Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 11.–14. apríl 2014 29. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Reykás væri fínn oddviti Framsóknar! Þegar Auddi missti sveindóminn n Eins og flestir knattspyrnu- áhugamenn vita er fjölmiðla- maðurinn Auðunn Blöndal grjótharður stuðningsmaður Manchester United. Hann fylgd- ist vel með sínum mönnum í síðari leiknum gegn Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á mið- vikudag. Staðan var jöfn, 1–1, eftir fyrri leikinn og útlitið var bjart þegar Manchester United komst yfir með stórbrotnu marki bakvarðarins Patrice Evra. Bayern skoraði þrjú mörk í kjöl- farið og tryggði sér um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Auðunn, eða Auddi eins og hann er kallaður, lýsti þessum vonbrigðum vel á sam- skiptavefnum Twitter eftir leik. „Markið hans Evra var eins og sveindómsmissir minn, geggjaðar 50sek og svo hrikaleg von- brigði í kjöl- farið …“ Út fyrir þæginda- rammann n Kvöldþáttur Péturs Jóhanns Sigfússonar á sjónvarpsstöðinni Bravó hefur heldur betur vakið mikla athygli, sérstaklega fyrir þær sakir að Pétri tekst að fá gesti sína til þess að stíga langt út fyrir þægindaramman. Á dögun- um fékk hann útvarpskonuna Guðrúnu Dís Emilsdóttur til að syngja lag í beinni útsendingu og söngkonan Emilíana Torrini kom í þáttinn á dögunum og söng og spilaði. Hún flutti þó ekki sína eigin tónlist heldur kvaðst hún hafa lært á úkúlele, smágítar, til þess eins að spila fyrir Pétur lagið Shake the Disease með Depeche Mode. Lagið mun vera í miklu uppáhaldi hjá Pétri. Logi vinnur með GusGus n „Spenntur fyrir nýju Gus Gus plötunni. Er pródúser á laginu God Application ásamt Bigga Veiru og Högna,“ skrifar tónlistar- maðurinn Logi Pedro Stefáns- son á Twitter-aðgang sinn. Logi Pedro er í hljómsveitunum Hig- hlands og Retro Stefson en þetta er í fyrsta skipti sem hann vinnur með GusGus. Mexico er nafn nýju plötunnar en hún kemur út þann 23. júní. Þar fylgir sveitin eftir plötunni Arabian Horse sem kom út árið 2011 og sló í gegn. Stórsveitin gaf nýverið út lag- ið Crossfade sem fallið hefur í góðan jarðveg hjá aðdá- endum sveitar- innar. Leikhús á Listahátíð N Listahát í Reykjavík Dagskrá og mi asala www.listahatid.is Listahátíð 22. maí — 5. júní Fantastar @ Brimhúsið 22. maí — 5. júní Wide Slumber @ Tjarnarbíó 24. — 26. maí Biðin — Heimild um leiklestur á Beðið eftir Godot @ Þjóðleikhúsið 3. — 4. júní Der Klang der Offenbarung des Göttlichen @ Borgarleikhúsið 28. — 30. maí Þ essi áskorun hefur auðvitað borist mér hingað í sólina á Kanaríeyjum en flogið inn um annað eyrað en út um hitt,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, um þann vilja nokkurra flokksmanna að fá hann til að leiða lista Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Framboðið er höfuðlaust eftir að Óskar Bergs- son sagði af sér sem oddviti í kjölfar skoðanakannana sem sýna flokkinn í mikilli lægð og án fulltrúa í höfuð- borginni. Fullkomin ringulreið er innan flokksins vegna þessa en fram- bærilegur frambjóðandi hefur enn ekki fundist. Guðni, sem er staddur á Kanarí- eyjum, með ferðaskrifstofunni Vita, vill ekki tjá sig efnislega um áskor- unina. „Nú eru páskarnir framundan og framsóknarmenn í Reykjavík hljóta að finna lausn á vanda sínum. Sjálf- ur er ég alsæll í sólinni ásamt Mar- gréti minni og skemmtilegum Ís- lendingum alls staðar að af landinu. Lokahófið verður á Klörubar í kvöld. Það verður með óvenjulegu sniði því að verið er að taka upp kvikmyndina Afann með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Ég mun reyna að svæla Sigga á svið og hugsanlega dúkkar þar upp mesti stjórnmála- maður allra tíma, Ragnar Reykás, sem kunni að skipta um skoðanir eins pólitíkusarnir. Kanaríeyjar eiga á hug minn allan þessa stundina,“ segir Guðni sem snýr aftur heim til Íslands um helgina eftir þriggja vikna dvöl ytra. n ritstjorn@dv.is Skorað á Guðna að bjarga Framsókn „Nú eru páskarnir framundan og framsóknarmenn í Reykjavík hljóta að finna lausn“ Guðni Ágústsson Framsókn horfir til gamla formannsins. Mynd SiGTryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.