, Raggi Bjarna. Við fórum nokkur saman, sá yngsti þriggja ára og elsti að verða átt­ ræður, og allir skemmtu sér jafn vel. Ég mæli með því að fólk geri sér ferð austur á tónleikaröð þeirra Val­ geirs og Jóns. Margir þekktir tónlistar­ menn munu spila með þeim næstu helgar. Það er fallegt á bakkanum og dásamlegt að sitja í fallegri kirkju Eyrarbakka og njóta fallegra tóna. n Fjör í kirkjunni Þeir félagar fóru á kostum. Mynd MEnningarstadur.is Raggi Bjarna og Rugguhestarnir Eyrarbakkakirkju Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Tónleikar Vegabréf Sigmundar Klæmst á rússnesku Eitt sumarið í Moskvu, um það leyti sem Sovétið var að tapast, gekk ég á að giska ringlaður yfir Pushkinskaya­torg, nýstiginn út úr Rossiya­kvikmyndahúsinu sem er ríkulegur partur af höf­ uðstolti hins gerska stórveldis. Það var komið undir lokin á al­ þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu og strákurinn hafði ver­ ið að horfa á Stranger than Paradise, hina sauðlitu ger­ semi Jims Jarmusch; ekki raunar á ensku, held­ ur leiklesna á þýsku með frönskum, ítölskum og pólskum skýringartexta á þrisvar sinnum tveimur hæðum yfir þveran belginn á hvíta tjaldinu. Það var vart að maður sæi þau Willie, Evu og Eddie vinda sögunni fram í þessum frumskógi af skýringar­ texta sem í einhverri amalegri sífellu truflaði upplifun manns á þessari dæmalausu vegamynd úr vestri. Og hafi það ónæði ekki verið nóg, stóð digurvaxinn kona við hliðina á tjaldinu uppi á sviði og þýddi söguna af hinum ungversk­ameríska trega yfir á slavnesku með álíka miklu pati af höndum sínum, höfði og búk. Á svona stundum vita skiln­ ingarvitin ekki sitt rjúkandi ráð, rétt eins og maður finni bruna­ lyktina af eigin heilabrotum sem reyna af veikum mætti að ráða við einar sex ólíkar tungur í sosum eins og þremur víddum og tveimur heimum. Og hefði það hálfa verið nóg. Auðvitað missti myndin mátt sinn og galdur. Úti var hitabylgja, einhver sú mesta í sögu Moskvu­ borgar – og smám saman fannst manni Rossiya­ kvikmyndahúsið líkjast miklu meira risastórri ristavél en rómantísku mann­ virki. Og af því líkaminn megnaði ekki lengur að horfa á grautar­ legu textahrúguna á tjaldinu með þessum ill­ þyrmislega þýska undir­ tóni var hon­ um í þeim mun meira mæli snúið að hinum holdmikla þýðanda á sviðinu sem túlkaði Jarmusch í rauntíma af austverskri innlifun. Og þannig fór um mest allan salinn; augu hans tóku að mæna á þessa þybbnu konu sem stóð einsömul uppi á sviði með öskr­ andi tungumálin allt í kringum sig – og klæmdist eins og hún gat á sína vísu; það er nefnilega ekki verið að tala mjög fínlega í Stranger than Paradise – og allt látið flakka, þar á meðal poshol í tíma og ótíma, lesist fuck á frum­ málinu, ellegar suka út í eitt, sem er bitch á bandarísku – og þannig vatt sögunni fram í einu allsherj­ ar suka, poshol, suka, suka. Aldrei hefur jafn stór salur vorkennt einni og sömu konunni jafn mikið og þennan heita dag á bökkum Moskvuár. Og þegar ég gekk út á Pushkinskaya­torg­ ið að lokinni þessari óviðjafnan­ legu upplifun var ekki laust við að hugur minn væri læstur að eilífu í þessu eina orði, poshol, poshol, poshol … I ndverskur Iron Man, karrívestri í þrívídd og kvikmyndir fullar af gleði og glysi. Indversk kvikmynda­ hátíð stendur fram á sunnudag í Bíó Paradís. Á hátíðinni eru sýnd­ ar sex nýlegar kvikmyndir og klass­ íski karrívestrinn Sholay frá árinu 1975 í nýrri þrívíddarútgáfu. Þá mynd þekkja margir kvikmyndaáhugamenn enda talin ein besta indverska kvik­ mynd 20. aldar. Myndinni var leikstýrt af Ramesh Sippy og í henni er fylgt eftir tveimur glæpamönnum, Veeru og Jai. Þá félaga ræður lögreglumað­ ur á eftirlaunum til þess að fanga mis­ kunnarlausan bandíta. Í söguna flækj­ ast fagrar kvenhetjur sem eiga hjörtu glæpamannanna með öllum þeim flækjum sem fylgja ástinni. Kryddblöndukvikmyndir Myndin er svokölluð Masala­kvik­ mynd, eða kryddblöndukvikmynd. Kryddblöndukvikmyndir er skemmti­ legt hugtak yfir litríka tegund ind­ verskra kvikmynda þar sem ægir saman söng, dansi, gamni, hryll­ ingi og átökum. Flokkunarmaskínu Hollywood er ómögulegt að nota á þessar skemmtilegu myndir. Sögu­ hetjur bresta í söng og dans í miðjum bardaga eða ástarsenu. Myndirnar eru ætlaðar allri fjölskyldunni sem fer saman í kvikmyndahús og handritið skrifað með það í huga. indverska útgáfan af iron Man Þá er sýnd hasarævintýramyndin Ra.One, sem kalla má indversku út­ gáfuna af Iron Man. Myndin fjall­ ar um tölvuleikjahönnuð sem á að baki ýmsar misheppnaðar tilraun­ ir til þess að slá í gegn í leikjaiðnað­ inum en tekst loks að slá í gegn með skelfilegum afleiðingum þó. Vondi karlinn Ra.One sleppur út í raun­ heima og veldur usla. Aðalleikar­ inn í myndinni er Shahrukh Kahn sem er einn af stærstu stjörnunum í Bollywood. Bollywood og Kollywood = alls- konarwood Orðið Bollywood er títt notað á Vestur löndum um allar þær myndir sem gerðar hafa verið á Indlandi. En Indverjar sjálfir tala eingöngu um Bollywood þegar átt er við myndir frá Bombay og eru leiknar á hindí. Það­ an koma reyndar flestar myndir og þær sem hlotið hafa mest áhorf. Kvikmyndagerð á Indlandi er fjöl­ breyttari og fer fram á ólíkum hlutum Indlands. Stórleikstjórinn Shankar framleiðir flestar sínar mynd­ ir í Tamil Nadu­héraði, þær myndir eru kenndar við Kollywood – næst­ stærsta kvikmyndamarkað Indlands. Þaðan kemur ein skærasta stjarna Indlands Rajinikanthr, næst launa­ hæsti leikari Asíu á eftir Jackie Chan. til styrktar fátækum börnum Indverskri kvikmyndahátíð er bæði ætlað að kynna hina miklu kvik­ myndamenningu Indlands og styrkja starf Vina Indlands á Suður­ Indlandi í Tamil Nadi og hluti af andvirði seldra miða fer í að styðja heimili fyrir drengi og stúlkur í Posum Kudil, Erode og Salem – að styrkja fátæk og munaðarlaus börn til náms með hjálp íslenskra styrktarforeldra, og í að styðja við rekstur kennslumið­ stöðva á fátækum svæðum. Svein­ björg Rósa Sumarliðadóttir er ein af Vinum Indlands og vinnur í sjálf­ boðavinnu við að safna fé til málefna. Öll vinna félagsins er unnin í sjálf­ boðavinnu. Í byrjun júní hefst nýtt skólaár á Indlandi og því er átakið sér­ lega þarft á þessum tíma. „Á síðustu kvikmyndahátíð 2012 varð ágóðinn það mikill að hægt var að bæta við stuðningi til heimilis í Erode,“ segir Sveinbjörg frá og greinir frá því að um eiginlegt hjálparstarf sé ekki að ræða, því samtökin leggi upp með að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og þá leggi indverska ríkið til krónu á móti hverri krónu sem safnast til góðra verka. „Í fyrra hófum við líka sérnám fyrir krakka. Krakkarnir geta lært ýmsa iðju Indversk kvikmyndahátíð haldin í annað sinn í Bíó Paradís Allskonarwood Kristjana guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Kahaani Kvikmyndir með konum í aðal- hlutverkum eru óvanalegar. Konur við kertagerð Vinir Indlands styrkja meðal annars fátækar ekkju og selja kerti þeirra hér á Íslandi. ra.One Hasarmynd, Iron Man Indlands. sveinbjörg rósa Sveinbjörg Rósa er einn Vina Indlands og segir starf samtakanna fjölbreytt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.